Morgunblaðið - 19.07.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2022
Guðrún Sigríður Arnalds
gsa@mbl.is
Héraðsdómur dæmdi þann 15. júlí að
Útlendingastofnun og kærunefnd út-
lendingamála hefðu ranglega ekki tek-
ið kynhneigð manns trúanlega, en
stefnandi sótti um alþjóðlega vernd
hér á landi árið 2019 sökum kyn-
hneigðar.
Áfangi í bættum réttindum
hinsegin fólks
Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður
stefnanda, segir dómurinn vera til
marks um það að fordómar viðgangist
innan kerfisins og að hinsegin fólk sem
hér sæki um hæli eigi undir högg að
sækja. „Þetta er ákaflega mikilvægur
áfangi í baráttunni fyrir bættum rétt-
indum hinsegin fólks sem hingað leitar
vegna ofsókna í heimalandi.“
Málið var tekið til meðferðar á
grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar,
þar sem stefnandi hafði fengið útgefna
vegabréfsáritun í Hollandi, en hann
hafði verið þar í 15 daga fyrir komu til
Íslands.
Í dómnum segir að til hafi staðið að
senda stefnanda aftur til Hollands með
flugi en vegna Covid-19 faraldursins
og sökum þess að hann mætti ekki í
nafnakall Útlendingastofnunar varð
ekki af því.
Töldu stefnanda ljúga
til um kynhneigð
Meðal þeirra málsástæðna sem
stefndu lögðu fram var að stefnandi
hefði ekki komið kynhneigð sinni nógu
skýrt á framfæri.
„Útlendingastofnun synjaði stefn-
anda um alþjóðlega vernd árið 2021 og
var synjunin reist á því mati að stefn-
andi hefði ekki gert sennilegt að hann
væri tvíkynhneigður né heldur að
hann hefði orðið fyrir áreiti og hótun-
um af hálfu hryðjuverkasamtaka í
heimaríki.“
Stefnandi kærði ákvörðun Útlend-
ingastofnunar til kærunefndar útlend-
ingamála en málið var höfðað 18. nóv-
ember árið 2021.
Kynntist eiginmanni
sínum á Íslandi
Í dómnum segir m.a. að stefnandi
hefði verið í hjónabandi í heimaríki
sínu en skilið áður en hann kom til Ís-
lands. Eftir um fjögurra til fimm mán-
aða dvöl á Íslandi hafi hann kynnst nú
látnum eiginmanni sínum, sem var
hjartveikur og bjuggu þeir saman í um
eitt ár.
Eiginmaður stefnanda lést nokkr-
um vikum eftir að kæra kom fram í
málinu og kom hann því ekki fyrir
nefndina eins og óskað hafði verið eftir.
Báru þar sex vitni um hjónaband
stefnanda og ekkert þeirra taldi að um
málamyndahjúskap væri að ræða.
Í niðurstöðukafla dómsins kemur
fram að úrskurður kærunefndar út-
lendingamála frá 30. september 2021
verði ógiltur.
Ákvörðun ÚTL snúið í héraði
- Útlendingastofnun synjaði manni um alþjóðlega vernd sökum þess að tvíkynhneigð væri óljós
- Maðurinn gifti sig á Íslandi - Ákvörðun synjað í héraði eftir þriggja ára baráttu stefnanda
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Umboðsmaður Evrópusambandsins telur að ann-
markar hafi verið á afgreiðslu Efnastofnunar Evr-
ópu (ECHA) á allsherjar blýbanni, sem bannar
notkun blýs í framleiðsluvöru. Það nær m.a. til
banns við notkun blýs í skotfærum og sökkum við
fiskveiðar. Efnastofnunin hefur nú opnað fyrir um-
sagnir um drög að áliti nefndar um félagshagfræði-
lega greiningu á áhrifum þess að takmarka notkun
blýs í skotfærum og sökkum utandyra.
Áki Ármann Jónsson, formaður Skotveiðifélags
Íslands (SKOTVÍS), segir að Evrópusamtök skot-
veiðimanna (FACE) hafi kvartað til Umboðsmanns
ESB vegna blýbannsins. SKOTVÍS hyggst senda
umsögn um málið í samvinnu við FACE fyrir 28.
ágúst.
„Félagshagfræðileg greining á áhrifum blýbanns
í skotfærum mun meðal annars skoða áhrif þess að
mjög margar haglabyssur eru ekki gerðar fyrir
stálhögl og hvað það þýðir ef milljónir haglabyssa
koma í endurvinnslu,“ segir Áki.
Í frétt FACE kemur m.a. fram að afskipti fram-
kvæmdastjórnar ESB af málinu hafi orðið til þess
að Efnastofnunin opnaði fyrir frekara samráð til að
meta hættu af blýi í kjöti af villtum dýrum.
Þar kemur einnig fram að Matvælastofnun ESB
(EFSA) hafi ekki veitt upplýsingar tímanlega sem
hafði áhrif á mat ECHA á hættunni af blýi í kjöti af
villibráð. FACE óskaði eftir gögnum EFSA í febr-
úar 2021 og hefði svarið átt að berast á 15 dögum.
Gögnin bárust ekki fyrr en átta mánuðum eftir að
um þau var beðið.
Notkun blýskotfæra innanhúss fellur utan
bannsins, auk þess sem nota má blýskotfæri í hern-
aði. Þá verður áfram leyft að nota blýskotfæri í viss-
um skotíþróttagreinum þar sem löng hefð er fyrir
notkun blýs.
Bann við notkun blýhagla við skotveiðar á vot-
lendissvæðum tekur gildi í febrúar næstkomandi.
Áki segir að SKOTVÍS bíði eftir svari frá umhverf-
isráðuneytinu um hvernig votlendissvæði verði skil-
greind í tengslum við bann við notkun blýhagla.
Blýbann miðist við Ramsarsvæði
„Írar komust að því að það var hægt að skilgreina
80% af Írlandi sem votlendissvæði samkvæmt ítr-
ustu skilgreiningu. Þeir eru búnir að skilgreina um
20% landsins sem votlendissvæði,“ segir Áki. „Svíar
og Finnar ætla að miða við Ramsarsvæðin hjá sér
varðandi bann við notkun blýhagla. Eftir er að taka
ákvörðun hér en SKOTVÍS leggur til að Ísland fari
sömu leið og Svíar og Finnar. Ramsarsvæðin
eru vel skilgreind á kortum og auðvelt að
framfylgja banninu þar.“
Ramsarsvæði kallast votlendissvæði
sem hafa verið valin sérstaklega til vernd-
unar vegna gildis þeirra í mismunandi
samhengi. Á Íslandi eru sex skráð Rams-
arsvæði: Andakíll, Grunnafjörður, Guðlaug-
stungur, Mývatn, Laxá, Snæfells- og
Eyjabakkasvæðið og Þjórsárver. Öll
þessi svæði eiga það sameiginlegt
að vera að mestu óröskuð votlend-
issvæði og mikilvæg búsvæði
fuglastofna (yfir 1% ákveðinna
stofna).
Morgunblaðið/BFH
Mývatn Eitt af Ramsarsvæðum Íslands. Svíar og Finnar hafa bannað notkun blýhagla á slíkum svæðum. SKOTVÍS bíður svara um hvaða leið Ísland fer.
Annmarkar á afgreiðslu
blýbanns kalla á samráð
Ökumanni bíls á leið í gegnum
Hafnarfjörð til Keflavíkur brá í
brún þegar sprenging vegna fram-
kvæmda nálægt veginum varð til
þess að grjót og hnullungar þeytt-
ust inn á Reykjanesbrautina og yfir
bílana sem ekið var eftir henni.
Að sögn ökumannsins varð
sprengingin örfáa metra frá veg-
inum, skammt þaðan sem Reykja-
nesbrautin breytist úr tvíbreiðri í
einbreiða braut. Fyrst hafi komið
hár hvellur, en síðan hafi þyrlast
upp moldarstrókur frá sprengi-
staðnum og grjóti og hnullungum
rignt yfir veginn. Ökumenn hafi
stöðvað bíla sína, en starfsmaður
við framkvæmdirnar stokkið til og
tekið stærstu hnullungana af veg-
inum.
Ekkert óhapp varð þegar öku-
mennirnir hemluðu svo snögglega,
en röð bíla myndaðist þar fyrir aft-
an í skamman tíma.
Ökutækin sem voru á móts við
sprenginguna virtust hafa farið
verst út úr henni, en samkvæmt
ökumanninum lenti grjót á bæði
þaki þeirra og vélarhlíf. Hann telur
nokkuð öruggt að það sjái á ein-
hverjum þeirra bíla, en kveðst þó
blessunarlega ekki hafa séð brotnar
eða brostnar rúður. Hann sagði
sinn bíl hafa sloppið, enda í nokk-
urri fjarlægð frá sprengingunni.
Hvorki fengust upplýsingar um
atvikið frá lögreglunni í Hafnarfirði
eða fyrirtækinu sem annast fram-
kvæmdirnar. hmr@mbl.is
Grjóti
rigndi yfir
bílana
- Grjót og hnull-
ungar á vélarhlíf
Aurskriða féll á Seyðisfirði við
Fjarðarselsvirkjun í gær. Aðrennsl-
isrör að stöðvarhúsi fór í sundur og
orsakaði talsverðan vatnsflaum í
Fjarðará yfir veginn að Fjarðarseli,
að gömlu stöðvarhúsi sem þar er.
Fjarðarselsvirkjun er elsta starf-
andi virkjunin á Íslandi, stofnsett
1913, og lítt breytt frá upphafi, en
hún er starfrækt meira vegna varð-
veislugildis en raforkuframleiðslu
nú orðið.
Að sögn lögreglunnar á Austur-
landi gekk greiðlega að loka fyrir
flauminn, en vegurinn varð fyrir
smávægilegum skemmdum. Búið er
að lagfæra veginn og er hann opinn.
Stutt er síðan svipað atvik átti sér
stað, en Rarik, sem rekur virkjun-
ina, hefur að undanförnu haft að-
stæður þar til athugunar með það
fyrir augum að koma í veg fyrir að
sams konar atvik endurtaki sig.
Aurskriða féll
við virkjunina
á Seyðisfirði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gerði hljóð-
mælingar á skotvelli Skotveiðifélags Reykja-
víkur og nágrennis, sem er innan SKOTVÍS,
á Álfsnesi í lok júnímánaðar. Fulltrúi frá
íbúaráði Kjalarness var viðstaddur.
„Hljóðmengun var í öllum tilvikum undir
viðmiðum samkvæmt sænskum stöðlum,“
segir Áki Ármann Jónsson, formaður Skot-
veiðifélags Íslands (SKOTVÍS). Hann segir
þetta ekki koma á óvart, enda fjalli sænsku
reglurnar að langmestu leyti um hvelli frá
stórum rifflum en ekki haglabyssum. En
hvers vegna er stuðst við sænska staðla
við slíkar hljóðmælingar?
„Það er vegna þess að hér eru ekki
til staðlar um hljóðmengun frá skot-
völlum. Það eru til viðmið um hljóð-
mengun frá akandi umferð, flug-
umferð og fleira,“ segir Áki.
„Það verður að setja slík
viðmið um skotvelli í reglu-
gerð ef heilbrigðiseftir-
litið á að geta byggt mæl-
ingar sínar á þeim.“
Hvellirnir innan marka
sænskra staðla
HLJÓÐMÆLING Á SKOTVELLI
Áki Ármann
Jónsson
- Blýhögl bönnuð við veiðar á votlendissvæðum í febrúar - Ekki ljóst hvernig
votlendi verður skilgreint hér - SKOTVÍS bíður eftir svari frá ráðuneytinu