Morgunblaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.05.2022, Blaðsíða 30
30 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2022 Besta deild kvenna Breiðablik – Valur .................................... 0:1 Staðan: Valur 6 5 0 1 18:3 15 Þróttur R. 6 4 1 1 13:8 13 Selfoss 6 3 2 1 8:5 11 Stjarnan 6 3 1 2 12:9 10 ÍBV 6 3 1 2 10:8 10 Breiðablik 6 3 0 3 11:4 9 Keflavík 6 2 1 3 7:7 7 Þór/KA 6 2 0 4 10:16 6 Afturelding 6 1 0 5 7:15 3 KR 6 1 0 5 3:24 3 Lengjudeild kvenna Fylkir – Víkingur R.................................. 0:4 Staðan: Víkingur R. 4 3 0 1 12:5 9 FH 3 3 0 0 9:3 9 HK 3 3 0 0 8:3 9 Fjarð/Hött/Leikn. 3 2 0 1 9:3 6 Tindastóll 3 2 0 1 3:1 6 Augnablik 3 1 0 2 4:6 3 Grindavík 3 1 0 2 2:5 3 Haukar 3 1 0 2 3:7 3 Fjölnir 3 0 0 3 4:12 0 Fylkir 4 0 0 4 2:11 0 Mjólkurbikar karla 3. umferð: Höttur/Huginn – Ægir ............................ 1:3 Vestri – Afturelding............................frl. 2:3 Sindri – ÍA................................................. 3:5 Selfoss – Magni ................................. 1:1(6:4) Grindavík – ÍR.......................................... 1:2 Hvíti ridarinn – Kórdrengir .................... 0:2 HK – Grótta .............................................. 3:1 Dalvík/Reynir – Þór ................................. 2:0 Svíþjóð B-deild: Östersund – Örgryte ............................... 0:0 - Brynjar Björn Gunnarsson þjálfar Ör- gryte. >;(//24)3;( Pólland Wisla Plock – Kielce ............... 20:20 (23:25) - Haukur Þrastarson og Sigvaldi Björn Guðjónsson léku ekki með Kielce vegna meiðsla. Kielce hafnaði í 1. sæti deildarinn- ar. Svíþjóð Þriðji úrslitaleikur: Skövde – Ystad IF ............................... 27:31 - Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 3 mörk fyrir Skövde. _ Staðan í einvíginu er 2:1 fyrir Ystad. E(;R&:=/D Spánn 8-liða úrslit, fyrsti leikur: Valencia – Baskonia............................ 79:80 - Martin Hermannsson tók eitt frákast á fjórum mínútum með Valencia. Belgía/Holland 16-liða úrslit, seinni leikur: Antwerp G. – Landstede Hammers .. 94:39 - Þórir Guðmundur Þorbjarnarson skor- aði 6 stig og tók 10 fráköst á 29 mínútum fyrir Landstede. _ Antwerp vann einvígið samanlagt 183:118 og er komið áfram í 8-liða úrslit. Úrslitakeppni NBA Fjórði úrslitaleikur Austurdeildar: Boston – Miami................................... 102:82 _ Staðan er 2:2 og fimmti leikurinn fer fram í Miami í kvöld. >73G,&:=/D KNATTSPYRNA Mjólkurbikar karla, 3. umferð: Würth-völlur: Fylkir – ÍBV...................... 18 Kaplakrikavöllur: FH – Kári............... 19.15 Keflavík: Keflavík – Njarðvík ............. 19.15 Samsung-völlur: Stjarnan – KR.......... 19.45 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Kórinn: HK – Augnablik........................... 18 Extra-völlur: Fjölnir – FH .................. 18.30 Sauðárkrókur: Tindastóll – Haukar ... 19.15 2.deild kvenna: Framvöllur: Fram – ÍA........................ 19.15 HANDKNATTLEIKUR Þriðji úrslitaleikur karla: Hlíðarendi: Valur – ÍBV ...................... 19.30 Í KVÖLD! Körfuknattleiksmaðurinn Ragnar Örn Bragason hefur skrifað undir eins árs samning við ÍR og mun því leika með uppeldisfélagi sínu í efstu deild á næsta keppnistímabili. Ragnar Örn, sem er 27 ára gam- all bakvörður, kemur til ÍR frá Þór úr Þorlákshöfn, þar sem hann varð Íslandsmeistari á síðasta ári. Hann hóf meistaraflokksferil sinn með ÍR en gekk svo til liðs við Þór sumarið 2015. Hann skipti yfir til Keflavíkur tímabilið 2017/2018 en fór aftur til Þórs að því loknu og hefur verið í Þorlákshöfn síðan. Liðstyrkur í Breiðholtið Ljósmynd/ÍR ÍR Ísak Máni Wíum, þjálfari ÍR, ásamt Ragnari Erni Bragasyni. Kielce tryggði sér í gærkvöldi pólska meistaratitilinn í handbolta ellefta árið í röð með 25:23-sigri á Wisla Plock á útivelli í vítakeppni í lokaumferð pólsku úrvalsdeild- arinnar. Var Kielce með þriggja stiga forskot á Wisla Plock á toppn- um fyrir umferðina. Wisla Plock var með forystuna stærstan hluta leiks en Kielce tókst að jafna með glæsilegum enda- spretti og að lokum tryggja sér sig- urinn. Sigvaldi Björn Guðjónsson og Haukur Þrastarson léku ekki með Kielce í gær vegna meiðsla. Meistarar ell- efta árið í röð Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson Meistarar Sigvaldi Björn Guð- jónsson og Haukur Þrastarson. GOLF Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Axel Bóasson, kylfingur úr Keili, stóð uppi sem sigurvegari Rewell Elisefarm-mótsins í Höör í Sví- þjóð, sem er hluti af Nordic- mótaröðinni, fyrir tæpum tveimur vikum síðan. Skömmu áður hafði hann hafnað í 30. sæti á Barn- cancerfonden Open-mótinu í La- holm í Svíþjóð, sem var einnig hluti af mótaröðinni, eftir að hafa verið í efsta sæti að loknum öðrum hring þess. „Það var kominn góður dynjandi í leik minn í mótinu á undan [í La- holm] fannst mér. Ég var byrjaður að spila nokkuð vel og kastaði þessu aðeins frá mér kannski líkt og í seinna mótinu nema í fyrra mótinu var enginn möguleiki fyrir mig að vinna það,“ sagði Axel í samtali við Morgunblaðið á kynn- ingarfundi Golfsambands Íslands í síðustu viku. Um sigurinn í Höör sagði hann: „Í seinna mótinu var í raun og veru svolítið hvasst, við fengum það sem ég kalla Suðurnesjarokið og ég kíkti aðeins á stöðuna eftir um 5-6 holur, aðeins til að sjá hvar ég væri staddur og þá voru bara allir að spila nokkuð illa. Eða illa og ekki, aðstæður voru bara ekki nógu góðar og menn voru ekki að gera neitt af viti ef við getum orðað það þannig. Ég hélt bara mínu striki og það virk- aði eins og par væri gott skor fyr- ir lokadaginn. Ég stefndi á það, var einu höggi frá því og það dugði.“ Ætlar að vinna sig aftur upp Með því að standa sig vel í Nordic-mótaröðinni, sem er þriðja sterkasta atvinnumótaröðin í Evr- ópu, gefst kylfingum möguleiki á að vinna sig upp í Áskorendamóta- röðina, næststerkustu atvinnu- mótaröð Evrópu, og hefur Nordic- mótaröðin einmitt reynst íslensk- um kylfingum góður stökkpallur undanfarin ár. Axel kvaðst bjartsýnn á að vinna sig aftur upp í Áskorendamótaröð- ina, en til þess að gera það þarf hann annaðhvort að vera í einu af efstu fimm sætunum að mótaröð- inni lokinni eða vinna þrjú mót á henni. „Já ég er búinn að gera það einu sinni. Samkeppnin á öllum mótaröðum í dag er bara að verða harðari og harðari, það eru allir ógeðslega góðir. Fjöldinn er orðinn meiri alls staðar á öllum túrum. Það er kannski ekki eins sjálf- gefið eins og í gamla daga að vinna sig upp, ef svo mætti segja, en það þarf alltaf gott og stöðugt golf. Fyrir mína parta þá þarf ég að vinna í mínum þáttum og þá mun það líklega skila nokkrum svona sigrum. Við erum auðvitað að stefna á að vera í topp fimm eða einfaldlega þessa þrjá sigra.“ Stefnan sett á um 20 mót Spurður hversu mörgum mótum Axel getur tekið þátt í á Nordic- mótaröðinni þetta árið sagði hann: „Það eru í kringum 26-27 mót á dagskrá á þessari mótaröð og ég er sjálfur að stefna á að taka þátt á 19-20 mótum. Það eru pásur eins og núna, aðeins að koma heim og fara að vinna auðvitað. Ég er með fjölskyldu núna og hús og allt ann- að sem þarf að græja. Sigurinn hjálpaði auðvitað mikið en þetta er ekki jafn stöðugt eins og með venjulega launatékka.“ Af þeim sökum segir Axel það henta honum best að keppa á nokkrum mótum í röð í senn. „Það er allur gangur á þessu en planið er að fara núna í lok maí og taka þátt í þremur mótum til viðbótar. Þetta er þannig rútína hjá mér, ég tek svona 3-4 mót í einu. Það væri svo erfitt að vera að ferðast fram og til baka en svo í júlímánuði verður bara eitt og eitt mót því þeir eru í fríi sjálfir, s.s. Danirnir og Svíarnir,“ útskýrði Axel. Er að slá mjög vel Hann kvaðst almennt bjartsýnn fyrir komandi golfsumri. „Já ég er búinn að vera að spila mjög vel finnst mér síðan í lok febrúar, þeg- ar við fórum á vetrarmótaröðina. Ég er að slá mjög vel en það sem hefur vantað er kannski parturinn af þessu sem snýr að aðstöðunni sem við fáum aldrei bara því við eigum heima á Íslandi, sem er að komast á grasið og fá að vippa og pútta. Þú færð aldrei almennilega þær aðstæður, en auðvitað væri kannski hægt að undirbúa sig að- eins betur í stutta spilinu. Ég var að vinna mikið í sveiflunni í vetur og kom mjög vel gíraður eftir það en svo vantaði aðeins upp á ákvarðanatökur og stutta spilið. En það púslaðist saman í þrjá hringi á síðasta móti og skilaði sigri,“ sagði Axel að lokum í sam- tali við Morgunblaðið. Suðurnesja- rok hjálpaði Axel í Svíþjóð Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sveifla Axel Bóasson hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari karla í golfi, síð- ast árið 2018. Hann hefur þegar unnið eitt mót á Nordic-mótaröðinni í ár. - Vann mót á Nordic-mótaröðinni - Stefnir á Áskorendamótaröðina á ný Dalvík/Reynir úr 3. deild gerði sér lítið fyrir og vann Þór úr 1. deild í Norðurlandsslag í 3. umferð Mjólk- urbikars karla í fótbolta í gær- kvöldi. Dalvík/Reynir komst í 1:0 með sjálfsmarki á 28. mínútu og Jó- hann Örn Sigurjónsson gulltryggði óvæntan sigur á 79. mínútu. Á Höfn í Hornafirði þurfti úrvals- deildarlið ÍA að hafa mikið fyrir 5:3-útisigri á Sindra úr þriðju deild. Sindramenn komust tvívegis yfir með mörkum frá Abdul Bangura og Ibrahim Barrie en að lokum gull- tryggði Gísli Laxdal Unnarsson tveggja marka sigur Skagamanna. Þá vann Selfoss úr 1. deild sigur á Magna úr 2. deild á heimavelli í vítakeppni og Afturelding vann 3:2- sigur á Vestra á útivelli í fram- lengdum 1. deildar slag. Þá skoraði Stefán Ingi Sigurðar- son tvö mörk fyrir HK í 3:1-sigri á Gróttu á heimavelli í 1. deildar slag og ÍR úr 2. deild gerði góða ferð til Grindavíkur og vann 2:1-sigur á Grindvíkingum úr 1. deild. Nánari upplýsingar um leiki gær- dagsins í bikarkeppninni má nálg- ast á mbl.is/sport. Óvænt úrslit í Norðurlands- slagnum á Dalvík Morgunblaðið/Eggert Tvenna Stefán Ingi Sigurðarson skoraði tvö mörk fyrir HK í 3:1-sigri á Gróttu í 3. umferð Mjólkurbikars karla í fótbolta í gærkvöldi. Íþróttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.