Morgunblaðið - 19.07.2022, Page 8

Morgunblaðið - 19.07.2022, Page 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2022 Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is SKÚTAN Veitingar af öllum stærðum, hvort sem er í sal eða heimahúsi Nánar á veislulist.is Erfidrykkja Jón Magnússon lögmaður bendir á þá löngun „frétta- manna“ að ýta undir trúarsetn- ingu um manngert veður. Hefð- bundin háhitatíð er hafin upp í heimatilbúin heimsmet: - - - Veðurfræðingur gærdagsins var greinilega óviðbúinn tekinn til að vitna um að þetta sýndi ótví- rætt hlýnun af mannavöldum. Hann varðist vel, en sagði í lokin að marsmánuður 2022 væri sá hlýjasti sem mælst hefur. Ekki urðum við, sem vorum á Spáni í mars, vör við það og skv. Al- þjóðaveðurfræðistofunni NOAA var fjarri því að hitamet hefði fallið á Spáni í mars sl. - - - Í frétt á Al Jazeera um daginn var sagt að mikill flótta- mannastraumur frá Tigrahér- uðum Eþíópíu væri vegna lofts- lagsbreytinga og ófriðar í landinu. - - - Þetta var rangt. Loftslags- breytingar höfðu ekkert með þetta að gera, heldur innrás Eþíópíuhers inn í Tigrahéruðin undir forustu friðarverðlauna- hafa Nóbels, sem nú ræður ríkj- um í landinu. - - - Í Eþíópíu ríkti sár hung- ursneyð um og eftir 1970 vegna gríðarlegra hita og þurrka. - - - Þá var ástandið mjög alvar- legt. Nú er staðan allt önnur og mun betri. - - - Sumir segja að aukið koltvísýr- ingsmagn í andrúmsloftinu bæti vaxtarskilyrði jarðargróða.“ Jón Magnússon Allt tínt til STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Siguður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Við fögnum þeirri grundvallar- hugsun að gera starfslok lækna sveigjanlegri,“ segir Steinunn Þórð- ardóttir, formaður Læknafélags Ís- lands. Sem kunnugt er boðar Will- um Þór Þórsson heilbrigðisráðherra nú að breyta lögum á þann veg að hámarksaldur fólks, sem starfar í heilbrigðisþjónustu hjá hinu op- inbera, svo sem á sjúkrahúsum og heilsugæslu, verði 75 ár. Lengi hefur gilt samkvæmt lög- um að opinberir starfsmenn láti af störfum sjötugir að aldri, sama á hvaða sviði þeir eru. Með fyrirhug- uðum breytingum er hugsunin sú að mæta manneklu í heilbrigðis- þjónustunni. Komist þetta í gegn gætu þeir læknar sem sjálfir kjósa, sem og hjúkrunarfræðingar, sjúkra- liðar og fólk í fleiri slíkum stéttum, unnið til 75 ára aldurs. Áframhald- andi störf yrðu þá jafnan á grund- velli nýs ráðningarsamnings, sem gerður yrði þegar fólk verður sjö- tugt. Tekið skal fram í þessu sam- bandi að talsvert er um að læknar starfi nokkuð fram á áttræðisald- urinn, svo sem sérfræðingar með eigin stofu- rekstur. Læknar, sem vilja halda áfram til 75 ára, verða að gangast undir hæfnismat. Lækningaleyfi helst til æviloka, nema skv. sér- stökum ráðstöf- unum. „Tillagan mætti vera betur undirbúin, því með öllu er óljóst hver kjör lækna eigi að vera, kjósi þeir að starfa áfram á aldrinum 70-75 ára,“ segir Steinunn. Af hálfu Læknafélags Ís- lands segir hún þá kröfu skýlausa að læknar á þessum aldri njóti að öllu leyti sömu kjara og þeir sem yngri eru. Ekki sé þó ljóst í tillögu ráðherrans, hvort slíkt sé tryggt. „Eins vek ég athygli á því orðalagi að vandinn í sérhæfðri sjúkrahús- þjónustu tengist mest mönnun hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Læknafélagið vill undirstrika að vandinn felst ekki síður í mikilli manneklu meðal lækna og mikil- vægt er að ekki sé horft fram hjá þeirri staðreynd í opinberri um- ræðu,“ segir Steinunn Þórðardóttir. Sveigjanleg starfs- lok fagnaðarefni - Kjör lækna séu óbreytt eftir sjötugt Steinunn Þórðardóttir Persónuvernd athugar nú notkun hugbúnaðarlausna Google í skóla- starfi hérlendis. Komi í ljós að hún sé ekki í samræmi við persónu- verndarlöggjöf, kynni notkun króm- bóka (e. Chromebooks) að verða óheimil hérlendis. Sú varð raunin í Danmörku fyrir skömmu, á þeirri forsendu að persónuupplýsingar notenda væru vistaðar utan Evrópu- sambandsins, í trássi við GDPR- regluverk þess um persónuvernd. Vigdís Eva Líndal, staðgengill forstjóra Persónuverndar, segir að notkunin í fimm sveitarfélögum sé til skoðunar í fjölþjóðlegri úttekt í 23 ríkjum á EES-svæðinu. Hún segir mögulegt að krómbæk- ur verði bannaðar hérlendis, líkt og í Danmörku. „Við erum nú þegar með eina ákvörðun sem varðar notkun Seesaw kennslulausnakerfisins hjá Reykjavíkurborg. Þar taldi Per- sónuvernd að innleiðingin á því kerfi hefði ekki verið í samræmi við per- sónuverndarlöggjöfina. Þar var um að ræða svipuð álita- mál, eins og flutning persónuupplýs- inga til Bandaríkjanna og stjórn sveitarfélaganna á þeim upplýs- ingum. Þetta eru grunnatriði lög- gjafarinnar sem er verið að skoða aftur og aftur, bæði hér heima og annars staðar í Evrópu.“ Búast má við að rannsókninni ljúki á haustmánuðum. Kanna bann á krómbókum hérlendis - Persónuvernd með Google undir smásjánni - Niðurstöður koma með haustinu Króm Ódýrar nettölvur með hug- búnaði Google njóta vinsælda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.