Morgunblaðið - 23.05.2022, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.05.2022, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2022 „ÆTLARÐU EÐA ÆTLARÐU EKKI AÐ SEGJA MÉR HVAR ÞÚ FALDIR PENINGANA?“ „VÆRIRÐU TIL Í AÐ GANGA AÐEINS HÆGAR?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... helliregn af ástarjátningum. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann „KÆRA SPYRÐU HUNDINN, HVER ER BESTA LEIÐIN TIL AÐ FÁ HUND TIL AÐ HÆTTA AÐ GELTA?“ HELDURÐU AÐ KOLLURINN MYNDI FARA BETUR Í HORNINU ÞARNA? „Helstu áhugamálin eru bústörf í sveitinni í gamla Hvolhreppnum ásamt fjölskyldu og njóta þess að sjá fallega hesta í eigu fjölskyld- unnar. Einnig á laxveiði hug minn allan yfir sumarið og gengur þá oft mikið á og glatt á hjalla í góðra vina hópi.“ Fjölskylda Eiginmaður Katrínar er Jón Guðlaugsson, f. 21.6. 1958, við- skiptafræðingur og framkvæmda- stjóri. Þau eru búsett í Bakkavör 40 á Seltjarnarnesi. Foreldrar Jóns voru hjónin Guðlaugur Jóns- son, f. 11.12. 1931, d. 27.2. 2017, verslunarmaður, og Katrín Sigurð- ardóttir, f. 27.5. 1930, d. 10.5. 2003, húsfreyja og starfsmaður efnalaugar. Þau voru búsett í Reykjavík. Dóttir Katrínar og Jóns er Erla Katrín Jónsdóttir, f. 28.6. 1992, B.Sc. í sálfræði, búsett í Bakkavör 40. Maki hennar er Jón Herkovic og sonur þeirra er Hektor Hugi Herkovic. Systkini Katrínar eru 1) Sigríð- ur Svana Pétursdóttir, f. 26.9. 1952, sagnfræðingur, búsett í Yztafelli í Köldukinn og Reykja- vík; 2) Arndís Erla Pétursdóttir, f. 24.8. 1955, búfræðingur, búsett á Velli í Rangárþingi eystra, og 3) Tryggvi Pétursson, f. 3.11. 1956, verkfræðingur, búsettur í Reykja- vík. Foreldrar Katrínar voru Pétur Pétursson, f. 8.2. 1931, d. 2.3. 2017, framkvæmdastjóri, og Erla Tryggvadóttir, f. 9.7. 1929, d. 20.10. 2011, framkvæmdastjóri. Þau skildu. Þau bjuggu lengst af á Hólavöllum við Suðurgötu og síðar á Smáragötu 13 í Reykjavík. Katrín Pétursdóttir Helga Bjarnadóttir húsfreyja á Ísafirði og í Kanada Guðmundur Viborg Jónatansson vélstjóri á Ísafirði, síðar gullsmiður í Reykjavík Þórunn Ingibjörg Guðmundsdóttir húsmóðir á Hólavöllum í Reykjavík Pétur Magnússon ráðherra og bankastjóri á Hólavöllum í Reykjavík Pétur Pétursson framkvæmdastjóri í Reykjavík Sigríður Pétursdóttir Sívertsen húsfreyja á Gilsbakka Magnús Andrésson alþingismaður og prófastur á Gilsbakka í Hvítársíðu, Borgarfirði Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Borgarnesi Magnús Sæmundsson söðlasmiður í Borgarnesi Guðrún Magnúsdóttir húsmóðir í Reykjavík Tryggvi Ólafsson forstjóri í Reykjavík Þórunn Þórðardóttir húsfreyja á Litla-Skarði Ólafur Kjartansson bóndi á Litla-Skarði í Stafholtstungum, Borgarfirði Ætt Katrínar Pétursdóttur Erla Tryggvadóttir framkvæmdastjóri í Reykjavík Við Karl Gauti Hjaltason fengum okkur morgunkaffi á Kaffi- vagninum nú á dögunum. Þar fór hann með stöku, sem ég bað hann að senda mér og það hefur hann nú gert: „Mér kom þessi vísa í hug þegar við horfðum á bátana í Reykjavík- urhöfn. Hún er eftir forföður minn, Ás- geir Einarsson þingmann Stranda- manna, sem þá bjó í Kollafjarðar- nesi, en þar bjó Ásgeir til 1861 er hann fluttist að Þingeyrum í Húnaþingi. Vísuna kvað hann eitt sinn er hann var að smíða bát: Til þín vandast bænin bein: ég bið með anda sterkum, að engum standi manni mein af mínum handaverkum. Þessi litla staka sýnir sannarlega góðan hug og er þeim gott vega- nesti sem héldu út á haf að sækja björg í bú.“ Í bók Jóns Hjaltasonar „Þessir Akureyringar …“ stendur: „Stein- grímur Eyfjörð Einarsson læknir orti vísuna frægu um Indriða Helgason, kaupmann á Akureyri, sem hefur víða birst. Indriði versl- aði meðal annars með rafmagns- áhöld og var maður fámáll og oft seinn til svars. Vísa Steingríms er svona: Indriða ég inna vann: „Hvað er þessi pottur dýr?“ Daginn eftir ansar hann: „Átta krónur sjötíu og þrír.“ Færri vita að eftir góða yfirveg- un svaraði Indriði lækninum með þessari vísu: Þótt ég stundum svari seint samt ei þarftu að efa að ég hafi ávallt reynt öruggt svar að gefa.“ Ingólfur Ómar laumaði að mér kveðskap sem kallast afhending svona að gamni sínu: Ornar geði alla daga andans þráin enn skal brýna bragaljáinn. Látum gjalla létt á vörum ljóðamálin hjartað gleðst og hressist sálin. Kátum sveinum kæti vekur kvæðahróður Stuðlaföll og stefjagróður. Hér eru þrjár hestavísur. Stefán frá Hvítadal orti: Gráni fljót og geymi sig, gráni rót og fylli, gráni hótin – gleðji þig Grána fótasnilli. Óvíst um höfund: Stíga tónar steinum frá – stefin gleði sinnar. Léttfeti minn leikur á langspil jarðarinnar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Bæn með báti Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is IÐNAÐARMENN VERSLANIR VEITINGAR VERKSTÆÐI BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.