Morgunblaðið - 15.06.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
VERONA, ÍTALÍA
SÓL, MENNING & GÓÐUR MATUR
FLUGEINGÖNGU39.900 KR.
ÖRFÁ
SÆTI LAUS
BEINT FLUG
19. - 26. JÚNÍ
VERÐ Á MANN
39.900 KR.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Umferð flugvéla um íslenska flug-
stjórnarsvæðið og til Keflavíkurflug-
vallar er óðum að færast til fyrra
horfs eftir mikla lægð sem fylgdi
kórónuveirufaraldrinum.
„Flugumferðin eykst stöðugt. Við
erum að nálgast sömu tölur á ís-
lenska flugstjórnarsvæðinu og þær
voru 2019. Það sem af er árinu er
umferðin tæplega 90% af því sem
hún var á sama tímabili 2019. Í síð-
ustu viku var umferðin um svæðið
jafnmikil og hún var að meðaltali á
viku í júní 2019,“ sagði Kjartan
Briem, framkvæmdastjóri Isavia
ANS, dótturfélags Isavia ohf. Móð-
urfélagið Isavia rekur Keflavíkur-
flugvöll en dótturfélagið Isavia ANS
sér um flugleiðsögu og rekur ís-
lenska flugstjórnarsvæðið. Um það
fer rétt rúmlega fjórðungur flugum-
ferðar yfir Norður-Atlantshaf.
Flug til Keflavíkurflugvallar hefur
tekið hraðar við sér en flugið yfir
hafið. Nú í apríl og maí var meira
flogið til Keflavíkurflugvallar en í
sömu mánuðum 2019, miðað við tölur
Isavia ANS um aðflugsfjölda. Kjart-
an telur þessa þróun vera mjög
ánægjulega fyrir Ísland.
Í þessum samanburði er miðað við
árið 2019, síðasta heila árið áður en
kórónuveirufaraldurinn brast á.
Kjartan segir að þróun flugumferðar
í gegnum íslenska flugstjórnarsvæð-
ið um þessar mundir sé mjög svipuð
því sem gerist á öðrum flugstjórn-
arsvæðum yfir Norður-Atlantshafi.
Flugumferðin breyttist í faraldr-
inum. Mjög mikið dró úr farþega-
flugi en vöruflug jókst. Einnig dró
minna úr einkaflugi og flugi herflug-
véla en farþegaflugi, þannig að flug-
ferðum fjölgaði í heildina um tíma.
Hlutfall farþegavéla, vöruflutninga-
véla, einkavéla og herflugvéla hefur
verið að færast til fyrra horfs á þessu
ári.
Flugumferð færist
óðum til fyrra horfs
- Mikil aukning í aðflugi til Keflavíkurflugvallar og yfirflugi
Aðflug að Keflavíkurflugvelli í apríl og maí
2019 2020 2021 2022
jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des.
Þróun flugumferðar í loftrými
Íslands 2019-2022
2019-2022
2019
2021
2020
2022
Heimild: Isavia ANS
Einn af æðstu yfirmönnum banda-
ríska sjóhersins, Michael Gilday að-
míráll, var staddur hér á landi í gær.
Átti hann fund með Þórdísi Kol-
brúnu Reykfjörð Gylfadóttur utan-
ríkisráðherra og fleiri íslenskum
embættismönnum. Einnig skoðaði
hann öryggissvæðið á Keflavíkur-
flugvelli.
Þá kynnti Gilday sér starfsemi
Landhelgisgæslunnar. Georg Kr.
Lárusson forstjóri og Ásgrímur L.
Ásgrímsson, framkvæmdastjóri að-
gerðasviðs, tóku á móti aðmírálnum
í Skógarhlíðinni. Kynnti hann sér
störf stjórnstöðvar Gæslunnar og
fór ásamt fylgdarliði í æfingar og
eftirlitsflug með þyrlusveitinni.
Rætt er við Michael Gilday í
Morgunblaðinu í dag. »10
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Heimsókn Michael Gilday aðmíráll ræðir hér við Georg Kr. Lárusson, for-
stjóra Landhelgisgæslunnar, í heimsókn sinni til Gæslunnar í gær.
Kynnti sér starf-
semi Gæslunnar
- Bandarískur aðmíráll í heimsókn
ALÞINGI
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Nær linnulausir þingfundir standa yfir
nú undir lok þingsins, langt fram á
kvöld. Það gerist ekki aðeins í þingsöl-
um, því í flestum skúmaskotum stinga
menn saman nefjum til þess að reyna
að ná saman um þau mál sem enn
standa út af, sníða af agnúa og leysa
lagatæknilegar flækjur sem upp koma
eða gætu komið upp. Ágætlega hefur
miðað og var fjármálaáætlun sam-
þykkt í gær.
Þingmenn sem Morgunblaðið ræddi
við telja enn tvísýnt um þinglok, enn
geti komið babb í bátinn og sum þing-
mannamál hafi reynst snúnari en ætlað
var. Stjórnarliðar og þingmenn stjórn-
arandstöðu voru ekki á einu máli um á
hverju helst gæti strandað, þó raunar
nefndu þeir einnig sumir að andstæð-
ingarnir hefðu reynst liprir og samn-
ingsfúsir, enda langar vísast flesta
þingmenn í sumarleyfi óháð því hvor-
um megin gangsins þeir sitja.
Enn getur kvarnast úr
Stjórnarandstöðuþingmenn telja þó
nær óhugsandi að unnt sé að afgreiða
öll þau mál sem ríkisstjórnin vill koma í
gegn, og af hálfu stjórnarinnar er mis-
mikil stemning fyrir málum stjórnar-
andstöðu þó þau fái þinglegan fram-
gang.
Líklegt er talið að frumvarp Hönnu
Katrínar Friðriksson (C) um hjóna-
skilnaði án undanfara verði afgreitt,
nokkuð breytt, og eins kann frumvarp
Helgu Völu Helgadóttur (S) að verða
samþykkt.
Miðflokkurinn hafði ekki verið aðili
að þinglokasamkomulagi frá liðinni
viku, en hefur nú einnig samið um þing-
lokin gegn því að leigubílafrumvarp
innviðaráðherra verði ekki afgreitt á
þessu þingi. Hins vegar fer frumvarp
dómsmálaráðherra um sölu áfengis á
framleiðslustað í gegn, lítillega breytt.
Samningar um þinglok hafa lengi
tíðkast, en hafa ekki orðið einfaldari við
fjölgun flokka á þingi. Þingmenn sem
blaðið ræddi við sögðu stöðuna nú ekki
ákjósanlega, en þetta væri hinn nýi
raunveruleiki í þinginu og fátt sem
benti til að þingflokkum fækkaði í bráð.
Það kynni hins vegar að kalla á endur-
skoðun þingskapa.
Keppast við að semja um þinglok
- Reynt að semja um mál og einfalda - Einhver þingmál geta enn dottið út - Fjármálaáætlun sam-
þykkt - Miðflokkurinn einnig með - Samningar um þinglok ekki einfaldari við fjölgun þingflokka
Morgunblaðið/Hákon
Ramminn Mótmæli voru utan við Alþingishúsið meðan á umræðu um
rammaáætlun stóð, en þingmenn umhverfisnefndar hittu mótmælendur.