Morgunblaðið - 23.05.2022, Side 15

Morgunblaðið - 23.05.2022, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2022 Sigling Veðrið hefur leikið við landsmenn á suðvesturhorninu að undanförnu og þá er eins gott að nýta dagana til útiveru. Sigurborgin tók sig vel út fyrir utan Laugarnestanga á dögunum. Árni Sæberg New York | Í lok ársins 1999 þegar hinn veik- burða Boris Jeltsín leitaði að eftirmanni sínum innan raða leyni- þjónustunnar gekk kaldhæðnislegur brandari ljósum logum í Rússlandi: „Af hverju eru kommúnistar betri en KGB? Af því að kommúnistarnir munu skamma þig, en KGB mun hengja þig.“ Í rauninni var þetta ekki brandari heldur varnaðar- orð. Því miður náðu fæstir Rússar merkingunni. Sama ár var Vladimír Pútín skip- aður forsætisráðherra. Hann átti rætur sínar í KGB og hafði verið leið- togi alríkislögregluþjónustunnar (FSB) sem tók við af KGB. Stuttu eftir embættistökuna er sagt að hann hafi sagt við sína fyrrverandi samstarfsmenn í FSB: „Áætlunin um að komast í æðstu raðir stjórn- valda er fullkomnuð.“ Þessi setning hefði einnig átt að klingja varúðar- bjöllum, ekki síst vegna þess að Pút- ín hafði lengi verið aðdáandi Júrís Andropóvs, fyrrverandi formanns KGB, sem hafði stjórnað Rússlandi í tvö löng ár með harðri hendi. Eftir efnahagslega og stjórnmála- lega óreiðu eftir fall Sovétríkjanna á tíunda áratug síðustu aldar var krafa samfélagsins fyrst og fremst stöð- ugleiki og ef það þyrfti að setja KGB aftur inn í æðstu stéttir ríkisvaldsins til að ná því markmiði var það ásætt- anlegt. Á þessum tímapunkti fékk Pútín, sem var kosinn forseti árið 2000, tækifærið sem hann þurfti til að koma á stjórn að hætti Andropóvs yfir allri rússneskri stjórnsýslu, ekki síst í mikilvægum atvinnu- greinum eins og olíu og gasi. Pútín stóð ógn af auðmönnum í einka- geiranum sem höfðu náð völdum í orkugeir- anum undir kaótískri stjórn Jeltsíns. Svo hann setti svonefnda öryggisþjónustuþursa (siloviki) eins og fyrr- verandi KGB-mennina Ígor Sechín og Sergei Tjémezóv yfir orkugeirann. Hvernig gátu eftirmenn samtaka sem höfðu staðið fyrir þvílíkri ógn- arstjórn á tímum Jósefs Stalíns á fjórða og fimmta áratug síðustu ald- ar náð aftur völdum á 21. öldinni? Ni- kíta Khrushchev hafði reynt að afmá áhrif Stalíns á sjötta áratugnum og Mikhaíl Gorbachev haldið áfram með perestrojka á seinni hluta níunda áratugarins og allt benti til þess að KGB væri á síðustu metrunum, líka fyrir þá sem voru innan samtakanna. Margir innan KGB, þar á meðal Pút- ín sjálfur, létu af störfum í leyniþjón- ustunni meðan Gorbashev var við völd, enda almennt talið að KGB myndi aldrei ná fyrri völdum. En allt breyttist eftir hrun Sovét- ríkjanna. Þá kom í ljós að KGB var betur í stakk búið til að stýra þjóð- félaginu í átt að kapítalisma heldur en nokkur önnur stofnun Sovétríkj- anna. Starfsmenn KGB voru siðlaus- ir, raunsæir, með stórt tengslanet og létu langa vinnudaga ekki stöðva sig og voru færir í að höndla mál svo þau kæmu þeim til góða. Það skipti líka máli að alríkis- öryggislögregluþjónustan hafði aldr- ei verið alveg lögð niður. KGB var ennþá til eftir stjórn Gorbachevs, að mestu leyti endurnefnd og smærri í sniðum sem FSB, sem var ennþá starfandi eftir stjórnartíð Jeltsíns. Rússneskir leiðtogar, hvort sem þeir eru frjálslyndir eða ekki, hafa alltaf stólað á öryggisþjónustur til að halda þeim við völd. Það sem varð öðruvísi eftir að Pútín tók við (og líka á tímum Andropóvs þegar Sovétríkin voru og hétu) var hversu mikil völd fulltrúar leyniþjónustunnar höfðu sjálfir. Í augum Pútíns var það lykilatriði að styrkja leyniþjónustuna því hún var einskonar trygging gegn andófi eins og árið 1991, sem leiddi til hruns hins „sögulega“ Rússlands. Og Pútín er mjög stoltur af stöðugleika stjórn- málakerfisins sem hann hefur byggt upp í Rússlandi sem hann gat gert að mörgu leyti vegna hagstæðs elds- neytisverðs og nokkuð skilvirkri stjórnun öryggisþjónustuþursanna. En að halda við þessu stjórnmála- kerfi er ekki það sama og að koma því á fót. Pútín tryggði völd sín innan kerfisins með lagabreytingum sem keyrðar voru í gegn í málamynda- atkvæðagreiðslu stjórnarinnar 2020, en þær breytingar gefa honum laga- legan rétt á því að sitja við stjórnvöl- inn árum saman og einnig er þar skilgreining á rússneskum fyrirmyndarþegni, sem er föð- urlandsvinur og tryggur ríkinu um- fram allt. Nálgun Pútíns til óheftrar valda- setu hefur líka breytt hlutverki leyniþjónustunnar innan stjórnkerf- isins. Pútín hlustaði áður á öryggis- þjónustuþursana eins og Sechín og Tjemezóv, og útdeildi jafnvel mikil- vægum verkefnum til samstarfs- manna. Núna ákveður hann stefnuna án þess að hlusta á andstæðar hug- myndir og útdeilir framkvæmd verk- efna eingöngu til teknókrata í stjórn- inni sem er stjórnað af Mikhaíl Mishustin, hinum vélræna forsætis- ráðherra. Nú, meira en nokkru sinni áður, er dagleg stjórnsýsla í höndum öryggisstofnana á borð við Alríkis- þjónustu um eftirlit með menntun og vísindum (Rosobrnadzor), Alríkis- hegningarþjónustunni og Alríkis- þjónustunni um yfirumsjón yfir sam- skiptum, upplýsingatækni og fjölmiðlun (Roskomnadzor). Þessar nýju grunnstoðir ríkis- valdsins eru ópersónulegar stofnanir með aðeins einn tilgang: Að hreinsa alla pólitíska umræðu af öllu sem gæti verið andstætt Kreml, sem í dag er séð sem andrússneskur áróð- ur, og að hegna þeim sem sýna ekki nægilega „tryggð“. Ólíkt öryggis- þjónustuþursunum, þá þurfa þessar stofnanir ekki að ráðgast við Pútín um hvernig best sé að taka á málum sem koma upp í Rússlandi eða að sjá mikilvægi alþjóðlegra samskipta fyr- ir alla framþróun í Rússlandi. Þess í stað fylgja þær í blindni markmiði Pútíns um að tryggja fullkomin yf- irráð yfir Rússlandi, óháð því hver fórnarkostnaðurinn verður. Alexei Navalní, lögfræðingurinn og andstöðuleiðtoginn sem situr í fangelsi, telur að helsta ástæðan fyr- ir innrás Rússa í Úkraínu hafi verið að beina augum Rússa frá hrakandi lífsgæðum heima fyrir og sameina þá í rússneskri þjóðernisvímu. En jafn- vel enn frekar er stríðið hin end- anlega afneitun á valdi starfsmanna alríkislögregluþjónustunnar (FSB) frá fyrstu árum Pútíns og staðfest- ing á yfirfærslu valdsins yfir til nafn- lausu öryggisteknókratanna, sem eru hinir raunverulegu arftakar KGB-leyniþjónustunnar. Pútín, að sjálfsögðu, er á toppnum eins og nýja kerfið gerir ráð fyrir. Hrollvekjandi áhrif þessarar breytingar eru núna sjáanleg hvert sem litið er í Rússlandi. Frá því að Pútín hóf sína „sérstöku hernaðar- legu aðgerð“ í Úkraínu hafa meira en 15 þúsund andstæðingar innrás- arinnar, og þar af 400 undir lögaldri, verið settir í varðhald. Sjálfstæðir fjölmiðlar hafa verið útilokaðir eða leystir upp og erlendir fjölmiðlar hafa ekki átt neinn annan kost en að yfirgefa landið. Ef fólk dreifir upp- lýsingum um eitthvað sem stangast á við opinbera orðræðu varnarmála- ráðuneytisins á það á hættu að fá allt að fimmtán ára fangelsisdóm. Í þessu andrúmslofti algjörrar kúgunar, sem nú er líkt við tímabil Stalíns, eru þeir Rússar sem ekki hafa flúið farnir að beygja sig undir reglurnar. Nú segja 80% Rússa að þau styðji „aðgerðina“ í Úkraínu. Það ætti ekki að koma neinum á óvart. Hinn andlitslausi böðull er aft- ur kominn til valda í Rússlandi. Nina L. Khrushcheva »Nú segja 80% Rússa að þau styðji „að- gerðina“ í Úkraínu. Það ætti ekki að koma nein- um á óvart. Hinn and- litslausi böðull er aftur kominn til valda í Rúss- landi. Nina L. Khrushcheva Nina L. Khrushcheva, prófessor í alþjóðamálum við The New School, er höfundur ásamt Jeffrey Tayler, höfundi bókarinnar In Putin’s Footsteps: Searching for the Soul of an Empire Across Russia’s Eleven Time Zones (St. Martin’s Press, 2019). ©Project Syndicate, 2022.www.project-syndicate.org Rætur alræðis Pútíns

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.