Morgunblaðið - 19.07.2022, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2022
✝
Margrét S.
Guðmunds-
dóttir fæddist á
Húnsstöðum í A-
Hún. 19. maí 1946.
Hún lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 7. júlí 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Guðmund-
ur Eyberg Helga-
son, f. 14.11. 1924,
d. 26.5. 1979, og
Ingibjörg Margrét Kristjáns-
dóttir, f. 4.10. 1926, d. 18.1.
2014.
Margrét var elst sjö systkina.
Systkini hennar eru: Kristján, f.
21.5. 1948, eiginkona Helga Jör-
undsdóttir, f. 7.3. 1952; Davíð
Þór, f. 7.5. 1950, d. 7.1. 2012, eft-
irlifandi eiginkona Hrafnhildur
Þorleifsdóttir, f. 22.4. 1955;
Bjarni Rúnar, f. 14.3. 1952, eig-
inkona Ragnheiður Austfjörð, f.
6.9. 1951; Ásgeir Pétur, f. 11.5.
1954, eiginkona Ásthildur Jóns-
dóttir, f. 7.9. 1954; Örlygur Atli,
f. 21.12. 1962, eiginkona Hólm-
fríður G. Magnúsdóttir, f. 17.6.
1965; Nína Hrönn, f. 8.1. 1968,
eiginmaður Tjörvi Dýrfjörð, f.
2.12. 1967.
Margrét giftist hinn 14.11.
1970 Þorgeiri Sæmundssyni, f.
20.11. 1947. Foreldrar hans
Þórey Ingvarsdóttir, f. 14.11.
2004. e) Krummi Týr Gíslason, f.
16.1. 2004. Faðir þeirra er Gísli
Ólafsson, f. 3.2. 1972.
3) Halla Eyberg, f. 28.3. 1978,
eiginmaður Bárður Smárason, f.
7.4. 1975.
Börn Höllu eru: a) Ciara Mar-
grét Eyberg Valdimarsdóttir, f.
17.8. 2000, unnusti Stefán Jó-
hannesson, f. 30.1. 1996. b)
Áróra Eyberg Valdimarsdóttir,
f. 16.5. 2006. c) Jökull Eyberg
Valdimarsson, f. 14.12. 2008.
Faðir þeirra er Valdimar
Sveinsson, f. 17.6. 1973.
Margrét ólst upp á Ytri-
Kárastöðum á Vatnsnesi í V-
Hún. Hún lauk gagnfræðaprófi
frá Reykjaskóla í Hrútafirði og
þaðan fór hún í Kvennaskólann
á Blönduósi. Hún lauk síðan
sjúkraliðaprófi frá Landakots-
spítala árið 1968. Margrét starf-
aði sem sjúkraliði nánast alla
sína tíð. Hún vann m.a. á Landa-
kotsspítala, Borgarspítalanum,
St. Jósefsspítala í Hafnarfirði,
Grensásdeild, Hrafnistu og Sól-
vangi í Hafnarfirði. Hún vann
lengst á St. Jósefsspítala, eða í
allt að 20 ár, en einnig sem dag-
mamma, í Ásmundarbakaríi, á
leikskóla og á sambýli þegar
dæturnar voru litlar. Hún var
afar listræn, spilaði á gítar og
söng. Einnig var hún mikil garð-
yrkjukona.
Útför Margrétar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 19.
júlí 2022, klukkan 13.
Jarðsett verður í kirkjugarði
Hafnarfjarðar.
voru Sæmundur
Breiðfjörð Helga-
son, f. 23.10. 1916,
d. 3.6. 1998, og
Ragnhildur Þor-
geirsdóttir, f. 1.2.
1922, d. 11.6. 2005.
Börn Margrétar
og Þorgeirs eru:
1) Ragnhildur
Anna, f. 29.9. 1970,
maki Helgi Páls-
son, f. 4.3. 1968.
Börn þeirra eru: a) Atli Páll, f.
2.5. 1991, maki Hrönn Guð-
mundsdóttir, f. 13.12. 1993. b)
Margrét, f. 11.8. 1998, maki
Emil Snær Hafþórsson, f. 6.1.
1996. c) Helga Sara, f. 24.6.
2001.
2) Bára Kristín, f. 17.10. 1972,
eiginmaður Geir Bjarnason, f.
30.6. 1966. Börn Báru eru: a)
Guðbjartur Ísak Ásgeirsson, f.
18.9. 1989, faðir hans er Ásgeir
Jón Guðbjartsson, f. 16.12. 1968.
Eiginkona Guðbjarts Ísaks er
Sandra Dögg Friðriksdóttir, f.
1.8. 1989, börn þeirra eru: Úlf-
rún Irja, f. 5.9. 2016, og Ásgeir
Óðinn, f. 1.8. 2019. b) Hekla
Lydía Gísladóttir, f. 20.11. 1994,
maki Anna María Stefánsdóttir,
f. 5.7. 1994. c) Ólafur Jarl Gísla-
son, f. 26.5. 1996. d) Þorgeir Sær
Gíslason, f. 16.1. 2004, unnusta
Þú fórst óvænt frá okkur en
skildir svo mikið eftir. Við komum
seint inn í stórfjölskylduna og
kvæntumst dætrum þínum. Við
fundum það frá því við hittum þig
fyrst hve mikið þú elskaðir dætur
þínar og við fengum því ómælda
ást og umhyggju frá þér. Þú vildir
öllum svo vel í kringum þig og
sýndir öllum ást og stuðning og
bera dætur þínar þann arf áfram
til barna sinna og barnabarna
þinna.
Við minnumst þín sérstaklega
fyrir hefðirnar. Amma Gréta vissi
alltaf hver átti afmæli og öll börn,
barnabörn og barnabarnabörn
fengu gjafir á afmælisdegi sínum.
Matarboðin á tímamótum þar sem
stórfjölskyldan hittist skipti þig
máli og munum við viðhalda þeim
góðu hefðum áfram.
Kæra tengdamóðir, við munum
standa okkur og hugsa vel um af-
komendur þína og Þorgeir verður
ekki undanskilinn þeirri ábyrgð
okkar. Þú fórst allt of fljótt frá
okkur og það var svo margt sem
við áttum eftir að gera. Þú munt
lifa í okkur öllum og þannig taka
þátt í lífinu áfram. Ljóðið Líkn eft-
ir Stefán Finnsson segir hug okk-
ar en í hjarta okkar er sorg og
söknuður.
Lát þú líkn mig vefja
og láttu mig orð þín dreyma.
Og huga minn hefja
hátt til þín og engu gleyma.
Og láttu mig muna
miskunn í dagsins önnum.
Sárum sorgum una
og sjá von í breyskum mönnum.
Geir Bjarnason,
Bárður Smárason.
Magga er ein sú hjartahrein-
asta manneskja sem ég hef á æv-
inni hitt. Ég er alveg viss um að
það eru ekki til nema fáar mann-
eskjur í heiminum, sem hafa þetta
hjartalag. Allir sem hana þekktu
vita þetta. Ef hún var ekki viss um
að allt væri í lagi allstaðar, þá ein-
faldlega hringdi hún í alla til að
vera viss um að svo væri. Á tíma-
bili var slökkvistöð Hafnarfjarðar
skammt frá heimili þeirra. Því
gátu verið allmörg símtöl í viku til
að athuga hvort allt væri í lagi ef
mikið gekk á hjá sjúkrabílunum.
Það er stórt skarð höggvið í
fjölskylduna alla, þar sem Magga
var með alla þræðina á hreinu,
hvaða barn hvers og eins átti af-
mæli og voru gjafir sendar lands-
horna á milli ef því var að skipta.
Væntumþykjan gagnvart fólkinu
sínu var ósvikin.
Magga var hrókur alls fagnað-
ar og þegar hún datt í gírinn lágu
allir veltandi um af hlátri. Ég
hafði dálítið gaman af því að stríða
henni lítillega, saklaus stríðni auð-
vitað, sem hún tók nú yfirleitt vel.
En hún gat líka svarað fyrir sig og
þá var það alltaf beint í mark. Eitt
sinn náði hún sér niðri á mér og
þóttist vera að láta sníða á mig
jakkaföt. Hnausþykk gróf brún
flauelsjakkaföt, með þykkum leð-
urbótum á olnbogunum. Hún var
svo sannfærandi að ég var farinn
að trúa henni og kveið því að
ganga í þessu til þess að móðga
hana ekki.
Ég kveð elsku tengdamömmu
mína með miklum söknuði en líka
með þakklæti fyrir að fá að kynn-
ast þessari einstöku manneskju.
Helgi Pálsson.
Elsku besta amma mín, elsku
amma Gréta.
Mér finnst þetta allt svo ótrú-
legt ennþá. Hitti þig bara tveimur
dögum áður en allt gerðist og ég
þá á leiðinni til Spánar. Þú komst
og gafst mér svo fallegt umslag
sem á stóð nafnið mitt og: Góða
ferð, með hjarta. Í umslaginu voru
40 evrur sem þú vildir gefa mér í
gjaldeyri. Ég keypti handa þér
sex pör af sokkum á Spáni. Þú
varst svo mikil sokkakona ha ha.
Ég valdi eitt par sem þú ert í
núna, og mér þykir svo vænt um
það. Bláir með litlum bleikum
hjörtum efst. Blár var líka uppá-
haldsliturinn þinn, elsku amma.
Þér þótti alltaf svo gaman að
spjalla og þú varst líka mjög for-
vitin. Það og fleira áttum við sam-
eiginlegt. T.d. vorum við líka í
sama stjörnumerki og því vorum
við oft kallaðar nautin eða forvitnu
nautin í fjölskyldunni. Eins og afi
sagði við mig um daginn, þá vor-
um við svo miklar trúnaðarvin-
konur. Það var alltaf svo gott og
gaman að heimsækja þig og
spjalla við þig. Þú þekktir næstum
allar vinkonur mínar og þær þig
og sumar höfðu fengið að koma í
heimsókn með mér og fá allskonar
gott í svanginn.
Þú talaðir alltaf fallega um allt
og alla og varst alltaf svo góð við
alla. Þú varst líka með afar græna
fingur og átt fallegasta garð í
heimi.
Takk fyrir allt sem þú gerðir
fyrir mig, elsku amma mín. Þú
varst alltaf til staðar fyrir mig.
Ég elska þig og það komst eng-
inn fram hjá því að þykja vænt um
þig, enda varst þú svo stórkostleg
manneskja. Þú varst svo falleg og
varst svo mikið góð.
Elsku amma Gréta, þín er og
verður svo sárt saknað. Þú varst
sú allra besta í heimi og ég mun
alltaf elska þig.
Þín ömmustelpa,
Áróra Eyberg.
Elsku besta amma Gréta.
Ég elska þig svo mikið og mun
alltaf gera. Ég trúi þessu ekki
ennþá og ég mun örugglega ekk-
ert gera það alveg strax. Takk fyr-
ir allt sem þú gerðir fyrir mig,
elsku amma mín. Takk fyrir evr-
urnar um daginn og fallega um-
slagið, ég ætla alltaf að eiga það.
Þú varst alltaf svo góð við mig og
alla aðra í þínu lífi.
Þegar ég eignast börn ætla ég
sko að segja þeim allar sögurnar
um þig. Takk fyrir öll skiptin sem
ég fékk að gista hjá þér, takk fyrir
að eiga alltaf eitthvað gott handa
mér. Takk fyrir allt sem þú gerðir
fyrir mig.
Ef ég eignast stelpu ætla ég að
skíra hana í höfuðið á þér. Ég ætla
alltaf að biðja bænirnar og tala við
þig á kvöldin áður en ég fer að
sofa. Þú varst besta amma í heimi
og verður það alltaf.
Elska þig alltaf.
Þinn ömmustrákur,
Jökull Eyberg.
Elsku besta og fallegasta
mamma í öllu heiminum.
Engin okkar er tilbúin að skrifa
þessa grein og mikið vildum við að
tilefnið væri annað enda varstu
hlæjandi og kát fyrir nokkrum
dögum. Í ferð með einni okkar,
gefandi maka annarrar okkar af-
mælisgjöf og prangandi pilsi inn á
þá þriðju. Við vitum ekki hvernig
lífið á eiginlega að ganga sinn
vanagang án þess að hafa þig með.
Öll þín umhyggja, ást og kærleik-
ur. Þú varst lítið villibarn og elsk-
aðir náttúruna, svo full af ást á
öllu og öllum. Mesta jólabarnið,
mesta sumarbarnið og elskaðir
smáfuglana og gafst þeim að
borða allan ársins hring.
Þú varst elst sjö systkina, ólst
upp á Vatnsnesinu og elskaðir
alltaf þann stað sem og Hvamms-
tanga. Þú sagðir okkur sögur af
lífinu í sveitinni og það var mikill
systkinakærleikur á milli ykkar
systkina og við höfum fengið að
njóta þess að þekkja vel fólkið
þitt.
Við erum ekki að meðtaka
þetta allt saman, enda allt of
snöggt og óendanlega sárt fyrir
okkur þrjár sem og okkar maka,
börn og barnabörn.
Þú kvaddir í faðmi fjölskyld-
unnar og þú kvaddir fallega og
friður var yfir öllu.
Við fundum að þú gafst okkur
einhvern ótrúlegan aukastyrk
elsku mamma, á þessari erfiðu
stundu.
Það sem þú varst dásamleg og
gefandi mamma, hvattir okkur
allar áfram í öllu sem við tókum
okkur fyrir hendur.
Þú varst alltaf til staðar fyrir
alla. Styrktir allt og öll félög eða
einstaklinga sem voru í fjáröflun.
Þú fórnaðir þér svo allt of mikið,
og má þar t.a.m. nefna þegar ein
okkar bað um pössun fyrir all-
nokkrum árum. Hún hringdi í þig
og spurði og svarið var auðvitað
já! Þegar komið var með börnin
sást að þú varst í fínum kjól, búin
að farða þig og við það að klára að
taka af þér allt skart. Þú varst á
leiðinni á árshátíð hjá Sólvangi
með þínum vinnufélögum, þar
sem þú starfaðir þá. En nei, þú
ætlaðir að sleppa því og passa
frekar barnabörnin. Þetta fór jú
auðvitað þannig að sú okkar sem
átti í hlut sá til þess að þú færir á
árshátíðina, en þetta varst þú í
hnotskurn. Alltaf boðin og búin til
að fórna öllu fyrir okkur eða okkar
fólk, fólkið þitt.
Við þökkum þér fyrir alla þá ást
og umhyggju sem þú sýndir ávallt
mönnunum okkar. Alltaf tilbúin
með einhverjar veitingar, úthugs-
aðar afmælis- og jólagjafir. Ein-
stök tengdamamma í alla staði.
Við þökkum þér fyrir allt tengt
börnunum okkar, allar ykkar
stundir saman, allar gistinæturn-
ar, öll ástin og umhyggjan. Þú
varst alltaf til staðar fyrir þau öll.
Núna minnir allt á þig: Jólin,
sumarið, smáfuglarnir, þvottur á
útisnúru, álfar og smáhlutir í
garðinum sem og innandyra, og
auðvitað allt á sínum stað. Við
gætum haldið áfram endalaust.
Okkur langar að lokum til að
þakka þér fyrir allt, elsku besta
mamma. Takk fyrir að vera besta
mamma í heimi. Takk fyrir að
vera besta amma í heimi. Takk
fyrir að vera besta langamma í
heimi. Takk fyrir að vera besta
tengdamamma í heimi. Takk fyrir
að vera þú! Þú varst einfaldlega
allra best.
Elskum þig út í hið óendanlega.
Þínar mömmustelpur,
Halla, Bára og
Ragnhildur.
Jöklarnir sem bráðnuðu undan brosi
þínu
bindast nú flóði tára þeirra sem þig
þekktu.
Líkt og farfuglarnir sem heimsóttu þig í
vor,
höldum við heim með tóm í hjarta.
Öðruvísi yrði ómögulegt að koma fyrir
öllum þeim kærleik
og ógleymanlegu minningum sem þú
skilur eftir þig.
Fyrir okkur að rifja upp, varðveita og
nýta sem lím
á brotin hjörtu þeirra sem þess munu
þarfnast.
Í anda þín, sem varst klettur allra sem á
þurftu að halda.
Áhyggjufull en aldrei óttaslegin.
Jákvæð en aldrei óraunsæ.
Amma Gréta, en aldrei annað en
fyrirmyndin mín og besta vinkona.
Þinn ömmustrákur að eilífu.
Guðbjartur.
Amma, þú varst engri lík, með
risastórt hjarta úr gulli og hugs-
aðir ávallt svo vel um allt og alla í
kringum þig. Að eiga þig sem
ömmu var eins og að vinna í lottói
og gott betur en það. Þú varst
góðmennskan uppmáluð og
kenndir okkur svo margt sem við
munum varðveita um alla tíð.
Við gátum öll hlegið að því hvað
þú hafðir alltaf miklar áhyggjur af
okkur og enduðu símtölin eða
heimsóknirnar yfirleitt á „farðu
varlega“. Við munum öll sakna
þess að heyra þessi tvö orð sem þú
varst vön að segja við okkur og
lofum þér því að fara ætíð varlega
og drekka aldrei úr dós úti á
sumrin.
Það eru ekki til nógu stór orð til
að lýsa því hversu sárt við munum
sakna þín, elsku amma, og þú skil-
ur eftir risastórt skarð sem verður
aldrei hægt að fylla.
Við munum samt alltaf minnast
þín með bros á vör og vera þakklát
fyrir allar þær fallegu stundir sem
við áttum saman. Við lofum að
passa upp á afa, dætur þínar og
hvort annað.
Þar til við hittumst aftur.
Þín,
Guðbjartur Ísak, Sandra
Dögg, Hekla Lydía,
Anna María, Óli Jarl,
Þorgeir Sær, Þórey,
Krummi Týr, Úlfrún Irja
og Ásgeir Óðinn.
Elsku amma Gréta, þú hefur nú
kvatt okkur og þennan heim og
mikið sem við söknum þín. Við
vorum sérlega heppin að eiga þig
að en hjartahlýrri manneskju er
vart hægt að hugsa sér.
Við áttum svo notalegar stund-
ir saman hvort sem það var yfir
kaffibolla á Álfaskeiðinu eða hvít-
vínsglasi í fellihýsinu eða á
Hvammstanga. Það var alltaf svo
gott að koma á Álfaskeiðið og
spjalla um daginn og veginn og
alltaf birtust á borðinu skálar með
öllu því góðgæti sem var í uppá-
haldi hjá manni. Það finnst okkur
lýsa þér svo vel því þú passaðir
alltaf svo vel upp á að allir í kring-
um þig hefðu það gott.
Þú varst alltaf til staðar fyrir
okkur og hjá þér fann maður ætíð
fyrir ómældri væntumþykju.
Hvíldu í friði elsku amma okk-
ar, við yljum okkur nú við allar
góðu minningarnar, takk fyrir
þær.
Þín ömmubörn,
Atli Páll, Margrét
og Helga Sara.
Elsku besta systir mín.
Þú kvaddir okkur alltof
snemma að okkur finnst og tóma-
rúmið stórt og mikið við þitt frá-
fall. Við yljum okkur þó við góðar
stundir er við áttum saman og á
sama tíma erum við afar þakklát
fyrir að hafa átt samleið með þér á
göngu okkar í þessu jarðlífi. Allir
bera þér vel söguna enda ekki
annað hægt, einstaklega hjartahlý
og kærleiksrík, falleg og vel gefin
kona, ávallt stutt í spaugið og hlát-
urmild. Aldrei bar skugga á vin-
áttu okkar, alltaf varstu hlý og vin-
gjarnleg og hafðir ómældan tíma
fyrir allt þitt fólk og fjölskyldu.
Það mætti segja sem svo að þú
hafir verið límið í stórfjölskyld-
unni, þú varst manneskjan er
hafði reglulega samband við sem
flesta og varst með alla afmælis-
daga á hreinu enda skráðir þú
samviskulega niður allar slíkar
upplýsingar. Eins náðir þú að
skipuleggja og koma í fram-
kvæmd sameiginlegum verkefn-
um stórfjölskyldunnar en þó ávallt
mildilega og áreynslulaust. Mér er
minnisstætt hversu dugleg og
hjálpsöm þú varst í veikindum
móður okkar og annarra er hafa
átt erfitt í lífinu, þetta gerðir þú
allt án þess að barma þér eða ætl-
ast til einhvers til baka sem er afar
lýsandi fyrir hjartahlýju þína og
góðmennsku. Mér þykir einnig
vænt um það þegar þið hjónin birt-
ust óvænt á pallinum hjá okkur
Fríðu í Hveragerði núna í júní og
nú þegar þú ert farin frá okkur
verður sú stund okkur afar dýr-
mæt í minningunni. Okkur þótti
einnig mjög vænt um hvað þú
sýndir litlu frænku þinni mikla at-
hygli, henni Esju Eyberg, fyrsta
barnabarni okkar. Því miður náð-
uð þið aldrei að hittast, en þarna sá
maður enn og aftur hvað þú varst
kærleiksrík og ástrík þínu fólki.
Það er svo margs að minnast,
öll ættarmótin heimsóknir og
ferðalög. Ferðalag okkar til Kúbu
með mörgum af stórfjölskyldunni
mun ávallt lifa með okkur enda
einstaklega skemmtileg ferð og
virkilega gaman að ferðast með
ykkur hjónum og vinum og ætt-
ingjum á þessum framandi slóð-
um, hefðum ekki viljað missa af
því. Það er viðbúið að við sem
stöndum þér næst verðum einkar
umkomulaus og berskjölduð nú
þegar þú ert horfin héðan á braut,
elsku Magga okkar.
Það hefur verið höggvið stórt
skarð í fjölskylduna enn á ný en
við þökkum fyrir svo margt.
Hjartagæska þín, umburðarlyndi
og mildi mun aldrei gleymast og
þú munt ávallt búa í hjarta vor
allra.
Örlygur Atli Guðmundsson
og fjölskylda.
Að skrifa þessi orð er erfiðara
en tárum taki, en í dag kvaddi ég
elsku bestu uppáhaldssystur mína
sem reyndist mér og mínum börn-
um svo vel. Hún var tæplega 22
ára þegar ég sjöunda barnið bætt-
ist í hópinn en við systurnar vor-
um tvær og fimm bræður á milli
okkar.
Magga var flutt að heiman þeg-
ar ég fæddist og bjó meirihluta ævi
sinnar í Hafnarfirði með Þorgeiri
og dætrum sínum þremur. Ragn-
hildur, elsta dóttirin, fæddist
tveimur árum á eftir mér og urðum
við miklar vinkonur og urðu ferð-
irnar og gistinæturnar í Hafnar-
firði hjá Möggu systur ótrúlega
margar og ógleymanlegar. Bára
dóttir þeirra fæddist fjórum á eftir
mér og Halla þegar ég var 10 ára
og á ég miklar vinkonur í þeim.
Það var alltaf svo skemmtilegt í
Hafnarfirðinum, þar var hægt að
fara upp á Hamar og skauta á
Læknum eða sulla í honum, var
elsku Magga oft með lífið í lúk-
unum á meðan en það lýsti henni
dálítið vel þar sem hún var oft og
iðulega með áhyggjur af sínu
fólki. Þegar ég eltist fékk ég oft
hringingu ef eitthvað gerðist ein-
hvers staðar og ég hafði verið þar
á svipuðum tíma og þá hringdi
hún og athugaði hvort allt væri í
lagi. Margir í ættinni fengu þann-
ig símtal en Magga var alltaf að
passa upp á sitt fólk og var ljúf-
asta kona sem ég hef hreinlega
kynnst á lífsleiðinni. Þegar ég
varð eldri og eignaðist mín fimm
börn þá passaði hún alltaf upp á
gjafirnar hvort sem hún mætti í
veisluna eða ekki og hringdi hún
þegar við öll áttum afmæli. Okkar
samband var alltaf gott og aldrei á
okkar 54 ára systra og vináttu-
sambandi kom skuggi eða rifrildi
og skiptumst við á afmælis- og
jólagjöfum öll þessi ár.
Þegar mamma okkar systkin-
anna dó þá fór hún að skrifa á
gjafirnar til Aþenu dóttur minnar
frá ömmu Grétu í gamni en hún
gat auðveldlega verið amma henn-
ar og jafnvel langamma miðað við
aldursmuninn á þeim en Aþena er
11 ára. Magga lét covid ekki
stoppa sig í gjafmildinni, þegar
enginn mátti koma í afmæli þá
sendi hún Aþenu gjöf í pósti við
mikla gleði. Þegar brúðargjöfin
mín kom frá henni og dætrum þá
sátu þær mæðgur úti í bíl með
grímur, hringdu í mig og voru
búnar að koma gjöfinni fyrir við
útidyrahurðina. Þetta lýsir
Möggu svo vel, alltaf að gleðja og
passa upp á allt og alla. Við
hringdum alltaf í hvor aðra oftast
vikulega en stundum oft á dag og
þegar við slitum samtalinu
hringdi síminn reglulega aftur:
heyrðu eitt enn. Við hlógum
stundum hér heima þegar síminn
hringdi strax aftur og einhver hér
sagði þetta er Magga, vildi óska
að hún gæti hringt í mig. Ég á svo
margar skemmtilegar (t.d. sagan
um Eirík Fjalar), ljúfar, sárar og
fallegar minningar með henni sem
hafa mótað mig og munu hafa
áhrif á líf mitt til framtíðar. Eins
og segir í laginu; Þú fagra minn-
ing eftir skildir eina, sem aldrei
gleymist meðan lífs ég er. Hver
minning minning er dýrmæt perla
Margrét S.
Guðmundsdóttir