Morgunblaðið - 25.05.2022, Qupperneq 36
Gleðisveitin Ljótu hálfvitarnir held-
ur tvenna tónleika í Bæjarbíói, í
kvöld og annað kvöld, og er uppselt
á seinni tónleikana. Bera þeir yf-
irskriftina Betra líf fyrir Beggu.
Auk þess að flytja tónlist mun
hljómsveitin safna fé fyrir Berg-
þóru Birnudóttur, stórvinkonu sína
og eiginkonu eins meðlimanna sem glímir við alvarleg
eftirköst fæðingar; örorku og stöðugar kvalir en eygir
nú von um að fá einhverja bót meina sinna. Saga Berg-
þóru var rakin í fréttaskýringaþættinum Kveik en hún
stefnir nú á að gangast undir aðgerð hjá svissneskum
sérfræðingi sem vonandi mun bæta líðan hennar að
einhverju leyti og færa henni aukin lífsgæði. Söfnun til
að standa straum af kostnaðinum við aðgerðina er í
fullum gangi og munu Hálfvitarnir leggja sitt af mörk-
um. Allur ágóði af miðasölu rennur í söfnunina.
Tónleikarnir hefjast kl. 20 en húsið verður opið frá kl.
19. Miðasala er á tix.is.
Ljótu hálfvitarnir halda tvenna
styrktartónleika fyrir Bergþóru
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Undanfarin fimm ár hafa Árni Veig-
ar Thorarensen í Hveragerði og afi
hans, Gunnar Thorarensen Gunn-
arsson í Ölfusi, smíðað skartgripi úr
gömlum myntum og silfri. Fyrirtæki
þeirra, Afi & ég, hefur eflst með
hverju árinu og það, sem var fyrst
og fremst hugsað sem áhugamál við
sköpun úr íslenskri mynt, er orðið að
blómlegu fyrirtæki.
„Ég byrjaði að safna íslenskri
mynt þegar ég vann sem gjaldkeri
hjá Olís 1967 og söfnunin náði há-
marki við myntbreytinguna 1981, en
þá vann ég í Landsbankanum á Ak-
ureyri,“ segir Gunnar. Safnið hafi
síðan rykfallið og gleymst. Hann
hafi ekki hreyft við því fyrr en þau
hjónin fluttu suður 2017 og það þá
öðlast nýtt líf. „Frá barnsaldri hefur
Árni alltaf haft áhuga á alls konar
föndri, er mjög öflugur, sérstaklega
nákvæmur og gerir hlutina vel. Þeg-
ar við fluttum á Suðurlandið fannst
mér tilvalið að spyrja hann hvort við
ættum ekki að gera eitthvað saman
og skartgripagerð úr myntinni varð
úr.“
Lærðu til verka
Áður en þeir hófust handa fóru
þeir á námskeið í gerð skartgripa
hjá Handverkshúsinu og síðan hefur
Gunnar lært að smíða úr silfri á vet-
urna. „Við byrjuðum að vinna saman
heima og þegar við fórum að hugsa
um að selja gripina, þurftum við að
stofna fyrirtæki og reksturinn hefur
gengið mjög vel,“ heldur hann
áfram. Bætir við að þetta sé töluverð
vinna. „Ég smíða eitthvað daglega
nema þegar ég er í fríi eins og núna í
Þýskalandi.“ Hann segist reyndar
alltaf vera með hugann við verkefnið
og noti tækifærið, þegar hann sé er-
lendis, og kaupi erlenda mynt og
hnífapör úr silfri á nytjamörkuðum
til þess að bræða og smíða úr því.
„Íslenska myntin hefur svo flætt til
okkar að undanförnu því fólk vill
losa sig við hana.“
Árni tekur í sama streng. „Eftir
að við byrjuðum á þessu hefur mynt-
in streymt til okkar. Við erum með
góða aðstöðu til að smíða, bæði
heima hjá mér og hjá afa, og nýtum
vel tímann. Þetta er meiri skorpu-
vinna hjá mér en afa en ég er alltaf
með hugann við sköpunina.“
Afinn og sonarsonurinn hand-
smíða ermahnappa, eyrnalokka,
bindisnælur, hringa og hnappa/tölur
og eru með pöntunarsíðu á Face-
book. Gripirnir eru auk þess til sölu
á ýmsum stöðum eins og til dæmis í
Herrafataverslun Kormáks &
Skjaldar og versluninni Kölska. Árni
bendir á að fólk tengi gjarnan við ár-
tölin á myntinni og panti skartgripi
með ákveðnu ártali. „Ártalið getur
vísað til fæðingarárs, skírnar, ferm-
ingar, giftingar eða hvers sem er.“
Árni er með BS-próf í verkfræði
frá Háskólanum í Reykjavík og
starfar hjá þekkingarfyrirtækinu
Eflu. „Ég smíða skartgripi í frítím-
anum upp á gamanið með afa,“ segir
hann og bætir við að hann hafi í
hyggju að fara í meistaranám. „Ég
er langt kominn með skóla lífsins,“
segir Gunnar, sem er kominn á eft-
irlaun og verður 75 ára í júní.
Myntin í endurnýjun
lífdaga á Suðurlandi
- Afinn og sonarsonurinn smíða skartgripi úr gömlum fjársjóði
Nákvæmni Gunnar Thorarensen Gunnarsson og Árni Veigar Thorarensen.
Fjölbreytni Félagarnir smíða til dæmis bindisnælur, ermahnappa og hringa.
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202
hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennur frá GRÖVIK VERK í Noregi
Einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 145. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Axel Bóasson, kylfingur úr Keili, stóð uppi sem sigur-
vegari Rewell Elisefarm-mótsins í Höör í Svíþjóð, sem
er hluti af Nordic-mótaröðinni, fyrir tæpum tveimur
vikum. Skömmu áður hafði hann hafnað í 30. sæti á
Barncancerfonden Open-mótinu í Laholm í Svíþjóð,
sem var einnig hluti af mótaröðinni, eftir að hafa verið í
efsta sæti að loknum öðrum hring þess. „Það var kom-
inn góður dynjandi í leik minn í mótinu á undan [í La-
holm] fannst mér,“ sagði Axel í samtali við Morgun-
blaðið á kynningarfundi Golfsambands Íslands. »30
Axel fagnaði sigri í rokinu í Svíþjóð
ÍÞRÓTTIR MENNING