Morgunblaðið - 15.06.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.06.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022 Hrafnar Viðskiptablaðsins „telja víst“ að Framsóknarflokk- urinn sé stjórn- málaafl háleitra markmiða: - - - Flestum er í fersku minni þegar flokkurinn boðaði fíkniefnalaust Ísland árið 2000 undir lok síðustu aldar. - - - Hrafnarnir sjá að Einar Þor- steinsson, oddviti flokksins í borginni, og hans fólk settu mark á stjórnarsáttmála nýs meirihluta og eru þar háleit markmið í fyrirrúmi. - - - Þannig er í sáttmálanum boðað að allt ofbeldi verði upprætt undir dyggri stjórn Dags B. Eggertssonar og Einars en það ætla þeir að gera með því að „taka enn stærri skref í átt að ofbeldislausri Reykjavík með því að hrinda nýrri aðgerðaáætlun gegn ofbeldi hratt í framkvæmd“. - - - Hrafnarnir sjá að borgar- stjórnarflokkur Framsóknar er nú þegar farinn að bregðast ákalli kjósenda sinna um breytingar í stað innantóms orðagjálfurs. - - - Þess sjást skýr merki í sáttmálan- um sem meðal annars kveður á um að Reykjavík verði „aldursvæn borg“ og styrkingu „rekjanleika ákvarðana og með samþættu og bættu aðgengi að þeim gögnum sem er að finna í gagnagrunnum!!!“ Framsókn boðaði breytingar. - - - Stóra breytingin var að Dagur tók við af sér þótt á annan tug pró- senta kjósenda í borginni gerðu enn atrennu til að losna við óværuna. Borgarinnar vegna. Einar setti fót- inn fyrir þann vilja borgarbúa og braut þannig sitt einasta loforð. Það gleymist seint. Hvaða gömlu skref gegn ofbeldi? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Stytta af Agli Gr. Thorarensen, fyrsta kaupfélagsstjóra Kaupfélags Árnesinga, verður afhjúpuð á Sel- fossi á morgun, fimmtudag. Styttan stendur við Austurveg, gegnt Ölfusárbrúnni. Guðni Ágústsson, fv. þingmaður og ráðherra, segir að rætt hafi verið um það á Selfossi í tvo áratugi að gera minnisvarða um kaupfélagið og Egil. Fyrir nokkrum árum hafi verið stofnað félag, Styttubandalagið, um styttu af Agli. Egill flutti að Sigtún- um við Ölfusárbrú á árinu 1918 og hóf að versla þar. Hann beitti sér fyrir stofnun kaupfélags og seldi verslun sína nýstofnuðu Kaupfélagi Árnesinga 1930. Hann var kaup- félagsstjóri og stjórnarformaður Mjólkurbús Flóamanna og var einn helsti áhrifamaður í atvinnumálum og stjórnmálum á Selfossi og Suður- landi. Athöfnin á Selfossi hefst kl. 17 á torginu í nýja miðbænum. Þar leikur Lúðrasveit Selfoss og Karlakór Sel- foss syngur ásamt Kristjáni Jóhannssyni óperusöngvara. Ávörp flytja Guðni Ágústsson, Fjóla Krist- insdóttir, nýráðinn bæjarstjóri Ár- borgar, og Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands. Að því búnu munu nokkur barna- barnabarnabörn Egils, öll búsett á Selfossi, afhjúpa styttu Höllu Gunn- arsdóttur af Agli. Stytta af Agli Gr. Thorarensen afhjúpuð - Styttubandalagið stendur fyrir „hátíðlegri heimkomu“ í tilefni atburðarins Egill Gr. Thorarensen Guðni Ágústsson Alls 534 sem námu við Sjúkraflutn- ingaskólann á árunum 2020-22 voru brautskráðir á dögunum við athöfn í Háskólanum á Akureyri. Þetta var fyrsta útskriftin frá skólanum í þrjú ár en slíkar athafnir voru í láginni meðan á heimsfaraldri stóð. Að þessu sinni útskrifuðust 224 frá skólanum með grunnréttindi til sjúkraflutninga. Þá útskrifuðust 85 með framhaldsmenntun í sjúkra- flutningum og 225 sem vettvangs- liðar. Þrátt fyrir Covid hélst starfsemi sjúkraflutningaskólans nokkuð þétt. Árið 2020 skar sig þó úr með aðeins 27 námskeið með 238 nemendum. Árið eftir, 2021, voru námskeiðin 54 með 560 nemendum og í ár hafa verið haldin 32 námskeið með 282 nemendum. Auk þeirra námsleiða er að framan greinir sinnir skólinn endurmenntun fyrir heilbrigðis- starfsfólk og stendur fyrir endurlífgunarnámskeiðum. Þau eru skv. Evrópuviðmiðum og ætluð heil- brigðisstarfsfólki. Þá er í skólanum sinnt fræðslu, bæði ný- og símennt- un sjúkraflutningamanna, hjúkr- unarfræðinga og lækna. Menntun Nemendur og kennarar við útskrift í Háskólanum á Akureyri. Eru sérmenntuð í sjúkraflutningum - Alls 534 brautskráðir á Akreyri SKVÍSAÐU ÞIG UPP FYRIR SUMARIÐ STÆRÐIR 1428 Tankini toppur 10.990 kr Stærðir 42-56 Sundbolur 9.990 kr Stærðir 42-58 Sundbolur 12.990 kr Stærðir 42-52 Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is SU ÖT Frábært úrval af fatnaði í stærðum 42-60 Þú getur skoðað úrvalið og pantað í netverslun www.curvy.is Afgreiðslutímar í verslun Curvy í Hreyfilshúsinu við Grensásveg Alla virka daga frá kl. 11-18 og Laugardaga frá kl. 11-16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.