Morgunblaðið - 15.06.2022, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022
✝
Georg Alex-
ander Val-
geirsson raf-
eindavirki fæddist í
Reykjavík 11. mars
1980. Hann lést á
heimili sínu, Bæjar-
ási 3, 30. maí 2022.
Móðir Georgs Al-
exanders er Jó-
hanna Georgsdótt-
ir, f. 4. febrúar 1950
og faðir hans var
Valgeir Hafþór Matthíasson, f.
21. mars 1947, d. 29. júlí 2006.
Foreldrar Jóhönnu voru Ásta
Bjarnadóttir, f. 9. janúar 1916, d.
31. júlí 2008, og Georg Alexand-
er Sigurjónsson, f. 20. júlí 1916,
d. 15. apríl 1978.
Foreldrar Valgeirs voru Katr-
ín Júlíusdóttir, f. 28. ágúst 1919,
d. 30. september 2005, og Matt-
hías Helgason, f. 11. apríl 1918,
d. 6. maí 1983.
Systkini Georgs eru Elísabet
apríl 2009, móðir hans er Ange-
lien Schalk viðskiptafræðingur,
f. 15. ágúst 1979. 3) Indriði Aron,
f. 19. ágúst 2016 og 4) Katrín
Inda, f. 28. nóvember 2018, móð-
ir þeirra er Íris Indriðadóttir
íþrótta- og heilsufræðingur, f.
21. nóvember 1984.
Georg Alexander ólst upp í
Breiðholtinu og gekk í Öldusels-
skóla. Hann fór í Iðnskólann í
Reykjavík og útskrifaðist þaðan
sem rafeindavirki árið 2003. Eft-
ir útskrift starfaði hann sem raf-
eindavirki hjá Rafmiðlun og hjá
Rafeindaverkstæði Reykjavíkur
þar til hann hóf sinn eigin rekst-
ur árið 2005 ásamt því að starfa
fyrir Nova. Georg hóf söngferil
sinn árið 2006 og var hann með-
al annars í Rokkkór Íslands og
Vocal Project. Einnig gaf hann
út plötu sem ber nafnið Nýir
tímar. Georg Alexander greind-
ist ungur að aldri með sykursýki
og setti hún mark sitt á líf hans
alla ævi.
Útför hans verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag, 15. júní
2022, kl. 13. Útförinni verður
streymt frá Grafarvogskirkju.
Hlekkur á streymi:
https://www.mbl.is/andlat
Viðarsdóttir, f. 18.
desember 1973,
dóttir hennar var
Kolbrún Sara, f. 19.
maí 1990, d. 29.
nóvember 2014.
Helena Dögg Val-
geirsdóttir, f. 20.
desember 1984,
börn hennar eru
Lilja Dís, f. 10.
ágúst 2003, Andri
Snær, f. 12. ágúst
2005 og Bryndís Embla, f. 13.
ágúst 2012. Ramóna Lísa Val-
geirsdóttir, f. 16. nóvember
1987, börn hennar eru Kristófer
Máni, f. 28. mars 2009, Jóhanna
Björg, f. 19. júní 2011 og Aþena
Sól, f. 30. desember 2013.
Georg Alexander lætur eftir
sig fjögur börn. Þau eru: 1) Hall-
dór Snær, f. 5 janúar 2004, móð-
ir hans er Tinna Halldórsdóttir
hjúkrunarfræðingur, f. 6. apríl
1982. 2) Valgeir Marinus S., f. 6.
Elsku besti pabbi minn.
Ég trúi því varla að þú sért
farinn. Við sem vorum búnir að
skipuleggja svo margt sem við
ætluðum að gera saman. Til
dæmis að fara tveir til útlanda í
sumar og ýmislegt fleira. Það
var alltaf svo gaman hjá okkur
þegar við vorum saman. Hvort
sem það var að horfa saman á
bíómynd eða bara að spjalla og
hlæja saman. Við gátum talað
um allt og ekkert og höfðum al-
veg sama húmorinn og skildum
hvor annan svo vel. Ég sakna þín
svo mikið og sakna þess að fá
aldrei að upplifa þessar stundir
með þér aftur. Ég sakna þess að
heyra þig segja að þú elskir mig
og að þú sért svo stoltur af mér
og ég sakna þess að fá að segja
það sama við þig.
Elsku pabbi.
Með ást þinni
kenndir þú mér að elska.
Með trausti þínu
kenndir þú mér að trúa.
Með örlæti þínu
kenndir þú mér að gefa.
Takk fyrir allt, elsku pabbi
minn. Þú varst besti pabbi í
heimi. Ég gleymi þér aldrei og
trúi því að við munum sjá hvor
annan síðar.
Ég elska þig alltaf.
Þinn sonur,
Valgeir.
Elsku besti pabbi minn og
vinur, að þurfa að kveðja þig
núna þegar ég er aðeins 18 ára
er þyngra en orð geta lýst. Þú
varst frábær pabbi sem gerðir
allt fyrir okkur börnin þín og
elskaðir að vera með okkur og
eyða tíma með okkur. Þú varst
alltaf svo hamingjusamur þegar
við vorum öll hjá þér og þér
fannst þú svo ríkur að eiga okk-
ur. Þú vildir alltaf vera til staðar
fyrir okkur og vildir alls ekki
valda okkur vonbrigðum. Það
var svo gaman að koma til þín og
horfa á bíómynd hjá þér úti í bíl-
skúr. Elsku pabbi minn, þú vildir
öllum svo vel og vildir allt fyrir
aðra gera og ef einhver gerði
eitthvað gott fyrir þig vildir þú
gefa það tífalt til baka. Þú varst
einn duglegasti maður sem ég
hef kynnst og ég gat engan veg-
inn haldið í við þig í vinnu, þar
sem ég var orðinn dauðþreyttur
eftir tvo tíma en þú gast haldið
áfram endalaust að breyta,
bæta, saga og bora. Þú varst
með endalausa orku og áttir erf-
itt með að stoppa þig af. Þú varst
alltaf svo stórtækur í öllu sem þú
gerðir og áttir alltaf það besta af
öllu, þú fórst ekki út í búð nema
kaupa inn eins og fyrir meðal-
stórt fyrirtæki og því alltaf til
nóg af öllu hjá þér þegar maður
kom í heimsókn. Elsku besti
pabbi minn og vinur, þú sem
varst svo hjartahlýr og einlæg-
ur, ég mun sakna þín alla daga,
alla ævi.
Þinn
Halldór Snær.
Elsku drengurinn minn, það
er komið að kveðjustund.
Hvers vegna varstu tekinn í
burtu frá okkur, þú sem varst
kletturinn minn?
Ég á svo erfitt með að trúa
þessu, af hverju þú?
Þú varst lífið mitt, ljósið mitt,
tilveran mín, heimurinn minn og
hjartslátturinn minn.
Að þurfa að lifa áfram án þín
er erfitt. Einungis sitja eftir góð-
ar og dýrmætar minningar sem
ylja mér um hjartarætur.
Þú skildir eftir þig yndisleg
fjögur börn sem ég mun passa
upp á og halda minningu þinni á
lofti. Ég lofa þér því að þau
verða í góðum höndum út lífið.
Ég á erfitt með að hugsa til
þess að geta aldrei hringt í þig
aftur elsku ástin mín og tékkað á
því hvort þú sért vaknaður, það
gerði ég í mörg ár vegna syk-
ursýkinnar þinnar.
Þú varst aðeins tíu ára þegar
þú greindist með hana.
Það var mikið áfall fyrir okkur
öll en þetta var verkefni sem við
fengum í hendurnar og við urð-
um að vinna í saman og það gerð-
um við vel.
Þú stóðst þig alltaf svo vel þótt
líf þitt hefði aðeins breyst en það
erfiðasta var að þú vildir auðvit-
að alltaf lifa alveg eins lífi og við
hin.
Þér fannst lífið oft flókið, sem
það var auðvitað þar sem þú
varst með langvinnan sjúkdóm.
Það erfiðasta var að heyra þig
segja að þú myndir deyja ungur.
Ég vonaði að ég fengi að hafa þig
þar til minn dagur kæmi því ekk-
ert foreldri á að þurfa að kveðja
barnið sitt.
Enn eitt verkefnið sem ég
fékk í hendurnar og þessu verk-
efni get ég ekki alveg séð að ég
nái að vinna úr.
Þú varst svo efnilegur dreng-
urinn minn, vannst sem raf-
eindavirki og með þinn eigin
rekstur.
Þú sinntir tónlistinni líka, það
sem var gaman að koma heim til
þín. Þvílíku tónleikarnir sem við
fengum svo oft.
En nú er því lokið og ég fæ
aldrei að sjá þig aftur.
Þú sem varst búinn að koma
þér svo vel fyrir í fallega húsinu
þínu í Mosfellsbæ, sem þú lagðir
sálina og lífið í.
Elsku fallegi, dýrmæti sólar-
geislinn minn og tilveran mín, nú
ert þú farinn frá mér, eitt sem þú
mátt vita er að ég hugsa alla
daga til þín.
Litli drengurinn minn, nú
kveð ég þig í bili, sofðu rótt.
Hvíldu í friði.
Sofðu unga ástin mín,
úti regnið grætur.
Mamma geymir gullin þín,
gamla leggi og völuskrín.
Við skulum ekki vaka um dimmar
nætur.
Það er margt, sem myrkrið veit,
minn er hugur þungur.
Oft ég svarta sandinn leit
svíða grænan engireit.
Í jöklinum hljóða dauðadjúpar
sprungur.
Sofðu lengi, sofðu rótt,
seint mun best að vakna.
Mæðan kenna mun þér fljótt,
Meðan hallar degi skjótt,
Að mennirnir elska, missa, gráta
og sakna.
(Jóhann Sigurjónsson)
Þín
mamma.
Snemma morguns hinn 31.
maí sl. fékk ég þær allra verstu
fréttir sem ég hef fengið og sem
mig myndi nokkurn tímann óra
fyrir að fá. Hjartað var rifið úr
mér þennan dag.
Að þú elsku yndislegi bróðir
minn fannst látinn heima hjá þér.
Þú varst mitt hjarta, minn
leiðarvísir í lífinu, þú varst allt
mitt líf. Þú kenndir mér allt en
það eina sem þú kenndir mér
ekki var að lifa án þín.
Þú varst mér meira en lífið
sjálft, þú varst stoð mín og stytta
í lífinu.
Þú varst minn stærsti klettur.
Líf okkar allra er eyðilagt af
sorg. Þú varst svo gullfallegur,
þú varst svo mikil fyrirmynd, þú
varst með allt á hreinu í þínu lífi
og hafðir svo mikið til að lifa fyr-
ir. Þú hafðir svo mikla hæfileika í
tónlistinni og allt sem þú tókst
þér fyrir hendur gerðirðu 1000%,
það skiptir ekki máli hvað það
var, þú náðir alltaf markmiðum
þínum í einu og öllu sem þú tókst
þér fyrir hendur. Þú varst fyr-
irmyndarpabbi og elskaðir börn-
in þín meira en allt, þú elskaðir
að hafa þau hjá þér og þú sagðir
alltaf að þú vildir bara hafa þau
alltaf hjá þér, þau voru auga-
steinarnir þínir og þau dýrkuðu
þig og dáðu, elsku pabba sinn.
Við munum passa vel upp á börn-
in þín því þú sagðir svo oft við
okkur að þú óttaðist mest af öllu
að deyja frá þeim ungur en þú lif-
ir í þeim elsku gullið mitt. Þú
varst með svo mikinn húmor og
það var svo mikið líf í kringum
þig, alltaf.
Maður gat hlegið endalaust að
vitleysunni í þér. Þú varst svo
risastór karakter, en því miður
burðaðist þú með sykursýki frá
barnsaldri sem endaði með þessu
hræðilega slysi.
Þú varst svo ofboðslega dýr-
mætur augasteinn í mínu lífi og
bara allra sem þekktu þig.
Þessi sorg mun fylgja mér út
allt lífið, hún mun aldrei hverfa,
ég veit ekki hvernig lífið getur
haldið áfram án þín og það verð-
ur erfitt að sætta sig við að þú
verður ekki lengur hluti af því
með okkur.
Lífið er svo rosalega ósann-
gjarnt og óréttlátt en huggun
mín er sú að þú sért með pabba
núna, þú saknaðir hans alltaf svo
mikið og þú samdir svo fallegt
lag tileinkað pabba eftir að hann
dó. Þú varst svo mikill pabbast-
rákur. Pabbi hefur tekið á móti
þér opnum örmum og þið eruð
sameinaðir á ný að fíflast, grín-
ast og syngja saman.
Ég vil segja þér að þú varst
besti bróðir, pabbi, sonur, frændi
og vinur í heimi.
Ég elska þig og mun elska þig
að eilífu og ég mun aldrei gleyma
þér.
Þú verður alltaf í hjarta mínu,
alveg þangað til minn tími kem-
ur, og þá tekurðu á móti mér og
getur haldið áfram að stríða litlu
systur þinni sem þér þótti svo
rosalega gaman að stríða.
Guð geymi þig elsku yndislegi
fallegi bróðir minn, ég hlakka til
að hitta þig og pabba.
Ég veit þú vakir yfir okkur og
verndar og lifir í fallegu börn-
unum þínum. Ég elska þig ástin
mín, að eilífu. Takk fyrir allt lífið
okkar saman.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Augun mín og augun þín
ó! þá fögru steina.
Mitt er þitt og þitt er mitt,
þú veist hvað ég meina.
(Vatnsenda-Rósa)
Þín systir,
Helena.
Hjartans elsku besti bróðir,
brosandi með þelið hlýja,
oft þú fórst um fjallaslóðir,
finna vildir staði nýja.
Nú í skjólin flest er fokið,
flæða úr augum heitu tárin,
fyrst að þinni leið er lokið,
lengi brenna hjartasárin.
Minning þín er mikils virði,
mun um síðir þrautir lina,
alltaf vildir bæta byrði,
bæði skyldmenna og vina.
Nú er ferð í hærri heima,
heldur burt úr jarðvist þinni,
þig við biðjum guð að geyma,
gæta þín í eilífðinni.
(Björn Þorsteinsson)
Aldrei hefði mig órað fyrir því
að þessi dagur myndi hreinlega
renna upp. Ég á erfitt með að
skilja þessa martröð en þennan
örlagaríka dag var hjartað nán-
ast rifið úr mér. Af hverju þú?
Elsku Georg minn, bestur allra
og minn augasteinn sem var svo
dýrmætur. Nú er komið að
hinstu kveðjustund, endalokun-
um á þessari jarðvist, sem gaf
manni engin merki um að slíkt
væri á leiðinni. 30. maí sl. varst
þú tekinn burtu í blóma lífsins
frá fjölskyldunni þinni, börnun-
um þínum fjórum og öllum vin-
um þínum.
Hvert sem þú komst var
endalaus hamingja, stuð, fífla-
gangur og fullt af fjöri. Þú hafðir
svo öfluga hæfileika og gast ein-
faldlega allt sem þú tókst þér
fyrir hendur, enda áttirðu mjög
erfitt með að taka þér hvíld. Eft-
ir sitja dásamlegar minningar
um yndislegan bróður og lang-
besta pabbann sem fyrirfinnst í
heiminum. Söknuðurinn er svo
óyfirstíganlegur, allir sakna þín
svo sárt og yndislegu börnin þín
sakna pabba síns svo sárt. Þú
sagðir svo oft við okkur að þú
vissir að þú myndir deyja ungur
og óttaðist hvað yrði um börnin
þín. Eitt af því sem ég lofa þér er
að ég mun hugsa vel um litlu
gimsteinana þína. Þú lifðir bók-
staflega fyrir þau, enda voru þau
þitt líf og yndi. Lífið er svo órétt-
látt. En nú sitja eftir einungis
góðar og dýrmætar minningar
um hversu frábær einstaklingur
þú varst.
Þú kenndir mér svo margt og
varst einfaldlega alltaf til staðar
fyrir mig í einu og öllu, aðeins
eitt kenndir þú mér ekki og það
var að lifa án þín. Ég veit ekki
hvernig ég fer að því. Að fá ekki
að sjá þig einu sinni enn nema á
myndum er ólýsanlega sárt. Ég
var alltaf hrædd frá því ég fór að
hafa vit, því þú barðist við syk-
ursýki. Það var svo erfitt að
sætta sig við að þú þyrftir að
vera með þennan sjúkdóm. Það
þroskaði mann því maður þurfti
að fullorðnast svolítið hraðar og
fylgjast með þér. Þegar þú varst
farinn að búa einn gerði það mig
að kvíðasjúklingi. Ég var svo
hrædd um að ég ætti eftir að
koma að þér heima hjá þér, sem
varð svo raunin. Ég verð aldrei
söm, þessi örlagaríki dagur
hverfur aldrei. Ég er handónýt
innra með mér. Þú stóðst þig
alltaf svo vel, mér fannst ég ekki
þurfa að hafa þessar áhyggjur
en hafði þær samt. Ég þekki
sjúkdóminn því ég var aðeins
þriggja ára þegar þú greindist,
ég ólst upp við að eiga þig, bróð-
ur minn, með langvinnan sjúk-
dóm, sem var ekki alltaf einfalt.
Þú þurftir að þroskast ansi
hratt sem krakki og varst ungur
þegar þú sást alveg um pabba
okkar. Líf þitt var ekki alltaf ein-
falt, virkilega krefjandi. Samt
gastu haldið öllum spöðum á
lofti, og ekki batnaði það þegar
mín vandamál komu inn á þitt
borð en þú hjálpaðir mér með
allt og ég fékk alltaf svo góð ráð
frá þér þegar eitthvað var í
gangi hjá mér. Þú komst öllu í
lag og lést mig hugsa skýrar.
Það verður aldrei aftur. Ég get
og vil ekki trúa þessu. Elsku fal-
legi augasteinninn minn, nú ertu
farinn frá okkur og ég mun gera
allt til þess að halda á lofti góð-
um minningum um þig ástin mín.
Ég kveð þig nú í hinsta sinn þar
til við sameinumst á ný. Sofðu
rótt ljósið mitt. Elska þig svo
heitt. Þú ert í huga mér og
hjarta og hjá mér að eilífu.
Hvíldu í friði.
Þín systir,
Ramóna (Móna)
Lísa.
Veit ekki hvar ég á að byrja.
Konunni sem gæti samið bækur
og texta með heimsins fallegustu
orðum og hugsunum finnst hún
ekki eiga þau réttu. Lífið er svo
hverfult og ósanngjarnt. Hjart-
að mitt er fullt af sorg og það er
erfitt að stöðva tárin sem renna
niður vanga minn.
Eitt það seinasta sem þú
sagðir við mig var: „Þú veist að
ég verð alltaf til staðar fyrir þig,
Þórdís“ og ég sagði að þú ættir
mig alltaf að líka.
Tengingin okkar og vinátta
varð strax svo sterk og sönn. Ég
upplifði hluti með þér sem ég er
svo þakklát fyrir og mun aldrei
gleyma.
Georg var yndislegur dreng-
ur, alltaf stutt í grín og fíflagang,
samt gátum við rætt tímunum
saman um öll heimsins mál. Í þér
fann ég vin, félaga og ró þó við
værum sitt úr hvorri áttinni og
svo ólík.
Þegar leið á tímann okkar
settist þú niður með mér og
sagðir: „Þórdís, þú veist að ef við
endum saman þá er ekki víst að
ég verði gamall með þér.“ Mér
brá fyrst en áttaði mig svo á
hvað þú ættir við og að hluti af
ástæðunni fyrir hvatvísinni og
hvernig þú lifðir lífinu með þínu
sniði mótaðist af kvillanum sem
þú ert búinn að burðast með síð-
an þú varst barn.
Georg átti líka sína bresti,
eins og við öll. En brestirnir okk-
ar myndast bara þegar við tök-
umst á við hluti sem eru þungir
að bera og nánast brjóta okkur.
Georg brotnaði aldrei, hann var
svo sterkur og fyrir framan mig
stóð yndislegur, hæfileikaríkur
myndarmaður og faðir sem ég
var svo lánsöm að kynnast.
Það var ljúfsárt að heyra frá
fólkinu þínu hvaða hug þú barst
til mín eftir að þú varst farinn.
Mitt hjarta sló eins gagnvart
þér.
Hugur minn er hjá börnunum
þínum og fjölskyldu því þitt
skarð verður ekki fyllt en þú
munt lifa áfram í þeim öllum og
ég veit að þú munt vaka yfir
þeim.
Sagðir mér svo oft hversu
stoltur þú værir og hvað þú
naust stundanna með þeim.
Svala mín sá ekki sólina fyrir
þér, fannst þú svo skemmtilegur
og hæfileikaríkur.
Ég vildi að ég hefði komið við í
kaffi þetta kvöld eins og við
ræddum um að gera einn dag-
inn, fara í göngu, ræða saman
um heima og geima eins og við
gerðum, vildi að ég hefði getað
rétt þér hönd, faðmlag og verið
hjá þér, getað hjálpað þér.
Það er aðeins ein tilfinning
stærri en ást og það er missir.
Georg Alexander, þig hef ég
bæði elskað og misst.
Hvíldu í friði, elsku Georg
minn.
Þín
Þórdís.
Elsku yndislegi og besti
Georg minn, ég er bara ekki
ennþá að meðtaka það að þú sért
í alvörunni farinn frá okkur.
Ég var vakin upp við þær
fréttir að þú værir látinn og ég
hélt að þetta væri bara eitthvert
grín en svo var ekki.
Þú varst svo mikill stríðnis-
púki og alltaf svo mikið fjör í
kringum þig, þú varst einstakur
frændi með hjarta úr gulli.
Ég bara trúi því ekki að ég
sitji heima að skrifa minningar-
grein um þig.
Þú varst tekinn alltof snemma
frá okkur, aðeins 42 ára gamall,
þú áttir gjörsamlega allt lífið
fram undan.
Þú varst svo magnaður í tón-
listarbransanum, með fallegustu
og björtustu rödd sem hægt er
að finna.
Þú lifðir þig alveg inn í tónlist-
ina og að vera með yndislegu
börnunum þínum.
Við fjölskyldan munum passa
vel upp á börnin þín og veita
þeim styrk.
Georg Alexander
Valgeirsson
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
HALLDÓR INGI HALLGRÍMSSON,
Njörvasundi 15,
lést þriðjudaginn 7. júní.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju
fimmtudaginn 16. júní klukkan 13.
Sérstakar þakkir til starfsfólks smitsjúkdómadeildar 7A
á Landspítalanum fyrir hlýja og góða umönnun.
Kristjana Kristjánsdóttir
Margrét Halldórsdóttir Kari Juhani Sammo
Helga Halldórsdóttir Björn Traustason
Kristján Halldórsson Lára Björk Erlingsdóttir
Hallgrímur Halldórsson Inga Guðrún Kristjánsdóttir
og barnabörn