Morgunblaðið - 25.05.2022, Síða 8

Morgunblaðið - 25.05.2022, Síða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2022 Vísir segir sr. Davíð Þór, sóknar- prest í Laugarneskirkju, ómyrkan „í máli um þann gjörning að vísa skuli um þrjú hundruð hæl- isleitendum úr landi á næst- unni“. Prest- urinn skrifar: „Í fréttum er það helst að fasista- stjórn VG hefur ákveðið að míga á barnasáttmála SÞ, sem hún þó lýgur því að hún hafi „lögfest“ á Ís- landi, en þar kemur skýrt fram að hann gildi um öll börn (þ.e. ein- staklinga yngri en 18 ára) í lögsögu hvers ríkis – óháð því með hvaða hætti þau komu þangað. - - - Þar er kveðið á um að allar ákvarðanir sem varði heill og hamingju barna beri að taka með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Samt á að senda fjölda barna úr langþráðu öryggi og skjóli hér á Ís- landi, þvert á það sem þeim er fyrir bestu, til að hafast við í fullkomnu reiðileysi á götum úti á Grikklandi, jafnvel þótt Flóttamannahjálp SÞ hafi af mannúðarástæðum lagst eindregið gegn því að fólk sé flutt þangað. - - - Til að bíta höfuðið af skömminni er málsvörnin fólgin í inni- haldslausu froðusnakki um „heild- stæða stefnumótun í málaflokkn- um“ og því að væna formann Rauða krossins um lygar þegar hún lýsir ástandinu þar. Þetta er í beinni mótstöðu við það hvernig VG-liðar töluðu um þessi mál þegar þeir voru í stjórnarandstöðu. Þinglið og ráðherrar VG eru ekki lengur bara meðsek um glæpi þessarar ríkis- stjórnar gegn mannúð og góðu sið- ferði, þau eru einfaldlega sek eins og syndin. - - - Það er sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og vegtyllur.“ Hótað helvíti STAKSTEINAR Bætt hreinlæti í nýjum heimi Fáðu ráðgjöf fyrir þitt fyrirtæki www.hreint.is s: 589 5000 hreint@hreint.is Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Fyrsti rampurinn í átakinu „Römp- um upp Ísland“ var vígður við há- tíðlega athöfn við Matkrána í Hveragerði í fyrradag. Er þetta fyrsti rampurinn af 1.000 sem stefnt er að því að koma upp víðs vegar um land á næstu fjórum ár- um. Ramparnir eru ætlaðir til að veita hreyfihömluðum aukið að- gengi að verslun og þjónustu en stofnaður var sjóður með aðkomu fyrirtækja og aðila sem munu standa straum af kostnaði fyrir þá verslunar- og veitingahúsaeigend- ur sem taka þátt í verkefninu. Í fyrra voru settir upp 100 ramp- ar í miðborg Reykjavíkur í gegnum verkefnið „Römpum upp Reykja- vík“. Gekk verkefnið vonum framar en smíði á römpunum lauk þremur mánuðum á undan áætlun og undir kostnaðaráætlun, segir í tilkynn- ingu. Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunar- fyrirtækisins Ueno, er hvatamaður verkefnisins. Römpum upp Ísland hófst á Matkránni Rampar Hvergerðingurinn Kristján Birgisson vígði rampinn við veitinga- húsið Matkrána í Hveragerði, að viðstöddum aðstandendum verkefnisins. Stjórnvöld hafa í mörgum tilvikum endurskoðað eða leiðrétt ákvarðanir sínar í kjölfar fyrirspurna frá um- boðsmanni Alþingis. Í fyrra lauk til að mynda 48 málum, sem umboðs- maður lét sig varða, með leiðréttingu stjórnvalds og níu málum með end- urupptöku í kjölfar spurninga frá umboðsmanni vegna kvartana sem honum bárust. Var þetta um 10% af heildarfjölda kvartana á síðasta ári. Frá þessu er greint á vefsíðu um- boðsmanns og er tiltekið nýlegt dæmi um tilmæli Reykjavíkurborg- ar til bílastæðasjóðs um að endur- skoða ákvörðun um stöðubrotsgjald. Gert að endurgreiða gjaldið „Í kvörtun til umboðsmanns vegna málsins voru meðal annars gerðar athugasemdir við að ekki hefði verið tekin formleg ákvörðun af hálfu borgarinnar um að tiltekinn hluti Bankastrætis skyldi vera göngugata á því tímabili sem sektin var lögð á. Óskaði umboðsmaður því eftir upplýsingum frá borginni um hvenær og hver hefði ákveðið að Bankastræti yrði göngugata á um- ræddum tíma. Hvers vegna ákveðið hefði verið að taka niður merkingar um að umrætt svæði væri göngugata og þá hver hefði tekið þá ákvörðun.“ Segir einnig í frásögn umboðs- manns að hann hafi spurt hvernig borgin teldi að merkingar um göngu- götu á þessum hluta Bankastrætis byggði á fullnægjandi grundvell og að sektin samræmdist lögum. „Eftir yfirferð málsins, í framhaldi þessa, ákvað borgin að beina þeim tilmæl- um til bílastæðasjóðs að endurskoða málið, afgreiða það á réttum laga- grundvelli og endurgreiða gjaldið.“ Leiðréttu ákvarðanir í 48 málum - Fyrirspurnir umboðsmanns Alþingis leiða iðulega til breytinga á ákvörðunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.