Morgunblaðið - 15.06.2022, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 2022
samfélaginu. Það verða því alltaf reglulega
kynslóðaskipti í leikhúsinu, sem geta stundum
verið grimm, en eru nauðsynleg. Eftir því sem
leikhúsin eru færri þeim mun meira áríðandi
er að gefa ungu kynslóðinni tækifæri til að láta
rödd sína heyrast,“ segir Ólafur Haukur og
tekur fram að hann sé enn að skrifa bækur og
leikrit og búa til músík. „Það er gaman að
vinna og þess vegna held ég því áfram,“ segir
Ólafur Haukur sem fagnar 75 ára afmæli sínu
síðar á árinu.
„Ég hef verið að undirbúa útgáfu allra leik-
rita minna á bók sem kemur út í einu ef ekki
tveimur bindum og næ mögulega að gefa verk-
in út í tengslum við stórafmælið. Ég er svo
íhaldssamur að ég vil að þessi verk séu til á
bók og ekki bara á rafrænu formi, sem þau
verða auðvitað líka. Leikhússagan okkar er
svo stutt að mér finnst nauðsynlegt að halda
því til haga sem verið hefur gert,“ segir Ólafur
Haukur og tekur fram að heildarútgáfan telji
um 25 verk. „Sem nær öll hafa verið sviðsett,
enda hef ég verið svo heppinn að langmest af
því sem ég hef skrifað hefur ratað á svið. Ég
hef verið sá lukkunnar pamfíll að eiga gott og
farsælt samstarf við leikhúsið og unnið mikið
og lengi með sama fólkinu, þeirra á meðal eru
Þórhallur Sigurðsson sem leikstýrði fjölda
verka minna og Gunnar Eyjólfsson heitinn
leikari. Það var mér algjörlega ómetanlegt að
fá að taka út minn þroska í leikhúsinu,“ segir
Ólafur Haukur og áréttar mikilvægi þess að
hlúð sé betur að íslenskum leikskáldum, enda
komi það leikhúsunum til góða.
Leikhúsin styðji betur við höfunda
„Í meðalári er verið að frumsýna í kringum
40 leiksýningar og vilji hefur verið til þess að
um helmingur þeirra séu íslensk verk.
Almennt er talið að það þurfi ár til að skrifa
fullburða leikverk og það gerir höfundur ekki
á hverju ári. Það þarf því nokkuð stóran hóp
höfunda sem eru í fullu starfi við að skrifa til
að nægt framboð sé af nýjum íslenskum verk-
um hverju sinni,“ segir Ólafur Haukur og
bendir á að fáir höfundar hafi getað einbeitt
sér alfarið að leikritaskrifum, sem sé miður.
„Ef leikhúsið vill fá þann fjölda nýrra íslenskra
verka sem það þarf verður það að sinna rækt-
unarstarfinu betur og standa við bakið á höf-
undum sem vilja efla sig sem leikskáld.“
Þúsundföld tilfinningasprengja
Inntur eftir því hvaða leikrit hans séu eftir-
minnilegust í hans huga svarar Ólafur Hauk-
ur: „Eins og aðrir höfundar á ég bágt með að
nefna eitthvert eitt verk,“ segir Ólafur Haukur
og rifjar upp að Hafið hafi verið sér mikilvægt
verk. „Þar skrifaði ég um forsendur sem ég
þekkti afskaplega vel, enda hafði allt mitt fólk í
báðar ættir verið í útgerð. Það lá því nærri
mér að fjalla um þann vettvang og það fólk
sem er í kringum það. Einnig langar mig að
nefna Græna landið sem segir átakanlega sögu
eldri manns sem fær alzheimersjúkdóminn og
hvernig tengsl hans við umhverfið eru að leys-
ast upp og rofna. Móðir mín fékk þennan
skæða og leiða sjúkdóm, þannig að þetta var
líka verk sem hjó nálægt mér. Þrek og tár,
sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu, var afskaplega
skemmtileg lífsreynsla, því það var svo mikil
og innileg gleði í kringum þá uppfærslu og
mikið af hæfileikafólki sem tók þátt í sýning-
unni að hún gat eiginlega ekki klikkað.“
Ekki er hægt að sleppa Ólafi Hauki án þess
að forvitnast um hvort hann muni eftir fyrstu
leiksýningunni sem hann sá og hvaða áhrif hún
hafi haft á hann. „Fyrsta leiksýningin sem ég
sá var uppfærsla Þjóðleikhússins á ævintýri
H.C. Andersens um Litla Kláus og Stóra
Kláus sem ég sá þegar ég var fimm ára. Þetta
var mjög áhrifamikil sýning sem færði mér
heim sanninn um það að lítilmagninn getur
sigrast á ofureflinu með ráðsnilld og snarræði.
Þetta var leikhúslexía.“
Spurður hvort hann eigi góð ráð handa ung-
um leikskáldum í dag segir Ólafur Haukur það
auðvitað persónulega ákvörðun hvers og eins
hvort hann eða hún velji „að eyða tíma í eitt-
hvað sem ekki er tryggt að verði barn í brók“
enda geti margt klikkað í ferlinu öllu. Hins
vegar fer hann ekki leynt með að listrænn
ávinningur sé mikill þegar vel tekst til. „Ég hef
gefið út fullt af bókum. Þegar bókin er komin í
band og út á markað þá fylgir því engin sér-
stök tilfinning. Annað gildir þegar þú sem leik-
skáld situr í sal fullum af fólki sem er að horfa
og hlusta á uppfærslu á verki eftir þig og þú
finnur að leikhúsgestir tengja við efnið og hríf-
ast með einhverjum hætti, annaðhvort í sorg
eða gleði. Þá upplifur maður þúsundfalda til-
finningasprengju. Það er svo ótrúlegt að fólk
geti sameinast í tilfinningum inni í lokuðum,
myrkvuðum sal þar sem allir eru tilbúnir að
taka þátt í samlifun með fólki sem er að látast
uppi á sviði. Galdur leikhússins er alveg ótrú-
legur. Þú upplifir þetta hvergi annars staðar í
neinni annarri listgrein, nema kannski ein-
staka sinnum á tónleikum,“ segir Ólafur Hauk-
ur að lokum.
„Galdur leikhússins er ótrúlegur“
- Ólafur Haukur Símonarson heiðursverðlaunahafi Sviðslistasambands Íslands 2022 - Undirbýr
heildarútgáfu allra leikrita sinna - Segir mikilvægt að hlúð sé betur að íslenskum leikskáldum
Morgunblaðið/Eggert
Þakklæti „Það gleður mig að fólk skuli líta svo á að ég hafi skilað leikhúsinu einhverju sem er
þess virði að minnast á,“ segir Ólafur Haukur Símonarson sem skrifað hefur um 25 leikrit.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Græna landið Gunnar Eyjólfsson og Krist-
björg Kjeld í Græna landinu árið 2004.
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Það er auðvitað gaman að fá svona viðurkenn-
ingu og mér þykir vænt um það. Það gleður
mig að fólk skuli líta svo á að ég hafi skilað
leikhúsinu einhverju sem er þess virði að
minnast á. Ég er líka þakklátur fyrir að fólk
skuli enn muna eftir mér, enda eru nokkur ár
síðan verk eftir mig hafa verið á fjölunum,“
segir Ólafur Haukur Símonarson sem í gær-
kvöldi tók við heiðursverðlaunum Sviðslista-
sambands Íslands 2022 fyrir framúrskarandi
ævistarf í þágu sviðslista á Íslandi.
Ólafur Haukur stundaði nám í hönnun, bók-
menntum og leikhúsfræðum í Kaupmannahöfn
og Frakklandi, og hóf svo starfsferil sinn hjá
RÚV, þar sem hann gerði heimildarmyndir um
íslenskt þjóðlíf, en frá árinu 1976 hefur hann
eingöngu sinnt skáldskap, ritstörfum og þýð-
ingum. Hann hefur setið í stjórnum og ráðum
ýmissa félaga og samtaka, var formaður Leik-
skáldafélags Íslands í þrettán ár, sat í stjórn
STEFs og gegndi embætti varaforseta leik-
skáldanefndar Alþjóðaleiklistarsambandsins
um árabil. Hann hefur setið í verkefnavals-
nefnd Leiklistarhátíðarinnar í Bonn og var
leikhússtjóri Alþýðuleikhússins um tíma.
Hann er einn af stofnfélögum Rithöfunda-
sambands Íslands, þar sem hann gegndi vara-
formennsku í átta ár og var nýlega útnefndur
heiðursfélagi Rithöfundasambandsins.
Húmorinn aldrei langt undan
Þegar Ólafur Haukur var kynntur á svið
Þjóðleikhússins í gær var rifjað upp að hann
hefði skrifað tugi leikverka „sem notið hafa
mikillar hylli leikhúsáhorfenda, bæði söng-
leiki, gamanleiki, ádeiluverk og hádramatísk
leikrit. Húmorinn er þó aldrei langt undan og
lyftir jafnan verkum hans í hæstu hæðir. Auk
leikritanna liggur eftir hann mikill fjöldi skáld-
sagna, smásagna, barna- og unglingabóka,
söngtexta og laga, þar á meðal sumar af vin-
sælustu barnaplötum allra tíma,“ sagði í kynn-
ingunni. Meðal leikrita Ólafs Hauks á löngum
og farsælum ferli eru Blómarósir (1978), Kött-
urinn sem fer sínar eigin leiðir (1984), Kjöt
(1989), Gauragangur (1993), Þrek og tár
(1995), Kennarar óskast (1996), Græna landið
(2003), Fólkið í blokkinni (2008), Bílaverkstæði
Badda (1987) og Hafið (1992), en tvö síðast-
nefndu verkin voru kvikmynduð við góðar
undirtektir. Fyrir verk sín hefur Ólafur Hauk-
ur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar,
meðal annars tilnefningu til Bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs og Norrænu leik-
skáldaverðlaunanna.
Leikhúsið samastaður unga fólksins
Í samtali við Morgunblaðið viðurkennir
Ólafur Haukur að hann sakni stundum atsins
úr leikhúsinu. „Leikhúsið er og hefur alltaf
verið samastaður unga fólksins sem er að finna
sig og setja fókus á það sem er í deiglunni í
Gríman 2022
Sjö ævintýri um skömm eftir Tyrf-
ing Tyrfingsson í leikstjórn Stefáns
Jónssonar hlaut flest verðlaun þegar
Íslensku sviðslistaverðlaunin, Grím-
an, voru afhent í 20. sinn við hátíð-
lega athöfn í Þjóðleikhúsinu í gær-
kvöldi eða sex samtals. Sýningin var
m.a. verðlaunuð fyrir leikrit ársins
og leikstjórn.
9 líf eftir Ólaf Egil Egilsson í leik-
stjórn höfundar var valin sýning árs-
ins auk þess sem Halldóra Geir-
harðsdóttir var verðlaunuð fyrir leik
í aðalhlutverki og sem söngvari árs-
ins. Alls skiptu átta sýningar með
sér verðlaunum kvöldsins sem voru
veitt í 19. flokkum. Heiðursverðlaun
Sviðslistasambands Íslands hlaut
Ólafur Haukur Símonarson.
Í ávarpi sínu sagði Orri Huginn
Ágústsson, forseti Sviðslista-
sambands Íslands, uppfærslur vetr-
arins hafa spannað breitt svið og
nefndi sem dæmi barnaleikhús,
dansleikhús, söngleiki, ný verk og
klassísk. „Nú þegar við sjáum fyrir
endann á heimsfaraldri, sem hefur
verið sviðslistafólki landsins þungur,
þá gleðjumst við. Það gaman að sjá
sköpunarkraftinn fá farveg til að
springa út á ný og stórfenglegt að
finna áhorfendur byrja að fylla leik-
hús landins aftur. Leikhúsið hefur
fylgt manninum í þúsundir ára og
mun gera um ókomna tíð. Því sviðs-
listir eru einstakt listform, fjöl-
breyttar og síkvikar. Þær sýna okk-
ur lífið frá óvæntu sjónarhorni, sýna
okkur heiminn í nýju ljósi, og
kannski mikilvægast af öllu þá
minna þær okkur á að við erum ekki
ein.“ silja@mbl.is
9 líf sýning ársins á Grímunni
- Sjö ævintýri um skömm hlaut flest
Grímuverðlaun í ár eða samtals sex
Sýning ársins
9 líf
Leikrit ársins
Sjö ævintýri um skömm
eftir Tyrfing Tyrfingsson
Leikstjóri ársins
Stefán Jónsson –
Sjö ævintýri um skömm
Leikari ársins í aðalhlutverki
Hilmir Snær Guðnason –
Sjö ævintýri um skömm
Leikari ársins í aukahlutverki
Vilhjálmur B. Bragason –
Skugga Sveinn
Leikkona ársins
í aðalhlutverki
Halldóra Geirharðsdóttir – 9 líf
Leikkona ársins
í aukahlutverki
Margrét Guðmundsdóttir –
Ein komst undan
Leikmynd ársins
Börkur Jónsson –
Sjö ævintýri um skömm
Búningar ársins
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir –
Sjö ævintýri um skömm
Lýsing ársins
Halldór Örn Óskarsson –
Sjö ævintýri um skömm
Tónlist ársins
Anna Þorvaldsdóttir – Aiôn
Hljóðmynd ársins
Salka Valsdóttir og Kristinn Gauti
Einarsson – Rómeó og Júlía
Söngvari ársins
Halldóra Geirharðsdóttir – 9 líf
Dansari ársins
Shota Inoue – Rómeó <3 Júlía
Danshöfundur ársins
Erna Ómarsdóttir – Aiôn
Dans- og sviðshreyfingar
ársins
Ernesto Camilo Aldazábal Valdés
Rebecca Hidalgo – Rómeó og Júlía
Barnasýning ársins
Emil í Kattholti
Sproti ársins
Umbúðalaust
Heiðursverðlaun Sviðslista-
sambands Íslands 2022
Ólafur Haukur Símonarson
Átta sýningar verðlaunaðar
HANDHAFAR GRÍMUNNAR, ÍSLENSKU SVIÐSLISTAVERÐLAUNANNA, ÁRIÐ 2022