Morgunblaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2022 ✝ Ásdís Guð- björg Kon- ráðsdóttir fæddist í Reykjavík 21. mars 1936. Hún lést á heimili sínu, Linnetsstíg 2 í Hafnarfirði 24. apríl 2022. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Jónsdóttir frá Ein- landi í Grindavík, f. 1.9. 1895, d. 27.5. 1957, og Konráð Árnason frá Hrauni í Grindavík, f. 21.2. 1902, d. 22.12. 1975. Systkini Ásdísar voru: Ásta Halldóra, f. 6.11. 1924, d. 25.4. 1944, Árni Jón, f. 16.9. 1926, d. 7.6. 2017, Sigríður Þóra, f. 15.11. 1928, d. 31.12. 1982, Jó- hanna, f. 12.7. 1930, d. 27.12. 2011, Eggert, f. 11.4. 1934, d. 18.5. 2017, og Rafn, f. 14.12. 1937, d. 16.12. 2021. Uppeld- issystkini Ásdísar: Sigurður Konráð Konráðsson, f. 9.8. 1942, d. 31.5. 2015, og Ásta Jó- hanna Barker, f. 23.2. 1944. Eiginmaður Ásdísar var Kristján Hans Jónsson, f. 27.4. 1927, d. 18.10. 2007. Þau gengu í hjónaband 8. desember 1955 og eignuðust sex börn: 1) Jón Konráð, f. 5.10. 1954, d. 12.12. 1997. 2) Sólveig, f. 22.3. Styrmir, f. 1992, í sambúð með Ester Ingu Sveinsdóttur. 6) Ragnar Frank, f. 8.8. 1962, kvæntur Ullu Rolfsigne Ped- ersen, f. 22.3. 1966, dætur þeirra eru Anna, f. 1991, í sambúð með Emil Erni Morá- vek, Íris, f. 1995, gift Árna Stefáni Haldorsen, og Freyja, f. 1998, í sambúð með Matt- híasi Karli Guðmundssyni. Langömmubörnin eru nítján. Ásdís ólst upp á Bergþóru- götu í Reykjavík. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Austurbæj- arskóla. Ásdís flutti 21 árs til Hafnarfjarðar og bjó þar í 65 ár, lengst af í Laufási, Suð- urgötu 47, ásamt eiginmanni og börnum. Hún vann hjá Hafnarfjarðarbæ í rúm 30 ár. Í allmörg sumur var hún verk- stjóri yfir blómaflokki og þekkt í bænum undir nafninu Blóma-Dísa. Síðan vann hún lengi sem innkaupamaður hjá Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar. Áhugamál hennar voru mörg, m.a. bóklestur, ferðalög, þjóðmál, bútasaumur, djass- tónlist og listir. Ásdís var í ýmsum félaga- samtökum, m.a. Kvenréttinda- félagi Íslands, Íslenska búta- saumsfélaginu, Vorboðanum, félagi sjálfstæðiskvenna í Hafnarfirði, Kvenfélagi Hafn- arfjarðarkirkju og Skógrækt- arfélagi Hafnarfjarðar. Ásdís verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 25. maí 2022. Athöfnin hefst klukkan 13. 1956, gift Finni Óskarssyni, f. 30.4. 1957, börn þeirra eru: Ásdís, f. 13.1. 1984, gift Nolyn James Wagner, f. 25.6. 1979, Óskar Auðunn, f. 6.1. 1987, kvæntur Önnu Louise Ás- geirsdóttur, Kon- ráð Gauti, f. 16.8. 1988, d. 7.12. 1988, Sigrún, f. 7.8. 1991, í sambúð með Joakim Wigetz, og Fann- ey Ösp, f. 17.12. 1994, í sam- búð með Hreiðari Erni Zoëga Óskarssyni. 3) Sigríður, f. 22.5. 1957, gift Birni Kristjáni Svav- arssyni, f. 7.1. 1957, börn þeirra eru Kristján Ómar, f. 1980, kvæntur Hildi Lofts- dóttur, og Svava, f. 1983, gift Skúla Þórarinssyni. 4) Kristján Rúnar, f. 19.11. 1958, kvæntur Katrínu Sveinsdóttur, f. 12.10. 1962, dætur þeirra eru Hildur Dís, f. 1983, í sambúð með Þor- geiri Alberti Elíeserssyni, og Svana Lovísa, f. 1986, í sam- búð með Andrési Garðari Andréssyni. 5) Stella, f. 9.3. 1961, var gift Svavari Svav- arssyni, f. 15.11. 1959, skilin, börn þeirra eru Hákon, f. 1983, Yrsa, f. 1990, í sambúð með Guðmundi Helgasyni, og Heimilishald lék stóran þátt í lífi mömmu þegar við vorum ung og að mörgu að hyggja hjá sex barna móður aðeins 26 ára gam- alli. Mamma sá um heimilishald að mestu leyti ein af miklum myndarbrag. Elsti bróðir minn flutti á stofnun fyrir fatlað fólk þegar hann var níu ára sem var henni mikil sorg en 21 árs missti hún móður sína og fáir gátu létt undir með henni. Hún sá einnig um stórþrif og útréttingar fyrir ömmu. Yngsti bróðir minn var níu ára þegar sjálfvirk þvottavél kom á heimilið og þá bleyjuþvott- ur löngu liðinn. Mamma sá um öll fjármál heimilisins af skynsemi, pabbi sagðist treysta mömmu fyrir launaumslaginu sínu og vildi bara fá smá vasapening fyrir sig. Framkvæmdir við húsið og garðinn voru einnig að mestu leyti undir hennar stjórn. Pabbi sagði stundum: „Hún Dísa mín veit allt um þetta, talaðu bara við hana.“ Hún lét breyta eldhúsinu og lét sérsmíða eldhúsinnrétt- ingu með rauðum hurðum, hún var spurð af smiðnum hvort hún væri alveg viss um litavalið og hún hélt nú það. Hún réðst í ýms- ar breytingar á húsinu og lét end- urhanna garðinn. Hún var mikill matgæðingur og hafði gaman af að prófa nýja rétti. Bakkelsið var ávallt heimabakað og oftar en ekki gerbakstur, t.d. afmælis- kringla og kanilsnúðar. Hún gekk rösklega til verka og vann skipulega og vel það sem hún tók sér fyrir hendur. Mamma saum- aði föt á okkur þegar við vorum ung og prjónaði lopapeysur. Ég man eftir flottum rauðköflóttum smekkbuxum sem hún saumaði á mig og náttkjólunum með pífum sem hún gerði á okkur stelpurn- ar. Eitt sinn saumaði hún lax- ableika buxnadragt á sjálfa sig fyrir sérstakt tilefni með síðu vesti og alpahúfu i stíl, Hún sagði mér að fólk hefði ekki trúað henni að fötin væru saumuð en ekki keypt. Mamma var mikil smekk- kona og alltaf smart til fara og í takt við tísku hvers tíma. Antik- munir heilluðu hana og smátt og smátt skipti hún út tekkhúsgögn- um heimilisins fyrir antikmuni. Hún var mikill fagurkeri og með gott auga fyrir fallegum hlutum. Eins bjó hún yfir góðri rýmis- skynjun því henni tókst alltaf að koma öllum húsgögnum og mun- um fyrir á smekklegan máta í stofunum. Bútasaumur átti hug hennar síðustu áratugina hún gerði fjölmörg rúmteppi fyrir stórfjölskylduna og ekki fyrir svo löngu var hún með tvö teppi í einu í vinnslu. Hún hafði áhuga á vefnaði um tíma og mósaík. Hún var í essinu sínu þegar hún var að búa eitthvað til og fékk útrás fyr- ir sköpunarþrá sína. Hún sagði eitt sinn að ef hún hefði fengið tækifæri þá hefði hún viljað fara í listnám þegar hún var ung. Mamma var vel lesin og vel að sér um mörg málefni enda fylgdist hún vel með þjóðmálum og las nánast allar greinar í dagblöðun- um. Þegar við börnin hennar vor- um lítil gáfust ekki margar stundir til yndislesturs en hún var hraðlæs og kláraði bækur á mettíma. Hún var ósérhlífin, dugnaðarforkur, hreinskilin, hrifnæm, rausnarleg og lífsglöð. Hún var góð fyrirmynd fyrir aðr- ar konur, sjálfstæð og eldklár sem vílaði ekkert fyrir sér. Mamma skipaði stórt hlutverk í lífi mínu og var mér mikil fyr- irmynd. Hvíl í friði. Stella. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem er engu öðru líkt. Faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Ein- stakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez) Einstök var hún, með brenn- andi áhuga á lífinu og málum málanna. Líf mömmu var dans á rósum, en líf hennar var ekki allt- af dans á rósum, hún upplifði ást- vinamissi og fátækt í bernsku. Sum börn eru orkídeur og önnur eru túnfíflar er myndlíking um hvernig börnum reiðir af við áföll og erfiðleika. Orkídea þarf birtu, vökvun og næringu til að dafna en túnfífillinn blómstrar fallega hvar sem er. Mamma var eins og túnfífillinn, hún nýtti hæfileika sína og vöggugjafir til fulls. Þrautseigja, dugnaður og ósér- hlífni fleytti henni yfir erfiða tíma. Við sögðum í gamni að hún hefði greininguna „genetískur nagli“. Nagli sem kveinkaði sér aldrei. Mamma var góðum gáfum gædd, vel lesin og víðsýn, skap- andi frumkvöðull sem hafði gam- an af lífinu, og alltaf til í fé- lagsskap. Hún fékk aldrei nóg af okkur börnunum sínum og vildi alltaf vera með okkur. Við feng- um samviskubit ef við systkinin og makar hittumst í teiti án mömmu. Mamma var fyrirferð- armikil í lífi okkar og við getum vart án hennar verið. Söknuður og sorg, um leið og maður gleðst yfir því að hún fékk að fara með þeim hætti sem hún gerði. Hún bað um aðstoð við að leggjast á hliðina og lífið fjaraði átakalaust út. Hún fór með stæl eins og ágæt vinkona hennar sagði, hún gerði allt með stæl. Fjölskyldunni hlúði hún að af öllum sínum lífs- og sálarkröft- um, sem hún hafði nóg af. Mamma hvatti okkur til dáða og gætti þess að við héldum stefnu okkar og markmiðum. Þegar við vorum á milli vita um hvert við vildum stefna í framtíðinni tók mamma stjórn á málum, sótti um störf og skólavist fyrir okkur ef því var að skipta. Það kom aldrei neitt til greina annað en að beina okkur á réttu brautina, þá réttu fyrir hvert og eitt okkar. Mamma og pabbi studdu okkur til mennta, fjárhags- og félagslega svo að við héldum ótrauð áfram og gæfumst ekki upp. Mamma unni fjölskyldu sinni, börnum, tengdabörnum, barna- börnum og langömmubörnum heitt og bar hag okkar fyrir brjósti, hún var afar stolt af verk- um okkar og frammistöðu í lífinu. Hún blómstraði með stórfjöl- skyldunni og myndaði einstök tengsl við nýja fölskyldumeðlimi eins og maka okkar barna sinna. Sælla er að gefa en þiggja er mál- tæki um mömmu. Hún valdi gjaf- ir af kostgæfni og hætti aldrei að gefa gjafir. Skipulagði fram í tím- ann og gaf fram í andlátið. Stór- afmælisgjafir ársins þegar keyptar og bútasaumsteppi bíða ófæddra barna. Síðustu gjafirnar gaf hún öllum langömmubörnum sínum sem áttu hug hennar allan. Undir það síðasta er hjartað var að gefa sig hvöttum við hana til að koma heim og enda ævi sína heima. Þá svaraði hún: „Það er annað að vilja en að geta,“ alltaf svo raunsæ og gerði sér grein fyrir stöðunni. Hún gladdist yfir því að eiga svo öfluga fjölskyldu sem gerði henni kleift að útskrifa sig heim af sjúkrahúsinu. Hún fékk líka að heyra það að hún hlyti að hafa gert eitthvað rétt í lífinu fyrst hún ætti val um að fara heim. Hún grobbaði sig af okkur fram í rauðan dauðann. Sólveig og Sigríður. Að eiga góða ömmu er eitt af því besta sem lífið hefur upp á að bjóða og við duttum heldur betur í lukkupottinn. Þegar litið er til baka og rifjaðar upp minningar um ömmu koma upp ótal minn- ingar sem við eigum og munu alltaf lifa með okkur. Hún var risastór partur í lífi okkar systk- inanna og erfitt er að trúa því að hún sé ekki lengur meðal okkar. Amma vildi alltaf vera í kringum okkur, bæði þegar við vorum ung og ekki síður sem fullorðið fólk. Hún nærðist á því að heyra frétt- ir um okkar líf og við vissum að hún gortaði sig stundum af okkur við vini sína. Ekki hætti þetta þegar við eignuðumst börn og amma gat dáðst að þeim og mont- að sig af þeim ekkert síður. Það að fá þessa óskertu athygli þegar við vorum í heimsókn hjá henni er eitt það dásamlegasta sem maður upplifir. Amma var mikill fagurkeri, heimili hennar var stórkostlegt með munum hvaðanæva úr heim- inum sem gerði heimili hennar einstakt. Þau afi ferðuðust um allan heim og við nutum góðs af því með einstökum gjöfum úr ferðum þeirra. Þar má nefna glæsilega BMX-hjólið sem hún ferðaðist með á milli flugvalla því hún vissi að það myndi slá í gegn, handsaumaðan kjól frá Portúgal, afrískar timburstyttur, slökkvi- liðsbíl og þetta er bara brot af því sem við fengum. Amma var ein- staklega gjafmild og gaf öllum í fjölskyldunni rausnarlegar gjaf- ir. Hún elskaði að gera handgerð- ar gjafir, þar má nefna rúmtepp- in sem hún saumaði fyrir okkur öll sem eru einstök listaverk. Margar af gjöfunum hennar prýða heimili okkar mörgum ár- um seinna og minna okkur dag- lega á elsku bestu ömmu og barnabarnabörnin hennar munu njóta þeirra. Húsið á Suðurgötunni hefur verið í eigu fjölskyldunnar í 59 ár, mamma okkar og pabbi keyptu húsið þegar amma flutti í Lin- netsstíginn og nú er systir okkar eigandinn. Amma var þekkt sem Blóma-Dísa vegna vinnu sinnar í blómaflokknum og garðurinn hennar hlaut viðurkenningar fyr- ir fegurð. Amma sagði nýlega við núverandi eiganda að hún hefði einsett sér í upphafi sumars að fara á hverju kvöldi í eina klukku- stund út í garð að vinna. Nú er stórt verk í vændum og munu nýju eigendurnir reyna sitt besta til að vera með tærnar þar sem amma var með hælana og von- andi ná einhvern tímann fyrri ljóma garðsins. Við getum ekki minnst ömmu nema nefna mat, matur var ömmu mikilvægur. Maður var varla stiginn inn fyrir dyrnar þegar manni mætti góður ilmur, hvort sem það var af vöfflum, ný- bökuðum snúðum eða dýrindis máltíðum. Ástríða ömmu að elda góðan mat og halda veislur með fjölskyldu sinni varð kveikjan að því að halda vikuleg matarboð og bjóða henni til okkar. Hún kom iðulega í miðvikudagsmat til okk- ar síðustu ár og var alltaf upp með sér að fá boð vikulega til okkar. Við reyndum okkar besta í eldhúsinu til að heilla ömmu og það klikkaði ekki þar sem henni fannst hvert matarboðið öðru betra. Þegar maður á þig sem ömmu þá er ein amma heldur betur meira en nóg, hlý, góð og alltaf best í heimi. Það eru þung spor að þurfa að kveðja þig í dag elsku amma. Hákon, Yrsa og Styrmir. Það voru algjör forréttindi að alast upp steinsnar frá ömmu og afa. Leiðin lá oft yfir á Suðurgöt- una, klifra í stóra trénu, skoða puntudótið hennar ömmu, afi að lauma að manni spýtó eða suðu- súkkulaðimola, borða morgun- korn ofan af velli eða fylgjast með ömmu sauma. Heimilið þeirra var eins og safn. Þar voru hlutir sem þau höfðu sankað að sér í gegnum tíðina á ferðalögum sín- um út um allar heimsins trissur. Það var vel hægt að gleyma sér þarna og láta sig dreyma. Heim- skortið með öllum pinnunum í þar sem þau höfðu merkt þá staði sem þau höfðu heimsótt fyllti mann innblæstri og hugsa ég oft til þeirra á ferðalögum mínum um heiminn; „þau eru klárlega búin að vera hér“. Ég hélt fyrstu ljósmyndasýn- ingu mína um daginn, ég hugsaði til ömmu hverja einustu mínútu. Hún hefði mætt manna fyrst í fal- legum kjól, með gullbelti, gull- hálsmen, hringa á öllum fingrum, með sjal yfir annarri öxlinni og brosandi út að eyrum. Það mun- aði svo litlu að hún hefði náð fyrstu listsýningu afkomanda síns. Hún hefði verið stolt. Amma var í raun ótrúlega stolt af okkur öllum og hrósaði oft. Það var svo geggjað með ömmu að við vorum ekkert bara myndir uppi á vegg. Hún var til staðar fyrir okkur og fylgdi okkur eftir. Hún vissi hvað við vorum að gera og hvatti okk- ur áfram. Á erfiðum tíma var hún líka til staðar. Þegar ég gekk með Kristján minn og eftir að ég missti hann stóð amma þétt við bakið á mér. Hún gaf mér ráð, hughreysti mig og grét með mér. Hún bauð okkur að jarða hann hjá afa og það þótti okkur vænt um. Hún svo sannarlega bar hag okkar allra fyrir brjósti og virtist sem hún væri með okkur í huga öllum stundum. Ég testaði hana oft þegar ég hringdi; „hæ amma“, en alltaf svaraði hún um leið „hæ Svava mín“. Það var eins og hún hefði vitað að ég væri að fara hringja. Amma var pínu af gamla skól- anum með að þykja flott og fínt að hann Skúli minn væri flug- maður og sýndi því mikinn áhuga. Þegar hann var að vinna spurði hún hvert hann væri að fljúga og í kjölfarið kom saga af því þegar hún og afi hefðu verið þar. Skúli talaði um að langa að bjóða henni með sér í stopp. Því miður hrakaði heilsunni hjá ömmu og ekkert varð úr því. En það að tengdabarnabarn hafi vilj- að bjóða ömmu með sér í vinnuna og gleðja hana segir svo mikið hvernig amma var og hvernig sambandið við hana var. Stelp- urnar mínar áttu fallegt samband við ömmu og núna tala þær mikið um hana, ég vona að það haldist þannig áfram um ókomna tíð og þær nái að varðveita minningarn- ar. Ömmu leið best með okkur öll hjá sér, þrátt fyrir að því fylgdu oft bölvuð læti og hávaði, eða þegar litlu dúkarnir voru farnir að leika með og jafnvel skemma hluti sem við barnabörnin mátt- um varla snerta á sínum tíma. En það breytti engu, hún vildi hafa okkur hjá sér. Föstudagskaffið var varla búið þegar hún fór að tala um að skella í pítsu og hverj- ir ætluðu að vera áfram í kvöld- mat. Minningunni höldum við á lofti með sögunum og svo kíkjum við upp í garð til ömmu, afa og Nonna með blóm á föstudögum. Þín Svava. Það er með sorg í hjarta sem við systkinin kveðjum hana ömmu Dísu. Það má segja að amma hafi verið miðpunktur stórfjölskyldunnar og fráfall hennar skilur eftir sig stórt skarð sem næsta kynslóð og við frænd- systkinin þurfum að fylla. Við er- um þakklát fyrir margar og góð- ar minningar hjá ömmu á Suðurgötunni, og seinna á Lin- netstígnum. Kapp niður stigann á maganum, rallí á strumpahjól- inu, sólbað á bílskúrsþakinu, klif- ur í trjánum, eða jólatónleikar. Einnig bíltúrar og ferðalög út á land að heimsækja ættmenni og skoða landið. Amma Dísa var ákveðin kona, traust og sterk. Hún hafði skýrar skoðanir á mörgu og var ekki feimin við að láta heyra í sér. Hún sótti í æv- intýri og ferðaðist mikið. Við krakkarnir hlökkuðum til þess að fá að kíkja til hennar eftir slík- ar ferðir en hún kom oft heim með eitthvert gotterí úr fríhöfn- inni, fallega hluti frá framandi löndum, og sögur af frábærum ferðalögum. Amma hafði gaman af því að fá að fylgjast með því sem var að gerast í okkar lífi og fagna með okkur þegar næsta áfanga var náð, hvort sem það var útskrift, brúðkaup, íbúða- kaup, börn, eða eitthvað annað. Hún var alltaf til staðar og þrátt fyrir að það væri ekki langt að sækja flesta úr fjölskyldunni, þá kvartaði hún ekki við því að þurfa að mæta á nokkrar út- skriftir í miðríkjum Bandaríkj- anna. Amma mundi eftir öllum afmælum og það var alltaf gam- an að fá afmælissönginn frá henni og heyra aðeins í henni. Hægt og rólega reyndi hún að læra á FaceTime svo hún gæti spjallað við okkur hvar sem við værum stödd, en það gekk kannski ekki alveg upp því hún hafði stöðugt áhyggjur af því að símtölin væru of dýr fyrir okkur og því mættu þau ekki vera of löng. Amma var dásemdarkokk- ur og það voru engin jól haldin án þess að fá kalkún á jóladag hjá henni, á slaginu klukkan 18:00, með öllu því meðlæti sem veislu- mat fylgir og möndlugjöf í lokin. Heimalagaðar flatkökur, pönnu- kökur, snúðar, rúnnstykki, kök- ur og fleira voru svo í boði í viku- legu föstudagskaffi fyrir þá sem gátu mætt hverju sinni. Amma var dugnaðarkona og við þurft- um oft að minna hana á að slaka aðeins á og leyfa öðrum að stjana aðeins við sig. Síðasta áratuginn fengum við að kynnast annarri hlið af ömmu þegar langömmu- börnin komu hvert af öðru, en hún var mikil barnagæla og hafði gaman af því að fá þau öll í heim- sókn, fylgjast með þeim dafna, og leika við þau. Þrátt fyrir að það sé erfitt að kveðja ömmu, þá vitum við að hún hvílir sátt við sinn hlut og þökkum fyrir að hún fékk að fara á sinn máta, heima á Linnetsstígnum og umkringd fjölskyldunni. Hennar verður sárt saknað. Þín barnabörn, Ásdís, Óskar Auðunn, Sigrún og Fanney Ösp. Að eiga góða ömmu er eitt það besta sem lífið hefur upp á að bjóða. Amma Dísa er þessi kona sem hægt væri að skrifa heilu bæk- urnar um. Hún var fyrst og fremst ótrúlega lífsglöð og lífs- reynd, en svo var hún mikill kvenskörungur, dugnaðarforkur og svokallaður nagli sem lá ekki á skoðunum sínum. Hún hafði ferðast um allan heiminn með afa og svo síðar ein og heimilið bar þess merki, með fallegum mun- um frá ferðum þeirra um Afríku, Kína, Indland, Rússland og víð- ar. Heimilið hennar var og er al- gjör safngripur og amma var fagurkeri fram í fingurgóma og mikill safnari sem sá fegurð í ótrúlegustu hlutum, jafnvel sumu sem við hin hefðum hent. Hún kunni að njóta lífsins, var fyrst til að mæta á allar helstu opnanir og elskaði að skoða list og hönnun, láta sjá sig og sjá aðra, elskaði að elda og baka, fletta dönskum tímaritum og skoða uppskriftir til að prófa og var svo ótrúlega flink í höndun- um og að sauma. Amma hafði þurft að hafa fyr- ir lífinu og unnið mikið til að framfleyta stórri fjölskyldu, hún var mjög vinnusöm og vildi að fólk kynni að vinna og ól meðal annars upp pabba sem er einn Ásdís Guðbjörg Konráðsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.