Morgunblaðið - 15.06.2022, Page 9

Morgunblaðið - 15.06.2022, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022 RARIK ohf | www.rarik.is Opin hús hjá RARIK í tilefni af 75 ára afmæli Í dag, miðvikudaginn 15. júní verða opin hús á völdum starfsstöðvum RARIK víðsvegar um landið í tilefni af 75 ára afmæli fyrirtækisins. Þá munu starfsmenn RARIK taka á móti gestum og kynna aðstöðu og starfsemi fyrirtækisins á hverjum stað og bjóða upp á kaffi og aðrar veitingar. Viðskiptavinir, eldri starfsmenn og aðrir velunnarar RARIK eru sérstaklega velkomnir. Opnu húsin verða frá kl. 16:00 til 18:00 á eftirtöldum stöðum: Borgarnes: Sólbakki 1 | Stykkishólmur: Hamraendar 2 | Blönduós: Ægisbraut 3 | Sauðárkrókur: Borgartún 1a Akureyri: Óseyri 9 | Þórshöfn: Langanesvegur 13 | Egilsstaðir: Þverklettar 2-4 | Fáskrúðsfjörður: Grímseyri 4 Hornafjörður: Álaugarvegur 11 | Hvolsvöllur: Dufþaksbraut 12 Verið velkomin og fagnið með okkur merkum áfanga í sögu RARIK. Sveitarstjórn hins sameinaða sveit- arfélags Akrahrepps og Sveitar- félagsins Skagafjarðar samþykkti samhljóða á fyrsta fundi sínum í fyrradag að nafn þess skyldi vera Skagafjörður. Við könnun meðal íbúa, sem gerð var samhliða sveitarstjórnarkosn- ingunum, fékk Skagafjörður flest atkvæði, 1.110, og Sveitarfélagið Skagafjörður næstflest, 852. Þriðji kosturinn sem boðið var upp á, Hegranesþing, fékk aðeins 76 at- kvæði. Niðurstaða sveitarstjórnar var því í samræmi við þennan vilja íbúanna. Á fundinum var kosið í embætti og nefndir á vegum sveitar- félagsins. Sólborg S. Borgarsdóttir, Sjálfstæðisflokki, var kosin forseti sveitarstjórnar og Einar E. Einars- son, Framsóknarflokki, kosinn for- maður byggðarráðs. Flokkarnir mynda meirihluta og skipta um embætti að tveimur árum liðnum. helgi@mbl.is Skagafjörður mun heita Skagafjörður - Sveitarstjórnin fer að vilja íbúanna Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skagafjörður Sauðárkrókur er langfjölmennasta byggðin. Hollvinir Grensásdeildar færðu í gær iðjuþjálfun Landspítalans á Grensási nýtt Armeo Spring handa- æfingatæki að gjöf. Tækið er notað til að örva vöðvavirkni og hreyf- ingar handa og handleggja sjúk- linga eftir slys og veikindi, eins og t.d. heilablóðfall. Tækið er mikið notað. Nýja tækið kemur í stað eldra tækis sem gefið var af Ingibjörgu Friðriksdóttur í minningu móður hennar, Ólafar Pétursdóttur, árið 2008. Það hefur gegnt sínu hlutverki vel. Nýja tækið er mun fullkomnara og þróaðra á allan hátt en eldra tæk- ið var. Lillý H. Sverrisdóttir, iðjuþjálfi á Grensásdeild, segir að tækið sé í raun hjálpararmur með mismunandi stillingum. Þannig er hægt að fá fram hámarksnýtingu þeirrar vöðvavirkni sem er til staðar hjá við- komandi sjúklingi og þjálfa upp frekari hreyfifærni til að fram- kvæma daglegar athafnir. Tækið býr yfir yfirgripsmiklu safni af áhugaverðum þrívíddar- verkefnum í tölvu. Það skráir einnig frammistöðu (s.s. hreyfiferla) hvers sjúklings í þjálfunartímanum. Skráðar niðurstöður er síðan hægt að nota til að meta árangur af þjálf- uninni og er hvetjandi að sjá fram- farirnar. Verkefnin eru byggð upp þannig að þau þjálfi upp mikilvæg hreyfimynstur sem ýmsar daglegar athafnir byggjast á og er það því góð viðbót við hefðbundna iðjuþjálfun. Iðjuþjálfar á Grensásdeild vilja koma á framfæri innilegu þakklæti fyrir þessa rausnarlegu og gagnlegu gjöf. gudni@mbl.is Gáfu handaæfingatæki Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Grensásdeild Handaæfingatækið er tölvustýrt og skráir m.a. árangur. - Hægt að fylgjast með árangri endurhæfingar í tækinu Bæjarráð Garðabæjar hefur sam- þykkt greiðslur til forráðamanna barna 12 mánaða og eldri sem eru á biðlista eftir leikskólavist í Garðabæ. Um er að ræða reglur sem gefa for- eldrum barna með lögheimili í Garðabæ kost á því að sækja um þátttöku bæjarins í kostnaði vegna vistunar barns, þar til því býðst vist- un á leikskóla í bænum, enda njóti þeir ekki annarra niðurgreiðslna vegna vistunar barnsins. Þau börn sem verða orðin 12 mánaða og ekki komin með boð um vistun, falla þá undir fyrrnefndar reglur. Fá greitt á biðlistum í Garðabæ Orð misritaðist í viðtali við Hörð Arnarson, forstjóra Landsvirkjunar, sem birtist í blaðinu í gær. Rétt er að fjórir orkukostir í Héraðsvötnum og Kjalölduveita í Þjórsá eiga að færast úr verndarflokki í biðflokk, ekki nýt- ingarflokk eins og misritaðist. LEIÐRÉTT Færist í bið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.