Morgunblaðið - 25.05.2022, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2022
Við
Hækk
um
nni
í gleð
i
Sá sem hér stingur
niður penna sendir
öllum þingmönnum
Norðausturkjördæmis
skýr skilaboð. Í Héð-
insfirði, sunnan Múla-
ganganna og út með
Eyjafirði hafa fár-
viðri, aurskriður og
snjóflóð eyðilagt allar
tilraunir til að koma
Siglufirði, Ólafsfirði,
Dalvík og Akureyri
inn á eitt samfellt atvinnusvæði.
Fyrir ofan báða gangamunnana í
Héðinsfirði, við Ólafsfjarðarflugvöll
og norðan Dalvíkur eyðileggur
þetta vandamál sameiningu Fjalla-
byggðar við allt Eyjafjarðarsvæðið.
Líkurnar fyrir því að meirihluti
heimamanna á Akureyri vilji sam-
þykkja þessa sameiningu við nýja
sveitarfélagið nyrst á Tröllaskaga
eru einn á móti milljarði. Samein-
ing Dalvíkur- og Fjallabyggðar
kemur aldrei til greina án þess að
ráðist verði í tvíbreið veggöng
sunnan einbreiðu Múlaganganna,
sem eru alltof utarlega og hafa í för
með sér of mikla slysahættu. Fyrr
komast þessi tvö sveitarfélög við
utanverðan Eyjafjörð aldrei inn á
eitt samfellt atvinnusvæði en nú-
verandi veggöng sunnan Ólafs-
fjarðar víkja endanlega fyrir tví-
breiðum göngum sem skulu vera 2
km, norðan Dalvíkur.
Snjóflóðin í þessum sveit-
arfélögum við Eyja-
fjörð sanna að steyptu
vegskálarnir sunnan
Múlaganga leysa eng-
an vanda. Spurningin
er hvenær þeir sópast
ásamt núverandi vegi
niður í fjörurnar þegar
aurskriður sunnan ein-
breiðu slysagildrunnar
eyðileggja alla veg-
tengingu Fjallabyggð-
ar við allt Eyjafjarð-
arsvæðið. Vestan
gömlu Strákaganganna
hverfur þetta vanda-
mál aldrei án þess að tvíbreið jarð-
göng undir Siglufjarðarskarð verði
að veruleika. Án þeirra breyta Héð-
insfjarðargöng engu fyrir utan-
verðan Skagafjörð. Best væri fyrir
alla þingmenn Norðaustur- og
Norðvesturkjördæmis að svara því
afdráttarlaust hvort heppilegra
hefði verið að stöðva einangrun
Fjallabyggðar við landsbyggðina í
heild á undan framkvæmdum við
Vaðlaheiðargöng, sem vonlaust er
að fjármagna með veggjaldi á
hvern bíl.
Milli Dalvíkur og Múlaganga
munaði engu þriðjudaginn 28. des-
ember að dauðaslys yrði, sem lög-
reglan fékk enga tilkynningu um,
þegar bifreið með bílstjóra og far-
þega rann til í mikilli hálku sunnan
við gangamunnann í utanverðum
Eyjafirði. Þar skall hurð nærri hæl-
um þegar bifreiðin stöðvaðist í
hálkunni í vegkantinum í svimandi
hæð yfir sjávarmáli. Í stað þess að
reka hornin í samgöngumál Hún-
vetninga og Skagfirðinga, og halda
til streitu kröfunni um hálendisveg-
inn milli Reykjavíkur og Akureyr-
ar, skulu þingmenn Norðaust-
urkjördæmis frekar flytja
þingsályktunartillögu um tvíbreið
veggöng, nær Dalvík og undir
Siglufjarðarskarð, til að afstýra ein-
angrun Fjallabyggðar við lands-
byggðina í heild.
Óbreytt ástand réttlætir ekki að
íbúar Fjallabyggðar verði næstu
áratugina án flugvallar á Siglufirði,
sem skal uppfylla hertar öryggis-
kröfur og tryggja þeim greiðan að-
gang að innanlandsfluginu og
sjúkrafluginu. Til þess hafa þeir
sama rétt og aðrir landsmenn.
Þingmaður Siglfirðinga, sem settist
í stól samgönguráðherra vorið 2007,
átti að kynna sér þetta vandamál í
stað þess að gefa sveitarstjórn
Djúpavogs fögur loforð um vel upp-
byggðan og hindrunarlausan heils-
ársveg á illviðrasömu svæði í 530 m
hæð, um Öxi.
Sjálfgefið var það ekki, að fyrr-
verandi innanríkisráðherra, Ög-
mundur Jónasson, hefði áhuga á
því að standa við þessi loforð eftir
harðar deilur við fyrirrennara sinn
frá Siglufirði um tvíbreið Norð-
fjarðargöng, sem hafa rofið ein-
angrun Fjarðabyggðar. Með þeim
var stigið fyrsta skrefið til að rjúfa
einangrun sjúkrahússins í Nes-
kaupstað við allan fjórðunginn. Án
Mjóafjarðarganga fær þetta deilda-
skipta sjúkrahús aldrei öruggar
vegasamgöngur við Egilsstaða-
flugvöll. Að þessu vandamáli áttu
Þuríður Backman, Kristján Þór
Júlíusson og Tryggvi Þ. Herberts-
son að snúa sér fyrir löngu í stað
þess að taka hálendisveginn og
Vaðlaheiðargöng fram yfir brýn-
ustu verkefnin á Mið-Austurlandi
og Vestfjörðum, sem þola enga bið.
Krafan sem þingmenn Norðaust-
urkjördæmis setja fram, um að
halda Blönduósi og Varmahlíð utan
hringvegarins, er tilefnislaus árás á
samgöngumál Húnvetninga og
Skagfirðinga. Að loknum fram-
kvæmdum við Dýrafjarðargöng
mæla öll rök með því að stutt göng
undir Reynisfjall verði efst á blaði
þótt stuðningsmenn Vaðlaheið-
arganga á Alþingi berjist gegn
þessu hagsmunamáli Víkurbúa.
Skoðum möguleika á þrennum jarð-
göngum vestan Dynjandisheiðar.
Til þingmanna
Norðausturkjördæmis
Eftir Guðmund
Karl Jónsson
Guðmundur Karl
Jónsson
» Skoðum möguleika
á þrennum jarð-
göngum vestan
Dynjandisheiðar.
Höfundur er farandverkamaður.
Eitt sinn varst þú
aðeins draumur. Fal-
legur draumur í huga
Guðs. Draumur sem
rættist.
Frá upphafi tím-
anna hefur andi þinn
skynjað mig, ó, Guð.
Ég hef verið í huga
þér frá eilífð til eilífð-
ar. Ég er tilgangur
þinn og markmið eins
og við öll og allt sem lifir og þarf að
hlúa að. Samt erum við eitthvað svo
agnarsmá, líkt og sandkorn eða hið
minnsta fræ.
Fyrirgefðu mér, höfundur og full-
komnari lífsins, hvað ég læt oftast
skelfing illa að stjórn. Hjálpaðu
mér að leita daglega leiðsagnar
þinnar svo mér farnist vel og mætti
verða samferðafólki mínu til bless-
unar og þér til dýrðar eins og til
stóð.
Í ljósi Guðs
Við mannfólkið erum í raun eitt-
hvað svo lítil og hugsum svo smátt.
En miskunn Guðs er mikil og
magnaðri öllum mannlegum mætti.
Í ljósi mannlegs veruleika erum
við í rauninni ekki annað en eins og
sandkorn á strönd sem treðst undir
í áreiti daganna.
En í ljósi Guðs veit ég að við er-
um líkt og óendanlega fagrar og
dýrmætar perlur sem glitrar á svo
tilveran lýsist upp um stundarsakir.
Þar til við samlögumst endanlega
hinni eilífu birtu í hinum himneska
ljóssins yl lífsins.
Jarðneskir englar
Allt í kringum okkur
í tilverunni eru englar
sem auðga veru okkar.
Ekki síst þegar skýjað
er og þyrmir yfir.
Veitum því athygli,
tökum eftir þeim og
þökkum fyrir þá.
Boðberar kærleik-
ans eru jarðneskir
englar sem leiddir eru
í veg fyrir fólk til að
veita umhyggju og
miðla ást. Fylla nútíðina innihaldi
og tilgangi. Veita framtíðarsýn
vegna tilveru sinnar og kærleiks-
ríkrar nærveru. Þeir eru jákvæðir,
styðja, uppörva og hvetja. Þeir
sýna hluttekningu, umvefja og
faðma, sýna nærgætni og raunveru-
lega umhyggju í hvaða kring-
umstæðum sem er án þess að
spyrja um endurgjald.
Njótum dagsins og lífsins miðað
við aðstæður.
Með friðar- og kærleikskveðju.
– Lifi lífið!
Tilgangur og
markmið
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson
» Allt í kringum okkur
eru englar sem
auðga veru okkar. Ekki
síst þegar skýjað er og
þyrmir yfir. Veitum
þeim athygli og þökkum
fyrir þá.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld, rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Tækniframfarir
verða æ hraðari með
hverju árinu og á það
líka við um sam-
göngumál. Umhverf-
isvænir rafdrifnir
einkabílar munu taka
yfir innan nokkurra
ára. Tilkoma AI
(gervigreind) og 5G í
netinu, ásamt sjálf-
keyrandi bílum, gerir
það líklegt að innan
15-20 ára verði bíla-
flotinn að mestu
sjálfkeyrandi, ef ekki
að öllu leyti. Ef svo
verður er um algera
byltingu að ræða.
Bílaflotinn, a.m.k. í
stærri bæjum, er sí-
keyrandi bíl-
stjóralaus og hægt verður að
panta sér bíl fyrir strætógjald
hvenær sem það hentar. Einkabíl-
um fækkar mjög mikið og bíla-
stæði hverfa.
Ef þetta verður raunveruleikinn
þá er núverandi hugmynd um
borgarlínu þegar úrelt og mun
standa sem risaeðla til minningar
um þann gríðarlega skort á fram-
sýni sem einkenndi
alla þá sem komu að
þessari úreltu ákvörð-
un.
Byggjum frekar upp
góðar stofnbrautir
með mislægum gatna-
mótum, göngum,
o.s.frv. Byggjum
gatnanet sem verður
eins gagnlegt þessum
bílaflota og hægt er.
Skipuleggjum umferð-
ina sem allra sveigj-
anlegasta og aðlögum
hana þörfum fólksins. Gerum
einkabílinn að almenningssam-
göngum allra. Gerum umferðina
dökkgræna.
Hendum ekki milljörðum í risa-
eðlur.
Einkabíllinn
almennings-
samgöngur
framtíðarinnar?
Eftir Kristmund
Ásmundsson
Kristmundur
Ásmundsson
» Örar framfarir í tækni og
umferðarþróun hafa gert
borgarlínu úrelta nú þegar. Greið-
um götu einkabílsins sem
framtíðarlausn í almennings-
samgöngum.
Höfundur er læknir og fyrrverandi
bæjarfulltrúi.
kristmund@centrum.is
Allt um
sjávarútveg
Fasteignir