Morgunblaðið - 23.05.2022, Síða 20

Morgunblaðið - 23.05.2022, Síða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2022 ✝ Stefán G. Stef- ánsson fæddist á Akureyri 27. júlí 1932. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli 13. maí 2022. Foreldrar hans voru hjónin Ragn- heiður Jónsdóttir frá Engimýri í Öxnadal, f. 24. febrúar 1899, d. 19. júlí 1980, og Stefán Árnason frá Dagverðareyri, f. 19. september 1897, d. 23. maí 1977. Systkini Stefáns í aldursröð eru: Ólafur, f. 28.10. 1925, d. 14.8. 2010, Sigríður, f. 3.12. 1926, d. 3.10. 2003, Gunnar, f. 15.6. 1929, d. 10.12. 1929, óskírður, f. 21.7. 1930, d. 21.7. 1930, Örn, f. 2.7. 1931, d. 26.3. 2018, Anna Fríða, f. 6.10. 1934, d. 25.5. 2005, Jón, f. 7.6. 1937, d. 30.1. 2009, Brynjar Karl, f. 2.8. 1939, d. 21.4. 2021, Sigurður Árni, f. 16.9. 1941, og Auður, f. 9.12. 1945. eitt langalangafabarn. Stefán bjó á Norðurgötu 15 með foreldrum sínum og systk- inum en fluttist til Vest- mannaeyja 19 ára gamall og kynntist þar konu sinni. Þau hófu búskap á Ekru, Urðarvegi 20, árið 1953, þaðan fluttu þau að Steinum og bjuggu þar í tvö ár. Síðan byggðu þau hús á Hólagötu 47 árið 1958 og bjuggu þar þangað til þau fluttu í Kópavog 1980, bjuggu í Engi- hjalla 19, uns þau fluttu í Hraunbæ árið 1990. Eftir að Stefán fluttist til Vestmannaeyja stundaði hann aðallega sjómennsku, mest sem vélstjóri en einnig kokkur. Hann var með mörgum aflaskip- stjórum, þeirra á meðal Svenna á Kristbjörgu VE-70, Bedda á Glófaxa VE-300 og Villa Fisher. Eftir að Stefán hætti sjó- mennsku vann hann nokkur ár í Sigölduvirkjun sem vélvirki, en fljótlega eftir að Stefán og Erla fluttu til Reykjavíkur hóf hann störf hjá syni sínum í Bónus- vídeó sem lagerstjóri og vann þar allt þangað til að hann hætti vinnu, eða í rúmlega 20 ár. Útför Stefáns fer fram frá Ár- bæjarkirkju í dag, 23. maí 2022, og hefst athöfnin klukkan 13. Stefán giftist 23. maí 1953 Erlu Bryndísi Þórodds- dóttir, f. 17. maí 1932, frá Ekru í Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar voru hjónin Bjarg- ey Steingrímsdóttir frá Akureyri, f. 13. ágúst 1909, d. 29. október 1986, og Þóroddur Ólafsson frá Dalseli, Vestur-Eyjafjöllum, f. 1. júní 1900, d. 16. maí 1989. Börn Stefáns og Erlu eru: 1) Þóroddur, f. 14.2. 1953, maki Ásgerður Garðarsdóttir, f. 5.2. 1955, d. 1.11. 2015, börn Þór- odds eru Unnur Erla, Atli Þór, Kolbrún, Tinna Rut, Margrét Hrönn, Rakel, Drífa Katrín og fóstursonur Ásgeir Jóel. 2) Bjargey, f. 4.3. 1959, maki Gunnar Már Andrésson, f. 13.12. 1954, börn þeirra eru Stefán Andri, Erla Guðrún, Íris Dögg og Bjarki Már. Langafabörn Stefáns eru fimmtán talsins og Elsku pabbi minn, þá ertu far- inn í sumarlandið, léttur í spori og syngjandi kátur, laus við hjólastólinn og önnur hjálpar- tæki. Pabbi var að eðlisfari alltaf kátur og hress og sívinnandi. Duglegri mann en hann pabba minn var erfitt að finna. Hann var alltaf tilbúinn að hjálpa öllum í fjölskyldunni og handlaginn var hann með afbrigðum. Gaman er að minnast þess er við endur- byggðum sumarbústaðinn í Skorradal en þar vann pabbi vik- um saman með vini mínum og meistara sínum, Óla Granz, en mömmu réðu þeir félagar sem ráðskonu og eftir matarveislur dagsins sungu þeir félagar fyrir hana á kvöldin, oft við dræmar undirtektir. Ekki þarf að taka fram að pabbi var sífellt að dytta að og betrumbæta bústaðinn meðan heilsan leyfði. Pabbi hafði mjög gaman af ferðalögum jafnt innanlands sem utan. Eftirminni- legar eru ferðir um landið með tjald og prímus og alltof margir í bílnum og pabbi alltaf syngjandi kátur. Eftir að ég hætti í ferða- hópnum, fóru pabbi og mamma margar hringferðir um landið með Bjargeyju og Gunna og seinna börnum þeirra. Ógleym- anlegar eru ferðir okkar systkina ásamt fjölskyldum okkar með pabba og mömmu erlendis. Þar lék pabbi á als oddi, aldrei hress- ari. Nokkrar óborganlegar sögur af pabba í góðu stuði: Í ferð okk- ar til Portúgals eitt árið, var boð- ið upp á mikla sjávarréttaveislu sem pabbi vildi ólmur fara á. Í veislunni rakst hann á Guðna Ágústsson ráðherra, sem hann heilsaði kumpánlega og spurði ráðherrann hann hvort hann hefði smakkað sverðfiskinn. Jánkaði pabbi því og sagði að hann væri algjört lostæti. Er skemmst frá því að segja að ráð- herrann sást ekki meira á fótum eftir veisluna, illa haldinn af skæðri magakveisu. Önnur skemmtileg saga af pabba er úr einni af Ameríkuferðum okkar. Tungumálakunnátta pabba var mjög af skornum skammti en það háði honum ekkert. Einu sinni sem oftar vorum við fjölskyldan stödd á veitingastað og pabbi ákvað að panta sér bjór með matnum. Ungur og ábyrgðarfull- ur þjónn bað hann þá um skilríki og pabbi svaraði unga þjóninum án þess að hugsa sig um yes thank you very much og horfði svo á gapandi þjóninn, stoltur. Ekki er hægt að minnast á þessi ferðalög án þess að geta þess að pabbi var algjörlega sólarsjúkur, elskaði sólböð og notaði vel af sólarolíu. Hann viðurkenndi aldr- ei að hann væri brunninn eftir dag í sólinni. Þær eru orðnar margar, ferðir okkar feðga til Or- lando. Betri ferðafélaga var ekki hægt að hugsa sér. Alltaf í góðu skapi og tilbúinn að hjálpa manni við alla hluti. Elsku pabbi minn. Nú er nærri sjötíu ára samferð lokið og alltaf varstu tilbúinn að hjálpa, án þess að það þyrfti að biðja þig. Alltaf boðinn og búinn. Elsku pabbi, mikið eigum við eftir að sakna þín og allra góðu stundanna með þér, alltaf kátum og hressum. Við munum passa vel upp á mömmu. Veri elskuleg- ur pabbi minn kært kvaddur og Guði falinn. Þinn sonur, Þóroddur (Doddi). Elsku afi minn, það er skrýtið að fá ekki að hitta þig aftur. Allt- af tókstu á móti manni með þínu fallega brosi. Þú varst barngóður og elskaðir allan barnahópinn þinn. Þú hafðir gaman af að spjalla um krakkana og spurðir alltaf frétta af mínum börnum þegar við hittumst. Ég á margar góðar minningar um þig, þær elstu áratuga gamlar. Ég í heim- sókn hjá ykkur ömmu og svo á ég ljóslifandi minningar skoppandi í aftursæti í bíl með þér. Þú varst með sérstakan akstursstíl, það vita allir sem hafa verið farþegar hjá þér. Elsku afi minn, ég er þakklát fyrir að hafa haft þig í mínu lífi. Ég man svo vel þegar þú og amma heimsóttuð mig á spítalann þegar Sigrún og Stefán fæddust. Það var yndislegt að fá ykkur. Síðan kíktirðu við hjá mér á Tunguveginum þegar krakk- arnir voru litlir, það þótti mér vænt um. Áratug seinna fæddist Gunnar og fæðingardagur hans var sá sami og bróður þíns sem lést áður en þú fæddist. Það fannst okkur merkileg tilviljun. Síðustu ár voru þér erfið og heilsan oft á tíðum bágborin. Þú barst þig vel en oft var þetta erf- itt og það var sárt að fylgjast með þessari baráttu. Elsku afi minn, nú er þrautunum lokið og ný ævintýri tekin við. Minningin um þig mun lifa með okkur öll- um. Minning um góðan mann sem þótti vænt um fólkið sitt, hafði sterkar skoðanir og brast í söng á góðum stundum. Afi minn, takk kærlega fyrir allt. Þín Unnur Erla. Nú er komið að kveðjustund, elsku fallegi afi minn. Efst í huga mínum er þakk- læti. Hann afi var einstakur mað- ur, hörkuduglegur og ofboðslega góður vinur með stórt hjarta sem hann sýndi öllum með sinni góðu og hlýju nærveru. Það var svo dásamlegt að koma í heimsókn til ykkar ömmu, það skipti engu máli í hvernig skapi maður var þegar maður kom til ykkar, alltaf fór maður hoppandi kátur með fullt hjarta af ást frá ykkur. Söknuðurinn er mikill en allar yndislegu minningar okkar sem við áttum saman munu ylja mér um ókomna tíð. Afi minn, takk fyrir að hafa alltaf haft trú á mér, verið til staðar, hrósað, öll spjöllin sem við áttum um lífið og þína gömlu tíma og síðast en alls ekki síst hvernig á að rúlla upp olsen olsen með sigri án þess að nokkur taki eftir. Ég trúi því að þú hlaupir um í sumarlandinu góða á báðum fót- um verkjalaus, þú knúsar mömmu fyrir mig og ég veit að þið vakið yfir mér. Hvíldu í friði afi minn, Rakel. Í dag kveðjum við góðan vin, Stefán, sem átt hefur farsæla vegferð á lífsins leið í um 90 ár. Ungur kom hann til Vestmanna- eyja og festi ráð sitt með glæsi- legri konu, Erlu Þóroddsdóttur, sem var uppalin að Ekru í grennd við mitt æskuheimili, Jómsborg. Stefán vakti athygli mína fyrir dugnað og áræði. Hann byrjaði nær strax á því að reisa framtíðarheimili fyrir þau hjónin við Hólagötu í Vest- mannaeyjum. Gengu þeir saman flest kvöld og helgar, hann og Þóroddur tengdafaðir hans, með áhöld til að grafa fyrir húsinu með haka og skóflum. Verkinu miðaði vel og brátt var kominn grunnur að húsi og skömmu seinna stóð þar glæsilegt ein- býlishús sem var að miklum hluta til gert með handverkfær- um, dugnaði og útsjónarsemi. Síðar lágu leiðir okkar Stefáns saman eftir eldgosið í Eyjum þegar við unnum saman ásamt Vali Andersen að því að breyta gömlu netaverkstæði við Heiðar- veg í glæsiverslun, sem sonur þeirra hjóna Þóroddur rak um árabil. Verslunin fékk nafnið Eyjabær og seldi tískuvörur og hljómtæki. Þar kynntist ég því hve Stefán var lagtækur og fylginn sér, hann vildi drífa hlut- ina áfram og sagði jafnan: það er ekkert mál að vaka eina vorver- tíð! Einhverjum árum síðar átt- um við í góðu samstarfi á fasta- landinu og þá við uppsetningar á söluturnum, sem sonur hans Þór- oddur rak víða á Stór-Reykjavík- ursvæðinu. Sá tími okkar saman sem er mér minnisstæðastur er þegar við unnum sumarlangt að því að endurgera og stækka sum- arhús Þórodds sonar þeirra hjóna í Skorradal. „Ráðskona“ okkar í sumarhúsinu var Erla kona Stefáns og annaðist hún alla matargerð fyrir okkur og var það stórveisla alla daga. Þarna nutum við þess að vera saman og var mikið hlegið og gert að gamni sínu þetta sumar sem við nutum samvista í sveitinni. Það lá alltaf vel á Stefáni og oft tók hann lagið þannig að undir tók í grenndinni. Hann var sérlega lagviss og hafði einstaklega fal- lega söngrödd. Ég hafði ánægju af því að benda honum á hvernig ætti að framkvæma hlutina þar sem ég var „yfirsmiður“, en hann aðstoðarmaður, hann tók öllum ábendingum einstaklega vel og hef ég ekki unnið með manni sem er betra að vinna með. Gegnum árin höfum við oft rifjað upp þetta sumar og þau hjónin getað hlegið og haft gaman af því að „endurlifa“ þessar skemmtilegu endurminningar í huganum. Ég þakka Stefáni og Erlu skemmti- legar samverustundir á lífsins leið og mun ætíð hugsa til þeirra sæmdarhjóna með þakklæti og virðingu. Við Þóroddur sonur þeirra höfum átt mörg skemmti- leg ævintýri saman og sannar- lega notið þess að bregða á leik í ýmsum uppákomum og aldrei hefur borið skugga á okkar vin- áttu eða samstarf. Dóttir þeirra hjóna er Bjargey, sem hefur fært þeim elskulega afkomendur. Við hjónin sendum stórfjöl- skyldu Erlu og Stefáns okkar ljúfustu samúðarkveðjur og biðj- um algóðan Guð að gefa þeim huggun og styrk. Í kærleika, Iðunn og Ólafur Gränz. Stefán G. Stefánsson ✝ Ingibjörg fæddist 24. maí 1927 á Kirkju- bóli í Vaðlavík. Hún lést á heimili sínu 9. maí 2022. Foreldrar henn- ar voru Kristín Málfríður Jóns- dóttir, f. 20. nóv- ember 1899, d. 10. mars 1974, og Vig- fús Kristjánsson bóndi, f. 19. desember 1894, d. 25. september 1969. Systkini hennar eru Elísabet, f. 24. maí 1927, Jón, f. 7. apríl 1929, d. 15. febrúar 2011, stúlka, f. 21. nóvember 1930, d. 31. desem- ardssonar eru Katrín Ingi- björg, f. 2. nóvember 1989, Sara, f. 2. ágúst 1992, og Jó- hanna, f. 13. október 1994. Sonur Katrínar er Edin Alex- ander, f. 3. júlí 2011. 3) Vigfús, f. 7. nóvember 1962. Ingibjörg stundaði sinn barnaskólalærdóm í farskóla í Vaðlavík. Seinna stundaði hún nám í Húsmæðraskólanum á Hallormsstað. Í æsku starfaði hún við almenn sveitastörf á búi foreldrar sinna. Ung fór hún að heiman og stundaði allskonar störf þangað til hún gifti sig. Eftir það helgaði hún sig að mestu heimilinu og upp- eldi barnanna. Árið 1982 hóf hún störf í eldhúsi Borgarspít- alans og þar starfaði hún til 1997 er hún lét af störfum vegna aldurs. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 23. maí 2022, klukkan 15. ber 1930, Þórólfur, f. 11. október 1932, og Kristján, f. 23. desember 1936. Ingibjörg giftist Baldri Davíðssyni, f. 20. janúar 1927, hinn 6. október 1961. Foreldrar hans voru Ingi- björg Árnadóttir og Valdimar Davíð Jóhannesson póst- afgreiðslumaður og símstöðv- arstjóri á Eskifirði. Börn þeirra eru: 1) Davíð, f. 6. ágúst 1961. 2) Kristín Sigríð- ur, f. 7. nóvember 1962, dætur hennar og Péturs Edv- Amma mín. Það eru ekki til nein orð sem geta lýst ömmu minni eða því þakklæti sem ég finn fyrir að hafa átt hana sem ömmu. Ég vissi að þú ólst upp í sveit þar sem lífsbaráttan var ansi ólík því sem ég þekki. Það var greini- legt að þú varst í eðli þínu meira borgarbarn en sveitastelpa en á sama tíma var enginn vafi á því að þú ólst upp við góðar aðstæður og áttir mjög ástríka æsku. Þú varst óeigingjarnasta, kær- leiksríkasta og hjartahlýjasta manneskja sem til var. Þú settir alltaf alla aðra fram fyrir þig sjálfa. Þú borðaðir ávallt elsta ávöxtinn eða harðasta brauðbit- ann bara svo við gætum fengið góðu partana. Þú varst alltaf svo hneyksluð þegar ég las á umbúðir matvæla til að skoða síðasta sölu- dag, því það átti ekki að skipta neinu máli. Maður sóar ekki mat. Ef það var komin mygla á ostinn, þá bara skerðu hana í burtu og heldur áfram. Þér fannst gott að hafa stjórn á hlutunum í kringum þig, alveg fram á síðasta dag. Það var oft erfitt fyrir okkur að gera eitthvað fyrir þig, því það lét þér líða óþægilega að aðrir væru að hugsa um þig, þú vildir helst gera allt sjálf og við urðum að virða það, því þannig vildir þú hafa þetta. Þú bjóst yfir svo miklu stolti sem þú barst með réttu. Ég mun sakna þeirra daga sem ég fylgdist með þér og afa gera vikulega innkaupalistann þar sem þið þrættuð alltaf um það sama, afi vildi einungis kaupa það nauðsynlegasta en þú vildir byrgja þig upp af mat fyrir næstu mánuði. Það ætti alltaf að vera til lager af öllu því Guð forði því að einhver kæmi í heimsókn og eitt- hvað væri ekki til. Dagarnir hafa verið eins og í móðu síðan þú fórst og við erum öll frekar týnd. Við misstum klettinn okkar. Þú varst festan í fjölskyldunni. En við megum ekki gefast upp, enn síður núna, því það hefðir þú ekki viljað. Að gera þig stolta af mér er ein af mínum bestu tilfinningum. Því ætla ég að halda áfram. Þú gerðir þig fína þennan morgun eins og þú gerðir alltaf, ég þekki ekki marga sem passa alltaf upp á að vera vel til hafðir, jafnvel þegar legið er inni á sjúkrahúsi, en það gerðir þú. Þennan dag byrjaðir þú að und- irbúa kvöldmatinn snemma eins og þú varst vön að gera og allt virtist stefna í venjulegan dag. Þú hélst þínu æðruleysi og stolti þar til yfir lauk. Það er manneskjan sem þú varst. Eins erfiður og dagurinn sem þú fórst var (og erfiður er vægt til orða tekið) tel ég að þetta hafi örugglega verið eins og þú vildir hafa það. Ég veit ekki hvort ég hafi nokkurn tímann verið hrædd við dauðann, en er það allavega ekki núna, því ég veit að þú verður þar að bíða eftir okkur. Við munum hugsa vel um afa. Ég elska þig óendanlega mik- ið. Þar til við hittumst aftur. Nafna þín, Katrín Ingibjörg. Ég á erfitt með að finna orð sem ná utan um það hvernig mér líður, orð til að lýsa þér og hvað það þýddi fyrir mig að eiga ömmu eins og þig. Þú ert sterkasta manneskja sem ég hef á ævi minni kynnst. Þú ert og verður alltaf kletturinn í fjölskyldunni. Ég lít svo upp til þín, hvernig þú varst sem manneskja, örugg, þrjósk en á sama tíma alltaf róleg og blíð. Alltaf settir þú fjölskyld- una í fyrsta sæti. Að koma heim til ykkar afa og inn eldhúsið þitt verður aldrei eins aftur. Ég veit ekki hvort þú vissir nokkurn tíma hvað þetta eldhús með þér í því táknaði fyrir mig. Ég vona að þú vitir það í dag, finnir í hjarta þínu og á mjúkum vanga þínum sem ég sakna svo mikið. Ég yrði þakk- lát þó ekki væri nema fyrir einn dag í viðbót með þér í eldhúsinu því sá staður er í huga mínum öruggasti og ljúfasti staður allra tíma og þar sem eingöngu skil- yrðislaus ást ríkir. Þetta gafst þú mér. Þú ert þessi staður. Og þó mér finnist nú sem hluti hafi ver- ið fjarlægður úr hjarta mínu að eilífu mun ég ávallt reyna að fylgja þínu fordæmi í lífinu. Takk fyrir að gefa mér þetta allt, vera uppspretta mín fyrir allt það sem ég er, vil verða, get orðið og get látið mig dreyma um. Ég mun elska þig að eilífu og vera þakklát fyrir þig þangað til ég sest aftur við hliðina á þér við eldhúsborðið. Sara. Hún stjakaði við afa mínum þegar hann var að reyna að að- stoða hana við eldamennskuna, nokkru síðar var hún farin. Hún vildi útbúa kvöldmatinn á sinn hátt án nokkurrar aðstoðar, þannig vildi hún hafa það þó hún væri orðin ansi veikburða. Þessar seinustu stundir í lífi ömmu koma þeim sem þekktu hana vel ekkert á óvart. Hún var þrjósk og alltaf við stjórn. Ósérhlífnin, sem var henni svo eðlislæg, var aðdáun- arverð. Þessir eiginleikar ásamt glaðværðinni gerðu hana að þeim kletti sem hún ávallt var fyrir fjölskylduna. „Klettur“ nær ekki einu sinni að fanga allt það sem hún var – og mun halda áfram að vera fyrir mig. Eins mikið og ég vildi að ég gæti átt meiri tíma með henni að þá er ég svo þakklát fyrir að hafa átt yfirhöfuð tíma með svo yndislegri manneskju sem amma var. Mér leið alltaf þannig að við skildum hvor aðra þó engin orð væru sögð. Það, hvernig hún yfirgaf þennan heim, sýnir vel hversu óeigingjörn hún var, þar sem hún vildi síður sýna þann sárskauka sem hún bjó við seinustu mánuði lífs síns. Hún hló alltaf öll óþægindi og vesen í burtu. Hún sá alltaf gleðina í ein- földustu hlutum sem ég skildi þannig að hún vissi í raun út á hvað þetta líf gengur. Ég mun reyna að fylgja for- dæmi þínu í lífinu, elsku hlýja amma mín. Í næsta lífi munum við hafa meiri tíma saman. Ég er svo fegin að þú fékkst að fara með afa þér við hlið, en hann er búinn að hugsa svo vel um þig í veik- indum þínum og á þann hátt hef- ur hann sýnt í verki um hvað raunveruleg ást snýst. Ég er þakklát fyrir það að þú fékkst að deyja í eldhúsinu (sem ég held að hafi verið vegna þrjósku þinnar), en sá staður var alltaf uppáhalds- staður þinn á heimilinu. Ég er þakklát fyrir allan tímann okkar saman, fyrir það sem þú hefur kennt mér, bæði það sem þú á þinn þrjóska hátt reyndir aftur og aftur að koma inn hjá mér en líka því sem þú ómeðvitað kennd- ir mér með góðu fordæmi. Ég mun alltaf elska þig. Ástarkveðjur, Hanna. Ingibjörg Vigfúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.