Morgunblaðið - 23.05.2022, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 23.05.2022, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2022 ✝ Ögmundur Ein- arsson fæddist 16. júní 1942 í Reykjavík. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 6. maí 2022. Hann var sonur hjónanna Einars Ögmundssonar, f. 23. október 1916, d. 6. júní 2006, og Margrétar Bjarna- dóttur, f. 26. júní 1914, d. 25. des- ember 2003. Systur: Ingibjörg, f. 7. desember 1946, Ingveldur, f. 23. janúar 1950, d. 9. október 2012 og Þórunn, f. 5. janúar 1956. Eiginkona Ögmundar er Magdalena Jónsdóttir, f. 26. september 1937. Þau gengu í hjónaband 8. ágúst 1964. Börn þeirra hjóna eru: 1. Guðbjörg Heiða og Baldur Heiðar. 3. Davíð Jón, f. 6. maí 1982, og eiginkona hans er Eva Dögg Þorgeirsdóttir og sonur þeirra er Tristan Nói. Ögmundur ólst upp í Reykja- vík en var öll sumur í sveit á Hlemmiskeiði á Skeiðum hjá ömmu sinni og afa. Hann gekk í Melaskóla, gagnfræðaskólann við Hringbraut og Vonarstræti, Samvinnuskólann á Bifröst og Stokkholms Tekniska Institut. Starfsferill: Ýmis sumarstörf. Hjá Reykjavíkurborg (borgar- verkfræðingi og ýmsum deildum gatnamálastjóra). Forstjóri Vélamiðstöðvar Reykjavík- urborgar 1971-1984. Hjá Ístaki 1984-1985. Rekstrarráðgjafi borgarverkfræðings 1985-1988 en var þá ráðinn framkvæmda- stjóri Sorpu og starfaði þar til febrúar 2007. Að starfsferli loknum naut hann veru í sumarhúsinu í Grímsnesi eins mikið og heilsa leyfði. Útförin fer fram frá Áskirkju í dag, 23. maí 2022, klukkan 13. Kristín, f. 25. febr- úar 1966, eig- inmaður hennar er Gunnar Haralds- son. Börn þeirra eru: Magdalena, gift Sverri Daða Þórarinssyni og eiga þau synina Óliver Daða og Ró- bert Helga. Ög- mundur Páll er í sambúð með Helgu Soffíu Jóhannesdóttur. Þau eiga dæturnar Sigrúnu Heiðu og Ólafíu Björg. Helgi Ragnar er í sambúð með Jóhönnu Clöru Lauth og Hildur Kristín Mar- grét sem er í sambúð með Vikt- ori Daða Vignissyni. 2. Einar, f. 19. desember 1967, og eig- inkona hans er Kristín Þóra Gunnarsdóttir. Börn þeirra eru Nú þegar ég kveð kæran tengdaföður minn kemur bara upp í hugann: Duglegur, ósérhlíf- inn, traustur, greiðvikinn og maður sem kvartaði aldrei. Ögmundur Einarsson var fæddur og uppalinn á Gríms- staðaholtinu í Reykjavík. Á sumrin var hann í sveit á Hlemmiskeiði á Skeiðum. Hann sagði manni oft sögur frá þeim tíma. Ögmundur var fróður mað- ur og sagði skemmtilega frá. Hann var inni í mörgum málum og var fljótur að tileinka sér nýja hluti. Fyrstu samskipti mín við Ömma tengdapabba voru þegar ég var lítill strákur í vinnunni með mömmu í Vélamiðstöðinni. Ég hljóp niður í port að opna hliðið eins og svo oft áður. Fyrir framan mig stóð Ögmundur og sagði „góðan daginn ungi mað- ur“. Ég vissi ekki þá að þessi maður ætti eftir að verða tengda- pabbi minn. Nokkrum árum síð- ar, eða árið 1984, byrjum við að vera saman, ég og Kristín dóttir hans. Þá hófust kynni okkar Ömma fyrir alvöru. Ég tók strax eftir því hvað hann var ákveðinn maður og hikaði ekki við að segja skoðun sína. Hann var fljótur að taka ákvarðanir og símtöl voru aldrei löng, það var bara hans stíll. Ögmundur fylgdist vel með hvernig gengi bæði í skóla og vinnu hjá fjölskyldunni og lagði mikið upp úr góðri menntun. Skemmtilegt var að spjalla við hann um stjórnun og rekstur fyr- irtækja því hann hafði góða þekkingu á þeim málum, en hann stjórnaði Vélamiðstöð Rvb. og síðar Sorpu. Ögmundur hafði áhuga á húsbyggingum enda lærður á því sviði. Þegar við hjónin keyptum okkar fyrsta húsnæði kom hann og hjálpaði okkur að vinna í húsinu. Þar sást vel hvað Ögmundur var útsjón- arsamur og kunni vel til verka. Alltaf þegar við sögðum honum að nú værum við að spá í að fara í framkvæmdir, þá var hann reiðubúinn að ráðleggja og hjálpa. Þegar við byggðum okk- ur sumarhús þá kom ekki annað til greina en að hann hjálpaði okkur með teikningar og öll leyfi. Ég man alltaf eftir því þegar hann hringdi í mig á fimmtu- dagskvöldi og spurði mig hvort ég væri til í að hjálpa sér að flísa- leggja baðið hjá þeim. Ég var meira en til í það. Jafnframt spurði ég hann hvort hann hefði flísalagt einhvern tímann áður og svaraði hann þá „Nei, Gunnar minn, en ég hef séð þetta gert.“ Þetta tókst ljómandi vel. Svona var Ömmi áræðinn og hugsaði í lausnum. Fyrir vestan, á æskuslóðum Magdalenu, þegar allir voru í heyskap sá maður hvað Ögmund- ur naut sín vel. Hann fór á allar vélar og allt lék í höndum hans. Nokkrum árum síðar keyptu þau Ögmundur og Magdalena sér sumarhús í Grímsnesi og dvöldu þar mörgum stundum. Þar nutu þau sín vel. Þau voru líka dugleg að ferðast til útlanda og sjá nýja staði. Einnig þurfti Ögmundur að fara oft til útlanda vegna starfa sinni. Það má segja að Ögmundur hafi verið frumkvöðull í endur- vinnslu okkar á sorpi. Hann hafði mikinn áhuga á allri endur- vinnslu og umhverfismálum. Síðustu ár hafði heilsu Ög- mundar hrakað mikið. Hann tók sjúkdómnum með miklu æðru- leysi en það var örugglega ekki auðvelt að geta ekki lengur gert það sem hann langaði að gera. Ég kveð þig kæri vinur með þakklæti fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og góðvild í minn garð og fjölskyldu minnar. Ég veit að við sjáumst síðar. Þinn tengdasonur, Gunnar Haraldsson Það gengur talsvert hratt á hópinn sem útskrifaðist frá Sam- vinnuskólanum á Bifröst 1. maí 1961 og hefur fjórðungur hans nú kvatt þetta tilverustig. Vinur okkar og félagi, Ögmundur Ein- arsson, lést eftir langvarandi veikindi þann 6. maí síðastliðinn. Við vorum þrjátíu og tvö ung- menni sem hófum nám á Bifröst haustið 1959. Þegar fólk fór að kynnast kom fljótt í ljós að Ög- mundur var ágætur tónlistar- maður sem lék jöfnum höndum á píanó og harmonikku og varð því að sjálfsögðu strax hluti af skóla- hljómsveitinni, sem var ómiss- andi þáttur félagsstarfsins á Bif- röst. Í því samfélagi sem heima- vistarskólar þess tíma voru mynduðust gjarna vinabönd sem haldið hafa alla tíð síðan. Ögmundur var einn þeirra sem naut þess að halda sambandi við sín gömlu skólasystkini. Hann var í hópi nokkurra félaga sem hittust reglulega og spiluðu bridds. Jafnframt lagði hann mikla áherslu á að taka þátt í ár- legum sumarferðalögum bekkj- arsystkinanna eftir því sem að- stæður hans leyfðu. Þar hélt hann uppi fjörinu og söngnum, ásamt öðrum tónsnillingum bekkjarins, með dillandi harm- onikkuleik sínum. Við skólafélagarnir kveðjum góðan og traustan vin sem á sinn hægláta hátt var mikilvægur þáttur í þeirri taug sem haldið hefur hópnum saman í rúma sex áratugi. Við félagarnir sendum Magda- lenu og fjölskyldunni allri sam- úðarkveðjur. Fyrir hönd bekkjarfélaga, Lilja Ólafsdóttir Ögmundur Einarsson ✝ Hörður Hjaltason tré- smiður fæddist í Reykjavík 25. september 1932. Hann lést á skír- dag á Hjartadeild Landspítala, 14. apríl 2022. For- eldrar hans voru María Guðbjörg Olgeirsdóttir, bak- ara á Akureyri, og Hjalti Árnason frá Höfðahól- um í Höfðakaupstað. Yngri systir Harðar var Ingibjörg Olga, fædd 1934. María og Hjalti skildu. María flytur þá norður á Ak- ureyri, en þar bjuggu for- einn son, Einar Jóhann Ol- geirsson. Olgeir var góður fóstri og meistari Harðar í trésmíðinni. Systur Harðar samfeðra eru Nanna, Elín, Hrönn og Hrefna. Einar Jó- hann, Ingibjörg Olga, Nanna og Elín eru látin. Eiginkona Harðar var Ás- rún Erla Valdimarsdóttir frá Teigi í Vopnafirði og áttu þau tvö börn, Valdimar og Olgu er lést ungbarn tæplega árs- gömul 1962. Kona Valdimars er Jóhanna Elín Stefánsdóttir og eiga þau tvo syni, Þorstein sem á þrjú börn og Olgeir Guðberg. Börn Jóhönnu af fyrra hjónabandi eru Stefán Georgsson er á 2 börn og Guð- rún Jóhanna á 3 börn. Ásrún og Hörður byggðu hús í Melgerði 27 í Kópavogi og fluttu inn 1959 og bjuggu þar síðan alla tíð. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. eldrar hennar, Sólveig Gísladóttir og Olgeir Júl- íusson bakara- meistari. Hörður var þá um tíma á Akureyri og á Dalvík og fór það- an í fóstur að Þor- steinsstöðum í Svarfaðardal. Þar bjuggu Tryggvi Halldórsson og Ingibjörg Jóhanna Magnús- dóttir, Tryggvi og Bogga, ásamt börnum og urðu honum eins og aðrir foreldrar og systkin. Seinni maður Maríu var Olgeir Guðmundsson frá Dæli í Fnjóskadal og áttu þau Hörður var ásamt Ásrúnu konunni sinni elsti og besti vin- urinn minn. Ég flutti til Íslands 1981 eftir að hafa tekið ástfóstri við þessa Norður-Atlantshafs- eyju og Guðjón, manninn minn. Það er erfitt að kynnast fólki og eignast vini þegar maður kann ekki tungumálið. Eftir frekar stutta dvöl hér á landi kynnti Guðjón mig fyrir Herði sem hann hafði unnið með um tíma og kunni vel við. Alveg frá byrj- un var ég velkomin á heimili þeirra Harðar og Ásu. Þau töl- uðu einungis íslensku við mig, en þó ég skildi lítið fyrst þá kom þetta smám saman. Það má segja að þau hafi verið af- bragðstungumálakennarar, allt- af til í að hlusta með þolinmæði á það litla hrafl sem ég kunni og hvetja mig til þess að tala. Hörður var mikill útivistar- maður og duglegur að ganga. Hann var sérlega fróður um svæðið á Reykjanesinu. Oft bauð hann okkur Guðjóni í dagsferðir um þessar slóðir. Kaffibrúsinn og vel útilátið nesti voru alltaf með og stund- um kveiktum við lítið bál í fjör- unni. Ógleymanlegar stundir. Hörður og Ása voru vottar í hjónavígslunni okkar Guðjóns, og vorum við bara fjögur í kirkjunni fyrir utan prestinn. Hörður ók okkur svo heim í litlu íbúðina okkar þar sem við borð- uðum góðan mat og spiluðum á spil. Ágætis brúðkaup fyrir fólk sem átti hvorki efni né löngun til að halda stóra veislu. Við áttum svo tvo stráka með stuttu millibili, en okkar sam- band breyttist ekki við það. Við vorum áfram góðir vinir og hitt- ust bæði hjá okkur og hjá þeim. Þegar strákarnir okkar urðu eldri bauð Hörður okkur oft í bíltúr og drengjunum þótti þetta ákaflega gaman, enda átt- um við engan bíl. Þeim þótti mjög vænt um Hörð og töluðu stundum um hann sem „leyni- afa“ vegna þess að þeir áttu engan afa á Íslandi. Hörður kenndi þeim að veiða og að planta trjám. Trjárækt var eitt af stóru áhugamálum hans. Fram á síðasta dag dundaði hann sér við að rækta trjá- plöntur í bílskúrnum sínum. Eftir að Ása lést var Hörður meira einn. En gestrisni hans dalaði ekki. Hann var alltaf með kökur og kleinur tilbúnar þegar gestir komu og enginn slapp við að fá sér veitingar hjá honum. Hörður var fram á síðustu stundina klár í kollinum, þó að heyrnin væri orðin slæm og háði honum nokkuð í samskipt- um. Gaman var að hlusta á hans frásagnir um allt sem hann hafði upplifað á sinni löngu ævi. Ég hugsa til hans með þakklæti fyrir allt það sem hann hefur gefið af sér. Blessuð sé minning hans. Úrsúla Jünemann. Við byggingu Sigölduvirkjun- ar kynntumst við Hörður. Hann vakti mikla athygli fyrir það hversu fimur hann var þar sem hann renndi sér fótskriðu niður lausagrjótið í stíflunni ofan við inntakið. Hann var þar í flokki trésmiða en eg í steypuflokki. Síðar var eg ráðinn handlangari hjá smiðunum. Tæpra 20 ára aldursmunur var á okkur og strax hreifst eg af þessum fróð- leiksmanni sem sagði óvenju- lega vel frá á vönduðu máli. Hann hafði starfað við húsa- smíðar lungann af ævi sinni, m.a. á Grænlandi. Þegar leiðir okkar skildi síðsumars var Hörður á leið til Svíþjóðar þar sem hann starfaði um tíma við sína iðn. Við skrifuðumst á og kynni mín af honum voru þau að hann var óvenjulega minn- ugur og hafði frábæra frásagn- argáfu. Eftir að hann sneri aft- ur heim til Íslands hittumst við oft og fórum í ótal dagsferðir, einkum á Reykjanes þar sem Hörður var mjög vel kunnugur. Það urðu tímamót þegar eg kynntist konu frá Þýskalandi sem varð seinna eiginkona mín. Hörður og Ása kona hans tóku þessum nýja innflytjanda mjög vel. Við nutum gagnkvæmrar gestrisni í meira en 40 ár. Þau voru vottar við brúðkaup okkar í Háteigskirkju þar sem prest- urinn séra Arngrímur Jónsson sá um giftingarathöfnina sem var eins einföld og hugsast gat. Ætíð voru Hörður og Ása að segja okkur frá, fræða okkur um allt mögulegt. Herði varð oft hugsað til æskustöðvanna þar sem hann ólst upp hjá bændafólki innst í Svarfaðardal norður í Eyjafirði. Hann bar mikla virðingu fyrir þessu fólki sem ekki hafði of mikið milli handanna en veittu uppeldis- syninum unga allt það besta. Sagði Hörður oft frá daglegum lífsháttum fram í Dalnum þar sem þurfti að stunda búskap við erfiðar aðstæður. Á kjarngóðu máli sagði hann frá boðskiptum milli bæja en oft bar það til að vinafólk við ströndina sendi fisk fram í dalinn til vina- og skyld- fólks. Þá voru sett upp sérstak- ar veifur við bæina til að láta granna vita að sending biði þeirra. Ungur heillaðist Hörður af svifflugi og enn síðar kvik- myndatöku. Átti hann litla kvik- myndatökuvél og sýndi hann gjarnan stuttar kvikmyndir sem hann hafði sjálfur tekið. M.a. var mjög áhugavert skeið sem hann tók í Heimaey en hann fór þangað sem sjálfboðaliði í gos- inu 1973. Hörður var einna stoltastur af myndatöku þar sem mágur hans, Þorsteinn Valdimarsson skáld, var með í dagsferð og lék þar á als oddi í berjamó. Þetta eru merkar heimildir sem alþýðumaðurinn hafði tekið, sjónarhorn sem at- vinnumenn í greininni hafa kannski ekki auga fyrir. Hinstu árin voru Herði erfið. Heyrnarleysið setti honum miklar skorður auk þess sem heilsubrestur af ýmsu tagi háði honum mjög. Hann lifði fram á 90. aldursárið. Við eigum góðar minningar um góðan alþýðumann. Öllum vinum og vandamönnum eru sendar huglægar samúðarkveðj- ur. Guðjón Jensson. Hörður Hjaltason Okkar ástkæri RÓBERT RAFN ÓÐINSSON lést þriðjudaginn 10. maí. Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 25. maí klukkan 13. Ólöf Arna Gunnlaugsdóttir Óðinn Már Jónsson Svava Rut Óðinsdóttir Óttar Kolbeinsson Proppé Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN G. STEFÁNSSON vélstjóri frá Vestmannaeyjum, lést í faðmi fjölskyldunnar föstudaginn 13. maí. Hann verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju mánudaginn 23. maí klukkan 13. Erla B. Þóroddsdóttir Þóroddur Stefánsson Bjargey Stefánsdóttir Gunnar Már Andrésson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS GUÐLAUGSSON hæstaréttarlögmaður, lést á heimili sínu mánudaginn 9. maí. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju 24. maí klukkan 13. Guðlaug E.A. Magnúsdóttir Sveinn Akerlie Sigrún Anna Magnúsdóttir Nicholas Herring Þóra Kristín Hjaltested Karl Stefánsson Lárus Magnússon Emilía Helgadóttir og barnabörn Alúðarþakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELFRÍÐAR IDU EMMU PÁLSDÓTTUR, Skógarseli 17a, Egilsstöðum. Antonía Erlendsdóttur Indriði Júlíus Geirsson Regína Magdalena Erlendsd. Jóhann Egilsson Helga Erla Erlendsdóttir Björn Einar Gíslason Hörður Erlendsson Guðrún Ásgeirsdóttir Marzibil Erlendsdóttir Erna Jóhanna Erlendsdóttir Henný Sigríður Gústafsdóttir Herdís Erlendsdóttir Jón Trausti Breiðfjörð Traustason barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.