Morgunblaðið - 25.05.2022, Qupperneq 17
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2022
Löggiltur heyrnarfræðingur
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Gríptu til þinna ráða
Pantaðu tíma í
HEYRNAR
GREININGU
Nánari upplýsingar í síma 534 9600 eða á heyrn.is
Allar helstu rekstrarvörur og
aukahlutir fyrir heyrnartæki
fást í vefverslun heyrn.is
Í grein sem birtist í
Morgunblaðinu 2022-
05-17 var sagt frá því
að 14 000 manns
hefðu verið drepin í
Donbass árin 2014/21.
Starfsmaður breytti
14 000 í 14.000.
Í lögum um staðla
og Staðlaráð Íslands,
nr. 36/2003, hljómar
3. grein svo: „Staðall
er til frjálsra afnota.
Stjórnvöld geta þó gert notkun til-
greinds staðals skyldubundna með
vísun til hans og hlutaðeigandi
laga. Skal hann þá staðfestur með
reglugerð af hlutaðeigandi ráðu-
neyti og skal í reglugerð vísa til
staðalsins.“
Reglugerð 1160/2011 fjallar um
mælieiningar á Íslandi. Viðauki við
reglugerðina er greinilega örút-
dráttur úr alþjóðastaðli ISO
80000-1. Sá staðall tók formlega
gildi á Íslandi 2013-10-15 sem ÍST
EN ISO 80000-1:2013 og er notkun
hans þar með skyldubundin.
Í grein staðalsins nr. 7.3.1 eru
ákvæði um ritun talna með mörg-
um tölustöfum til að auðvelda lest-
ur. Þeim megi skipta með þús-
undaskila milli hverra þriggja
tölustafa talið frá tugabrotsskila.
Þúsundaskili skal vera stutt bil en
hvorki punktur né
komma né neitt annað
merki.
Í grein 7.1.4 eru
ákvæði um rithátt
magns og eininga.
Magn er ritað með
tölustöfum og mæliein-
ing þar á eftir, bil á
milli: 2,0 m, 437 kg, 15
°C. Sama regla á við
prósentur, 47 %. Eina
undantekningin eru
hornatáknin °, ’ og “:
89° 59’ 59“.
Sá bandaríski ósiður að klína ein-
ingu beint aftan í magntölu hefur
uppá síðkastið breiðst út svo undr-
um sætir. Fjarlægðarmörk vegna
COVID-19 voru hér 2 m, en iðulega
tilgreind sem 2m eða jafnvel 2M.
Í íslenskum staðli ÍST EN ISO
80000-1:2013 eru fjölmörg önnur
atriði til eftirbreytni. Notkun hans
er skyldubundin að lögum og hann
ætti að vera ein af grunnstoðum
menntakerfisins.
14.000 eða 14 000?
Eftir Hauk
Jóhannsson
Haukur
Jóhannsson
» Þúsundaskili skal
vera stutt bil en
hvorki punktur né
komma …
Höfundur er lífeyrisþegi
haujo@simnet.is
Einn mesti mengun-
arvaldur í heiminum í
dag er framleiðsla
sements, veldur þar
meðal annars hið háa
hitastig við framleiðsl-
una (1.400°C).
Viðurkenndar rann-
sóknir hafa sýnt, að ef
helmingur sements er
tekinn úr steypu, og
mulin eldfjallaaska
sett í staðinn, eykst ekki aðeins
styrkur byggingarinnar, veðurþolið
margfaldast (við Íslendingar köllum
það alkalí, gegn betri vitund) og
kostnaður við framkvæmdir minnk-
ar.
Eldfjallaaska er nið-
urgreidd auðlind hér á
landi, því tvær millj-
ónir tonna, sem áætlað
er að flytja árlega á
vegum landsins til út-
flutnings, eyðileggja
vegakerfið mun meira
en álögðum þunga-
skatti flutningatrukk-
anna nemur.
Ef einhver hér á
landi skyldi hafa áhuga
á hinum svokallaða
mengunarkvóta mætti reikna út
hvað tvær eða fleiri milljónir tonna
af eldfjallaösku, sem spara jafngildi
í orkusparnaði við sementsfram-
leiðslu, mundu hafa á hann.
Í Bandaríkjunum eru stórfyrir-
tæki í iðnaði, sem byggja hráefnis-
öflun sína á eldfjallaösku, en á Ís-
landi er hún niðurgreidd til
útlendinga í hráefnaútflutningi.
Hvers vegna er ekki að minnsta
kosti lagður auðlindaskattur á þessa
auðlind allra landsmanna?
Auðlind, auðlindagjald
og mengunarkvóti
Eftir Kristján Hall
Kristján Hall
»Ef helmingur sem-
ents er tekinn úr
steypu, og mulin eld-
fjallaaska sett í staðinn,
eykst ekki aðeins styrk-
ur byggingarinnar, veð-
urþolið margfaldast.
Höfundur er eftirlaunaþegi.
Fyrir stuttu heyrði ég á Rás 1 á
RÚV, útvarpi allra starfsmanna,
sérstakt viðtal meðstjórnanda þátt-
arins, sem auðvitað er á línu full-
komna fólksins í +101 Reykjavík.
Hún hafði fengið í þáttinn tvær kon-
ur. Önnur var tíður gestur í ríkis-
útvarpi vinstri manna þegar hún var
borgarfulltrúi fyrir einhvern vinstri
flokkinn. Nú var hún kynnt sem sér-
fræðingur í fjölbreytileika en hin
konan var fjölbreytt. Báðar kvört-
uðu þær undan því, að útlendingar
eða fólk sem vill setjast hér að, sé
ítrekað spurt að því, hvaðan það
komi. Var þessi forvitni heima-
manna kölluð öráreitni og fordæmd
mjög af þeim stöllum. Slík forvitni er
að mínu mati mjög eðlileg og merki
um það, að heimamenn séu að reyna
að koma af stað áhugaverðum sam-
ræðum við hinn aðkomna og sýna
með því vinarhug. Á ferðum mínum
hef ég ítrekað verið spurður þess-
arar spurningar. Alltaf hefur það
leitt til áhugaverðra samræðna og
mannlegra samskipta. Vonandi er
hér bara um að ræða alvarlegan mis-
skilning en ekki fordóma í garð
heimamanna.
Guðjón Smári Agnarsson.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Hvaðan ertu? – Öráreiti og ofurviðkvæmni?
Ljósmynd/Colourbox/Phovoir
Samræður Ferðamenn kannast við að
vera spurðir að því hvaðan þeir séu.
Atvinna