Morgunblaðið - 25.05.2022, Síða 29
Borgarholtsskóla um árabil. Stefanía
verður að heiman á afmælisdaginn.
Fjölskylda
Eiginmaður Stefaníu var Skúli G.
Johnsen, f. 30.9. 1941, d. 8.9. 2001,
borgarlæknir og síðar héraðslæknir í
Reykjavík. Foreldrar Skúla voru
hjónin Baldur Johnsen, f. 22.10. 1910,
d. 7.2. 2006, læknir við Ísafjarðar-
djúp, í Vestmannaeyjum og Reykja-
vík, síðar forstöðumaður Heilbrigðis-
eftirlits ríkisins, og Jóhanna
Jóhannsdóttir Johnsen, f. 28.10. 1908,
d. 8.10. 1996, söngkennari og konsert-
söngkona í Reykjavík.
Börn Stefaníu og Skúla eru 1)
Baldur Johnsen, f. 25.11. 1963, tölv-
unarfræðingur búsettur í Noregi.
Maki: Darla Serafina jógakennari.
Börn Baldurs eru Tryggvi, f. 1993, og
Stefanía Snædís, f. 1995; 2) Valdemar
Johnsen, f. 5.12. 1968, lögmaður, bú-
settur í Garðabæ. Maki: Sigríður
Nanna Gunnarsdóttir listfræðingur.
Börn Valdemars eru Skúli Þór, f.
1989, Vera, f. 2006, Vigdís, f. 2009, og
Saga, f. 2009; 3) Guðrún Johnsen, f.
5.4. 1973, lektor við Viðskiptaháskól-
ann í Kaupmannahöfn. Maki: Þór-
arinn R. Einarsson verkfræðingur.
Dætur þeirra eru Valdís Anna, f.
2007, og Sólveig Lára, f. 2011.
Systkini Stefaníu: Birna Helga
Stefánsdóttir, f. 13.11. 1935, fv.
fulltrúi hjá Starfsmannafélagi
Reykjavíkurborgar, búsett í Kópa-
vogi; Pétur Stefánsson, f. 23.3. 1939,
verkfræðingur, búsettur í Garðabæ;
Gunnsteinn Stefánsson, f. 13.6. 1947,
d. 1.3. 2019, heimilislæknir, bjó í
Hafnarfirði; Sigríður Ingibjörg Stef-
ánsdóttir, f. 24.11. 1953, d. 11.6. 1954.
Foreldrar Stefaníu voru hjónin
Stefán Pétursson, f. 22.11. 1908, d.
1.3. 1992, vörubílstjóri og smiður á
Egilsstöðum og í Reykjavík, og Lauf-
ey G.V. Snævarr, f. 31.10. 1911, d.
9.11. 2002, húsfreyja á Egilsstöðum
og í Reykjavík.
Stefanía
Valdís
Stefánsdóttir
Stefanía Stefánsdóttir
húsfreyja í Hellisfirði og Skorrastað
Erlendur Árnason
útgerðarmaður og bóndi í Hellisfirði
og Skorrastað í Norðfirði
Stefanía Erlendsdóttir
húsfreyja á Húsavík og í Neskaupstað
Valdemar Snævarr
skólastjóri á Húsavík og í Neskaupstað
Laufey G.V. Snævarr
húsfreyja á
Egilsstöðum og í
Reykjavík
Rósa Guðrún Sigurðardóttir
húsfreyja á Þórisstöðum, síðar
saumakona víða á Svalbarðsströnd
Valves Finnbogason
hákarlaformaður og bóndi
á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd
Ingibjörg Einarsdóttir
húsfreyja í Bót
Eiríkur Einarsson
hreppstjóri og bóndi í Bót
Sigríður Eiríksdóttir
húsfreyja og síðar bóndi í Bót
Pétur Stefánsson
bóndi á Urriðavatni, í Fjallseli og Bót
Ragnhildur Björg
Metúsalemsdóttir
húsfreyja á Desjarmýri
og Hjaltastað
Stefán Pétursson
prestur á Desjarmýri á Borgarfirði eystra
og á Hjaltastað í Hjaltastaðaþinghá
Ætt Stefaníu Valdísar Stefánsdóttur
Stefán Pétursson
bóndi í Bót og á Flúðum í Hróarstungu
og bifreiðarstjóri á Egilsstöðum, síðar
kirkjugarðsvörður í Reykjavík
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2022
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
WEXIÖDISK, COMENDA OG HOBART UPPÞVOTTAVÉLAR
ÖFLUGUR LIÐSAUKI Í ELDHÚSIÐ
WEXIÖDISK
Vandaðar og öflugar vélar
fyrir þá sem vilja það besta
COMENDA
Ódýrari kostur - öflug og
góð vél fyrir stærri eldhús
HOBART
Frábær fyrir minni eldhús,
kaffistofur o.fl.
Nánari upplýsingar veitir sölufólk okkar í síma 580 3900
„Í SANNLEIKA SAGT GEKK ÞETTA NÚ
EKKI ALVEG EINS VEL OG ÉG HAFÐI
BUNDIÐ VONIR VIÐ.“
„ÞÚ VEIST AÐ ÞÚ ERT Í MEGRUN. HVERS
VEGNA ERTU AÐ KVELJA SJÁLFAN ÞIG
SVONA?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að skipuleggja
óvæntan glaðning.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
VILTU
HUNDANAMMI?
LÁRUS, ELSKAN MÍN. ÞAÐ GANGA
UM ÞIG KJAFTASÖGUR SEM
SEGJA ÞIG VERA VARÚLF
VANDRÓÞAÐ ER ARRRGASTA BULL,
ÁSTIN MÍN …
FÉLAGAR, MUNIÐ AÐ ÉG VIL
NÁ ÖLLUM ANDSTÆÐINGUM
OKKAR Í KASTALANUM
LIFANDI!
EF ÉG ÁKVEÐ AÐ
BÚA HÉRNA VIL ÉG
EKKI GLÍMA VIÐ
FJANDSAMLEGA
DRAUGA!
Guðmundur Arnfinnsson yrkir á
Boðnarmiði og kallar „Í vor-
blíðunni“:
Gullin sindra sólarblik
sveipa tindinn háa
gróa rindar, kát og kvik
kliðar lindin bláa.
Þar sem áin ljúflings lög
leikur á bláa strengi
og við sjávar ölduslög
una má ég lengi.
Ingólfur Ómar Ármannsson bæt-
ir við:
Veitir yndi vorsól blíð
vermir tind og hjalla.
Gróa rindar grænkar hlíð
glitra lindir fjalla.
Anna Dóra Gunnarsdóttir segist
aldrei hafa ort áður undir þessum
bragarhætti, hringhendu, og sé ríg-
montin með árangurinn, – og má
líka vera það!
Röðull sindrar, rýkur barð,
reikar kind um túnin.
Lítill dindill, lambasparð,
léttist rinda brúnin.
Vorkoman eftir Sigurlínu Her-
mannsdóttur:
Geysist fram með gusti
grænkar allt og vænkast.
Smá upp stingast stráin
strax þó úr sér vaxin.
Laufrík garða gerðin
gjarnan klippi þarna.
Frá búðunum í beðin
blómin vel sér sóma.
Sigrún Haraldsdóttir yrkir:
Ég þarf ekki að keppa í mælgi og masi,
um metorðastiga að skunda,
það nægir mér ilmur af nýslegnu grasi
svo njóti ég hamingjustunda.
Dagbjartur Dagbjartsson skrif-
ar: „Þessar vísur eftir Valda Jós.
Þorvald Jósepsson sem bjó í Sveina-
tungu og Hafþórsstöðum og víðar
mættu alveg vera þekktari“:
Gamla Rauð ég muna má,
mér hann skemmti að vonum.
Skyldi ég aldrei aftur fá
annan líkan honum?
Er hann rennur gróna grund
geislar streyma hlýju
þá ég löngu liðna stund
lifi upp að nýju.
Kristján H. Theodórsson skrifaði
á sunnudag: „Skógarböðin í Eyja-
fjarðarsveit voru opnuð í dag“:
Í Eyjafjarðar yndissveit,
öllum létt er kvöðin:
Þar sólríkum í sælureit,
að sækja Skógarböðin.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Ort í vorblíðunni