Morgunblaðið - 23.05.2022, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.05.2022, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2022 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Einstök minning Útskriftar- myndatökur Í kjölfar sveitar- stjórnarkosninganna hafa fulltrúar fráfar- andi meirihluta í Reykjavík hamrað á því að yfir 60% kjós- enda á höfuðborg- arsvæðinu hafi stutt stefnu þeirra um þétt- ingu byggðar og borg- arlínu. En er málið svona einfalt? Hvað felst í þessum til- lögum? Verður eingöngu byggt á þéttingarreitum næstu áratugina og mun borgarlína tefja umferð bíla enn frekar í borginni? Flestir kjósenda eru án efa sam- mála því að þétting byggðar geti verið góður kostur í skipulagi höf- uðborgarinnar enda hefur byggð í Reykjavík verið þétt í áföngum í um fjóra áratugi. Ekki er þó víst að meirihluti borgarbúa sé sáttur við að öll uppbygging í borginni næstu tvo áratugi verði eingöngu á þéttingarreitum. Íbúðir á slíkum reitum verða dýrari en á óröskuðu landi sem gerir íbúðakaup yngra fólks og efnaminni erfið. Ný byggð á þéttingarreitum í borginni hefur einkennst af þéttri fjölbýlishúsabyggð. Þetta hefur haft í för með sér skort á dags- birtu í íbúðunum og vöntun á grænum svæðum og torgum. Skipulagsfræðingar og arkitektar eru farnir að tala um ofurþéttingu byggðar. Ekki eru tillögur um ný stór græn svæði í borginni né um ný hverfi utan byggðamarka. Það eru því öfugmæli að halda því fram að þéttingarstefnan hafi skapað grænni borg. Það er vel þekkt í skipulagsfræðum að fólki líður best í grænu og náttúrulegu umhverfi. Nýr meirihluti í Reykjavík þyrfti að byrja á að kanna viðhorf borg- arbúa til búsetuóska, þ.e. húsa- gerða og skipulags íbúðahverfa. Mikilvægi almenningssam- gangna í skipulagi borga er óum- deilt og jafnframt að umferð þurfi að vera greið og örugg, en það er ekki sama hvernig tillögur um borgarlínu eru útfærðar. Það er brýnt að afla upplýsinga um hve margir muni nota þjónustuna og hvort borgarlínan muni bæta sam- göngur á höfuðborgarsvæðinu fyrir alla vegfarendur. Þótt meirihluti kjósenda á höfuðborgarsvæðinu teljist almennt hlynntur borgarlínu er margt í tillögunum sem ekki er góð sátt um. Ekki eru t.d. margir hlynntir því að borgarlína verði sett í mitt götustæði Suðurlandsbrautar og tvær akreinar fyrir bílaumferð teknar út með tilheyrandi töfum á umferð. Sama á án efa við um stokk fyrir bílaum- ferð undir Miklubraut, sem er framkvæmd sem tekur mörg ár og ekki ljóst hvert um- ferð verður beint á meðan. Ekki hugnast öllum að aka neð- anjarðar 2-3 km um okkar litlu borg í stokki eða jarð- göngum. Íbúum í Bústaðahverfi leist ekki á tillögur um þéttingu byggðar við Bústaðaveg. Það er því margt í óvissu um framkvæmd og skoðanir borgarbúa um borg- arlínu. Ekki er hægt að líta fram hjá því að um 2/3 hlutar íbúa höf- uðborgarsvæðisins hafa kosið að aka um á einkabílum og að meng- un frá bílaumferð fer hraðminnk- andi með rafvæðingu bílaflotans. Þá er ljóst að tækninýjungar í samgöngum, s.s. snjallbílar, sam- keyrsla, betri ljósastýring o.fl., munu raungerast á næstu árum og draga úr umferðarþunga. Loft- mengun frá umferð mun því fara minnkandi. Mikilvægt er að endurskoða nú- verandi áætlanir um þéttingu byggðar og borgarlínu í betra sam- ráði við almenning, fyrirtæki og fagfólk. Áhugamannasamtökin „Samgöngur fyrir alla“ hafa lagt fram tillögur um borgarlínu sem er mun ódýrari, skapar minna rask, en veitir álíka góða þjónustu og núverandi tillögur um borgarlínu. Auk þess að tefja lítið fyrir annarri umferð. Fyrrverandi meirihluti í Reykjavík hefur ekki viljað skoða þær tillögur. Skipulagsmál eru flókin og varast ber að einfalda málin um of á klisjukenndan hátt. Öll viljum við græna og bú- setuvæna borg en þau markmið nást ekki með núverandi tillögum um þéttingu byggðar og borg- arlínu. Eftir Bjarna Reynarsson » Öll viljum við græna og búsetuvæna borg en þau markmið nást ekki með núverandi til- lögum um þéttingu byggðar og borgarlínu. Bjarni Reynarsson Höfundur er skipulagsfræðingur. Græna borgin – klisjur um skipulagsmál Skörungurinn Margaret Thatcher, forsætisráðherra Stóra-Bretlands, barði í skrifborð sitt í Downingstræti 10, svo glumdi í „five o’clock“- postulínstebollanum og undirskálinni. Árið var 1989. Járnfrúin fékk rapport frá Moskvu um að fátt gæti úr þessu komið í veg fyrir nýtt Stór-Þýskaland, þ.e. sameiningu þýsku ríkjanna. Mikha- íl Gorbatsjov, fyrsti og síðasti for- seti Sovétríkjanna, var í viðræðum við Bandaríkjamenn. Hann vildi allt gera til að „ZGV“, Zapadnaja gruppa voisk – Sovétherinn í Aust- ur-Þýskalandi, yrði sendur heim sem fyrst. Erich Honecker var mjög óánægður í A-Berlín. Í París var François Mitterrand heldur ekki hrifinn af enn einu sterku Þýskalandi, sem menn óttuðust að færi að marsera enn einn ganginn (nú yrði það gegn Rússum og rúss- neskum almenningi, sem ekki fékk lækningu á sjúkrahúsum, pláss á hótelum og veitingastöðum vegna þjóðernis og tungumáls). „ZGV“ var kallaður heim í skyndi og urðu mörg þúsund liðsforingjar og her- menn Rauða hersins, sem hafði 45 árum áður lagt að fótum sér Þriðja ríkið, að hafast við í tjöldum. Heilu fjölskyldurnar höfðust við mán- uðum saman á kartöfluökrum V- Rússlands í öllum veðrum. Spill- ingin var mikil á þessum tíma og varnamálaráðherrann Pavel Grat- sjov fékk viðurnefnið „Pasha Mercedes“ þar sem hann var skyndilega kominn á Benz 600 í stað svörtu Volgunnar. Mikhaíl Gorbatsjov sagðist hafa fengið loforð frá Bandaríkjamönn- um um að NATO myndi ekki stækka um þumlung í austur – „not an inch towards East“ – í við- ræðum sínum við Bush, Schultz, Baker o.fl. Það sem hann og Edv- ard Sjevardnadse klikkuðu á, var að fá loforðið skjalfest og undir- skrifað. Þau skipulagsmistök auð- trúa sovétleiðtoga í lok kalda stríðsins eru nú að koma í ljós og það svo um munar. Í apríl 1949 stofn- uðu 12 lönd NATO í Washington. 1955 gekk V-Þýskaland með sinn her, Bundes- wehr, í NATO. Sem svar við því var Varsjárbanda-lagið stofnað í höfuðborg Póllands sama ár. Í bandalaginu voru sjö ríki: Sovétríkin, Tékkóslóvakía, Pól- land, A-Þýskaland, Rúmenía, Ungverja- land og Búlgaría. Eftir fall kommúnismans var Varsjár- bandalagið lagt niður árið 1991, í Prag. Sumir segja að þar sem kalda stríðinu var lokið hefði einnig átt að leggja niður NATO. Alltént var von manna að í Evrópu yrði hlutlaust belti („buffer zone“, eða „stuðari“) um miðja álfuna, þ.e. Svíþjóð, Finnland, Austurríki, Sviss, Júgóslavía (var ekki í Var- sjárbandalaginu) auk fyrrverandi „austantjaldsríkja“. Atlantshafs- bandalagið hefur stækkað og stækkað til austurs og telur nú 30 ríki. Var þetta í mikilli óþökk Rússa og þeirra öryggishagsmuna, sér-staklega eftir að Jeltsín hætti árið 2000. Ekki þarf mikla sér- fræðiþekkingu til að sjá að „ógn- arjafnvægið“ sem hélt hundunum í keðjunum er löngu fyrir bí og það svo um munar. Rétt er að líta á nokkrar staðreyndir. Mannfjöldi Atlantshafsbandalagsríkjanna er rúmur milljarður. Mannfjöldi sam- bandsríkisins Rússlands er 150 milljónir, hlutfallið er því 10:1,5; hlutfall hermanna 5:1; hernaðar- útgjöld eru 1,2 T$: 65 G$ / (G – gíga, milljarður. T – tera, trilljón) þ.e. 120 dalir gegn 6,5 (!). Nú hafa Bandaríkjamenn yfir að ráða kjarnavopnum í Póllandi og Rúm- eníu, rétt við landamæri Rússlands. Hér er um að ræða nokkuð sem Rússar kalla rauðar línur. Þeir benda á að ef þeir hefðu svipuð vopn rétt við landamæri BNA í Kanada eða Mexíkó, væri ekki mik- il ánægja í Hvíta húsinu. Má líkja átökum nú í þessu „proxy“-stríði BNA gegn RU við Kúbudeiluna 1962 þegar JFK og félagar gátu ekki liðið sovésk kjarnavopn rétt við landamærin. Veturinn 2021/’22 var mikið reynt til að koma á viðræðum um öryggishagsmuni Rússlands. Utanríkisráðherrann Sergei Lavrov sendi 48 bréf persónulega til koll- ega sinna í NATO, ESB og fleiri ríkjum. Viðtakandi í Reykjavík svaraði ekki bréfinu. Málið fékk enga athygli og var látið reka á reiðanum. Viðkvæðið var e.t.v. þetta íslenska „æi, þetta hlýtur að reddast“. Stríðið í Úkraínu hófst ekki nú í febrúar, við að Pútín hafi verið að drepast úr sársauka vegna krank- leika og ákveðið að nú rynni upp „dagur Z“. Úkraínskar þjóðern- issveitir hafa í átta ár skemmt sér við að skjóta á byggðir Donbass og 14.000 manns hafa verið drepnir. Volodomír Selenskí fór á vígstöðv- arnar. Greinilegt var að hinn ungi forseti hafði enga stjórn á nýnas- istum sem gerðu grín að honum. Þjóðhetjur Úkraínu nú eru dæmdir stríðsglæpamenn og fjöldamorð- ingjar (t.d. 60.000 Pólverjar í Wo- lyn 1943-’44) en þeir helstu Stepan Bandera og Róman Sjúkevíts. Eftir þeim eru nefndar götur, verk- smiðjur og leikvangar; oflæti og hræsni Vestursins eru merkileg. Allt frá því að Vigdís var forseti, Steingrímur forsætisráðherra og Davíð lánaði Höfða, hefðu Íslend- ingar átt að að stuðla að samræð- um og friði. Ekta diplómatía felst í því að skýra rétt frá stöðu mála, bera klæði á vopnin, ekki olíu á elda. Á Íslandi þróast mál með ólík- indum. Ekkert má raska heims- mynd Reuters, flokkslínu Brussel og alþjóðasinna, ekki skal einu sinni liðið að 1% upplýsinga sé sjálfstætt og byggt á söguþekk- ingu, ekki síst á tímum „fjölbreytni og umburðarlyndis“ í „upplýstu“ nútímasamfélagi. Þetta er hættuleg þróun og sorgleg. Eftir Hauk Hauksson » Á Íslandi þróast mál með ólíkindum. Ekkert má raska heims- mynd Reuters, flokks- línu Brussel og al- þjóðasinna … Haukur Hauksson Höfundur er magister í alþjóðamálum og leiðsögumaður. haukurhau@gmail.com Átök í Evrópu Hinn 23. júní nk. á Handís, félag hand- leiðara, 20 ára af- mæli. Líklega hefur þörfin fyrir hand- leiðslu aldrei verið eins brýn og gildi hennar eins mikið. Á síðustu mán- uðum hafa orðið mikl- ar breytingar víða á vinnustöðum, vinnu- markaðnum og í sam- félaginu öllu. Í einni svipan lögðust niður heilar atvinnugreinar, sumar tímabundið og aðrar varanlega. Stofnanir og fyrirtæki end- urskipulögðu alla þjónustu og framleiðslu. Samskipti breyttust og rafræn þjónusta var efld til muna. Heimilin voru gerð að vinnustöð. Foreldrar komust ekki til vinnu sinnar vegna skertrar við- veru barna í leikskólum og skólum. Foreldrar langveikra barna völdu að fara í varnareinangrun til að koma í veg fyrir smit hjá við- kvæmum börnum sínum. Heimilin urðu fyrir verulegu tekjutapi. Aldraðir og fólk með undirliggj- andi sjúkdóma voru einangraðir frá umheiminum og ástvinum vik- um saman. Frí voru afturkölluð. Verkefnin hlóðust upp, álagið jókst og varð gríðarlegt hjá mörg- um. Heilbrigðisstarfs- fólk í framlínu lagði sig í hættu fyrir aðra. Á meðan misstu aðrir lífsviðurværi sitt. Í dag er margt kom- ið í sama horf og fyrir Covid-19 en krefjandi aðstæður eru áfram fyrir hendi og margt er breytt. Margir upp- lifa frelsissviptingu að geta ekki farið ferða sinna eins og áður. Sakleysið að við séum örugg var frá okkur tek- ið. Þegar slíkar breytingar verða á högum, lífsstíl og vinnuumhverfi er gott að staldra við og leita inn á við. Í breytingarferli vakna marg- ar tilfinningar eins og missir á því sem áður var. Söknuður getur gert vart við sig. Áhyggjur, kvíði og óöryggi hvað verður. Í handleiðslu er breytingarferlið skoðað með áherslu á lærdóm. Hvað lærðum við á þessum tíma? Hvað viljum við taka með okkur inn í framtíðina? Hverju má sleppa? Hvað fengum við í stað- inn? Hvað virkar? Hvað getum við gert betur? Hvað getum við lagt af mörkum? Hvað langar okkur? Hver voru viðbrögð mín? Hvar liggja mörkin? Ótal margar spurningar vakna við slíkar breytingar sem dýrmætt er að fá speglun á og hlustun sem getur gefið aukna möguleika til að sjá og upplifa hlutina á annan hátt. Með samtalinu opnast ný tækifæri og innsýn í eigin þarfir. Þannig getur handleiðsla aukið faglega þekkingu og færni með endurgjöf og þróun sjálfsvitundar. Hand- leiðsla aðstoðar við að greina áskoranir og möguleika, getu til uppbyggingar, seiglu, aðlögunar- hæfni og sjálfsöryggi og að finna jafnvægi milli fjölskyldulífs og vinnu. Handleiðsla hentar öllum þeim sem vilja auka starfsánægju, eflast í starfi og hafa jákvæð áhrif á þróun menningar á vinnustað. Megi okkur öllum farnast vel. Eftir Valgerði Hjartardóttur Valgerður Hjartardóttir »Handleiðsla hentar öllum þeim sem vilja auka starfsánægju, efl- ast í starfi og hafa já- kvæð áhrif á þróun menningar á vinnustað. Höfundur er hjúkrunar- og fjölskyldufræðingur, djákni og meðlimur í Handís. Og hvað svo? Handleiðsla á tímum Covid-19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.