Morgunblaðið - 25.05.2022, Side 2

Morgunblaðið - 25.05.2022, Side 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2022 Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Langar þig í ný gleraugu! Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Einar Þorsteinsson, oddviti Fram- sóknarflokksins í Reykjavík, bauð fyrir hádegi í gær til blaðamanna- fundar í Grósku, ásamt oddvitum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. Áður hafði Framsókn boðið banda- lagi hinna þriggja flokkanna til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn. Varðist Einar spurningum um það hvort hann geri kröfu um borgar- stjórastólinn í komandi viðræðum, of snemmt væri að ræða slíkt á þessu stigi. Hann benti þó á að í kosninga- baráttunni hefði hann gefið það skýrt til kynna að breytinga væri þörf á hinni pólitísku forystu í borg- inni. Of snemmt að ræða skipun embætta Dagur B. Eggertsson, oddviti og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, sagðist telja að til staðar væri tölu- verður málefnalegur samhljómur milli þeirra flokka sem ákváðu að hefja formlegar meirihlutaviðræður í gær. Aðspurður hvort hann geri kröfu um formann borgarráðs, verði hann ekki borgarstjóri, sagði hann það of snemmt að ræða skipun embætta, farsælla væri að byrja á því að ræða málefnin. Þá sagði Dóra Björt Guð- jónsdóttir, oddviti Pírata í borginni, það klárt mál í samtali við mbl.is að það hlyti að skipta máli í viðræðum um myndun nýs meirihluta að flokk- urinn væri sá eini úr gamla meiri- hlutanum sem vann ákveðinn kosn- ingasigur og bætti við sig einum borgarfulltrúa. Bæði Samfylkingin og Viðreisn töpuðu borgarfulltrúum. Þá kom fram á fundinum að fyrsti borgarstjórnarfundur nýkjörinna borgarfulltrúa yrði haldinn í síðasta lagi 7. júní en auk blaðamannafund- arins í gær fór einnig fram síðasti borgarstjórnarfundur fráfarandi stjórnar. Níu á sínum síðasta fundi Níu borgarfulltrúar eru á útleið úr borgarstjórn og var fundurinn því tilfinningaþrunginn. Margir luku máli sínu á því að þakka samstarfs- félögum sínum í borginni fyrir sam- starfið. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Blaðamannafundur Framsókn hefur boðið þremur flokkum til formlegra viðræðna um myndun meirihluta. Fjórir flokkar hefja við- ræður um meirihlutann - Segja of snemmt að ræða um borgarstjórastólinn Faðmlag Katrín Atladóttir og Diljá Ámundadóttir láta báðar af störfum. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Samningaviðræður EFTA-ríkjanna þriggja innan EES við ESB um nýtt starfstímabil Uppbyggingarsjóðs EES hefjast 16. júní næstkomandi. Þetta var ákveðið fyrr í vikunni. Á fundi EES-ráðsins í Brussel á mánudag lagði Þórdís Kolbrún Reyk- fjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra áherslu á mikilvægi EES-samnings- ins og að áfram þyrfti að standa vörð um góða framkvæmd hans, að því er fram kemur á heimasíðu utanríkis- ráðuneytisins. Þórdís tók einnig upp undirbúning fyrirhugaðra viðræðna um nýtt samningstímabil Uppbygg- ingarsjóðs EES. Hún áréttaði þar hve mikilvægt það væri fyrir Íslend- inga að auka aðgengi þeirra að mark- aði ESB fyrir sjávarafurðir og að landbúnaðarsamningur Íslands og ESB yrði endurskoðaður. Hvort tveggja hefur utanríkisráðherra tekið upp á fundum sínum með fram- kvæmdastjórum ESB í Brussel að undanförnu, segir í tilkynningu ráðu- neytisins. Í norskum fjölmiðlum kemur fram að EES-löndin, Noregur, Ísland og Lichtenstein, hafi greitt um það bil 378 milljarða íslenskra króna í Upp- byggingarsjóð EES á árunum 2014- 2021. Þar af greiðir Noregur mest. Fénu er skipt milli 15 landa í Evrópu- sambandinu og stór hluti þess rennur til Pólverja. Ekki fengust upplýsingar um það frá utanríkisráðuneytinu í gær hversu mikið Íslendingar hafa greitt til sjóðsins á liðnum árum. Í svari utanríkisráðherra við fyrir- spurn Ernu Bjarnadóttur á Alþingi kemur fram að samhliða slíkum við- ræðum hafi hingað til verið samið um tímabundna tollfrjálsa innflutnings- kvóta fyrir tilteknar íslenskar sjávar- afurðir til ESB. Einnig er gert ráð fyrir að framþróun viðræðna um markaðsaðgang fyrir landbúnaðar- afurðir fylgi þeim viðræðum. Ráðherra upplýsir að frá því í byrj- un árs 2021 hafi ráðuneytið átt í við- ræðum við ESB um endurskoðun á tvíhliða samningi Íslands og ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur. Ósk- að var eftir endurskoðun samningsins í desember 2020 og hafa fulltrúar við- komandi ráðuneyta hitt fulltrúa fram- kvæmdastjórnar ESB á fjórum form- legum fundum frá því að óskað var eftir endurskoðun samningsins. „Að fengnu samþykki ríkisstjórnar ósk- uðu stjórnvöld eftir endurskoðun landbúnaðarsamningsins á grundvelli þess að langtímabreytingar hefðu orðið á forsendum samningsins. Snúa þær forsendubreytingar bæði að út- göngu Bretlands úr ESB sem og því að framtíðarspár um möguleika ís- lensks landbúnaðar til útflutnings hafa ekki gengið eftir. Það hefur því skapast ójafnvægi á milli samnings- aðila varðandi nýtingu á þeim mögu- leikum sem samningurinn felur í sér. Aðalmarkmið viðræðnanna af Íslands hálfu er að auka jafnvægi í samningn- um. Markmið stjórnvalda er að vinna að langtímalausn með endurskoðun samningsins en möguleiki á uppsögn samningsins hefur ekki verið ræddur við fulltrúa ESB, segir í svarinu. Samningalota við ESB fyrir höndum - Viðræður um Uppbyggingarsjóð EES hefjast í næsta mánuði - Samið um tollfrjálsa innflutnings- kvóta fyrir íslenskar sjávarafurðir - Samningar um viðskipti með landbúnaðarvörur endurskoðaðir Morgunblaðið/Hari Áburður Endurskoða þarf samning um viðskipti með landbúnaðarvörur. Viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu er enn í gildi hjá Matvælastofnun og hefur verið síðan í mars. „Tilkynningum um veikar eða dauðar súlur fer ekki fækkandi og þar af leiðandi eru sterkar vís- bendingar um að enn séu smit í gangi. Aukið við- búnaðarstig er enn í gildi sem og hertar smit- varnarreglur fyr- ir alifugla og aðra fugla. Við viljum eins og áður fá tilkynn- ingar frá almenningi þegar dauðir fuglar finnast. Það er mjög mik- ilvægt fyrir okkur,“ segir Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir í ali- fuglasjúkdómum hjá Matvælastofn- un. Morgunblaðið birti á laugardag- inn ábendingu frá sjómanni sem varð var við dauðar súlur á Faxa- flóa nokkra daga í röð en aðrir fugl- ar á svæðinu virtust hraustir. Bri- gitte kannast við málið og segir vísbendingar um að súlurnar hafi drepist úr fuglaflensu, þótt slíkt sé óstaðfest. Drepast líklega úr flensunni „Við höfum nánast látlaust fengið tilkynningar um veikar eða dauðar súlur á þessu svæði síðan um miðj- an apríl. Það sem Matvælastofnun gerir er að skrá allar tilkynningar hjá okkur og þær gefa okkur vís- bendingu um líkleg smit sem séu enn til staðar. Matvælastofnun rannsakar súlurnar ekki nánar heldur notar upplýsingarnar til að meta smithættu á fuglaflensu fyrir alifugla og landið allt. Það er í raun ekki rannsakað hvort súlurnar drepist úr fugla- flensu eða hvort veiran greinist í þeim eða þær hafi drepist úr ein- hverju öðru. Það er möguleiki en einkennin benda til þess að þær séu að drepast úr fuglaflensu. Það er í raun engin stofnun með það hlut- verk eða með fjármagn til að rann- saka þetta sérstaklega,“ sagði Bri- gitte Brugger þegar Morgunblaðið hafði samband við hana í gær. kris@mbl.is Sömu varúðar- ráðstafanir í gildi - Tilkynningum fer ekki fækkandi Brigitte Brugger

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.