Morgunblaðið - 15.06.2022, Blaðsíða 22
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022
Enska karlalandsliðið í fótbolta
mátti þola 0:4-skell gegn Ungverja-
landi á Molineux-vellinum í Wolver-
hampton í Þjóðadeildinni í gær-
kvöldi. Tapið er það stærsta hjá
enska landsliðinu á heimavelli í 94
ár eða frá 1:5-tapi gegn Skotlandi á
Wembley árið 1928. Roland Sallai
skoraði tvö marka Ungverja. Eng-
land er á botni riðilsins og í hættu á
að falla í B-deildina.
Í sama riðli vann Þýskaland 5:2-
heimasigur á Ítalíu. Timo Werner
skoraði tvö fyrir Þjóðverja. Ung-
verjaland er óvænt á toppi riðilsins.
Stærsta tap
Englands í 94 ár
AFP
Svekktur Harry Kane, fyrirliði
enska landsliðsins, gáttaður í gær.
Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson
frá Firði/SH hafnaði í gærkvöldi í sjö-
unda sæti í 100m bringusundi S14 á
heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi á
Madeira í Portúgal. Róbert setti tvö
met í úrslitasundinu því millitími hans
á 50 metrum var einnig nýtt Íslands-
met í 50 m bringusundi S14. Heild-
artíminn og nýja metið er 1:08,36
mínúta og nýja metið á millitímanum
í 50 m bringu er 31,68 sekúnda
Þá hafnaði Thelma Björg Björns-
dóttir frá ÍFR í 6. sæti í 200 m fjór-
sundi S6 þegar hún synti á 3:44.20
mínútum.
Ljósmynd/ÍF
Íslandsmet Róbert Ísak Jónsson
bætti Íslandsmet í gærkvöldi.
Tvö Íslandsmet
á Madeira
AFTURELDING – ÍBV 0:1
0:1 Olga Sevcova 43.
M
Auður S. Scheving (Aftureldingu)
Sigrún Eva Sigurðardóttir (Aftureldingu)
Lavinia Boanda (ÍBV)
Ameera Hussen (ÍBV)
Olga Sevcova (ÍBV)
Thelma Sól Óðinsdóttir (ÍBV)
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson – 7.
Áhorfendur: 106.
ÞÓR/KA – KR 3:3
0:1 Hildur Lilja Ágústsdóttir 5.
1:1 Sandra María Jessen 30.
1:2 Guðmunda Brynja Óladóttir 37.
2:2 Arna Eiríksdóttir 54.
3:2 Margrét Árnadóttir 65.
3:3 Rasamee Phonsongkham (víti) 80.
MM
Andrea Mist Pálsdóttir (Þór/KA)
M
Margrét Árnadóttir (Þór/KA)
Sandra María Jessen (Þór/KA)
Kristín Erla Ó. Johnson (KR)
Rebekka Sverrisdóttir (KR)
Marcella Marie Barberic (KR)
Bergdís Fanney Einarsdóttir (KR)
Dómari: Sigurður H. Þrastarson – 8.
Áhorfendur: 167.
SELFOSS – VALUR 0:1
0:1 Anna Rakel Pétursdóttir 20.
M
Susanna Friedrichs (Selfossi)
Barbára Sól Gísladóttir (Selfossi)
Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfossi)
Ásdís Karen Halldórsdóttir (Val)
Þórdís Elva Ágústsdóttir (Val)
Ída Marín Hermannsdóttir (Val)
Anna Rakel Pétursdóttir (Val)
Dómari: Aðalbjörn H. Þorsteinsson – 8.
Áhorfendur: 248.
KEFLAVÍK – STJARNAN 1:0
1:0 Elín Helena Karlsdóttir 47.
MM
Samantha Leshnak (Keflavík)
M
Caroline Van Slambrouck (Keflavík)
Dröfn Einarsdóttir (Keflavík)
Elín Helena Karlsdóttir (Keflavík)
Kristrún Ýr Hólm (Keflavík)
Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjörnunni)
Betsy Hassett (Stjörnunni)
Anna María Baldursdóttir (Stjörnunni)
Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjörnunni)
Dómari: Steinar Berg Sævarsson – 8.
Áhorfendur: 100.
ÞRÓTTUR R. – BREIÐABLIK 0:3
0:1 Hildur Antonsdóttir 27.
0:2 Hildur Antonsdóttir 85.
0:3 Alexandra Jóhannsdóttir 88.
M
Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þrótti)
Jelena Tinna Kujundzic (Þrótti)
Clara Sigurðardóttir (Breiðabliki)
Karítas Tómasdóttir (Breiðabliki)
Áslaug M. Gunnlaugsdóttir (Breiðabliki)
Hildur Antonsdóttir (Breiðabliki)
Anna Petryk (Breiðabliki)
Birta Georgsdóttir (Breiðabliki)
Ásta Eir Árnadóttir (Breiðabliki)
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 7.
Áhorfendur: 190.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og
greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti.
BESTA DEILDIN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Valur jók forskot sitt á toppi Bestu
deildar kvenna í fótbolta í fjögur
stig með 1:0-útisigri á Selfossi er
öll 9. umferðin var leikin í gær-
kvöldi. Valur er nú með 22 stig,
fjórum stigum meira en Breiðablik
sem er komið upp í annað sætið.
Anna Rakel Pétursdóttir skoraði
sigurmark Vals á 20. mínútu. Valur
hefur nú svarað jafnteflinu gegn
ÍBV í upphafi mánaðar með þrem-
ur góðum sigrum. Selfoss er hins-
vegar í eilitlu basli í deildinni eftir
góða byrjun. Liðið hefur tapað
þremur af síðustu fjórum í deild-
inni, þar af síðustu tveimur 0:1.
Deildin er jafnari en oft áður og er
Selfoss, sem var á toppnum fyrir
ekki svo löngu, í sjötta sæti. Hlut-
irnir eru fljótir að breytast.
_ Markið var það fyrsta sem
Anna Rakel skorar á leiktíðinni í
sínum níunda deildarleik.
Breiðablik komið upp í 2.000
Breiðablik skaut sér upp í ann-
að sætið með 3:0-útisigri á Þrótti í
Laugardalnum. Hildur Antons-
dóttir gerði tvö fyrstu mörkin og
Alexandra Jóhannsdóttir gull-
tryggði þriggja marka sigur í blá-
lokin. Breiðablik tapaði tveimur
leikjum í röð um miðjan síðasta
mánuð en hefur svarað með fimm
sigrum í röð í öllum keppnum.
Breiðablik er komið á skrið og lið-
ið ætlar sér ekkert annað en að
berjast um Íslandsmeistaratitilinn
við Val, eins og undanfarin ár.
Þróttur er enn nokkrum skrefum
á eftir allra bestu liðum landsins.
_ Annað mark Hildar var 2.000.
mark Breiðabliks í deildarkeppni.
Breiðablik er annað liðið á Íslandi
til að afreka slíkt en Kópavogsliðið
hefur nú skorað 2.001 mark í
deildarkeppni. Valur er með 2.018
mörk.
_ María Eva Eyjólfsdóttir hjá
Þrótti lék sinn 100. leik í efstu
deild í gær.
Eyjakonur á siglingu
ÍBV er á fínni siglingu. Eyja-
konur fóru upp í þriðja sætið með
1:0-útisigri á Aftureldingu í Mos-
fellsbæ. Lettneska landsliðskonan
Olga Sevcova skoraði sigurmarkið
á 43. mínútu. Hún hefur skorað í
tveimur leikjum í röð. ÍBV hefur
unnið fjóra leiki af síðustu fimm
og gert jafntefli gegn toppliði Vals
á útivelli. Jonathan Glenn er að
gera flotta hluti með ÍBV og gæti
liðið óvænt barist við toppinn þeg-
ar líða tekur á mótið.
Óvænt í Keflavík
Keflavík fjarlægðist fallsætin
með sterkum 1:0-sigri á Stjörn-
unni á heimavelli. Fyrir leikinn
var Stjarnan með níu stigum
meira en Keflavík og með sex
sigra í röð í öllum keppnum. Á
meðan hafði Keflavík ekki unnið
leik í rúman mánuð. Þrátt fyrir
það skoraði Elín Helena Karls-
dóttir sigurmark Keflavíkur á 46.
mínútu með sínu fyrsta marki í
efstu deild. Eftir það vörðust
Keflvíkingar mjög vel og Sam-
antha Leshnak átti enn og aftur
góðan leik í markinu.
_ Leikurinn var sá 200. hjá
Keflavík í efstu deild í kvenna-
flokki.
_ Arna Dís Arnþórsdóttir hjá
Stjörnunni lék sinn 100. leik í
efstu deild.
Sex marka veisla
KR fór upp úr botnsætinu eftir
fjörugt 3:3-jafntefli á útivelli gegn
Þór/KA. Liðin skiptust á að vera
með forystuna og skiptu að lokum
stigunum á milli sín. KR hefur
sýnt betri frammistöðu eftir að
Chris Harrington tók við liðinu en
það verður samt sem áður þrautin
þyngri að koma því af hættusvæð-
inu. KR-ingar eru sex stigum frá
öruggu sæti. KA/Þór hefur átt erf-
itt uppdráttar að undanförnu og
er liðið aðeins með einn sigur í
síðustu sex í deildinni. Liðið getur
þakkað fyrir að nýliðarnir hafa
safnað fáum stigum.
Kunnugleg nöfn á toppnum
Morgunblaðið/Eggert
Mosfellsbær Þórhildur Þórhallsdóttir úr Aftureldingu leitar leiða framhjá
Eyjakonunum Haley Thomas og Ameera Hussen í gærkvöldi.
- Fjögurra stiga forskot Vals - Breiðablik upp í annað sæti - ÍBV á siglingu
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Sigurmarkið Anna Rakel Pétursdóttir hjá Val fagnar sigurmarki sínu gegn
Selfossi á útivelli í Bestu deildinni í fótbolta í gærkvöldi.
Besta deild kvenna
Afturelding – ÍBV .................................... 0:1
Þór/KA – KR............................................. 3:3
Keflavík – Stjarnan .................................. 1:0
Selfoss – Valur .......................................... 0:1
Þróttur R. – Breiðablik............................ 0:3
Staðan:
Valur 9 7 1 1 26:5 22
Breiðablik 9 6 0 3 21:5 18
ÍBV 9 5 2 2 15:11 17
Stjarnan 9 5 1 3 18:10 16
Þróttur R. 9 5 1 3 16:13 16
Selfoss 9 4 2 3 11:8 14
Keflavík 9 3 1 5 12:13 10
Þór/KA 9 3 1 5 16:26 10
KR 9 1 1 7 8:33 4
Afturelding 9 1 0 8 9:28 3
Undankeppni HM karla
Úrslitaleikur um HM-sæti:
Kostaríka – Nýja-Sjáland........................ 1:0
Þjóðadeild UEFA
A-deild, 3. riðill:
England – Ungverjaland ......................... 0:4
Þýskaland – Ítalía..................................... 5:2
_ Ungverjaland 7, Þýskaland 6, Ítalía 5,
England 2.
A-deild, 4. riðill:
Holland – Wales........................................ 3:2
Pólland – Belgía........................................ 0:1
_ Holland 10, Belgía 7, Pólland 4, Wales 1.
B-deild, 1. riðill:
Armenía – Skotland ................................. 1:4
Úkraína – Írland....................................... 1:1
_ Úkraína 7, Skotland 6, Írland 4, Armenía
3.
B-deild, 3. riðill:
Bosnía – Finnland .................................... 3:2
Rúmenía – Svartfjallaland....................... 0:3
_ Bosnía 8, Svartfjallaland 7, Finnland 4,
Rúmenía 3.
C-deild, 1. riðill:
Lúxemborg – Færeyjar........................... 2:2
Tyrkland – Litháen .................................. 2:0
_ Tyrkland 12, Lúxemborg 7, Færeyjar 4,
Litháen 0.
D-deild, 1. riðill:
Moldóva – Andorra .................................. 2:1
Liechtenstein – Lettland ......................... 0:2
_ Lettland 12, Moldóva 7, Andorra 4,
Liechtenstein 0.
Vináttulandsleikir karla
Suður-Kórea – Egyptaland ..................... 4:1
Gana – Síle................................ (0:0) 3:1(víti)
Japan – Túnis............................................ 0:3
Svíþjóð
Piteå – Djurgården ................................. 3:0
- Hlín Eiríksdóttir skoraði tvö mörk fyrir
Piteå og var skipt af velli á 88. mínútu.
Staðan:
Rosengård 14 11 3 0 42:14 36
Linköping 14 10 1 3 32:13 31
Kristianstad 14 9 3 2 31:12 30
Häcken 14 7 5 2 27:12 26
Vittsjö 14 7 5 2 18:13 26
Eskilstuna 14 8 2 4 17:12 26
Hammarby 14 8 1 5 24:20 25
Piteå 14 6 2 6 22:16 20
Djurgarden 14 6 1 7 21:22 19
Örebro 14 5 0 9 12:20 15
Kalmar 14 3 0 11 12:40 9
Umeå 14 2 1 11 13:32 7
Brommapojkarna 14 2 0 12 11:32 6
AIK 14 2 0 12 9:33 6
_ 15. umferðin er leikin 17. og 19. júní en
síðan er deildin komin í sumarfrí til 12.
ágúst.
>;(//24)3;(
Breiðablik mætir liðinu UE Santa
Coloma frá Andorra í fyrstu um-
ferð Sambandsdeildar karla í
knattspyrnu. KR hafði ekki heppn-
ina með sér, þar sem félagið mætir
Pogon Szczecin frá Póllandi. UE
Santa Coloma hafnaði í öðru sæti í
Andorra á nýliðnu keppnistímabili.
Pogon Szczecin endaði í 3. sæti
pólsku A-deildarinnar á síðasta
tímabili. Fyrri leikir liðanna verða
7. júli og þeir seinni 14. júlí.
Íslandsmeistarar Víkings úr
Reykjavík mæta sænsku meist-
urunum í Malmö, skyldi félagið
vinna forkeppni Meistaradeildar
Evrópu.
Til Póllands
og Andorra
KNATTSPYRNA
Besta deild karla:
Hásteinsvöllur: ÍBV – Víkingur R ........... 18
Meistaravellir: KR – ÍA ....................... 19.15
1. deild kvenna, Lengjudeildin:
Víkin: Víkingur R. – HK ...................... 19.15
Kópavogsv.: Augnablik – Fylkir ......... 19.15
Kaplakriki: FH – Grindavík ................ 19.15
3. deild karla:
Hlíðarendi: KH – ÍH ............................ 19.15
Í KVÖLD!