Morgunblaðið - 19.07.2022, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 2022
Afríkumót karla
Úrslitaleikur:
Egyptaland – Grænhöfðaeyjar ........... 37:25
Leikur um þriðja sætið:
Túnis – Marokkó .................................. 24:28
Leikur um 5. sætið:
Gínea – Alsír ......................................... 26:27
_ Egyptaland, Grænhöfðaeyjar, Marokkó,
Túnis og Alsír verða fulltrúar Afríku á HM
2023.
E(;R&:=/D
KNATTSPYRNA
Besta deild karla:
Meistaravellir: KR – Fram.................. 19.15
Í KVÖLD!
D-RIÐILL:
Ísland – Frakkland................................... 1:1
Ítalía – Belgía............................................ 0:1
Lokastaðan:
Frakkland 3 2 1 0 8:3 7
Belgía 3 1 1 1 3:3 4
Ísland 3 0 3 0 3:3 3
Ítalía 3 0 1 2 2:7 1
_ Frakkland mætir Hollandi í átta liða úr-
slitum og Belgía mætir Svíþjóð.
Markahæstar á EM:
Beth Mead, Englandi.................................. 5
Alessia Russo, Englandi ............................. 3
Grace Geyoro, Frakklandi.......................... 3
Alexandra Popp, Þýskalandi...................... 3
Leikir í 8-liða úrslitum:
20.7. England – Spánn .............................. 19
21.7. Þýskaland – Austurríki .................... 19
22.7. Svíþjóð – Belgía ............................... 19
23.7. Frakkland – Holland ........................ 19
EM KVENNA 2022
_ Hallbera Guðný Gísladóttir lands-
liðskona í knattspyrnu skýrði frá því
eftir leikinn gegn Frökkum í Rother-
ham í gærkvöld að það hefði verið
hennar síðasti landsleikur. Hallbera
sagði frá þessu á Instagram en hún lék
sinn 131. landsleik í gærkvöld og er
þriðja leikjahæst frá upphafi.
_ Sænski knattspyrnumaðurinn Zlat-
an Ibrahimovic hefur samið við Ítalíu-
meistara AC Milan um að leika áfram
með þeim tímabilið 2022-’23. Zlatan
verður 41 árs í október og sleit kross-
band í hné í vor, þannig að hann verður
ekki leikfær með liðinu fyrr en eftir
næstu áramót.
_ Brasilíski knattspyrnumaðurinn
Fred Saraiva hefur samið við Framara
um að leika áfram með þeim næstu
þrjú árin. Fred er þegar á sínu fimmta
tímabili með Fram en hann kom til fé-
lagsins árið 2018.
_ Barcelona staðfesti í gær að pólski
knattspyrnumaðurinn Robert Lew-
andowski væri kominn til félagsins frá
Bayern München. Hann hefur samið
við félagið til þriggja ára en það greiðir
Bayern 45 milljónir evra fyrir þennan
mesta markaskorara í Evrópufótbolt-
anum á undanförnum árum.
_ Kolbeinn Höður Gunnarsson,
spretthlaupari úr FH, var í
verðlaunasætum í
bæði 100 og 200 m
hlaupi á móti á Möltu
um síðustu helgi.
Kolbeinn varð
annar í 100
metra hlaupi
á 10,65 sek-
úndum og
þriðji í
200 metra
hlaupi á
21,28 sekúndum.
Eitt
ogannað
Valsliðsins sem þótti líklegt til að
slást um Íslandsmeistaratitilinn á
þessu tímabili en situr í fimmta sæti
eftir þrettán umferðir, fjórtán stig-
um á eftir toppliði Breiðabliks.
Auk þess eru Valsmenn fallnir út
úr bikarnum þannig að Ólafur getur
aðeins sett stefnuna á annað sætið,
þar sem Víkingar sitja um þessar
mundir, átta stigum fyrir ofan Val.
Þriðja sætið er þó raunhæfara
markmið sem stendur en það myndi
gefa Evrópusæti ef annað tveggja
efstu liðanna yrði bikarmeistari. Þar
sem bæði Breiðabllik og Víkingur
eru komin í átta liða úrslit eru tals-
verðar líkur á því.
Leikjahæstur í deildinni
Ólafur mun halda áfram að bæta
met sitt sem leikjahæsti þjálfari
efstu deildar karla frá upphafi. Þar á
hann þegar 324 leiki að baki sem
þjálfari FH, Skallagríms, Vals og
Stjörnunnar í deildinni.
Logi Ólafsson er eini þjálfarinn
auk Ólafs sem hefur stýrt liði 300
sinnum í efstu deild karla en Loga
var sagt upp störfum hjá FH eftir
300. leikinn síðasta sumar.
Heimir Guðjónsson, sem nú kveð-
ur sviðið í bili, er þriðji hæstur í
deildinni með 273 leiki sem þjálfari
Vals og FH. Heimir hóf einmitt
þjálfaraferilinn undir leiðsögn Ólafs
en Heimir var aðstoðarþjálfari hans
hjá FH árin 2006 og 2007.
Þjálfari frá 24 ára aldri
Ólafur er reyndasti knattspyrnu-
þjálfari landsins, nýorðinn 65 ára, en
hann hefur þjálfað meistaraflokkslið
frá 23 ára aldri, með stuttum hléum
inn á milli, því lengsta á árunum
1999 til 2002 þegar hann var í fríi frá
þjálfun. Þá var hann í fríi frá félags-
liðaþjálfun í fjögur ár þegar hann
stýrði karlalandsliði Íslands í fjögur
ár. Ólafur á að baki 541 leik sem
þjálfari í þremur efstu deildum Ís-
landsmótsins og hefur unnið fimm
Íslandsmeistaratitla, þrjá með FH
og tvo með Val, og þrjá bikarmeist-
aratitla með sömu félögum. Þá
stýrði Ólafur Skallagrími upp í efstu
deild árið 1996 og fór með Einherja
á Vopnafirði upp í næstefstu deild á
fyrsta ári sínu sem þjálfari, 1981.
Bjarni með fleiri leiki
Einn þjálfari hefur þó vinninginn
gegn Ólafi í fjölda deildaleikja hér á
landi. Bjarni Jóhannsson náði fyrr í
sumar þeim einstaka áfanga að stýra
liði í 600 leikjum í deildakeppninni.
Hann er þjálfari Njarðvíkur sem er
á toppi 2. deildar og vann einmitt 6:0
sigur á KF í 600. leik Bjarna á dög-
unum. Hann er kominn með 603 leiki
í dag.
Nú tekur Ólaf-
ur við af Heimi
- Hlutverkin snúast við á Hlíðarenda
Morgunblaðið/Golli
Reyndir Heimir Guðjónsson og Ólafur Jóhannesson eru tveir af þremur
leikjahæstu þjálfurunum í sögu efstu deildar karla.
ÞJÁLFARAR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Sagan fer stundum í hringi. Þegar
Ólafur Jóhannesson hætti störfum
sem þjálfari knattspyrnuliðs FH í
árslok 2007 eftir þrjá meistaratitla
og einn bikarsigur á fjórum árum
tók Heimir Guðjónsson við af hon-
um.
Þegar Ólafur hætti störfum sem
þjálfari Valsmanna eftir tvo Íslands-
meistaratitla og tvo bikarmeistara-
titla á árunum 2015-2019 tók Heimir
Guðjónsson við þjálfarastarfinu af
honum.
Í gærmorgun tilkynntu Valsmenn
að Heimir Guðjónsson væri hættur
störfum á Hlíðarenda eftir rúmlega
tvö og hálft tímabil með Valsliðið
sem varð Íslandsmeistari 2020 undir
hans stjórn.
Og hver tók við af honum? Að
sjálfsögðu Ólafur Jóhannesson.
Valsmenn voru nýbúnir að staðfesta
brotthvarf Heimis þegar Ólafur var
kynntur til leiks sem „nýr“ þjálfari
Vals.
Hann er ráðinn til loka tímabilsins
þar sem verkefnið er að rétta hlut
Þorleifur Úlfarsson var í hlutverki
hetjunnar hjá Houston Dynamo í
fyrrinótt, þegar liðið vann mikil-
vægan útisigur á San Jose Earth-
quakes, 2:1, í bandarísku MLS-
deildinni í knattspyrnu. Þorleifur
lék sem fremsti maður Houston í
leiknum og skoraði sigurmarkið á
76. mínútu. Houston er nú í ellefta
sæti af fjórtán liðum í vesturdeild
MLS en í hnífjafnri deild er liðið að-
eins tveimur stigum frá sjöunda
sætinu, sem gefur keppnisrétt í úr-
slitakeppninni. Liðið hefur leikið 21
leik af 34 í deildinni.
Sigurmark Þor-
leifs í San Jose
Morgunblaðið/Hákon
Mark Þorleifur Úlfarsson hefur
skorað 4 mörk fyrir Houston.
Spretthlauparinn Shelly-Ann Fras-
er-Pryce frá Jamaíku hreppti í
fyrrinótt sín tíundu gullverðlaun á
heimsmeistaramóti í frjálsíþróttum
þegar hún sigraði í 100 m hlaupinu
í Eugene í Bandaríkjunum. Þar af
er þetta fimmti sigur hennar í 100
metrunum, sem engin önnur hefur
afrekað í sögu HM. Fraser-Pryce,
sem er 35 ára, var fjarverandi í tvö
ár þegar hún eignaðist son sem nú
er fjögurra ára gamall. Jamaíka
vann þrefalt því Shericka Jackson
og Elaine Thompson-Herah fengu
silfur og brons.
Tíundu gullverð-
launin á HM
AFP
Sigursæl Shelly-Ann Fraser-Pryce
fagnaði vel sigrinum í Eugene.
Víkingar og Blikar vita hvað bíður
þeirra í þriðju umferð Sambands-
deildar karla í fótbolta ef þeir kom-
ast áfram úr 2. umferð keppninnar.
Víkingar leika fyrri leik sinn
gegn The New Saints frá Wales á
Víkingsvellinum á fimmtudags-
kvöldið. Sigurliðið í því einvígi
dróst gegn sigurliðinu úr einvígi
Lech Poznan frá Póllandi og Di-
namo Batumi frá Georgíu.
Breiðablik leikur fyrri leik sinn
gegn Buducnost Podgorica frá
Svartfjallalandi á Kópavogsvelli á
fimmtudagskvöldið. Sigurliðið í því
einvígi dróst gegn sigurliðinu úr
einvígi Istanbul Basaksehir frá
Tyrklandi og Maccabi Netanya frá
Ísrael.
Rétt eins og í 2. umferðinni
myndu bæði Víkingur og Breiða-
blik byrja á heimavelli en leikdagar
eru 4. og 11. ágúst.
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Sambandsdeild Breiðablik og Víkingur spila bæði á fimmtudaginn.
Pólland, Georgía,
Tyrkland eða Ísrael
Bjarni Helgason í Rotherham
bjarnih@mbl.is
„Mér fannst við spila vel og við
fengum góð færi gegn þeim,“
sagði Agla María Albertsdóttir,
leikmaður íslenska kvennalands-
liðsins í knattspyrnu, í samtali við
Morgunblaðið eftir 1:1-jafntefli
liðsins gegn Frakklandi í lokaleik
sínum í D-riðli Evrópumótsins á
New York-vellinum í Rotherham í
gærkvöld.
„Það er fyrst og fremst svekkj-
andi hvernig þetta mót hefur
spilast fyrir okkur. Við höfum
verið að gera góða hluti í þessum
leikjun okkar en þetta hefur bara
ekki fallið með okkur.
Það er rosalegt að falla úr leik,
án þess að tapa leik, en jafnteflið
gegn Frökkum gefur okkur ótrú-
lega mikið og það sýnir okkur að
við getum svo sannarlega gefið
þessum stærstu þjóðum heims al-
vöru leiki,“ sagði Agla María.
Agla María, sem er einungis 22
ára gömul, var að taka þátt í sínu
öðru stórmóti.
„Margt í leik okkar á þessu
móti var mjög jákvætt, bæði
sóknarlega og varnarlega. Þetta
var mitt annað stórmót og ég
fann að ég var miklu betur undir-
búin núna en síðast. Þetta fer því
allt í reynslubankann og við mæt-
um ennþá tilbúnari til leiks á
næsta stórmót,“ bætti Agla María
við.
Mjög margt jákvætt
á þessu móti
Morgunblaðið/Eggert
Annað Agla María Albertsdóttir var
á sínu öðru stórmóti.