Morgunblaðið - 19.07.2022, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2022
Hreinsum allar yfirhafnir,
trefla, húfur og fylgihluti
STOFNAÐ 1953
Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is
www.facebook.com/efnalauginbjorg • Sími 553 1380
„NÚ ÞEGAR ÞÚ ERT ORÐINN
ATVINNUKRIMMI GETURÐU DREGIÐ
REIKNINGINN FRÁ LÖGFRÆÐINGNUM
FRÁ SEM KOSTNAÐ.“
„ÞAÐ EINA SEM ÉG SAGÐI VAR AÐ MÉR
LÍKAR BARA VIÐ HELMING LAGANNA.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að fagna alltaf nýju
ári með þér.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
KÆRI JÓLI, OF
BLAA
KÆRI HERRA, SÆLL HVÍTSKEGGUR,OFFORM-
LEGT
ÉG KANNAST EKKI VIÐ ÞENNAN GAUR. MIG
GRUNAR AÐ HANN SÉ FLUGUMAÐURÓVINANNA!
MATURINN ER TILBÚINN!
FRÁBÆRT! GRUNURINN
STAÐFESTUR!
ur segir, fengist við ýmsa miðla. Á
sýningunni má finna allt frá gjörn-
ingum, vídeólist, grafík, fjölfeldi og
klippimyndum, til stórra verka í al-
mannarými og málverka á öllum
skala, sem hafa unnið Erró verð-
ugan sess í evrópskri listasögu. Er
þetta umfangsmesta sýning sem sett
hefur verið upp á verkum lista-
mannsins hérlendis eins og fram
kemur á heimasíðu Listasafns
Reykjavíkur. Sýning þessi rekur
listamannsferil Errós eftir tímabil-
um og þemum og er afrakstur sjö
áratuga vinnu. Hún endurspeglar
glæsilegan feril listamannsins og
byggist að mestu á gjöf hans til safn-
ins 1989. Þegar sýningunni lýkur
verður hún opnuð víðar í Evrópu og
verður meðal annars í ARoS-safninu
í Árósum í apríl 2023.
Fjölskylda
Eiginkona Errós er Vilai Permic-
hit, f. 1954 í Taílandi. Dóttir Errós
með fyrrverandi eiginkonu sinni,
Myriam Bat-Josep, er Tura, f. 15.3.
1960, læknir í París. Hún á dótturina
Eloise. Faðir hennar er Leon Milo
tónskáld. Hálfsystkini Errós, sam-
mæðra: Lárus Siggeirsson, f. 25.6.
1936, bóndi á Kirkjubæ á Kirkubæj-
arklaustri; Kristinn Siggeirsson, f.
6.3. 1939, d. 19.2. 2017, bóndi á
Hörgslandi; Gyða Siggeirsdóttir, f.
27.6. 1941, húsmóðir í Reykjavík.
Hálfsystkini Errós, samfeðra: Ein-
ar, f. 11.8. 1932, leirkerasmiður í
Reykjavík; Yngvi Örn, f. 19.12. 1938,
fyrrverandi umsjónarmaður fast-
eigna Hafnarfjarðarbæjar; Auður
Valdís, f. 19.6. 1943; Ari Trausti, f.
3.12. 1948, þingmaður, jarðeðlis-
fræðingur, rithöfundur og fjölmiðla-
maður og Egill Már, f. 27.1. 1952, d.
10.10. 2019, arkitekt í Reykjavík.
Foreldrar Errós voru Guðmundur
Einarsson frá Miðdal, f. 5.8. 1895, d.
23.5. 1963, listamaður í Reykjavík,
og Soffía Kristinsdóttir, f. 16.6. 1902,
d. 1.2. 1969, húsmóðir á Kirkjubæj-
arklaustri.
Erró
Sigríður Stefánsdóttir
húsfreyja á Arnarbæli
Bjarni Ögmundsson
bóndi á Arnarbæli í Grímsnesi
Sigfríður Bjarnadóttir
húsfreyja í Miðengi
Kristinn Guðmundsson
bóndi í Miðengi í Grímsnesi
Soffía Kristinsdóttir
húsfreyja á
Kirkjubæjarklaustri
Kristrún Jónsdóttir
húsfreyja á Miðengi
Guðmundur Jónsson
bóndi í Miðengi
SigríðurTómasdóttir
húsfreyja á Bárekseyri
Jón Guðmundsson
form. á Bárekseyri á Álftanesi
Valgerður Jónsdóttir
húsfreyja í Miðdal
Einar Guðmundsson
bóndi í Miðdal
Vigdís Eiríksdóttir
húsfreyja í Miðdal
Guðmundur Einarsson
hreppstjóri í Miðdal
Ætt Errós
Guðmundur Einarsson
frá Miðdal
listmálari og
myndhöggvari í Reykjavík
Davíð Hjálmar Haraldsson er
gott ljóðskáld, hefur ljóð-
formið á valdi sínu og er alltaf
skemmtilegur. Sjöunda Davíðsbók,
Ljóð af léttara tagi, er komin út og
stendur vel undir nafni. Eða eins og
hann sjálfur segir:
Þessi bók er fantafríð
sem fyrri bindin.
Hún er ljóðræn listasmíð,
lúmsk og fyndin.
Ég greip bókina, og las veð-
urvísu:
Opnar dyrnar upp á gátt
Ingveldur í Sogni.
Naumast blæs þar nokkur átt
nema í stafalogni.
Davíð Hjálmar fór til Grímseyjar
23. júní 2019:
Í Grímsey lifir þolgóð þjóð
– þar er fátt til baga –
er sýpur egg og selablóð
sumarlanga daga.
Hér er limra um tíkina Týru:
Hún Týra var löt að leita
að lömbum og uppnefnd „Feita“
og ánum að smala
var ekki um að tala:
„Nei, fyrr skal ég hundur heita.“
Konur ná fram jafnrétti á æ fleiri
sviðum:
Jafnrétti er konum kært,
í karla spor þeim vel er fært;
launaháar, lærðar og
leggjast margar inn á Vog.
Davíð Hjálmar gekk á Kerlingu,
hæsta fjall í byggð á Norðurlandi,
og kvað þegar upp var komið:
Takmarkinu tókst að ná
með töf við nokkra staði.
Kerlingu nú er ég á
í einu svitabaði.
Fuglaskoðun að vetrarlagi:
Við Hvalfjörð sá Filippus fálka
og fýl, þar var teista og álka,
hann sá dúfu hjá Þyrli
og dáðist að smyrli
en datt fyrir björg; það var hálka.
Menn verða gleymnir þegar þeir
fullorðnast:
Ég eldist en alltaf mig spjara
þótt örðugt sé stundum að svara
ef einhver mig spyr
hér úti við dyr:
Hvort ertu að koma eða fara?
Kona nokkur sagðist ekki kvíða
ellinni því börnin hennar hefðu lof-
að að kaupa fyrir hana áfengi færi
hún á elliheimili:
Þótt hún sturlist, missi mátt,
muni ekkert, sjái fátt,
hönd sé köld en holdið blátt
og hárið líkist ösku
brosir hún, – því börnin kaupa flösku.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Ljóð af léttara tagi