Morgunblaðið - 23.05.2022, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2022
✝
Steindór Árna-
son stýrimaður
fæddist í Neskaup-
stað 11. október
1931. Hann lést á
heimili sínu í
Kópavogi 12. maí
2022. Foreldrar
hans voru Gyða
Guðmundína Stein-
dórsdóttir hús-
móðir, f. 27.2.
1901 á Nesi í
Norðfirði, d. 20.3. 1960 og Árni
Daníelsson, verkamaður og út-
vegsbóndi, f. 23.3. 1901 í Sand-
víkurseli, d. 3.7. 1978. Steindór
var fjórði í röð níu systkina,
þrjú þeirra eru enn á lífi.
Hinn 13. september 1958
kvæntist hann Mettu Dagnýju
Gunnarsdóttir frá Eskifirði, f.
13.7. 1940. Foreldrar hennar
voru Guðrún Helga Kristjáns-
dóttir og Gunnar Valgeir Hall-
grímsson vélstjóri frá Eski-
Dóttir Helgu: Metta Margrét
Muccio, unnusti Oddur Vilberg
Sigurðsson. 4) Gunnar Valur
Steindórsson, f. 1971, maki
Kristrún Einarsdóttir. Börn
þeirra: a) Aníta Dagný, b)
Brynja Mekkín, c) Eva Marín.
Langafabörn Steindórs eru 6
talsins: Lilya Christine, 11 ára,
Dylan Antony, 9 ára, Phonix, 6
ára, Hrafney Metta, 3 ára,
Máni Rafn, 1 árs og Jens Pétur
Sölvi, 1 árs.
Steindór byrjaði kornungur
til sjós fyrir austan og á
Hornafirði. Eftir útskrift úr
Stýrimannaskólanum í Reykja-
vík 1955 var hann stýrimaður
og skipstjóri á ýmsum skipum
og síldarbátum, m.a. á Vetti
SU 103 og Austfirðingi SU 3,
en lengst af var hann fyrsti
stýrimaður á Hval 9 eða frá
1964 til 1973. Steindór hætti
til sjós 1973 og hóf störf hjá
Siglingamálastofnun, lengst af
sem fulltrúi í skipaskrán-
ingum og vann þar sleitulaust
til sjötugs.
Útför fer fram í kyrrþey.
firði. Steindór og
Dagný byggðu sér
hús á Eskifirði og
hófu þar búskap
en fluttu í Kópa-
vog 1964 og hafa
búið þar æ síðan.
Börn þeirra eru:
1) Árný Gyða, f.
1959, maki Steve
Button. Börn
Gyðu: a) Ben Dani-
el Squires, maki
Karen Squiers, b) Lísa Sue
Squiers, maki Adarsh Sank-
aranarayanan. 2) María Stein-
dórsdóttir, f. 1962, maki Jens
Pétur Jensen. Börn þeirra: a)
Steindór Dan Jensen, unnusta
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir,
b) Þór Jensen, unnusta Bjark-
ey Ottósdóttir, c) Finnbogi
Manfred Jensen, unnusta
Steinunn Sara Arnardóttir. 3)
Helga Steindórsdóttir, f. 1965,
maki Hallur Þorsteinsson.
Steindór Árnason stýrimaður
frá Norðfirði varð bráðkvaddur í
sófanum í stofunni heima hjá sér í
Kópavogi, eins og hann hafði ætl-
að sér. Hann var saddur lífdaga og
tilbúinn fyrir síðustu sjóferðina.
Fjölskyldan mætti öll á staðinn
skömmu eftir andlátið og hélt hús-
kveðju að íslenskum sið með
presti. Allir fengu tækifæri til að
kveðja hann þar sem honum leið
best. Þetta var einstaklega falleg
og ljúfsár stund og fyrir hana er-
um við þakklát.
Ég man vel daginn sem ég hitti
Steindór sumarið 1984. Ég hafði
verið að læðupokast með þvott til
kærustu minnar, og tilvonandi
eiginkonu, sem þá bjó í heimahús-
um. Ég varð hálfskömmustuleg-
ur þegar Steindór bar að garði,
stór maður vexti, með svart
skegg, kvikur í hreyfingum og
tali. Ég ekki á heimavelli og vand-
ræðalegur. Fljótlega sá ég
hversu ljúfan og góðan mann
Steindór hafði að geyma. Greið-
vikni var honum í blóð borin. Þeg-
ar frumburður okkar Maju fædd-
ist bjuggum við í foreldrahúsum
og í honum eignaðist Steindór
nafna. Þá grét hann gleðitárum í
Kópavogskirkju.
Ég á margar góðar og
skemmtilegar minningar frá
Þinghólsbraut. Tengdapabbi og
–mamma stunduðu heimilisiðnað
af kappi, eins og títt var, en mest
fór fyrir netafellingum. Þá var allt
undirlagt, bæði stofan og bílskúr-
inn. Ómögulegt var fyrir mig ann-
að en að reyna að taka þátt í
þessu, en fljótur þótti ég ekki að
setja möskvana upp á rörið! Elju-
semi og dugnaður Steindórs og
tengdamömmu var slíkur, að fjöl-
skyldan gat veitt sér að ferðast
mun meira en þá þekktist á meðal
venjulegs launafólks. Þannig ferð-
uðust þau hjónin 1979, ásamt
þremur börnum sínum og einum
kærasta, til að heimsækja elstu
dóttur sína, sem skömmu áður
flutti með verðandi eiginmanni
sínum til Tasmaníu í Ástralíu! Og
þar búa tvö af barnabörnum
þeirra hjóna. Fjölskyldurnar hafa
í genum árin oft sameinast, ýmist
á Íslandi eða í Ástralíu.
Steindór kynnti sig gjarnan
sem „kommúnista frá Norðfirði“
og það var hann, eins og tíðkaðist
með Norðfirðinga. Nokkur breyt-
ing varð þó á þegar hann eignaðist
landið undir Vinaminni í Kjós,
sumarbústaðinn sem hann byggði
sjálfur, en á leigulandi. Hann varð
á augabragði stoltur „landeig-
andi“ í Kjós og þar undi hann sér
best. „Komdu út á pallinn Jens og
horfðu með mér á sólsetrið,“ skip-
aði hann mér stundum. „Hefurðu
séð fallegra útsýni drengur?“
spurði hann og horfði í vestur frá
Norðurnesi niður Kjósardalinn.
Það hentaði Steindóri að standa
hátt í landinu og horfa vítt. Það
var ekki fyrr en nýlega er ég hafði
sjálfur eignast bústað að ég skildi
tengdapabba fyllilega. Þegar
kraftarnir dugðu ekki lengur til að
viðhalda „Kjósinni“, þá seldi hann
bústaðinn og gaf börnum sínum
allt andvirðið. Búið spil. Þetta lýsti
honum vel, aldrei nein vettlinga-
tök eða hik hjá gamla stýrimann-
inum.
„Þú átt leikinn æskuher, sjálf-
sagt munt þú síðar finna svalann
blása á móti þér,“ sagði hann þeg-
ar ég átti leik. Ég sakna þess að
geta ekki lengur teflt við tengda-
pabba.
Guð blessi þig elsku tengda-
pabbi.
Jens Pétur Jensen, Skerjafirði.
Elskulegur tengdapabbi er fall-
inn frá. Ég kveð hann með sorg í
hjarta og innilegu þakklæti fyrir
skemmtilegar stundir og góðar
minningar í gegnum árin, þær lifa
áfram. Ég er þakklát fyrir allar
sögurnar hans, vísurnar sem hann
fór með og ljóðin. Þakklát fyrir
samtöl okkar, hreinskilni hans og
einlægni. Þakklát fyrir yndislegan
afa sem dætur mínar fengu að
kynnast og þá fallegu kveðjustund
sem við áttum með fjölskyldunni
þegar hann kvaddi þessa jarðvist.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Valdimar Briem)
Elsku Steindór, hvíldu í friði.
Kristrún.
Elsku afi okkar, takk fyrir allar
skemmtilegu stundirnar sem við
áttum saman og allar góðu minn-
ingarnar sem munu lifa áfram í
hjörtum okkar.
Góða ferð í sumarlandið þar
sem Catla okkar bíður eftir þér.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Þínar afastelpur,
Aníta Dagný, Brynja
Mekkín og Eva Marín.
Elsku afi. Þú sagðir okkur oft
söguna af því þegar sagt var við
þig, sem barn, að þú værir svo vit-
laus að þú gætir ekki dáið. Þú
varst greinilega ekki svo vitlaus
eftir allt saman. Þegar við vorum
litlir áttir þú það til að taka okkur í
fangið og sleppa okkur ekki fyrr
en við svöruðum rétt spurning-
unni: „Hver er bestur?“ Rétta
svarið var afi, sem var reyndar al-
veg hárrétt, því þú varst svo sann-
arlega bestur!
Þú varst stríðinn, hávær, fyr-
irferðarmikill, montinn, þrjóskur
og dálítið orðljótur. En þér tókst
að bera þessa eiginleika eins og
þeir væru allir hinir mestu kostir.
Þú komst nefnilega upp með það
sem öðrum leyfist jafnan ekki, því
þú gerðir það af lagni, húmor og
hlýju. En umfram allt varstu
fyndinn, skemmtilegur, góður og
hjartahlýr. Oft montaðirðu þig af
því að tala útlensku, þótt innstæð-
an fyrir því væri af mjög skornum
skammti. Til að sanna mál þitt
sagðirðu „allabaddarí, fransí,
biskví“ og glottir. Einn sólríkan
dag uppi í bústað sagðirðu hátt og
snjallt við okkur bræður: „Don’t
believe it!“ og spurðir hvort við
vissum hvað það þýddi. Við báðum
þig auðvitað að segja okkur það og
þú varst fljótur að ansa: Svona er
lífið.
Það þarf ekki að draga dul á að
þér fannst gaman að tala og sög-
urnar sem þú sagðir lifa með okk-
ur, ekki síst vegna þess að þú
passaðir upp á að endurtaka þær
reglulega svo við gleymdum þeim
ekki. Sögur af sjónum og sögur
frá því í gamla daga voru áber-
andi, t.d. sögur af því hvernig var
að alast upp í 9 systkina hópi í
litlu húsi. Þú hafðir líka dálæti á
kveðskap og kunnir ósköpin öll af
kvæðum utanbókar. Hæfileikan-
um til að læra ljóð utan að glat-
aðirðu aldrei, þótt aldur yrði hár.
Eftir þig liggja einnig margir
ódauðlegir frasar sem þú lést út
úr þér við hin og þessi tilefni, en
fæstir þeirra eru hæfir til prent-
unar.
Þú sast aldrei auðum höndum
og vildir hafa margt fyrir stafni.
Oftar en ekki sneri það að ýmiss
konar listsköpun úr tréverki, allt
frá því að renna litla kertastjaka
til þess að smíða fuglahús og ný-
stárlegan kofa utan um rotþróna
uppi í bústað (og reyndar bústað-
inn sjálfan líka). Þú sagðist oft
vera heimsins mesti listamaður og
þótt þú gerðir það í gríni var
margt til í því. Þú skapaðir ótelj-
andi listaverk yfir ævina og hann-
aðir alls konar skrautmuni sem
prýða heimili víða um land og
minna okkur á þig á hverjum degi.
Síðustu áratugina sastu löngum
stundum og saumaðir út myndir.
„Nú er ég sko að sauma fallega
mynd af þér,“ áttirðu til að segja
við gesti og þá varstu yfirleitt að
sauma út mynd af einhverri bú-
skepnu.
Hvíldu í friði, elsku afi okkar.
Við vitum að þú vakir yfir ömmu
og okkur hinum, afkomendum
þínum, vinum og vandamönnum.
Takk fyrir sögurnar, allan hlátur-
inn og ástina.
Þínir dóttursynir,
Steindór, Þór og
Finnbogi.
Steindór Árnason
✝
Sólveig Ein-
arsdóttir fædd-
ist á Siglufirði 14.
júní 1934. Hún lést
á Hrafnistu Hraun-
vangi 15. maí 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Dóróthea
Sigurlaug Jóns-
dóttir, f. 6.5. 1904,
d. 24.3. 2001 og Ein-
ar Ásgrímsson, f.
6.11. 1896, d. 5.10.
1979.
Systkini Sólveigar eru: 1) Jón
Einarsson, f. 31.1. 1926, d. 23.5.
2016, 2) Ásta M. Einarsdóttir, f.
14.5. 1928, 3) Ásgrímur G. Ein-
arsson, f. 7.11. 1929, d. 19.5.
2010, 4) Guðlaug Einarsdóttir, f.
29.3. 1932, d. 10.6. 1999, 5)
Brynjar Óli Einarsson, f. 17.9.
1936, d. 27.6. 1984, 6) Stella M.
5.6. 1961. Maki Runólfur Bjarna-
son, börn þeirra: 1) Helgi, giftur
Dagbjörtu Örvarsdóttur, börn
þeirra eru Ragnheiður Birta,
Margrét Freyja, Runólfur Kári
og Viktoría Dís. 2) Margrét
Soffía, gift Vilhelm M. Bjarna-
syni, börn þeirra eru Kolfinna
Rán og Hrafntinna Ýr.
3) Matthildur Helgadóttir, f.
5.4. 1966. Barn hennar Einar
Sigurður Helgason.
4) Harpa Helgadóttir, f. 2.6.
1968. Maki Árni Örn Jónsson.
Börn þeirra eru: 1) Kolbrún
Hanna, börn hennar eru Harpa
Sólveig og Hanna Sóley. 2) Jón
Björn, sambýliskona hans er
Ólöf Lund.
Sólveig ólst upp á Grundar-
götu 9 á Siglufirði. Sólveig vann
ýmis störf, m.a. í síld og í Aðal-
bakaríi á Siglufirði en var mest-
an hluta ævinnar húsmóðir.
Heimili Sólveigar og Helga var
allan þeirra búskap í Hafnar-
firði.
Útför fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 23.
maí 2022, kl. 13.
Einarsdóttir, f. 9.2.
1940, d. 19.11. 2020.
Samfeðra var
Eysteinn Óskar
Einarsson, f. 18.5.
1923, d. 1.2. 2011.
Eftirlifandi eig-
inmaður Sólveigar
er Helgi Björn Ein-
arsson, f. í Bjarna-
bæ í Hafnarfirði
22.7. 1937. Þau
giftu sig 14.2. 1960.
Dætur þeirra eru:
1) Dóróthea E. Jónasdóttir, f.
5.2. 1954, d. 25.8. 2006. Maki Sig-
urður Kristinsson. Dætur þeirra
eru: 1) Sólveig Helga, sambýlis-
maður Hlynur Jóhannesson,
börn þeirra eru Dóróthea Elísa,
Sigurður Ísak, Ísold Elísa og
Kristófer. 2) Sigurbjörg Kristín.
2) Ragnheiður Helgadóttir, f.
Elsku hjartans mamma mín
lést á Hrafnistu 22. maí 2022, ég
finn fyrir sorg og söknuði en ég
finn einnig fyrir ró og veit að þér
líður vel núna.
Elsku mamma, takk fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum
saman, það er fallegt og gott að
eiga góðar minningar um góða
mömmu.
Þetta er tíminn þinn, sumarið
að koma og líf að kvikna í görðum,
þú hafðir gaman af að vinna í garð-
inum í sumarbústaðnum ykkar
pabba, gróðursetja blóm og gera
fallegt í kringum ykkur, þar und-
uð þið pabbi ykkur vel í sveitinni
með yndislegum vinum.
Mamma, ég elska þig, takk fyr-
ir alla gleðina sem þú hefur gefið
mér, takk fyrir alla hjálp þína og
þolinmæði.
Þín dóttir,
Matthildur.
Bjartan dag í júnímánuði árið
1968 byrjaði samfylgd okkar
mömmu og varði í tæp 54 ár. Mér
til mikillar gæfu fékk ég að njóta
öryggis og ástúðar á æskuheimili
mínu í Hafnarfirði þar sem
mamma hafði stærsta hlutverkið.
Mamma ólst upp á Siglufirði og
við ljóslifandi minningar hennar
frá æskustöðvum sínum lifnaði
Siglufjörður við og allur hennar
systkinahópur og var næstum eins
og ég hefði búið þar sjálf. Hún fór
eitt sumarið suður til að sækja
vinnu og sá þá í fyrsta skipti Hafn-
arfjörð, hún hreifst strax af þess-
um bjarta og opna bæ sem síðar
átti eftir að verða hennar heima-
bær. Þegar ég kynntist Árna eig-
inmanni mínum tók mamma vel á
móti honum og líkaði það vel að
hann væri frá Dalvík, að norðan,
og brosti. Mamma var ekta amma
og varði miklum tíma með börnum
okkar og eru ómetanleg þau áhrif
sem hún hafði á þau. Hún var mik-
ið fyrir öll barnabörnin sín, studdi
þau og veitti þeim ástúð og hlýju.
Langömmubörnin bættust í hóp-
inn og veitti það mömmu mikla
gleði að elsta barnabarn okkar
Árna var skírt í höfuðið á henni.
Það voru forréttindi að fá að fylgj-
ast með mömmu og pabba ferðast
í gegnum lífið en mikil ástúð og
væntumþykja þeirra hvors til ann-
ars var okkur öllum sýnileg og
barst til okkar allra. Þórustaðir
voru þeirra sælureitur, sumarbú-
staðurinn við Þingvallavatn. Þar á
ég fallegar æskuminningar með
mömmu og pabba og þau veittu
okkur tækifæri til að koma þar
saman þegar fjölskyldan stækk-
aði. Síðustu ár mömmu þegar
minningar frá fyrri tímum tóku yf-
ir og skammtímaminni mömmu
fór hverfandi, var hugur hennar á
Þórustöðum en þar hafði henni lið-
ið einna best. Það var okkur mikil
huggun að mamma þekkti okkur
öll með nafni og stutt var í brosið.
Sumir dagar voru erfiðari en aðrir
og þráin til að vera heima hvarf
aldrei. Hugur okkar er hjá pabba
á þessum erfiða tíma. Með söknuði
í hjarta og tárum kveðjum við
Árni mömmu og þökkum henni
allt sem ekki rúmast í orðum.
Harpa og Árni.
Elsku amma, allar minngarnar
með þér eru svo góðar, að koma
heim til ykkar afa og finna hvað þú
varst alltaf góð og blíð við okkur.
Fara með ykkur í sveitina og þú að
dekra við okkur var best.
Við allt viljum þakka amma mín,
indælu og blíðu faðmlög þín,
þú vafðir oss vina armi.
Hjá vanga þínum var frið að fá
þá féllu tárin af votri brá,
við brostum hjá þínum barmi.
Við kveðjum þig elsku amma mín,
í upphæðum blessuð sólin skín,
þar englar þér vaka yfir.
Með kærleika ert þú kvödd í dag,
því komið er undir sólarlag,
en minninga ljós þitt lifir.
Leiddu svo ömmu góði guð
í gleðinnar sælu lífsfögnuð,
við minningu munum geyma.
Sofðu svo amma sætt og rótt,
við segjum af hjarta góða nótt.
Það harma þig allir heima.
(Halldór Jónsson frá Gili)
Takk, elsku amma.
Jón Björn og
Einar Sigurður.
Það er erfitt að skrifa í fáum
orðum hversu dásamleg amma
var, það
voru algjör forréttindi að eiga
hana ömmu. Amma var glettin og
mikill húmoristi og alltaf stutt í
brosið. En fyrst og fremst var
amma blíð og góð við alla, sérstak-
lega okkur barnabörnin. Amma
elskaði að dekra við okkur og er
æskan mín lituð af góðum minn-
ingum um ömmu. Þær voru ófáar
bústaðarferðirnar sem við fórum á
Þórustaði. Þegar við komum í bú-
staðinn hljóp amma á undan inn til
þess að kveikja á gasofninum. Þar
sátum við svo barnabörnin fyrir
framan gasofninn í hlýjunni, með-
an amma bar farangur inn með
afa og gerði kaffið klárt því okkur
mátti aldrei verða kalt. Það skipti
engu máli hversu gömul ég var
orðin, ég passaði alltaf upp á að
vera í hlýjum fötum og sokkum
þegar ég fór til ömmu, ef það
gleymdist kom ég oft út í bíl með
allskonar klúta og hatta sem
amma hafði hlaðið á mig svo mér
væri hlýtt.
Það var dásamlegt að fylgjast
með ömmu þegar langömmubörn-
in fóru að bætast í hópinn. Þegar
ég kom í heimsókn með Hörpu
Sólveigu og Hönnu Sóleyju lifnaði
yfir ömmu og við afi hlógum,
amma varð eins og tvítug aftur
þegar hún var í kringum litlu lang-
ömmubörnin sín. Hún elskaði að
hlaupa á eftir þeim, halda á þeim
og hún leit ekki af þeim eina mín-
útu. Það var ekki hægt að finna
meiri barnagælu en ömmu.
Ég er svo þakklát fyrir allar
góðu minningarnar þegar amma
var að leika við barnabörnin og
skemmtilega spjallið sem við átt-
um við eldhúsborðið í Erluási.
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
(Hugrún)
Elsku amma, takk fyrir allar
stundirnar okkar saman.
Kolbrún Hanna.
Elsku amma, það má segja að
við höfum unnið í lottó að eignast
þig sem ömmu. Þú varst alltaf svo
blíð og góð og hugsaðir svo vel um
okkur ömmubörnin þín eins og
alla aðra í kringum þig. Þú varst
stór partur af okkar æsku og sem
börn eyddum við ófáum stundum í
sveitinni hjá ykkur afa þar sem þú
dekraðir við okkur og fengum við
að bralla ýmislegt sem annars var
bannað.
Þú hafðir einstakt lag á börnum
og lékst þér að útkljá erfiðustu
deilur okkar barnanna og skildir
alla eftir með bros á vör. Það má
með sanni segja að betri ömmu og
langömmu er ekki hægt að eiga og
er mikil synd að langömmubörnin
þín fái ekki lengri tíma til að kynn-
ast þér og njóta. Þú varst alltaf
svo barngóð og þó að aldur og
veikindi hefðu tekið yfirhöndina
síðustu ár gladdist þú alltaf jafn
mikið þegar langömmubörnin þín
komu í heimsókn.
Þið afi pössuðuð alltaf svo vel að
halda okkur, hópnum ykkar, sam-
an og standa jól og aðrir hátíðis-
dagar upp úr þar sem við vorum
öll komin saman hjá ykkur í
Fagrahvammi eða í sveitinni. Öll
jólin þar sem sást ekki í jólatréð
fyrir pakkaflóði, páskarnir og
verslunarmannahelgarnar sem
við eyddum saman í sveitinni,
þetta eru bestu minningarnar sem
við hugsum til með mikilli ást og
hlýju.
Þú tókst okkur alltaf opnum
örmum og fundum við vel hvað við
vorum alltaf velkomin til ykkar
sama hvenær það var. Þú tókst
alltaf á móti okkur með brosi og
faðmlagi og sást til þess að engin
færi svangur frá þér þar sem nóg
var til af kökum og góðum mat.
Það er skrítið að geta ekki stoppað
við í Erluási og kíkt í heimsókn
sem var eins konar miðpunktur
fyrir okkur fjölskylduna. Við
söknum þín mjög en erum þakklát
fyrir allar góðu minningarnar sem
við eigum með þér. Takk, elsku
amma, fyrir samfylgdina í gegn-
um lífið og allt sem þú hefur gert
fyrir okkur.
Þín
Helgi og Margrét.
Sólveig
Einarsdóttir