Morgunblaðið - 25.05.2022, Qupperneq 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2022
✝
Halldóra Að-
alsteinsdóttir
fæddist á Lind-
argötu 23 í Reykja-
vík 16. júní 1927.
Hún lést á Vífils-
stöðum 11. maí
2022.
Foreldrar henn-
ar voru Vilborg
Jónsdóttir, f. 24.
febrúar 1908, d. 27.
nóvember 1997, og
Aðalsteinn Guðmundsson, f. 8.
ágúst 1903, d. 13. júní 1994.
Systkini Halldóru voru Pál-
ína, f. 29. ágúst 1925, d. 4. febr-
úar 2013, Agnes, f. 16. mars
1935, d. 25. september 2016, og
Guðmundur, f. 30. mars 1942, d.
31. júlí 2021.
Árið 1949 giftist Halldóra
Magnúsi Þorbjörnssyni prent-
ara, f. 17. febrúar 1924, d. 12.
ágúst 1996. Foreldrar hans
voru Bjarnþrúður Magn-
úsdóttir, f. 12. október 1902, d.
2. október 1983 og Þorbjörn
Sigurðsson, f. 20. maí 1900, d.
20. ágúst 1978.
Börn Halldóru og Magnúsar
eru: 1) Magnús, f. 29. júlí 1954,
maki: Kristín H. Valdimars-
dóttir. Börn: Halldóra Margrét,
Valdimar Þorbjörn
og Magnús Finnur.
Barnabörn: Davíð
Máni og Tinna
Katrín. 2) Vilborg,
f. 13. júní 1956,
maki (fráskilin):
Árni Jón Hann-
esson. Börn: Árni
Gísli, Dóra Guð-
laug og Bjarni Þór.
Barnabörn: Bene-
dikt Bóas, Árdís
Eva, Fanney Mjöll, Snædís
Katla, Baldur Ari og Róbert
Kári.
Halldóra bjó á Lindargötu til
10 ára aldurs og flutti þá á
Hofsvallagötu þar til hún giftist
Magnúsi og bjuggu þau á
Fálkagötu til ársins 1995 er þau
fluttu á Kleppsveg.
Halldóra gekk í Austurbæj-
arskóla og Miðbæjarskóla.
Einnig fór hún í Húsmæðra-
skólann á Ísafirði veturinn
1946-1947. Halldóra var heima-
vinnandi á meðan börnin voru
lítil en fór svo að vinna í bók-
bandi hjá prentsmiðjunni Hól-
um og síðar hjá Guðjóni Ó.
Útför Halldóru fer fram frá
Áskirkju í dag, 25. maí 2022,
klukkan 13.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Héðan skal halda
heimili sitt kveður
heimilisprýðin í hinsta sinn.
Síðasta sinni
sárt er að skilja,
en heimvon góð í himininn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Valdimar Briem)
Elsku mamma, minning þín lif-
ir í hjörtum okkar.
Magnús og Vilborg.
Minning um ömmu.
Síðustu dagar hafa verið erf-
iðir. Tilveran hefur þotið áfram í
eins konar þoku. Núna stendur
maður frammi fyrir því að þurfa
að segja bless við ömmu sem hef-
ur fylgt manni í gegnum lífið frá
því maður man eftir sér.
Þrátt fyrir háan aldur eru
þessi skil alltaf erfið og þungbær,
enn erfiðara ef maður er náinn
þeim sem kveður. En það er ein-
mitt það sem á við hjá mér.
Við amma vorum afar nánar.
Við vorum svo miklu meira en
bara amma og barnabarn.
Amma mín var mín besta vin-
kona, stærsti stuðningsmaður og
frábærasta kona í heimi.
Það á eftir að vera erfitt að
geta ekki hringt eða stoppað við
hjá þér þegar ég þarf á þér að
halda. Eða segja þér frá ein-
hverju frábæru eða skemmtilegu.
Sumir hefðu sagt að amma og
afi Magnús hafi dekrað við okkur
barnabörnin sín. En er það ekki
hlutverk þeirra að dekra við okk-
ur og skila þegar dekrið er búið?
Við barnabörnin hennar vor-
um nefnilega afar heppin að eiga
þau sem afa og ömmu. Þau lögðu
sig fram við að skapa skemmti-
legar minningar, sem er gott
veganesti til framtíðar. Amma
vildi vera stór partur af lífi okkar.
Hún sýndi ávallt áhuga á hvað
væri að gerast í okkar lífi og var
stolt af sínu liði.
Jákvæð orka var það sem hún
gaf frá sér og hlýja.
Ég gæti skrifað milljón samtöl
og minningar um hana ömmu. En
það myndi þýða heila bók og
framhaldssögu.
Hér kemur lítil saga sem lýsir
henni ömmu vel. Ég er tíu ára.
Ég hringi í hana og spyr: Heyrðu
amma, mig langar að gista og
koma með þrjár vinkonur með
mér, þær vilja líka gista. Svarið
var já allt í lagi. Þó svo hún hafi
kannski ekki verið ánægð með
þetta þá var afi fljótur að segja já
við alls konar vitleysu sem mér
datt í hug og fannst sniðugt. Og
já var það.
Þessi saga er bara ein af mörg-
um sem ég og bræður mínir get-
um sagt af ömmu og afa og verð-
ur hún að duga.
Við bræður mínir viljum þakka
ömmu fyrir allar samverustund-
irnar sem verða ekki fleiri í bili.
Við kveðjum þig og geymum í
huga okkar.
Viljum við votta börnunum
hennar, Magnúsi og Vilborgu,
okkar dýpstu samúð.
Ég vil gjarnan lítið ljóð
láta af hendi rakna.
Eftir kynni afar góð
ég alltaf mun þín sakna
(Guðrún V. Gísladóttir)
Halldóra Margrét
Magnúsdóttir,
Valdimar Þ. Magnússon,
Magnús F. Magnússon.
Elsku Dóra amma. Það er erf-
itt að lýsa því með nokkrum orð-
um hversu góð og hlý þú varst.
Þú gafst þér alltaf tíma fyrir okk-
ur og sýndir hugðarefnum okkar
einlægan áhuga. Þá hafðir þú ein-
stakt lag á því að ná til barna okk-
ar, gefa þig að leik þeirra og læra
af þeim ef svo bar undir. Við er-
um þakklát fyrir tímann sem við
áttum með þér og höldum minn-
ingu þinni á lofti um ókomin ár.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt, sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér,
því veit mér feta veginn þinn,
að verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson)
Hvíldu í friði elsku amma.
Árni Gísli, Dóra Guðlaug
og Bjarni Þór.
Komið er að kveðjustund.
Langamma okkar lést 11. maí
síðastliðinn, einum mánuði áður
en 95 ára aldri var náð.
Þrátt fyrir háan aldur var hún
í fullu fjöri nánast fram á síðasta
dag þó svo aldurinn hafi vissu-
lega verið farinn að segja til sín
og veikindi síðustu mánuði.
Hún langamma var einstök,
skemmtileg, ljúf og góð.
Við systkinin erum elstu lang-
ömmubörnin hennar og eigum
við fjölmargar skemmtilegar og
góðar minningar um hana.
Hún passaði mig, Davíð Mána,
þegar ég var nokkurra daga gam-
all því mamma var í skóla. Þá
bauð hún öllum konunum í hús-
inu sem hún bjó í að koma, skoða
mig og dást að mér og monta sig í
leiðinni að hún væri orðin
langamma.
Við fengum að gista nokkur
skipti þó svo hún segði alltaf við
okkur „ég er nú orðin svo gömul“
en eftir smá suð fengum við að
gista á dýnu á gólfinu eins og í
útilegu, sem var mikið sport.
Einnig áttum við okkar eigin
dótakassa inni í skáp sem maður
gat gengið í og oftar en ekki fund-
ið eitthvað nýtt, spennandi og
sniðugt að leika með.
Við áttum afar gott og
skemmtilegt samband við lang-
ömmu og eigum eftir að sakna
hennar mikið. Núna er ekki hægt
að heimsækja hana, fá gott að
borða og segja henni frá ævintýr-
um okkar en minning um góða
langömmu lifir.
Við elskum þig.
Davíð Máni Viktorsson
og Tinna Katrín Owen.
Halldóra
Aðalsteinsdóttir
Mig langar með örfáum orð-
um að minnast yndislegra
frænkna minna sem báðar létust
fyrr á þessu ári.
Elsku hjartans dúllurnar mín-
ar, hvað ég á erfitt með að
kyngja því að þið séuð báðar
farnar svona ungar, fallegar,
yndislegar og svo miklir gleði-
pinnar. Þið voruð svo miklar
dúllur og uppátæki ykkar ansi
fjörug oft á tíðum. Brynjan mín
var mikið heima hjá Soffíu
frænku enda hún og Henni minn
óaðskiljanlegir vinir á yngri ár-
um og voru þau svo náin og ynd-
isleg. Svanhvítin mín kom seinna
inn í af ýmsum ástæðum en hún
og Henni minn urðu yndislegir
vinir.
✝
Brynja Hjördís
Pétursdóttir
fæddist 23. febrúar
1984. Hún lést 11.
febrúar 2022.
Útför Brynju fór
fram 3. mars 2022.
Svanhvít Harð-
ardóttir fæddist 7.
nóvember 1984.
Hún lést 23. apríl
2022. Útför Svan-
hvítar fór fram 4.
maí 2022.
Elsku hjartans dúllurnar mín-
ar, ég vona og trúi að ykkur líði
vel í sumarlandinu og að afi og
öll hin hafi tekið vel á móti ykk-
ur og passi ykkur þar til við hitt-
umst öll aftur. Góða nótt og sofið
rótt, hjörtun mín. Ég elska ykk-
ur. Börnum ykkar sendi ég mín-
ar dýpstu samúðarkveðjur og
bið Guð að vernda þau og hugga.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Ástarkveðja,
Soffía frænka.
Hanna frænka.
Brynja Hjördís
Pétursdóttir
og Svanhvít
Harðardóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og við-
eigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar
✝
Sigrún Smith
(fædd Páls-
dóttir) fæddist í
Reykjavík 7. maí
1925. Hún andaðist
á heimili dóttur
sinnar í Longwood,
Orlando í Flórída,
Bandaríkjunum 25.
febrúar 2022.
Foreldrar Sig-
rúnar voru hjónin
Páll Jónsson vél-
stjóri, f. 1895, d. 1945, ættaður
úr Reykjavík, og Gróa Ágústa
Guðmundsdóttir, f. 1891, d.
1984, ættuð frá Kirkjubóli í
Dýrafirði. Bróðir Sigrúnar var
Björn, f. 1923, d. 2003, aðalbók-
þeirra hjóna eru: 1) Earle Paul,
f. 1948. 2) Elizabeth Groa, lést
skömmu eftir fæðingu. 3) Erik,
f. 1952. 4) Betty, f. 1955. 5) John,
f. 1958.
Sigrún ólst upp í Vonarstræti
12 í Reykjavík hjá fjölskyldu
sinni en naut einnig umhyggju
ömmu og afa sem bjuggu á
Frakkastíg 4. Rúna, eins og Sig-
rún var oftast kölluð af fjöl-
skyldu og vinum, gekk í Miðbæj-
arbarnaskólann. Síðar lærði
hún hattasaum hjá Hattabúð
Höddu á Hverfisgötu 35 og lauk
meistaraprófi í þeirri iðngrein.
Eftir að Sigrún og Earle fluttust
til Flórída starfaði Sigrún um 16
ára skeið í Walt Disney World-
skemmtigarðinum í Orlando.
Útför Sigrúnar fór fram 25.
mars frá Ascension Lutheran
Church í Orlando í Flórída.
ari í Reykjavík.
Sigrún giftist
Earle L. Smith 26.
október 1945 í
Reykjavík. Earle
starfaði sem foringi
í bandaríska hern-
um á Íslandi um
nokkurra ára skeið.
Árið 1947 fluttust
Sigrún og Earle til
Ohio í Bandaríkj-
unum og bjuggu
þar í nokkur ár. Síðar fluttu þau
til Connecticut í Norður-
Karólínu en frá miðjum áttunda
áratugnum voru þau búsett í Or-
lando í Flórída. Earle lést eftir
stutt veikindi árið 2000. Börn
Sigrún Smith lést 25. febrúar
síðastliðinn á 97. aldursári. Í hug-
ann kemur fyrst og fremst upp
þakklæti til Rúnu frænku fyrir
væntumþykju og hlýju í okkar
garð. Það var ætíð mikil tilhlökk-
un hjá okkur sem börn í þau
skipti sem Rúna frænka kom til
Íslands. Ameríka var á þessum
árum framandi heimur, sveipað-
ur ævintýrablæ í huga okkar
barnanna.
Rúna var glæsileg kona og
alltaf vel tilhöfð. Hún hafði alla
tíð mikil og náin samskipi við ætt-
ingja og vini á Íslandi og bar hag
Íslands ætíð fyrir brjósti. Hug-
urinn leitaði oft til Dýrafjarðar
en þar dvaldi Sigrún oft hjá ætt-
ingjum á sínum yngri árum.
Gamli miðbærinn og Tjörnin í
Reykjavík voru henni einnig afar
kær. Í seinni tíð nutum við
bræðrabörn Rúnu þess að heim-
sækja fjölskylduna til Flórída.
Þar sýndi Rúna okkur einstaka
velvild og ómælda gestrisni. Það
var lærdómsríkt og nærandi að
taka spjall við Rúnu. Hún var
hreinskiptin, réttsýn og minning-
ar frá liðnum tíma voru skýrar í
huga hennar þrátt fyrir að vera
komin á tíræðisaldur. Það var
Rúnu mikið áfall þegar Earl lést
árið 2000. Þau voru samhent hjón
og báru einstaka virðingu hvort
fyrir öðru. Síðustu árin dvaldi
Rúna á hjúkrunarheimili en naut
jafnframt umhyggju og umsjá
barna sinna og tengdabarna.
Hafðu þökk fyrir allt. Minning
þín lifir.
Ágúst Kr. Björnsson,
Björn Vignir Björnsson,
Þórunn Gyða Björnsdóttir.
Sigrún Smith
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐMUNDA HJARTARDÓTTIR,
Grundarfirði,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Fellaskjóli í Grundarfirði þriðjudaginn
17. maí. Útför hennar fer fram frá Grundarfjarðarkirkju
föstudaginn 27. maí klukkan 13.
Athöfninni verður streymt á youtubesíðu Grundarfjarðarkirkju.
Einnig má nálgast streymi á mbl.is/andlat.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Minningarsjóð Fellaskjóls.
Hafsteinn
Hermann Elísa Anna
Ingi Hans Sigurborg Kristín
Hjördís Fríða Sævaldur Fjalar
Guðmundur H. Margrét
og fjölskyldur
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
KRISTJANA KRISTJÓNSDÓTTIR
frá Ólafsvík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir
mánudaginn 23. maí. Hún verður jarðsungin
frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 28. maí
klukkan 14.
Guðlaug J. Steinsdóttir Guðmundur Gísli Egilsson
Leidy Karen Steinsdóttir Jóhann Magni Sverrisson
Randver Agnar Steinsson Kristín I. Rögnvaldsdóttir
Ragnheiður G. Steinsdóttir Gunnar Björn Gíslason
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Ástkær bróðir okkar,
SKÚLI ÚRANUSSON,
Boðaslóð 6,
Vestmannaeyjum,
lést þriðjudaginn 10. maí á Landspítalanum.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbavörn í
Vestmannaeyjum.
Pálína Úranusdóttir
Oddgeir Magnús Úranusson