Morgunblaðið - 19.07.2022, Page 2

Morgunblaðið - 19.07.2022, Page 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2022 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Vakið hefur töluverða athygli að Út- gerðarfélag Reykjavíkur hf. (ÚR) hafi ákveðið að losa sig við Sólborgu RE, þar sem innan við ár er síðan félagið festi kaup á skipinu. Við kaupin var sagt frá áformum um að breyta og endurnýja vinnslu- dekk skipsins með hátæknibúnaði í fremsta flokki. Heildarfjárfestingin var áætluð um þrír milljarðar króna. ÚR keypti skipið af Arctic Prime Fisheries á Grænlandi sumarið 2021. Það þótti mikill kostur að skip- ið væri í efsta ísklassa sem fiskiskip eru byggð fyrir, enda var tilgang- urinn með kaupunum meðal annars að eignast skip sem myndi stunda veiðar í Barentshafi, sérstaklega á ufsa og karfa. Alls voru 48 ráðnir á Sólborgu og var þeim skipt í tvær 24 manna áhafnir. Þeim hefur öllum verið sagt upp en Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR, sagði við Morgunblaðið í gær að nú sé verið að skoða kaup á öðru skipi. Lokuð lögsaga Ekki er ljóst nákvæmlega hver ástæðan er fyrir því að skoða kaup á nýju skipi í stað Sólborgar en reynslumikill skipstjóri, sem rætt hefur verið við, segir útgerðir sem stunda veiðar í Barentshafi hafi þurft að endurskipuleggja veiðarnar að undanförnu þar sem dregið hefur verulega úr aflaheimildum í Bar- entshafi. Í fyrsta lagi hefur þorsk- kvóti í Barentshafi verið skorinn niður um ríflega 20% tvö ár í röð á grundvelli ráðgjafar vísindamanna hjá Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) og hefur einnig orðið nið- urskurður í ýsukvóta. Vonir, um að auknar heimildir í ufsa myndu vega á móti þessari þróun, hafa orðið að engu, þar sem lokað hefur verið á stóran hluta Barentshafsveiðanna sem eiga sér stað í rússneskri lög- sögu. Sólborg, sem átti að nýta afla- heimildir í Barentshafi, sat því í vet- ur uppi með mun færri verkefni en áætlað var og hefur aðallega landað lúðu í vor og í sumar. Eftir því sem blaðamaður kemst næst, mun áhöfn- in starfa áfram þar til endanleg ákvörðun hefur verið tekin um hvernig skuli leysa úr stöðunni. Uppsjávarskip? Ekki liggur fyrir hvers konar skipi ÚR leitar að en á Sólborgu voru skráðar þó nokkrar heimildir í loðnu þegar Brim fór yfir kvótaþak- ið í vetur. Frystitogarinn veiðir þó ekki uppsjávartegundir og hafa heyrst vangaveltur um það hvort ÚR hafi áhuga á að eignast uppsjáv- arskip. Lokun lögsögu ástæða uppsagna? - Sólborg átti að veiða í Barentshafi - 48 hefur verið sagt upp störfum Morgunblaðið/Sisi Frystitogari Sólborg RE var sérstaklega keypt af Útgerðarfélagi Reykja- víkur hf. til að sinna veiðum í Barentshafi. Nú leitar félagið að öðru skipi. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Kennsla hefst í haust í Fossvogs- skóla, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg. Framkvæmdirnar í skólanum eru sagðar svo umfangs- miklar að við liggur að verið sé að byggja nýjan Fossvogsskóla á göml- um grunni. Vinnu við endurnýjun skólans mið- ar vel og allir sem koma að fram- kvæmdinni eru meðvitaðir um að skólastarfið verði samkvæmt stunda- töflu sem hefst 22. ágúst. Starfsfólk mætir 15. ágúst. Einhverjir verklegir þættir munu ekki klárast fyrir opnun skól- ans. Það er vegna sérpantana frá birgjum, t.d. vegna lausra inn- réttinga í kennslustofur og fleira þess háttar. „Skólastjórnendur eru meðvitaðir um þá stöðu og verður eldri búnaður sem hefur verið í notkun í Korpu- skóla notaður til að byrja með. Þann- ig að það er ekki vandamál,“ segir í svari borgarinnar. Fækkun um eina bekkjardeild „Við, fulltrúar foreldra, höfum fylgst náið með framkvæmdum nú á vordögum og fundað reglulega með yfirmönnum þeirra sviða borg- arinnar sem koma að þessu,“ segir Karl Ó. Þráinsson, formaður for- eldrafélags Fossvogsskóla. Hann tel- ur að áætlanir um að taka Austur- land og Vesturland í notkun í skólabyrjun standist. Ekki hefur ver- ið tekin ákvörðun um að laga Meg- inland á milli þeirra. Það var verst farið. Foreldrar gerðu kröfu um að Meginland yrði rifið en borgin telur mögulegt að nýta húsið með veruleg- um breytingum. Nemendur þurftu að hverfa úr skólabyggingunni í mars 2019 vegna myglu og komu aftur um haustið. Vesturland var aftur rýmt á haust- önn vegna veikinda barna. Foreldrar fengu ekki áheyrn borgarinnar fyrr en í mars 2021 þegar skólinn var rýmdur enn á ný, að sögn Karls. „Það eru eiginlega fjórir vetur sem börnin hafa verið meira og minna á hrakhólum. Börn sem luku fjórða bekk í vor hafa aldrei verið í eðlilegu skólastarfi. Þetta hefur haft mjög neikvæð áhrif á skólagönguna og komið niður á líðan barnanna,“ segir Karl. „Nokkur hópur barna hefur flutt í aðra skóla og nemendum hefur fækkað sem nemur einni bekkjar- deild.“ Skólastarf í Fossvogsskóla í haust - Framkvæmdum miðar vel - Nemendur hafa verið meira og minna á hrakhólum í fjóra vetur Karl Óskar Þráinsson Listamaðurinn Erró, Guðmundur Guðmundsson, er níræður í dag. Af því tilefni var þessi strætisvagn skreyttur verkum listamannsins en í dag býður Listasafn Reykjavíkur öllum ókeypis á yfirlitssýninguna Erró: Sprengikraftur mynda í Hafnarhúsinu. Sjálfur gaf Erró Reykjavíkurborg um tvö þús- und verka sinna árið 1989. Þá verður í dag aukaúthlutun úr Guðmundusjóði, sem listamaðurinn stofnaði árið 1997 til minningar um móðursystur sína, Guðmundu S. Kristinsdóttur frá Miðengi, til að efla listsköpun kvenna. Morgunblaðið/Hákon Níræður Erró á götum borgarinnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.