Morgunblaðið - 23.05.2022, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. MAÍ 2022
Besta deild karla
KR – Leiknir R......................................... 1:1
ÍBV – ÍA.................................................... 0:0
KA – Stjarnan........................................... 0:2
Keflavík – FH ........................................... 2:1
Valur – Víkingur R................................... 1:3
Breiðablik – Fram.................................... 4:3
Staðan:
Breiðablik 7 7 0 0 23:7 21
KA 7 5 1 1 11:4 16
Stjarnan 7 4 2 1 16:10 14
Valur 7 4 1 2 12:8 13
Víkingur R. 8 4 1 3 17:15 13
KR 7 3 2 2 9:6 11
FH 7 2 1 4 10:12 7
Keflavík 8 2 1 5 12:17 7
ÍA 7 1 3 3 7:15 6
Fram 7 1 2 4 11:19 5
ÍBV 7 0 3 4 6:13 3
Leiknir R. 7 0 3 4 3:11 3
Lengjudeild karla
Þróttur V. – Vestri ................................... 1:1
Staða efstu liða:
Fylkir 3 2 1 0 9:4 7
Selfoss 3 2 1 0 6:4 7
Grótta 3 2 0 1 8:2 6
Fjölnir 3 2 0 1 9:6 6
Grindavík 3 1 2 0 5:2 5
2. deild karla
Haukar – KF............................................. 2:2
Víkingur Ó. – Njarðvík ............................ 1:3
Staða efstu liða:
Njarðvík 3 3 0 0 12:1 9
Völsungur 3 2 1 0 7:3 7
Ægir 3 2 1 0 3:0 7
Haukar 3 2 1 0 4:2 7
3. deild karla
Dalvík/Reynir – ÍH .................................. 4:3
KFS – Sindri ............................................. 2:3
Kormákur/Hvöt – Kári ............................ 3:0
Lengjudeild kvenna
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir – FH........ 1:2
Staða efstu liða:
FH 3 3 0 0 9:3 9
HK 3 3 0 0 8:3 9
Fjarð/Hött/Leikn. 3 2 0 1 9:3 6
Víkingur R. 3 2 0 1 8:5 6
Danmörk
Bröndby – Silkeborg............................... 2:1
- Stefán Teitur Þórðarson lék fyrri hálf-
leikinn með Silkeborg sem endaði í 3. sæti.
AGF – Nordsjælland ............................... 2:2
- Jón Dagur Þorsteinsson lék allan leikinn
með AGF en Mikael Anderson var ekki
með. Liðið endaði í 10. sæti.
Vejle – OB................................................. 2:1
- Aron Elís Þrándarson kom inn á hjá OB
á 65. mínútu. Liðið endaði í 8. sæti.
SönderjyskE – Viborg ............................ 0:2
- Atli Barkarson lék fyrstu 57 mínúturnar
með SönderjyskE. Liðið varð neðst og féll.
Svíþjóð
Hammarby – Norrköping .......................3:0
- Ari Freyr Skúlason kom inn á hjá Norr-
köping, sem er í 10. sæti, á 63. mínútu.
Malmö – Häcken ...................................... 1:2
- Valgeir Lunddal Friðriksson fór af velli
hjá Häcken í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Kalmar – Djurgården ............................. 1:0
- Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn
með Kalmar sem er í fimmta sæti.
Elfsborg – Gautaborg ............................. 3:1
- Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á hjá
Elfsborg, sem er í 7. sæti, á 77. mínútu.
AIK – Sirius .............................................. 2:2
- Aron Bjarnason lék í 82 mínútur með Si-
rius sem er í níunda sæti.
Kristianstad - AIK ................................... 5:1
- Amanda Andradóttir kom inn á hjá
Kristianstad á 71. mínútu og Emelía Ósk-
arsdóttir á 89. mínútu. Liðið er í 6. sæti.
Örebro – Vittsjö ....................................... 0:1
- Berglind Rós Ágústsdóttir lék allan leik-
inn með Örebro sem er í níunda sæti.
Piteå – Häcken......................................... 1:1
- Hlín Eiríksdóttir jafnaði fyrir Piteå úr
vítaspyrnu á 86. mínútu og var skipt af velli
á 90. mínútu. Agla María Albertsdóttir kom
inn á hjá Häcken á 80. mínútu.
Kalmar – Umeå........................................ 3:2
- Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan
leikinn með Kalmar sem er í 11. sæti.
Noregur
Sandefjord – Lilleström.......................... 1:4
- Hólmbert Friðjónsson kom inn á hjá
Lilleström á 66. mínútu. Lið hans er efst.
Strömsgodset – Vålerenga..................... 3:2
- Ari Leifsson lék allan leikinn með
Strömsgodset og Brynjar Ingi Bjarnason
allan með Vålerenga. Viðar Örn Kjartans-
son lék í 68 mínútur með Vålerenga og
skoraði fyrra mark liðsins.
Tromsö – Viking...................................... 1:1
- Patrik Sigurður Gunnarsson varði mark
Viking og Samúel Kári Friðjónsson lék í 84
mínútur með liðinu sem er í 2. sæti.
Haugesund – Bodö/Glimt....................... 1:4
- Alfons Sampsted lék allan leikinn með
Bodö/Glimt sem er í fimmta sæti.
Kolbotn – Brann ...................................... 1:2
- Svava Rós Guðmundsdóttir lék í 80 mín-
útur með Brann sem er efst í deildinni.
Vålerenga - Arna-Björnar...................... 9:1
- Ingibjörg Sigurðardóttir lék fyrri hálf-
leikinn með Vålerenga sem er í 2. sæti.
Avaldsnes – Rosenborg........................... 1:3
- Selma Sól Magnúsdóttir kom inn á hjá
Rosenborg, sem er í 3. sæti, á 60. mínútu.
50$99(/:+0$
Rautt spjald: Elvis Bwomono (ÍBV) 67.,
Jón Gísli Eyland (ÍA) 85.
Dómari: Erlendur Eiríksson – 6.
Áhorfendur: Um 500.
KA – STJARNAN 0:2
0:1 Ísak Andri Sigurgeirsson 22.
0:2 Emil Atlason 70.
M
Bryan Van Den Bogaert (KA)
Dusan Brkovic (KA)
Daníel Hafsteinsson (KA)
Óli Valur Ómarsson (Stjörnunni)
Daníel Laxdal (Stjörnunni)
Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjörnunni)
Emil Atlason (Stjörnunni)
Rautt spjald: Steingrímur Örn Eiðsson
(KA/aðstoðarþjálfari) 70.
Dómari: Elías Ingi Árnason – 7.
Áhorfendur: Um 300.
KEFLAVÍK – FH 2:1
1:0 Patrik Johannesen 12.
1:1 Matthías Vilhjálmsson 24.
2:1 Dani Hatakka 28.
KR – LEIKNIR R. 1:1
1:0 Hallur Hansson 10.
1:1 Mikkel Dahl 54.
M
Aron Kristófer Lárusson (KR)
Beitir Ólafsson (KR)
Finnur Tómas Pálmason (KR)
Kennie Chopart (KR)
Brynjar Hlöðversson (Leikni R.)
Mikkel Dahl (Leikni R.)
Mikkel Jakobsen (Leikni R.)
Róbert Hauksson (Leikni R.)
Viktor Freyr Sigurðsson (Leikni R.)
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson – 8.
Áhorfendur: 602.
ÍBV – ÍA 0:0
M
Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV)
Telmo Castanheira (ÍBV)
Alex Freyr Hilmarsson (ÍBV)
Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV)
Árni Snær Ólafsson (ÍA)
Alexander Davey (ÍA)
M
Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
Patrik Johannesen (Keflavík)
Dani Hatakka (Keflavík)
Ivan Kaliuzhnyi (Keflavík)
Matthías Vilhjálmsson (FH)
Lasse Petry (FH)
Steven Lennon (FH)
Kristinn Freyr Sigurðsson (FH)
Dómari: Þorvaldur Árnason – 7.
Áhorfendur: Um 400.
BREIÐABLIK – FRAM 4:3
1:0 Kristinn Steindórsson 7.
2:0 Kristinn Steindórsson 9.(v)
2:1 Guðmundur Magnússon 27.
2:2 Fred Saraiva 58.
3:2 Höskuldur Gunnlaugsson 61.
3:3 Tiago Fernandes 62.
4:3 Omar Sowe 87.
M
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðabliki)
Kristinn Steindórsson (Breiðabliki)
Dagur Dan Þórhallsson (Breiðabliki)
Omar Sowe (Breiðabliki)
Olilver Sigurjónsson (Breiðabliki)
Fred Saraiva (Fram)
Tiago Fernandes (Fram)
Guðmundur Magnússon (Fram)
Jannik Pohl (Fram)
Tryggvi Snær Geirsson (Fram)
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson – 7.
Áhorfendur: 1.568.
VALUR – VÍKINGUR R. 1:3
0:1 Nikolaj Hansen 56. (v)
0:2 Logi Tómasson 74.
0:3 Helgi Guðjónsson 84.
1:3 Arnór Smárason 90. (v.)
MM
Helgi Guðjónsson (Víkingi)
M
Logi Tómasson (Víkingi)
Viktor Örlygur Andrason (Víkingi)
Nikolaj Hansen (Víkingi)
Pablo Punyed (Víkingi)
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Val)
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 7.
Áhorfendur: 1.068.
BESTA DEILDIN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Er Breiðablik hreinlega að stinga af
í Bestu deild karla í fótbolta? Blikar
þurftu að hafa mikið fyrir 4:3 sigri á
nýliðum Fram á Kópavogsvelli í
gærkvöld en hafa nú unnið alla sjö
leiki sína, hafa unnið síðustu 14
heimaleiki sína í deildinni, og á
sama tíma töpuðu bæði KA og Val-
ur, næstu tvö lið í deildinni, sínum
leikjum í sjöundu umferðinni um
helgina.
Sigur Blika var þó ótrúlega
naumur miðað við að Kristinn
Steindórsson skoraði tvö mörk á
fyrstu níu mínútunum og skaut síð-
an yfir mark Fram úr vítaspyrnu.
Framarar sýndu mikla seiglu
með því að jafna í 2:2 og síðan í 3:3.
Guðmundur Magnússon skoraði sitt
fjórða mark á tímabilinu og þetta er
þegar orðið hans besta ár í efstu
deild.
_ Gambíumaðurinn Omar Sowe
skoraði sitt fyrsta mark hér á landi
þegar hann tryggði Blikum sig-
urinn, 4:3, rétt fyrir leikslok. Hann
er í láni hjá þeim frá New York Red
Bulls í Bandaríkjunum.
Sætur sigur Víkinga á Val
Víkingar náðu Valsmönnum að
stigum með sætum sigri á Hlíð-
arenda, 3:1. Annað tap Valsmanna í
röð og þeir eru skyndilega dottnir
niður í fjórða sætið. Fyrir Víkinga
var þetta lífsnauðsynlegur sigur, ef
þeir ætluðu að vera með í barátt-
unni um efstu sætin.
_ Nikolaj Hansen skoraði fyrsta
mark Víkings úr vítaspyrnu og hef-
ur skorað í tvö ár í röð á sínum
gamla heimavelli á Hlíðarenda.
_ Logi Tómasson skoraði annað
mark Víkings. Það er hans þriðja
mark í efstu deild á ferlinum og öll
hafa þau komið gegn Valsmönnum.
Keflavík styrkti stöðuna
Keflvíkingar komust fjær fall-
svæðinu með góðum sigri á FH-
ingum, 2:1, á heimavelli sínum. Um
leið sitja FH-ingar eftir í neðri hluta
deildarinnar og með þessu áfram-
haldi verður ekkert einfalt fyrir þá
að komast í hóp sex efstu liðanna.
_ Færeyski framherjinn Patrik
Johannesen hefur reynst Keflavík
góður liðsauki og hann skoraði sitt
fjórða mark á tímabilinu.
_ Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði
FH, skoraði líka sitt fjórða mark á
tímabilinu þegar hann jafnaði, 1:1.
_ Finnski miðvörðurinn Dani Ha-
takka skoraði sigurmark Keflavíkur
og sitt fyrsta mark hér á landi.
_ Kristinn Freyr Sigurðsson,
miðjumaður FH, lék sinn 200. leik í
efstu deild hér á landi.
Fyrsti ósigur KA-manna
Stjarnan varð fyrst til að leggja
KA að velli þegar Akureyrarliðið
lék sinn fjórða heimaleik á Dalvík í
vor.
Stjarnan vann 2:0 þar sem Ísak
Andri Sigurgeirsson skoraði glæsi-
legt mark og Emil Atlason innsigl-
aði sigur Garðbæinga með sínu sjö-
unda marki á tímabilinu.
Stjarnan er komin í þriðja sætið
og það á sannfærandi hátt, með því
að vinna KA, Val og Víking, þrjú af
fimm efstu liðum deildarinnar.
Varði víti í uppbótartíma
_ Árni Snær Ólafsson, fyrirliði
Skagamanna, tryggði ÍA stig gegn
ÍBV í Eyjum á laugardaginn. Hann
varði vítaspyrnu Andra Rúnars
Bjarnasonar í uppbótartíma og leik-
urinn endaði því 0:0.
_ Elvis Bwomono, bakvörður
ÍBV, og Jón Gísli Eyland, bakvörð-
ur ÍA, fengu báðir rauða spjaldið í
Eyjum og verða í banni í næstu um-
ferð.
_ Færeyski landsliðsmaðurinn
Hallur Hansson skoraði sitt fyrsta
mark fyrir KR í deildinni þegar
hann kom liðinu yfir gegn Leikni,
1:0, á laugardaginn.
_ Mikkel Dahl, markakóngur
Færeyja í fyrra, jafnaði fyrir Leikni
og lokatölur urðu 1:1.
_ Með þessum úrslitum er KR
fyrsta félagið til að gera 300 jafn-
tefli í efstu deild frá upphafi.
Leiknir og ÍBV eru þar með bæði
enn án sigurs á botni deildarinnar.
Blikar stóðu
tæpt en eru
að stinga af
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Hlíðarendi Helgi Guðjónsson fer framhjá Birki Má Sævarssyni en hann lék
vel með Víkingum á Hlíðarenda og skoraði eitt markanna í 3:1 sigrinum.
- Unnu Fram 4:3 og eru komnir með
sjö sigra og fimm stiga forystu
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Keflavík Frans Elvarsson og Matthías Vilhjálmsson í baráttu í Keflavík í
gær. Matthías skoraði fyrir FH-inga en það dugði ekki til.
_ AC Milan varð í gær ítalskur meistari
í knattspyrnu í fyrsta sinn í ellefu ár
með því að sigra Sassuolo á útivelli,
3:0. AC Milan fékk 86 stig en grann-
arnir í Inter unnu Sampdoria 3:0 og
enduðu með 84 stig í öðru sæti. Olivier
Giroud skoraði tvö fyrstu mörk AC Mil-
an í leiknum og Franck Kessié það
þriðja. Napoli fékk 79 stig í þriðja sæti
og Juventus 70 stig í fjórða sæti.
_ Hákon Arnar Haraldsson og Ísak
Bergmann Jó-
hannesson skor-
uðu báðir fyrir FC
Köbenhavn í gær
þegar liðið tryggði
sér danska meist-
aratitilinn í knatt-
spyrnu með 3:0
sigri á AaB á Park-
en í Kaupmanna-
höfn. Orri Steinn Óskarsson kom inn á
fyrir Hákon á 72. mínútu og lék sinn
fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir FCK. Liðið
endaði með 68 stig en Midtjylland, lið
Elíasar Rafns Ólafssonar markvarðar,
sem er frá keppni vegna meiðsla, hafn-
aði í öðru sæti með 65 stig.
_ Miami Heat náði í fyrrinótt forystu,
2:1, í einvíginu við Boston Celtics um
meistaratitil Austurdeildar NBA í körfu-
bolta. Miami vann þá útisigur, 109:103,
og er því í góðri stöðu fyrir fjórða leik-
inn í kvöld, sem einnig fer fram í Bost-
on. Bam Adebayo skoraði 31 stig fyrir
Miami og tók tíu fráköst en Jaylen
Brown skoraði hinsvegar 40 stig og tók
níu fráköst fyrir Boston. Golden State
Warriors komst í 2:0 gegn Dallas Ma-
vericks í úrslitum Vesturdeildarinnar
aðfaranótt laugardags en þriðja við-
ureign liðanna fór fram í nótt.
_ Keflvíkingar tilkynntu í gær að þeir
hefðu dregið uppsögn á samningi við
litháíska körfuboltamanninn Dom-
inykas Milka til baka og hann muni því
leika með liðinu í það minnsta eitt
tímabil í viðbót.
Milka hefur spilað
með Keflavík í þrjú
ár og verið einn
besti leikmaður úr-
valsdeildarinnar.
Ný stjórn körfu-
knattleiksdeild-
arinnar baðst af-
sökunar á
uppsögninni og sagði í tilkynningu að
það hefði verið sameiginleg ákvörðun
hennar og Milka að hún yrði dregin til
baka.
_ RB Leipzig varð þýskur bikarmeist-
ari í knattspyrnu í fyrsta sinn með því
að sigra Freiburg í úrslitaleik í Berlín í
fyrrakvöld. Leikurinn endaði 1:1 þar
Eitt
ogannað