Morgunblaðið - 19.07.2022, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2022
Verið velkomin
í sjónmælingu
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið virka daga 9.30–18
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Framkvæmdir eru nýlega hafnar á
Rauðarárstíg, frá Bríetartúni í suð-
urátt að Hlemmi. Lokað var fyrir
bílaumferð á Rauðarárstíg frá
Bríetartúni við upphaf framkvæmda
en áfram er opið frá Hverfisgötu.
Tilkynnt verður síðar hvenær loka
þarf fyrir bílaumferð sunnan megin.
Verktakinn er Alma Verk ehf. Verk-
lok eru áætluð vorið 2023 á öllum
þáttum verksins.
Gatnamót við Bríetartún verða
hækkuð upp og akstursrými af-
markað með tveggja og fjögurra
sentímetra háum kantsteini, segir í
verklýsingu. Gert er ráð fyrir hönn-
un götunnar í einum fleti og að akst-
ursrýmið verði hellulagt.
Snúningshringur fyrir bíla
Rauðarárstígur verður framvegis
lokaður til suðurs við Gasstöðina á
Hlemmi og með snúningshring fyrir
fólksbíla í botni götunnar. Þetta
verður breyting frá núverandi fyr-
irkomulagi með gegnumakstri bíla
um götuna. Er þetta fyrsta skrefið í
því að gera Hlemm bíllausan. Raf-
hleðslustæði verða nyrst í götunni
og sleppistæði fyrir leigubíla.
Meðfram húsaröð við Rauðarár-
stíg verður aðkomusvæði íbúðarhús-
anna, þar sem útfæra má, í samráði
við húseigendur, tröppur, gróður-
kassa með klifurgróðri og hellu-
svæði. Bekkir afmarka svæðið næst
húsunum. Götutré með trjáristum
verða meðfram götunni og regnbeð
með fjölbreyttum gróðri. Lýsing í
götunni verður með 4-5 metra háum
LED götuljósum sem dreifa lýsingu
á götuflötinn. Næst torgsvæðinu og
Hlemmi verða stæði fyrir hreyfi-
hamlaða. Breytingin hefur þau áhrif
á Strætó að leiðir 16 og 17 munu
ekki lengur stoppa við Rauðarárstíg
heldur færast að Hlemmi Mathöll.
VSÓ ráðgjöf hannaði þennan
hluta Rauðarárstígsins í samstarfi
við umhverfis- og skipulagssvið
Reykjavíkurborgar.
Töluverð klöpp er í Rauðarárstíg
sem þarf að losa og verður verktak-
anum gefinn kostur á bæði spreng-
ingum og fleygun. Gera má ráð fyrir
hávaða á vinnutíma í um það bil þrjá
mánuði eða frá lok júní og út sept-
ember, að því er fram kemur í til-
kynningu á vef Reykjavíkurborgar.
Sjö tilboð bárust í verkið. Alma
Verk ehf. bauð lægst, 189,8 millj-
ónir. Var það 32% yfir kostnaðar-
áætlun, sem var 143.9 milljónir.
Engu að síður ákvað innkaupa- og
framkvæmdaráð Reykjavík-
urborgar að ganga að tilboðinu.
Hæsta tilboðið var 311 milljónir í
verkið.
Í lok árs 2017 fór Reykjavík-
urborg af stað með hugmyndaleit
að nýju skipulagi á Hlemmtorgi.
Tillögur arkitektastofanna Manda-
works og DLD voru valdar til
áframhaldandi þróunarvinnu við
Hlemm fyrir endurhönnun svæð-
isins og gerð nýs deiliskipulags.
„Hlemmur verður kjörstaður fyrir
gangandi og hjólandi vegfarendur
og góður staður fyrir fólk og við-
burði, eftirsóttur bíllaus staður,
grænn og lifandi en einnig byrj-
unarreitur fyrir þau sem ætla í bæ-
inn,“ sagði m.a. í kynningu á tillög-
unni á sínum tíma.
Rauðarárstígurinn endurgerður
- Lokað fyrir um-
ferð bíla norðan við
Hlemm - Verður
þannig til framtíðar
Ljósmynd/reykjavik.is
Rauðarárstígur Starfsmenn verktakans hafa komið sér fyrir með tæki sín og tól. Á næstu mánuðum mun gatan taka stakkaskiptum. Í hvíta húsinu við Bríet-
artún eru höfuðstöðvar Frímúrarareglunnar á Íslandi. Í næsta nágrenni eru lögreglustöðin í Reykjavík (til vinstri á myndinni) og kínverska sendiráðið.
Kærunefnd jafnréttismála féllst ekki
á að Alcoa Fjarðaál hafi brotið jafn-
réttislög þegar þrír karlar voru
ráðnir í störf leiðtoga í skautsmiðju
álversins í Reyðarfirði. Kona, sem
einnig sótti um starfið, kærði ráðn-
ingarnar.
Leiðtogastörfin voru auglýst inn-
an fyrirtækisins í mars á síðasta ári
og sóttu 19 um störfin. Eftir fyrsta
viðtal við flesta umsækjendur var
ákveðið að bjóða einum karli eitt
starfið sem hann þáði. Sex umsækj-
endur voru boðaðir í seinna viðtal,
tvær konur og fjórir karlar, en einn
karlinn dró umsókn sína til baka áð-
ur en kom að seinna viðtalinu. Eftir
seinna viðtal voru fjórir umsækjend-
ur metnir hæfir, þrír karlar og önnur
konan. Í framhaldinu voru tveimur
körlunum boðin þau tvö störf sem
eftir stóðu.
Konan taldi sig hafa orðið fyrir
mismunun við ráðninguna. Fram
kemur í úrskurði kærunefndarinnar,
að konan hafði starfað í skautsmiðju
álversins frá árinu 2009, síðast sem
stóriðjutæknir en hún lauk grunn-
og framhaldsnámi í stóriðju hjá
Austurbrú. Hún benti á að hún hafi
lengri starfsferil en allir karlarnir
sem voru ráðnir og hafi stóriðjunám
fram yfir einn þeirra. Hafi hún auk
þess leyst leiðtoga af í starfi og séð
um og sinnt sinni vakt í fleiri ár.
Fram kemur að konan hafi verið
upplýst um það í maí 2021 um að þrír
karlar yrðu ráðnir í stöður leiðtoga.
Hún hafi í framhaldinu farið á fund
framkvæmdastjóra ásamt trúnaðar-
manni og óskað skýringa og var
henni þá tjáð að hún væri „of við-
kvæm“. Samkvæmt greinargerð
trúnaðarmanns hafi hún verið metin
hæfust þeirra sem sóttu um störfin
og hafi þannig uppfyllt öll hæfniskil-
yrði. Það hafi þó ekki verið hægt að
ráða hana þar sem hún hafi verið frá
vinnu vegna veikinda.
Í svörum Alcoa Fjarðaáls til kæru-
nefndarinnar kemur m.a. fram að í
öllu ferlinu hafi verið leitast eftir því
að finna hæfasta eða hæfustu ein-
staklingana til að takast á við það
stóra og mikilvæga verkefni sem
leiðtogar skautsmiðju stóðu frammi
fyrir. Þótt það virðist skjóta skökku
við að ráða aðeins karlmenn í þessar
þrjár stöður í skautsmiðju þar sem
markmið fyrirtækisins sé að jafna
kynjahlutföll sé staðan engu að síður
sú að hlutfall kvenna í leiðtogastörf-
um hjá fyrirtækinu sé 40% sem sé
innan þeirra markmiða sem fyrir-
tækið hafi sett sér í jafnréttismálum.
Kærunefndin segir m.a. í niður-
stöðu sinni, að kærandi og þeir tveir
sem hlutu störfin hafi að loknu síðara
viðtali fengið jafnmörg stig í sumum
matsþáttum sem lágu til grundvallar
mati á umsækjendum, þ.m.t. í úr-
lausn verkefnis, reynslu og öryggis-
málum, en mismörg stig í öðrum
þáttum, þ.m.t. í hæfni til að höndla
álag og mætingu. Verði ekki annað
ráðið en að lagt hafi verið mat á efn-
islegt inntak þessara þátta. Ekki
verði heldur ekki annað séð af gögn-
um en að niðurstaða um hvað félli
undir þessa matsþætti hafi verið
byggð á málefnalegum sjónarmiðum
og að mat á þeim hafi verið forsvar-
anlegt. Telur kærunefndin því að
mat fyrirtækisins á umsækjendum
leiði ekki líkur að því að við ráðn-
inguna hafi kæranda verið mismun-
að á grundvelli kyns.
Jafnréttislög voru
ekki brotin í álveri
- Deilt um ráðningu leiðtoga í skautsmiðju Alcoa Fjarðaáls
Morgunblaðið/ÞÖK
Álver Deilt var um ráðningu leiðtoga í skautsmiðju í álverinu í Reyðarfirði.
Ástbjört Viðja
vidja@mbl.is
Í ár verður í fyrsta sinn keppt í raf-
íþróttum á Unglingalandsmóti
UMFÍ, sem markar tímamót, bæði
fyrir ungmennafélögin og raf-
íþróttahreyfinguna. Mótið fer fram
á Selfossi um aðra helgi, dagana 29.
til 31. júlí og munu þá börn og ung-
menni á aldrinum 11-18 ára keppa í
fjölmörgum íþróttagreinum.
Í rafíþróttaflokknum verður
keppt í League of Legends, Count-
er-Strike: Global Offensive og
Rocket League.
Aron Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Rafíþróttasamtaka Íslands,
segir þetta fagnaðarefni og lítur
björtum augum á mótið framundan.
„Það verður íþróttaandi á Sel-
fossi og við trúum því að það verði
til mörg vinaböndin eftir þessa
helgi,“ sagði Aron.
Þá hvetur hann þátttakendur og
foreldra til þess að kynna sér fleiri
íþróttir en keppendur á mótinu
mega skrá sig í fleira en eina grein.
Keppt í rafíþróttum
á unglingalandsmóti
- Í fyrsta sinn á móti á vegum UMFÍ