Morgunblaðið - 15.06.2022, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.06.2022, Blaðsíða 28
Bubbi Morthens heldur tónleika í Hlégarði í Mosfellsbæ í kvöld og annað kvöld, 15. og 16. júní, kl. 20. „Sumarið er tíminn þegar hjartað verður grænt og augun þín verða himinblá, ó, já. Hlakka til að vera með ykkur í Hlé- garði Mosfellsbæ,“ er haft eftir Bubba á miðasölu- vefnum tix.is þar sem miðasala á tónleikana fer fram. Segist Bubbi ætla að fara um víðan völl í lagasafni sínu, einn með gítarinn, og hlakka mikið til að fá að vera með tónleikagestum. Sumarið er tíminn fyrir tónleika með Bubba Morthens í Hlégarði Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Garðyrkjustöðin Hveratún, sem í upphafi var kölluð Lemmingsland, er elsta stöð sinnar tegundar í Laug- arási í Bláskógabyggð (hveratun.is). Grænmetisrækt hófst þar 1940 og hefur verið í höndum sömu fjöl- skyldu frá 1946. „Reksturinn hefur gengið misjafnlega, stundum mjög vel og stundum ekki nógu vel,“ segir Magnús Skúlason, garðyrkjufræð- ingur og eigandi Hveratúns ásamt eiginkonu sinni, Sigurlaugu Sigur- mundsdóttur. Páll Magnús Skúlason, bróðir Magnúsar, hefur unnið að ritun sögu Laugaráss undanfarinn áratug og hefur birt mikinn fróðleik um sög- una á netinu (laugaras.is) frá 1922, þegar uppsveitarhrepparnir í kring keyptu jörðina undir læknissetur. Ólafur Einarsson héraðslæknir var fyrsti ábúandinn í Laugarási til að rækta í gróðurhúsi, byggði lítið hús þar sem ræktað var grænmeti til heimabrúks, en dönsk hjón urðu fyrst til þess að hefja rekstur á svæðinu, að sögn Páls. Skrítin kaup Børge Lemming og Ketty Hilma Lemming leigðu spildu í Laugarási 1940, reistu þar um 100 fermetra gróðurhús, bjuggu fyrstu árin í öðr- um enda þess og nefndu býlið Lemmingsland. Þar voru þau með rekstur til 1945, en gáfust þá upp og fluttu aftur til Danmerkur árið eftir. Skúli Magnússon, fóstbróðir Sig- urðar Blöndals skógræktarstjóra, og Guðný Pálsdóttir tóku lóðina þá á leigu, keyptu mannvirkin og héldu áfram garðyrkju á svæðinu. Þá voru þrjú 100 fermetra gróðurhús á lóð- inni auk lélegs íbúðarhúss. „Það voru skrítin kaup,“ segir Skúli í viðtali, sem birtist í Litla Bergþóri í desember 2003, en þá voru 2.000 fermetrar undir gleri í Hveratúni. „Ég þurfti ekki að borga krónu, heldur fékk bunka af víxlum, sem voru svo að falla allan ársins hring. Það var Steindór Gunnlaugs- son, bróðir Skúla í Tungu, sem hafði milligöngu um kaupin og hann skrif- aði upp á hjá mér. Svo var framlengt og borgað inn á þar til tókst að borga upp. Þetta var strembið, þótt 45 þús- und krónur þætti ekki stór upphæð í dag. En þetta var árið 1945 og þá var þetta þó nokkur upphæð.“ Fjölskyldufyrirtækið óx og dafn- aði, börn þeirra fimm unnu við stöð- ina, Magnús, yngsta barnið, og Sigurlaug gerðust meðeigendur 1983 og tóku alfarið við 2004. Þau rækta nokkrar tegundir af salati og steinselju og sér Sölufélag garðyrkjumanna um dreifingu ferska grænmetisins. „Samkeppnin er mikil,“ segir Magnús og bætir við að viðhaldið kosti sitt. Nýlega birti Páll frásögn á blogg- síðu sinni um fyrstu heimsókn af- komenda dönsku hjónanna fyrr- nefndu til Íslands eftir að hann hafði uppi á þeim 2017. Lissie Lemming, ekkja Sørens, sonar hjónanna, kom til landsins í maí ásamt syni sínum Allan og Nicolu, eiginkonu hans, og dótturinni Jettu og Søren, eigin- manni hennar. „Við sýndum þeim meðal annars Hveratún, Skálholt, þar sem Søren var skírður, og Mosfell, þar sem Børge og Ketty voru gefin saman í hjónaband í árslok 1939,“ segir hann. Páll hefur viðað að sér miklum heimildum um sögu Laugaráss. „Þetta getur verið langt komið en það getur líka verið komið áleiðis, allt eftir því hvernig litið er á það.“ Lemmingar í landinu - Grænmetisrækt fjölskyldunnar í Hveratúni frá 1946 Ljósmyndir/Páll Skúlason Í Hveratúni Hjónin Magnús Skúlason og Sigurlaug Sigurmundsdóttir. Í heimsókn Páll í Hveratúni með Lemmingunum: F.v. Jette, Lissie og Allan. jaxhandverk SPARAÐU 50.000kr. ÖRFÁ EINTÖK -aðeins í júní! Búbblan Við fengum nokkrar Búbblur á einstöku verði til afgreiðslu í júní! Ekkert eldstæði er jafn vinsælt og fallegt og Búbblan sem skapar fallega og rómantíska stemmingu að sumri jafnt sem vetri. • Sérsmíðuð úr níðsterku stáli með sérstakri ryðvarnarhúð sem tryggir endingu og fallega áferð. • Létt og meðfærileg og getur staðið á hvaða undirlagi sem er. Tryggðu þér Búbblu fyrir sumarið á einstöku verði. Pantaðu strax í dag www.jaxhandverk.is 1. Fyrsta sending – UPPSELD 2. Önnur sending – Örfá eintök eftir 3. Þriðja sending – Byrjun júlí MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 166. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Valur náði í gærkvöldi fjögurra stiga forskoti á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta með 1:0-útisigri á Sel- fossi. Anna Rakel Pétursdóttir gerði sigurmark Vals á 20. mínútu með sínu fyrsta marki á leiktíðinni. Breiðablik fór upp í annað sætið með 3:0-útisigri á Þrótti. Hildur Antonsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Breiða- blik og Alexandra Jóhannsdóttir bætti við þriðja mark- inu. Valur er með 22 stig og Breiðablik 18. ÍBV er í þriðja með 17 stig eftir 1:0-sigur á Aftureldingu á útivelli. »22 Valur náði fjögurra stiga forskoti ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.