Morgunblaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2022
Slegið Loksins sjást sláttuvélar á grænum svæðum í borginni en gróður hefur tekið vel við sér í maí. Hér er sláttumaður með fjarstýrða vél við Miklubraut í rigningunni í gær.
Hákon Pálsson
Í nýlegri grein Birgis Guðjóns-
sonar í tímaritinu Cancer Medicine
Journal og í viðtali, sem birtist í
Morgunblaðinu í kjölfarið, lýsti
hann yfir að skurðaðgerðir við bris-
krabbameini væru óréttlætanlegar.
Við höfnum þessari fullyrðingu. Að
okkar mati er ekki tekið tillit til
þeirra framfara sem hafa orðið í
meðhöndlun briskrabbameina. Að
auki teljum við að hún valdi ótta
hjá einstaklingum sem hafa grein-
ist með briskrabbamein og eru í
mjög viðkvæmri stöðu. Því er nauð-
synlegt að upplýsa um þær fram-
farir, sem hafa orðið í meðferð
briskrabbameina, og þá sann-
reyndu þekkingu sem liggur að
baki meðhöndlun þessa sjúkdóms.
Á Íslandi greinast árlega rúm-
lega 40 manns með briskrabbamein
og í árslok 2020 voru tæplega 70
manns á lífi með sjúkdóminn. Ein-
kennin eru oft óljós og því greinist
meirihluti þeirra þegar krabba-
meinið er það dreift að ekki er
hægt að fjarlægja það með skurð-
aðgerð. Ef sjúkdómurinn hefur
dreift sér til annarra líffæra er
beitt krabbameinslyfjameðferð sem
miðar að því að draga úr einkenn-
um krabbameinsins og lengja líf
sjúklinga. Hjá hluta sjúklinga er
sjúkdómurinn þó afmarkaður og er
þá metið á þverfaglegum samráðs-
fundi sérfræðinga hvort skurð-
aðgerð sé möguleg. Aðgerðin er
umfangsmikil og mikilvægt að
leggja ekki á einstaklinga sem hún
gagnast ekki.
Ef litið er til baka á síðustu ára-
tugi, þá voru horfur sjúklinga með
skurðtækt briskrabbamein ekki
góðar. Einungis um 4% allra sjúk-
linga, sem gengust undir aðgerð,
voru lifandi 10 árum eftir hana.
Það hlutfall var þó allt að 18% hjá
einstaklingum með smæstu æxlin
sem höfðu ekki dreift sér til eitla.
Engir þessara sjúklinga hefðu lifað
svo lengi án aðgerðar. Á síðari ár-
um hafa horfur sjúklinga með stað-
bundið briskrabbamein batnað tals-
vert. Aðgerðir á brisi eru öruggari
og sjúklingar jafna sig fyrr. Lang-
flestir þeirra fá nú krabbameins-
lyfjameðferð í kjölfar skurð-
aðgerðar. Krabbameinslyfjunum er
ætlað að eyða meinvörpum krabba-
meins sem eru ekki sýnileg á
myndgreiningarrannsóknum.
Rannsóknir hafa sýnt að slík við-
bótarmeðferð fjölgar þeim sem lifa
lengur og hún þolist líka mun betur
en áður var. Þó að aðgerð sé ein-
ungis framkvæmanleg í 20-30%
sjúklinga þá hafa þessar framfarir
leitt til þess að langtímahorfur
þeirra eru mun betri nú en þær
voru á árum áður. Í dag eru 25-
30% sjúklinga með skurðtækt bris-
krabbamein taldir læknaðir fimm
árum eftir aðgerð en 10-15% í við-
bót eru á lífi, þó með endurkomu
sjúkdóms. Sjúklingar með æxli,
sem áður fyrr voru talin óskurð-
tæk, m.a. vegna vaxtar í nærlægar
æðar, eru í auknum mæli með-
höndlaðir með lyfja- og geislameð-
ferð og síðan með aðgerð ef hægt
er og nokkur hluti þeirra læknast.
Þessi þróun heldur áfram og mun
vonandi leiða til enn betri árang-
urs.
Það er augljóslega enn langt í
land er kemur að meðhöndlun sjúk-
linga með briskrabbamein. Fullyrð-
ingar um gagnsleysi skurðaðgerða
eiga sér ekki lengur stoð í raun-
veruleikanum. Miklar framfarir
hafa orðið í krabbameinslækn-
ingum og árangur meðferðar held-
ur áfram að batna. Við teljum að
betri skilningur á tilurð bris-
krabbameina muni leiða til þess að
þau greinist fyrr en nú er. Það er
okkar von að þessi þekking skili
sér líka í þróun nýrra og betri lyfja
og leiði þannig til aukinna lífsgæða
einstaklinga, sem greinast með
briskrabbamein, og til fjölgunar í
hópi þeirra sem læknast eða lifa
lengur með sjúkdómi.
Eftir Gunnar Bjarna
Ragnarsson, Þorvarð Ragnar
Hálfdánarson og Kristínu Huld
Haraldsdóttur
» Fleiri læknast af og
lifa lengur eftir
greiningu briskrabba-
meins. Greinarhöfundar
rekja stuttlega hvað
liggur að baki þeirri
framþróun.
Gunnar Bjarni
Ragnarsson
Gunnar Bjarni er krabbameinslæknir
á Landspítala. Þorvarður Ragnar er
prófessor í krabbameinslækningum
og yfirlæknir krabbameinslyflækn-
inga meltingarfæra við Mayo Clinic í
Rochester í Minnesota. Kristín Huld
er skurðlæknir á Landspítala og
sérfræðingur í aðgerðum á
briskrabbameinum.
Kristín Huld
Haraldsdóttir
Þorvarður Ragnar
Hálfdánarson
Skurðaðgerðir geta læknað briskrabbamein
Tugþúsundir Íslend-
inga hafa brugðist við
kalli stjórnvalda um að
stofna til séreignar-
sparnaðar fyrir hvatn-
ingu í formi skattaf-
sláttar. Slíkir skatt-
afslættir eru þekktir
og algengir. Sem dæmi
má nefna skattafslátt
til einstaklinga vegna
kaupa á hlutabréfum
og skattafslætti til
fyrirtækja sem vilja reka stóriðjuver
hér á landi eða taka upp kvikmyndir
eða sjónvarpsþáttaraðir í íslensku
umhverfi.
Skattafslættir stofna í þessum til-
fellum ekki til sérstakrar skattkröfu
síðar. Hinn skattalegi hvati leiðir til
athafna eða aðgerða sem ríkið sæk-
ist eftir. Með skattaf-
slætti vegna séreign-
arsparnaðar er stefnt
að mikilvægum þjóð-
félagslegum mark-
miðum. Meðal þeirra
má nefna að efla inn-
lendan sparnað, auka
eftirspurn eftir ríkis-
skuldabréfum og
lækka vexti.
Eldra fólk borgi –
borgi mikið
Ein undantekning er
frá þeirri reglu að skattafsláttur
komi ekki síðar niður á þeim sem
hans njóta. Undantekningin er fólk-
ið 60 ára og eldra, sem öðlast hefur
heimild til að taka út séreignar-
sparnað og nýta hann á þann veg
sem það kýs. Gagnvart þessu fólki
þykir hæfa að hafa uppi skattkröfu
Eftir Ólaf Ísleifsson » Skattlagning sér-
eignarsparnaðar
stenst engar kröfur um
sanngjarna og réttláta
skattlagningu.
Ólafur Ísleifsson
Höfundur er hagfræðingur
og fv. alþingismaður.
Sérkennileg skattlagning séreignarsparnaðar
og hana ósmáa. Hún felst í að skatt-
leggja séreignarsparnað eins og
hann væri launatekjur. Hann er það
ekki. Honum verður ekki jafnað
saman við tekjur. Hann er eign.
Tekjur og eignir eru sitt hvað
Allir kunna skil á hugtökunum
eignir og tekjur. Tekjur eru eins og
streymandi vatn. Eignir eru eins og
stöðuvatn. Eignir sæta annars konar
skattlagningu en tekjur og standa
skýr rök til þess. Séreignarsparn-
aður stendur saman af sparnaðar-
greiðslum og ávöxtun þeirra. Færa
má rök fyrir því að drýgstur hluti
eignarinnar eigi rót að rekja til
ávöxtunar yfir langan tíma.
Séreignarsparnaður sker sig frá
frjálsum séreignarsparnaði og er
bundinn í kjarasamningum á vinnu-
markaði. Ríkið viðurkennir séreign-
arsparnaðinn sem eign. Eignin er að
lögum varin fyrir kröfuhöfum. Eng-
inn skuldheimtumaður í dánarbúi
eða þrotabúi hefur rétt til að skerða
réttindi samkvæmt samningi um
séreignarsparnað á nokkurn hátt.
Lög heimila að ráðstafa séreignar-
sparnaði skattfrjálst inn á húsnæð-
islán. Þeir sem huga að íbúðarkaup-
um geta fengið séreign útborgaða
skattfrjálst upp í fyrstu greiðslu.
Ofsköttun á séreignarsparnaði
Séreignarsparnaðurinn er skatt-
lagður eins og eins og hann væri
tekjur sem hann er ekki. Þrepin í
tekjuskatti eru sem næst 31,5%,
38% og ríflega 46%. Skattur af fjár-
magnstekjum sem á við um eignir er
22%. Allir sjá muninn. Skattfram-
kvæmd sem felur í sér að leggja
skatt á eign eins og hún væri tekjur
stenst ekki skoðun. Hér er ekki við
Skattinn að sakast heldur stjórnvöld
í ljósi ákvæða í lögum um tekjuskatt.
Ótalið er að fólki er mismunað eftir
tekjum við skattlagningu á séreign
sinni. Þeir sem falla undir ákvæði
um íbúðarkaup sleppa með öllu við
skattinn. Á jafnræðisreglan ekki við
nema stundum?
Fólk 60 ára og eldra má búa við
óboðlega ofsköttun og mismunun við
skattlagningu séreignarsparnaðar.
Hversu lengi á þetta að standa?