Morgunblaðið - 19.07.2022, Síða 11

Morgunblaðið - 19.07.2022, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2022 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Mikill kraftur er í framkvæmdum við nýjar gestastofur Snæfells- og Vatnajökulsþjóðgarða á Hellissandi og á Kirkjubæjarklaustri. „Nú, þegar ferðafólk þeysist um landið þvert og endilangt, er full ástæða til að varpa ljósi á tvær bygg- ingar sem nú rísa undir merkjum Framkvæmdasýslunnar-Rík- iseigna,“ segir í tilkynningu á heima- síðu stofnunarinnar. Á Hellissandi hillir nú undir lok byggingar þjóðgarðsmiðstöðvar fyr- irSnæfellsjökulsþjóðgarðs. Bygg- ingin mun hýsa þjónustumiðstöð þjóðgarðsins með sýningar- og kennsluaðstöðu fyrir gesti, auk rýma fyrir starfsmenn þjóðgarðsins, svo sem skrifstofur, geymslur og að- stöðu fyrir þjóðgarðsverði, alls um 710 fermetrar. Kostnaður við fram- kvæmdirnar er áætlaður ríflega 600 milljónir króna. Er það verktakafyr- irtækið Húsheild sem byggir og hafa framkvæmdir gengið vel. Byggingin er hönnuð af Arkís, en stofan sigraði í hönnunarsamkeppni sem fór fram árið 2006. Byggingin verður umhverfis- vottuð. Samhliða byggingarferlinu fer fram vottunarferli í samstarfi við BREEAM-stofnunina. Á Kirkjubæjarklaustri rís nú gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs. Gestastofan mun veita upplýsingar til ferðamanna um þjóðgarðinn og nágrenni hans, auk þess sem þar verður fræðslusýning um náttúru og mannlíf svæðisins. Byggingin er á einni hæð með kjallara undir hluta hennar. Uppsteypu hússins er að mestu lokið og frágangur innanhúss að hefjast. Byggingin er 765 fer- metrar að stærð en kostnaður er áætlaður 852 milljónir króna. Gestastofan er hönnuð af Arkís og verður líkt og þjónustumiðstöðin á Hellissandi BREEAM-umhverfis- vottuð. Þessar framkvæmdir eru liður í uppbyggingu ríkisins á ferðamanna- stöðum víðs vegar um land. Á undan- förnum misserum hafa staðið yfir framkvæmdir við göngustíga sem auðvelda aðgang að náttúruperlum á borð við Gullfoss, Geysi, Dynjanda og Dyrhólaey, að því er fram kemur á heimasíðu FSRE. Tvær nýjar gestastofur rísa - Nýjar miðstöðvar þjóðgarða landsins eru nú í byggingu á Hellissandi og á Kirkjubæjarklaustri Hellissandur Nýja byggingin setur mikinn svip á umhverfi sitt. Hún er alls 710 fermetrar og hýsir aðstöðu fyrir gesti þjóðgarðsins og starfsfólk hans. Ljósmyndir/FSRE Klaustur Hin nýja miðstöð rís í nágrenni við Skaftá og mun falla vel inn í landslagið fullbyggð. Húsið er 765 fermetrar og er hið nýtískulegasta. Sigurður Bogi Sævarson sbs@mbl.is Nærri þrjátíu manns á vegum ÞG- verks starfa um þessar mundir við að byggja nýjar brýr á hringveg- inum, það er yfir Hverfisfljót og Núpsvötn, fyrir austan Kirkjubæj- arklaustur. Vegagerðin bauð út þetta verkefni á síðasta ári í einum pakka, enda þótti það koma vel út. Óvænt mál að glíma við „Gangurinn í framkvæmdunum er góður, enda þótt okkar menn hafi þurft að glíma við margt óvænt, rétt eins og fylgir þegar verið er að brúa jökulfljót. Slíkt getur fylgt í svona verkefnum,“ segir Þorvaldur Giss- urarson, framkvæmdastjóri ÞG- verks, í samtali við Morgunblaðið. Við Hverfisfljót er verkefnið að byggja þriggja hafa 74 metra metra langa stálbitabrú með steyptu gólfi. Brúin er ögn neðan við þá sem nú stendur og því fylgir að lagður er nýr vegur á þessum stað, rúmlega tveggja kílómetra spotti. Gert er ráð fyrir að mannvirki þetta verði tilbúið í september næstkomandi. Verkefnið við Núpsvötn er öllu viðameira. Þar er byggð 138 metra brú, rétt ofan við þá sem nú stendur. Vinnuflokkur ÞG-verk, sem Sig- urður Guðjónsson fer fyrir, kom á svæðið í apríl síðastliðnum. Er nú búið að steypa báða landstöpla og þrjá af fjórum millistöplum, sem á verður steypt gólf í fimm höfum. Lagður er nýr vegur að brúnni, 1,9 kílómetra langur kafli, auk þess sem útbúinn er útsýnisstaður á vestur- bakka jökulfljótsins. Tafir á Sólheimasandi Auk brúnna yfir Hverfisfljót og Núpsvötn sá ÞG-verk einnig um smíði nýrrar brúar yfir Jökulsá á Sólheimasandi. Sú er 163 metra löng og er nánast tilbúin. Tafist hefur þó- að opna fyrir umferð vegna viðgerða sem kom í ljós að ráðast þyrfti í eftir að steypumót voru fjarlægð. Úr því er nú verið að bæta. Um helgina voru múrarar á svæðinu að bæta úr því sem þarf í köntum við handrið. Brúin yfir Jökulsá verður opnuð síðsumars. Nánari tímasetning ligg- ur ekki fyrir, samkvæmt upplýs- ingum frá Vegagerðinni í gærdag. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Framkvæmdir Búið er að steypa þrjá af fjórum millistöplum brúar yfir Núpsvötn. Framkvæmdir á Sólheimasandi eru lengra komnar en þar voru menn að pússa steyptan kant um helgina. Þrjár nýjar brýr á hringveginum - Einbreiðum brúm fækkar enn - Jökulsá, Hverfisfljót og Núpsvötn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.