Morgunblaðið - 25.05.2022, Side 31
ÍÞRÓTTIR 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 2022
_ Ragnar Már Garðarsson er efstur
Íslendinganna þriggja eftir fyrsta hring
á Moss & Rygge Open-mótinu í golfi.
Leikið er í Dilling í Noregi og er mótið
hluti af Nordic Golf-mótaröðinni.
Ragnar er á einu höggi undir pari og í
19. sæti ásamt nokkrum öðrum kylf-
ingum. Hann fékk tvo fugla og einn
skolla á holunum 18. Gísli Sveinbergs-
son er næstur Íslendinganna á tveimur
höggum yfir pari og í 63. sæti. Hann
fékk tvo fugla og fjóra skolla. Andri
Þór Björnsson er í 87. sæti á fjórum
höggum yfir pari. Hann fékk fimm
skolla og einn fugl.
_ Kurt Zouma, varnarmaður enska
knattspyrnufélagsins West Ham Unit-
ed, játaði sök í tveimur ákæruliðum
vegna dýraníðs fyrir rétti í Lundúnum í
gær. Zouma var ákærður í þremur lið-
um fyrir brot gegn velferð dýra eftir að
myndband af honum fór í dreifingu á
veraldarvefnum þar sem hann sést
sparka í og slá kött sinn auk þess að
kasta skóm í átt að gæludýrinu.
_ Enska knattspyrnufélagið West
Ham United hefur sett sig í samband
við sóknartengiliðinn Jesse Lingard
með það fyrir augum að semja við
hann, en samningur hans við uppeldis-
félagið Manchester United rennur út í
sumar. Hamrarnir hafa í síðustu tveim-
ur félagaskiptagluggum reynt að festa
kaup á Lingard í kjölfar frábærs gengis
hans sem lánsmanns hjá liðinu síðari
hluta tímabilsins 2020/2021, þar sem
hann skoraði níu mörk í 16 deildar-
leikjum. David Moyes, knattspyrnu-
stjóri West Ham, vonast til þess að þau
tengsl sem Lingard hafi myndað við
félagið eftir lánsdvölina á síðasta ári
muni hjálpa til við að fá leikmanninn.
_
Handknattleiksdeild Aftureldingar hef-
ur samið við Stefán Árnason. Verður
hann þjálfaranum Gunnari Magn-
ússyni til halds og trausts við þjálfun
meistaraflokks karla, ásamt því að
þjálfa yngri flokka félagsins.
_
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liver-
pool, var í gærkvöldi kjörinn stjóri árs-
ins af samtökum knattspyrnustjóra á
Englandi. Undir stjórn Klopp endaði
Liverpool í öðru sæti ensku úrvals-
deildarinnar eftir magnaða baráttu við
Manchester City. Þá hefur liðið þegar
fagnað sigri í enska bikarnum og
enska deildabikarnum. Liverpool getur
tryggt sér glæsilega þrennu ef liðið
vinnur Real Madrid í úrslitum Meist-
aradeildarinnar á laugardaginn kemur.
_ Knattspyrnumaðurinn Kylian
Mbappé, franska stórstjarnan í liði
Parísar Saint-Germain, hefur greint frá
því að það var ekki einungis Real
Madríd sem var á höttunum eftir hon-
um áður en hann skrifaði undir nýjan
samning við PSG, þar sem hann hafi
einnig rætt við Liverpool. Útlit var fyrir
að Mbappé myndi fara til Madrídinga á
frjálsri sölu þegar samningur hans við
PSG átti að renna út í sumar en á dög-
unum var
tilkynnt
að hann
yrði
áfram í
París til
næstu
þriggja
ára.
Eitt
ogannað
Jarrod Bowen, sóknarmaður West
Ham United, og James Justin, bak-
vörður Leicester City, eru í 27
manna landsliðshópi enska lands-
liðsins í fótbolta fyrir leiki gegn
Ungverjalandi, Þýskalandi og Ítalíu
í Þjóðadeild UEFA. Eru þeir í
landsliðshópnum í fyrsta skipti.
Bowen átti afar gott tímabil með
West Ham og skoraði 12 mörk og
lagði upp önnur 12 í 36 deildar-
leikjum. Justin lék aðeins 13 leiki
með Leicester á leiktíðinni og
glímdi mikið við meiðsli. Nánar á
mbl.is/sport/enski.
Tveir nýliðar í
enska hópnum
AFP/Christof Stache
Nýliði Jarrod Bowen, leikmaður
West Ham, er nýliði í enska hópnum.
Handknattleiksmaðurinn Arnar
Freyr Ársælsson hefur samið við
Stjörnuna. Kemur hann til félagsins
frá KA, þar sem hann hefur verið
undanfarið ár.
Arnar skoraði 43 mörk í 21 leik
með KA í Olísdeildinni í vetur og
fór alla leið í bikarúrslit með liðinu.
Dagur Gautason fer í hina áttina en
hann samdi við KA á dögunum eftir
tvö ár með Stjörnunni.
Arnar hefur einnig leikið með
Fram og FH og verið einn besti
hornamaður úrvalsdeildarinnar
undanfarin ár.
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Garðabærinn Arnar Freyr Ársæls-
son fer úr KA til Stjörnunnar.
Arnar semur
við Stjörnuna
Í KÓPAVOGI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Valur er með sex stiga forskot á
Breiðablik í Bestu deild kvenna í
knattspyrnu eftir afar mikilvægan
1:0-sigur Íslandsmeistaranna í stór-
leik 6. umferðar deildarinnar á
Kópavogsvelli í Kópavogi í gær.
Arna Sif Ásgrímsdóttir reyndist
hetja Vals en hún skoraði sigurmark
Vals á 55. mínútu með frábærum
skalla eftir hornspyrnu Ásdísar Kar-
enar Halldórsdóttur.
Blikar voru sterkari aðilinn í
leiknum en líkt og svo oft áður í sum-
ar tókst liðinu ekki að koma bolt-
anum í netið, þrátt fyir prýðisgóð
marktækifæri.
Besta færi leiksins fengu Blikar á
82. mínútu þegar Vilhjámur Alvar
Þórarinsson, dómari leiksins, dæmdi
vítaspyrnu á Val eftir mikinn atgang
í vítateig Valskvenna.
Ástralinn Melina Ayers steig á
punktinn en Sandra Sigurðardóttir
kórónaði frábæran leik sinn með því
að verja spyrnuna, og einnig frá-
kastið sem féll fyrir Karitas Tómas-
dóttur.
Kjarninn sá sami á Hlíðarenda
Þrátt fyrir að hafa verið lakari að-
ilinn í leiknum verður að hrósa Vals-
liðinu fyrir að vinna hann. Þær nýttu
sér styrkleika sína vel og þvinguðu
Blika í fyrirgjafir úr þröngum stöð-
um sem varnarmenn Vals réðu mjög
vel við.
Breiðablik er með mikið breytt lið
frá síðustu leiktíð og liðið virðist
ennþá vera að finna taktinn. Þá
vantar liðið sárlega framherja sem
getur haldið boltanum almennilega
og maður efast um það að þeir leik-
menn sem voru sóttir fyrir mót til
þess að leysa þá stöðu séu nægilega
góðir til þess að spila fyrir lið sem á
að berjast um Íslandsmeistaratit-
ilinn.
Á sama tíma eru Valskonur einnig
með breytt lið frá síðustu leiktíð en
kjarninn í liðinu er nánast sá sami.
Valskonur héldu sínum kjarna á
meðan Blikar gerðu það ekki og það
gæti riðið baggamuninn í baráttunni
um Íslandsmeistaratitilinn.
Breiðablik tapaði aðeins fjórum
leikjum í deildinni á síðustu leiktíð
en endaði engu að síður níu stigum á
eftir Val sem tapaði aðeins einum
leik.
Að sjálfsögðu er spurt að leiks-
lokum í fótbolta en það er ýmislegt
sem bendir til þess að Breiðablik sé
að missa af lestinni og að titillinn sé
Valskvenna að tapa, þrátt fyrir að
einungis sex umferðir séu búnar af
mótinu.
_ Miðvörðurinn Arna Sif skoraði
sitt þriðja mark í deildinni í sumar í
sex leikjum og er markahæsti leik-
maður Vals ásamt Elínu Mettu Jen-
sen.
_ Breiðablik hefur fengið þrjár
vítaspyrnur í deildinni til þessa en
liðinu hefur aðeins tekist að skora úr
einni þeirra.
Valur lagði lánlausa
Blika í stórleiknum
- Valskonur með tveggja stiga forskot á toppnum eftir sigur í Kópavogi
Morgunblaðið/Eggert
Gleði Valskonur fögnuðu mikilvægu sigurmarki Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur vel og innlega á Kópavogsvelli í gær.
Pólska Íslendingaliðið Kielce
mætir ungverska stórliðinu
Veszprém í undanúrslitum Meist-
aradeildar Evrópu í handbolta en
dregið var í undanúrslitin í gær.
Landsliðsmennirnir Haukur
Þrastarson og Sigvaldi Björn Guð-
jónsson leika með Kielce. Ríkjandi
meistarar í Barcelona og Kiel
mætast í hinum undanúrslita-
leiknum.
Úrslitahelgi Meistaradeildar-
innar fer fram í Lanxess-höllinni í
Köln í Þýskalandi. Undanúrslitin
fara fram 18. júní og úrslitaleik-
urinn og leikurinn um bronsið degi
síðar.
Haukur mun að öllum líkindum
taka þátt í úrslitahelginni í fyrsta
skipti en Sigvaldi hefur ekkert spil-
að síðan á EM í upphafi árs vegna
meiðsla.
Kielce hefur einu sinni áður orðið
Evrópumeistari er liðið vann Vesz-
prém í vítakastkeppni árið 2016.
Barcelona er sigursælasta liðið í
keppninni með tíu sigra. Kiel hefur
unnið fjórum sinnum en Veszprém
aldrei, þrátt fyrir að hafa leikið til
úrslita fjórum sinnum.
Íslendingarnir leika við
Veszprém í undanúrslitum
Ljósmynd/Einar Ragnar
Köln Haukur Þrastarson og liðsfélagar hans mæta Vezprém í undan-
úrslitum Meistaradeildarinnar í Köln um miðjan næsta mánuð.
BREIÐABLIK– VALUR 0:1
0:1 Arna Sif Ásgrímsdóttir 55.
MM
Arna Sif Ásgrímsdóttir (Val)
Sandra Sigurðardóttir (Val)
M
Telma Ívarsdóttir (Breiðabliki)
Taylor Ziemer (Breiðabliki)
Karitas Tómasdóttir (Breiðabliki)
Áslaug M. Gunnlaugsdóttir (Breiðabliki)
Hildur Antonsdóttir (Breiðabliki)
Elísa Viðarsdóttir (Val)
Mist Edvardsdóttir (Val)
Lára Kristín Pedersen (Val)
Ásdís Karen Halldórsdóttir (Val)
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
– 8.
Áhorfendur: 586.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og
greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot-
bolti.