Morgunblaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2022 ✝ Ásdís Krist- jánsdóttir fæddist á Stöng í Mývatnssveit 25. febrúar 1931. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Norður- lands, Sauðár- króki, 2. maí 2022. Foreldrar Ás- dísar voru hjónin Lára Sigurð- ardóttir og Krist- ján Ásmundsson. Systkini Ásdísar eru Sig- urbjörg, Jakob og Ásmundur Jón sem öll eru látin. Yngsti bróðir hennar, Sigurður Trausti, býr á Stöng II. Fyrri maður Ásdísar var Friðfinnur Magnússon ýtu- stjóri, f. 1. maí 1916, d. 3. sept- ember 1982. Seinni maður hennar var Bjarni Haraldsson, kaupmaður á Sauðárkróki, f. 14. mars 1930, d. 17. janúar 2022. Börn Friðfinns og Ásdísar eru: 1) Magnús Kristján, bú- settur á Höfn í Hornafirði. Eiginkona hans er Steinunn Benediktsdóttir. Þau eiga þrjár dætur. Írisi Dröfn, Láru og Jennýju. Barnabörn þeirra eru þrjú. 2) Regína Margrét, búsett á Djúpavogi. Eigin- maður hennar er Sigurbjörn Ásdís ólst upp hjá for- eldrum sínum á Stöng og gekk í farskólann í Mývatns- sveit. Veturinn 1948-1949 stundaði hún nám í hús- mæðraskólanum á Löngumýri í Skagafirði. Þar kynntist hún Friðfinni og stofnaði með honum heimili, fyrst á Sauð- árkróki en árið 1952 fluttu þau í Varmahlíð. Eftir andlát Friðfinns hóf Ásdís búskap með Bjarna Haraldssyni, kaupmanni á Sauðárkróki. Auk húsmóðurstarfa sinnti Ásdís einnig vinnu utan heim- ilis. Má þar nefna störf á hót- elinu í Varmahlíð og sem ráðskona í barnaskóla Seylu- hrepps. Síðar vann hún einnig í mötuneyti Varmahlíðarskóla til fjölda ára. Á Sauðárkróki vann Ásdís í mötuneyti Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra allt til ársins 1998. Eft- ir að Ásdís fluttist til Sauð- árkróks tók hún ávallt virkan þátt í rekstri Verslunar Har- aldar Júlíussonar sem rekin var óslitið af Bjarna og föður hans á undan honum í rúm 100 ár. Ásdís tók virkan þátt í félagsstarfi og var í Kven- félagi Seyluhrepps í áratugi auk þess sem hún starfaði með leikfélaginu í Varma- hlíð. Einnig söng hún í kirkjukór Víðimýrarkirkju um árabil og síðar einnig í Rökkurkórnum. Útför Ásdísar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 25. maí 2022, klukkan 14. Heiðdal og eiga þau tvö börn, Rafn og Ásdísi. Fyrri maður Mar- grétar var Rafn Karlsson og áttu þau þrjú börn, Sigrúnu Rögnu, Júlíu Hrönn og Sævar Þór. Rafn lést árið 1983. Áð- ur átti Margrét eina dóttur, Hrefnu Finndísi, og er faðir hennar Skarphéðinn Ein- arsson. Hrefna ólst upp hjá afa sínum og ömmu í Lauga- hlíð. Barnabörnin eru 17 og eitt barnabarnabarn. 3) Torfi Þór, búsettur á Höfn í Horna- firði. Eiginkona hans er Ingi- björg Lúcía Ragnarsdóttir. Þau eiga fjögur börn, Ragnar Borgþór, Elmar Frey, Finn Smára og Þórhildi Rán. Barnabörn þeirra eru níu. Sonur Ásdísar og Bjarna er: 4) Lárus Ingi, búsettur í Hveragerði. Eiginkona hans er Aldís Hafsteinsdóttir. Þau eiga þrjú börn, Laufeyju Sif, Bjarna Rúnar og Albert Inga. Áður átti Lárus dóttur með Guðrúnu Hákonardóttur, Rak- el. Barnabörn þeirra eru sex. Beinir afkomendur Ásdísar eru 56. Gráttu ekki yfir góðum liðnum tíma. Njóttu þess heldur að ylja þér við minningarnar, gleðjast yfir þeim og þakka fyrir þær með tár í augum, en hlýju í hjarta og brosi á vör. Því brosið færir birtu bjarta, og minningarnar geyma fegurð og yl þakklætis í hjarta. (Sigurbjörn Þorkelsson) Í dag kveðjum við elsku Dísu okkar. Það er skammt stórra högga á milli en pabbi lést í jan- úar síðastliðnum. Okkur systur langar að minnast hennar í örfá- um orðum. Það hafa hrannast upp góðar minningar síðan hún kvaddi. Það var alltaf svo nota- legt að koma norður á Krókinn til þeirra pabba, í húsið Baldur. Hún reiddi fram kræsingar, passaði vel upp á að enginn færi svangur frá borðinu og það bakaði enginn eins góðar pönnukökur og hún. Dísa var alltaf svo glöð og tók oft lagið, enda með fallega rödd, sem hún þó gerði ekki mikið úr þegar við höfðum orð á því. Við minnumst ferðar okkar til London í tilefni sextugsafmælis pabba heitins. Þar dvöldum við í viku, ásamt Mæju frænku, systur pabba. Þar var mikið skoðað og keypt og slógu þau pabbi okkur systrum alveg við í innkaupum. Þau fóru líka tvö ein út að að versla og komu á hótelið hlaðin pökkum, þótt hvorugt skildi orð í ensku. Þá var mikið hlegið. Það fylgdi ekki sögunni hvort pabba hefði tekist að prútta í einhverri af innkaupaferðunum. Eins ferð- uðust þau nokkrum sinnum með vinum og með Mæju frænku til Spánar og til Danmerkur. Þar var yndislegt að geta stjanað við þau og sýnt þeim hluta af landinu. Þau voru líka dugleg að ferðast innanlands meðan heilsan leyfði og voru margar ferðirnar austur að Stöng í Mývatnssveit þar sem Dísa var fædd og uppalin. Eftir að Dísa smátt og smátt hvarf inn í eigin heim var ynd- islegt að sjá hvað pabbi hugsaði vel um Dísu sína, bæði meðan hún gat dvalist heima og eins eftir að hún fór á dvalarheimili aldraðra. Hann fór til hennar á kvöldin og um helgar keyrði hann með henni um sveitina, oft meira af vilja en mætti. Þá var ósjaldan komið við í kaffi og með því hjá Ásdísi frænku í Skörðugili. Pabbi var starfsfólkinu afar þakklátur fyrir einstaka umönnun og elsku gagn- vart Dísu. Það var pabba sárt að upplifa það þegar hún þekkti hann ekki lengur en það skipti ekki máli, hann fór áfram til hennar þar til hann veiktist sjálf- ur og fór á dvalarheimilið. Þar sem þau voru ekki á sömu deild var starfsfólkið svo yndislegt að fylgja pabba oft til Dísu, m.a. á síðustu jólum, og þá sendu þau okkur mynd af þeim saman. Það var besta jólagjöfin. Við heim- sóttum Dísu síðast mánuði áður en hún kvaddi og þá var hún ansi þreytt og lúin. Hún hefur eflaust verið hvíldinni þakklát og í þetta skiptið þurfti pabbi ekki að bíða svona lengi eftir Dísu sinni. Við systur sendum öllum þeim sem elskuðu Dísu okkar innileg- ustu samúðarkveðjur, sérstakar kveðjur til Lárusar bróður okkar. Elsku Dísa okkar, við munum alltaf minnast þín með innilegu þakklæti og kærleika, þú varst okkur svo mikils virði. Sofðu rótt með hinum englunum og hver veit nema við hittumst fyrir hin- um megin. Guðrún Ingibjörg og Helga Bjarnadætur. Það var rétt að byrja að vora í Skagafirði þegar tengdamóðir mín, Ásdís Kristjánsdóttir, kvaddi, hvíldinni fegin, eftir að hafa dvalið á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki um árabil. Ég man þegar ég hitti hana fyrst. Ég var ung, nýorðin móðir, óviss um það hvernig maður átti að umgangast tengdamóður og hvað þá tengdamóður sem varð amma í sinni fyrstu heimsókn. En Dísa mín var svo alvön öllum þeim fjölbreytileika sem lífið bauð að fyrstu kynni urðu upphaf ævilangrar vináttu. Vináttu sem aldrei bar skugga á. Dísa var mjög félagslynd og mannblendin. Það setti án vafa sinn svip á persónuleikann að hafa alist upp á mannmörgu heimili á Mývatnsheiðinni, á Stöng, fjarri alfaraleið, með víð- erni á alla vegu. Þar sem hverjum gesti var tekið fagnandi og þar sem heimilisfólk þurfti að skapa sína afþreyingu sjálft. Hún elsk- aði bernskuslóðirnar og þegar minnið gaf eftir mundi hún lengst lífið og fjörið á Stöng og ræddi það oft hversu gaman þar hefði nú verið. Systkinin á Stöng voru samrýnd og það var dásamlegt að fylgjast með þeim systrum Dísu og Boggu þegar þær voru saman. Drífandi og duglegar, skemmti- legar og brosmildar konur sem eins og bræður þeirra gera einnig hafa gefið okkur góðar minningar fyrir okkur sem þau þekktu. Eftir fráfall Friðfinns fluttist Dísa út á Sauðárkrók og hóf bú- skap með Bjarna Haraldssyni kaupmanni. Þeirra samband var um margt sérstakt enda eignuð- ustu þau son, eiginmann minn Lárus Inga, um 20 árum áður en þau hófu búskap. Skagfirðingar luma á mörgum leyndardómum en þetta var kannski einna verst falið. Dísa var flutt til Bjarna þegar við Lárus kynnumst og því þekki ég ekki annað en að þau séu tengdaforeldrar mínir og afi og amma barnanna okkar. Öll hafa börnin okkar upplifað þá spenn- andi veröld sem falin var í gamla húsinu á Aðalgötunni. Þar sem amma réð ríkjum í íbúðinni en afi í búðinni. Þar sem kjallarinn, háa- loftið og geymslurnar voru enda- laus uppspretta ævintýra og það að afgreiða í búðinni og dæla bensíni var eitthvað sem börnum var treyst til að gera. Auk þess kynntu fjölmargir gestir hússins þau fyrir heimi sem þau annars hefðu aldrei kynnst. Þau forrétt- indi verða seint fullþökkuð að börnin okkar skuli hafa náð að upplifa aldargamlar hefðir hjá afa og ömmu á Sauðárkróki. Dísa var lífleg kona og elskaði að hafa fólk í kringum sig. Hún var hjálpsöm og greiðvikin og í eldhúsinu hennar á Sauðárkróki, var ávallt einhver sem sat og spjallaði. Í búðina hans Bjarna komu fjölmargir gestir. Hún sá til þess að allir sem það vildu fengju kaffi og góðar móttökur og oftar en ekki enduðu búðargestirnir í eldhúskróknum á Aðalgötunni. Það var svo greinilegt hversu vænt Dísu og Bjarna þótti um hvort annað. Væntumþykjan varð ekki síst áberandi þegar minni Dísu var orðið afar lélegt og hún fór á hjúkrunardeild. Bjarni heimsótti Dísu sína afar reglulega og oftar en ekki var far- ið í bíltúr og jafnvel kíkt einhvers staðar inn í kaffi. Nú hafa þau hjón kvatt með örfárra mánaða millibili. Þau hafa nú án vafa sameinast í Sum- arlandinu og horfa þaðan yfir fjörðinn sinn fagra, Dísa kíkir kannski aðeins yfir á Mývatns- heiðina, svona rétt til að kanna hvort allt sé ekki eins og það á að vera á Stöng. Og þegar græn slikja sumars leggst yfir Skagafjörð fylgjum við Dísu síðasta spölinn. Með virðingu og þökk kveð ég tengda- móður mína, Ásdísi Kristjáns- dóttur, og sendi hennar fjöl- mörgu afkomendum og aðstandendum öllum mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Aldís Hafsteinsdóttir. Elsku amma er komin í Sum- arlandið og getur þar hvílst með honum Bjarna sínum. Það streyma fram hinar ýmsu minn- ingar um hana ömmu, hver ein- asta dýrmæt. Hún amma okkar var með sterkan persónuleika og kallaði ekki allt ömmu sína. Hún var dugleg, ákveðin og einstak- lega fyndin. Það var alltaf stutt í húmorinn og var hún alltaf að reyna fá mann til að hlæja og hafa gaman. Við systkinin fengum öll það tækifæri að vera heima hjá ömmu og afa á Sauðárkróki. Það var alltaf mikill gestagangur hjá ömmu og afa. Ég man hvað mér fannst gaman að hjálpa ömmu í eldhúsinu eða afa í búðinni. Amma bjó alltaf til súkkulaðibúð- ing fyrir okkur barnabörnin sem við töldum besta búðing í heimi. Það var mörgum árum seinna sem við áttuðum okkur á því að þetta var alveg sami Royal-búð- ingurinn og við fengum fyrir sunnan, hann var bara betri hjá ömmu. Þetta eru minningar sem munu lifa með okkur. Það var gott að vera á Aðalgötunni. Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta, en minning um faðmlag og brosið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi og algóður Guð á himnum þig geymi. (Sigfríður Sigurjónsdóttir) Takk fyrir allt saman amma. Laufey Sif, Bjarni Rúnar og Albert Ingi. Í dag kveðjum við góða konu sem ég er svo heppin að hafa fengið sem ömmu mína. Dísa amma upplifði margt á langri ævi og tók á sínum áskor- unum með bros á vör. Þannig minnist ég Dísu ömmu, sem hlýrrar, stríðinnar og ávallt stutt í hláturinn. Á sumrin kom ég til ömmu og afa á Krókinn, það var alltaf góður tími. Amma var alltaf með nýtt föndur, nýja penna í safninu og nýsteiktar kleinur. Ein af dýmætustu minningunum um ömmu eru allir rúntarnir sem við fórum tvær saman. Kíkt var í heimsókn í sveitina og farið í Varmahlíð til að fá sér Goða- pylsu, það þótti ömmu bestu pylsurnar. Á leiðinni til baka á Krókinn spurði hún svo: „Jæja Rakel mín, hvað heita svo eyjarn- ar?“ Það var eins gott að muna það, þetta var ömmu mikið hjart- ans mál að ég skyldi kunna nöfn- in. Enda í hvert sinn sem ég keyri í Skagafjörðinn þá fer ég með rulluna Málmey, Drangey, Þórð- arhöfði og ljúfar minningarnar streyma fram. Á sl. árum fór heilsu ömmu að hraka, í sumum heimsóknum var ekki mikið sagt. Enda skipti það ekki máli, við amma höfum alltaf átt samband þar sem ekki þurfti endalaust að tala, samveran var það sem skipti máli. Þegar ég kom í síðasta skiptið til ömmu á hjúkrunarheimilið, þá fann ég fyrir þessari tengingu, þrátt fyrir að hún spyrði „hvað heitir þú?“ með bros á vör, þá var þetta blik í augum hennar sem staðfesti okk- ar sterku tengingu. Mér er þakklæti efst í huga á þessari kveðjustund. Þakklæti fyrir allar góðu stundirnar, fyrir allan lærdóminn og alla þá inni- legu hlýju sem þú og afi veittuð mér. Veit að Bjarni afi tekur vel á móti þér í sumarlandinu. Guð geymi ykkur. Þín sonardóttir, Rakel Lárusdóttir. Fátt er ánægjulegra og verð- mætara á lífsins göngu en að kynnast góðu fólki. Þegar horft er til baka verður manni það æ ljósara að slík kynni skilja eftir sig góðar minningar sem gott er að ylja sér við. Ásdís Kristjánsdóttir, Dísa, hóf búskap með Bjarna Haralds- syni móðurbróður mínum þegar bæði voru á miðjum aldri. Þá fyrst kynntist ég henni og gerði mér fljótt ljóst hvílík mannkosta- kona hún var. Aldrei fór hún fram með neinum gassagangi, þótt oft sópaði að henni. Hún vann verkin sín hljóð, en vissi hvað hún vildi. Til viðbótar því að stýra gestkvæmu heimili sem á margan hátt var einstakt vann hún sem matráðskona utan heim- ilis. Þar var hún svo sannarlega á heimavelli og kunni öðrum betur að töfra fram lystugar máltíðir á undraskömmum tíma. Fljótlega komst ég að því að bækur voru henni mikið eftirlæti og hún afar fróðleiksfús. Það voru því marg- ar ánægjustundirnar sem ég átti með Dísu þegar við ræddum saman um eitt og annað sem hún kunni skil á en mér var algjörlega hulið. Dísa var ákaflega stolt af sín- um þingeyska uppruna. Og ekki er örgrannt um að hún hafi ekki síður litið á sig sem Þingeying en Skagfirðing, þótt Skagafjarðar fögur sýsla hafi fóstrað hana meirihluta ævi hennar. Norður að Stöng í Mývatnssveit, þaðan sem Dísa var ættuð, fóru þau Bjarni frændi minn oft; skutust jafnvel dagspart alla þessa leið, líka þegar árin höfðu færst yfir þau bæði. Enda er það margs- annað að sú taug er römm sem dregur mann til föðurtúnanna. Heimili þeirra Bjarna og Dísu var á margan hátt einstakt. Það stóð inn af þeirri landsfrægu og gamalgrónu Verslun Haraldar Júlíussonar og ekkert þótti eðli- legra en að viðskiptavinir brygðu sér í eldhúsið samhliða því að eiga viðskipti við kaupmanninn. Þannig var það á tímum afa míns og ömmu og Dísu fannst það sjálfsagt að þannig væri það líka eftir að hún fór að hafa búsfor- ráð. Sjaldnast var nokkur fyrir- vari og oft var bekkurinn þröngt setinn. En Dísa lét sig ekki um muna, enda vön að útbúa góð- gerðir fyrir fjölda manns. Dísu á ég mikið upp að unna. Ég var tíður gestur á heimili þeirra Bjarna. Kom gjarnan fyr- irvaralaust; ekki síst á meðan ég var þingmaður Norðvesturkjör- dæmis. Dvaldi ég þá oft langdvöl- um hjá þeim og naut besta atlæt- is; var raunar alveg fordekraður. Dísu fannst þetta ekki tiltökumál og ég átti mér fastan samastað á heimilinu þar sem vel fór um mig. Sigrún kona mín og Dísa urðu miklar vinkonur. Raunar trúnað- arvinkonur. Meðan ég var í mínu pólitíska ati sátu þær gjarnan og ræddu saman og fór einstaklega vel á með þeim. Þetta voru dýrð- legir tímar sem hvorugt okkar Sigrúnar hefði viljað vera án. Síðustu árin átti Dísa mín við örðug veikindi að etja en tók mót- lætinu af því æðruleysi sem henni var eiginlegt. Hún var Bjarna frænda mínum sannköll- uð kjölfesta og ekki liðu nema röskir þrír mánuðir frá andláti hans og þar til hún kvaddi jarð- vistina. Blessuð sé minning mikillar sómakonu. Ættingjum hennar færum við Sigrún og börnin okk- ar, Guðfinnur og Sigrún María, okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Einar K. Guðfinnsson. Ásdís Kristjánsdóttir upp á sitt eindæmi, að gera upplif- unina fullkomna fyrir okkur hjón- in. Hann sagði mér að hann yrði með mér í þessu fram í rauðan dauðann. Robbi var með mér í undirbúningnum fram undir morgun. Við gerðum blóma- skreytingar klukkan fimm að morgni brúðkaupsdagsins, úr sjávargrjóti og blómstrandi ill- gresi. Hann var með slitið kross- band á þessum tíma þannig að hann haltraði þegar hann spurði mig: „Get ég fært þér eitthvað, herra minn?“ löngu eftir miðnætti í brúðkaupsveislunni. Hann hugs- aði svo vel um mig að hann hafði engan tíma til að pæla í kross- bandi. Við fórum í Kaupmannahafnar- ferð saman. Róbert fann ekki Snoopy-bol sem við ætluðum báðir að klæðast að morgni ferðadags. Hann var svo leiður yfir þessum mistökum að hann ákvað að húð- flúra Snoopy á sig, svo þetta yrði ekki vandamál aftur. Ég gerði það líka. Robba þótti afskaplega vænt um fjölskylduna sína. Síðasta sam- starfsverkefnið okkar var fyrir stuttu. Hann skipulagði afmæli fyrr pabba sinn og fjölskyldunni var allri boðið. Hann var með putt- ana í öllu. Ég losnaði ekki við hann úr eldhúsinu þessa daga. Hann vildi að hans fólk fengi upplifun ævi sinnar. Honum tókst það. Eins og allt sem hann ætlaði sér þegar kom að því að gera vel við fólk. Róbert féll frá allt of snöggt. Hans verður sárt saknað. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg; en anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson) Ragnar. in hennar á Öldugötunni og sumrin sem hún varði í sveit. Ég man prýðisvel eftir ævintýrum hennar úr sveitinni. Hún sagði mér frá þeim tíma þegar hún og bróðir hennar fengu að fara flugleiðis í sveitina, frá grey músunum sem höfðu drukknað í salttunnunni og frá frændfólki sínu á sveitabænum. Eftirlætis sagan mín var af slímuga álnum sem hún bjargaði frá dauða en sú saga er mér ógleymanleg. Amma minntist alltaf þessara tíma með hlýhug og talaði fal- lega um fólkið sem hún dvaldi hjá þau sumur. Amma sagði mér einnig frá uppeldi sínu og að hún hefði fengið sinn skerf af óréttlæti vegna þess eins að hún var stelpa. Eftir að hafa lokið skyldunámi vildi amma halda skólagöngu sinni áfram. Ekki voru þó allir hennar nánustu hlynntir því en hún fékk því þó framgengt og útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík og einnig Kennaraskólanum. Amma mín var mín helsta fyrirmynd af svo ótal mörgum ástæðum. Hún var afburða námsmaður og með framúr- stefnuleg viðhorf til réttinda kvenna. Það var gott að vera í návist hennar og aldrei var skortur á ást og umhyggju í minn garð. Hún var lífsglöð og skapgóð og hennar jákvæða sýn á lífið hefur mér alltaf þótt ein- stök. Hún kenndi mér ótal- margt. Hið nytsamlega líkt og að prjóna, búa til hafragraut og krulla á mér hárið. En einnig kenndi hún mér ýmsar lífslexíur. Það að ég eigi að vera þakklát fyrir það sem ég á og þá sem ég á að. Þakklát fyrir að eiga þær yngri systur sem ég á og að við eigum alltaf að vera góðar hver við aðra. Ég vil þakka þér amma fyrir að hafa verið stoð mín og stytta í gegnum árin, fyrir alla vænt- umþykjuna og stundirnar sem við vörðum saman. Ég elska þig út af lífinu amma! Takk fyrir allt. Una Sólveig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.