Morgunblaðið - 19.07.2022, Síða 32

Morgunblaðið - 19.07.2022, Síða 32
Ferðaskrifstofa eldri borgara býður nú í fyrsta skipti upp á ferð til suður Englands þar sem við heimsækjum fagrar sveitir East Sussex og Kent. Gist verður á 4* hótelinu Jurys Inn sem er við ströndina í miðborg Brighton. Farið verður í skoðunarferðir um sveitir landsins, kastalar heimsóttir auk dagsferðar til Kantara- borgar (Canterbury) og Chapel Down vínekranna. The Seven Sisters klettabeltið við Ermasundi er eitt af undrum veraldar og sjón er sögu ríkari. Mjög fjölbreytt dagskrá alla daga. Innifalið: Flug með Icelandair til London Gatwick (aðeins 30 mín. akstur til Brighton.) Gisting í 4 nætur á Jurys INN ásamt morgunverði og kvöldverði alla daga. Allar skoðunarferðir, leiðsögn og íslensk fararstjórn. BRIGHTON og Kantaraborg Eldri borgarar Niko ehf | Austurvegi 6 | 800 Selfoss | kt. 590110-1750 Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ferðaskrifstofu eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301, einnig með tölvupósti í gegnum netfangið hotel@hotelbokanir.is og á www.ferdaskrifstofaeldriborgara.is Sérferð eldri borgara um sveitir suður Englands Verð 219.500 á mann* m.v. gistingu í tveggja manna herbergi • aukagjald fyrir eins manns herbergi er kr. 49.000 11.-15. september – UPPSELT Aukaferð 25.–29. september – Mikil upplifun Dúó Edda kem- ur fram á tón- leikum í Lista- safni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld kl. 20:30. Tónleikarnir eru hluti af sum- artónleikaröð safnsins. Dúóið skipa þær Vera Panitch á fiðlu og Steiney Sig- urðardóttir á selló, en báðar skipa þær leið- arastöður við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Undir merkj- um Dúós Eddu leggja þær áherslu á að flytja tónlist frá Norðurlöndunum og er markmið þeirra að flytja að minnsta kosti eitt norrænt tónverk á hverjum tón- leikum. Á efnisskrá kvöldins eru verk eftir Reinhold Glière, Maurice Ravel og Johan Halvorsen. Sumartónar Dúós Eddu í kvöld ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ 200. DAGUR ÁRSINS 2022 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 776 kr. Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr. PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr. Heimir Guðjónsson hætti störfum í gær sem þjálfari karlaliðs Vals í knattspyrnu, eftir slæmt gengi þess að undanförnu í Bestu deildinni. Ólafur Jóhannesson, sem þjálfaði Valsmenn í fimm ár, snýr aftur á Hlíðarenda og tekur við af Heimi. »26 Ólafur í stað Heimis á Hlíðarenda ÍÞRÓTTIR MENNING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Hanakamburinn er kominn í tísku og jafnvel líka hermannakipping,“ segir Sveinn Fannar Brynjarsson klippari á Stúdíó 110 í Reykjavík. „Alls konar stílar, form og litir fá í dag að njóta sín í hári fólks og í sjálfu sér er allt leyfi- legt. Sumir vilja núna til dæmis vera með sítt að aftan en jafnvel lítið í hlið- unum. Alls konar strípur eru einnig teknar í hárið og augabrúnir snyrtar. Í gegnum samfélagsmiðla er fólk er fljótt að meðtaka nýjungar tískunn- ar.“ Rétti staðurinn og góður mannskapur Níu rakarar starfa á Stúdíó 110 sem er í einni álmu jarðhýsanna í Ár- túnsbrekku. Í liði þessu er einn með meistarabréf í faginu, sveinarnir eru fimm og nemarnir þrír og bráðum fjórir. Þeir Sveinn og Gunnar Malm- quist Þórsson eiga staðinn og leigja síðan út stóla og aðstöðu. „Við Gunnar lærðum fagið á sama tíma í hárakademíu Hörpu Ómars- dóttur, sem rekur stofuna Blondie við Síðumúla. Hugur okkar stóð síðan alltaf til þess að fara út í eigin rekstur og við fórum víða um bæinn í leit að húsnæði sem hentaði. Þegar við svo komum hingað í jarðhýsin, vissum við strax að þetta væri rétti staðurinn. En við lögðum okkur líka eftir því að fá með góðan mannskap – sem eru strákar milli tvítugs og þrítugs. Mark- hópur okkar er þessi sami aldur.“ Góður félagsskapur Jarðhýsin í Ártúnsbrekku voru reist fyrir bráðum áttatíu árum og voru þá kartöflugeymslur Reykvík- inga. Í tímans rás hefur ýmis starf- semi verið í þessum byggingum, sam- anber að tímarnir breytast og mennirnir með. Nú eru þarna til dæmis gallerí, veislusalur, jógasetur, húðflúrsstofa og kaffihús. Vel hæfir, segir Sveinn, að hársnyrtar séu í þess- um góða félagsskap og staðsetningin er líka góð. „Nafnið á staðnum, Stúdíó 110, kom nánast af sjálfu sér enda er- um við í Árbæjarhverfi og póstnúm- erið hér er 110. Hér inni viljum við líka hafa líflega stemningu, því klipp- ing á að vera skemmtileg. Meðan beð- ið er, geta menn hér farið í billjarð eða pílu – og svo látum við skemmtilega tónlist óma. Oft er hér líka spjallað um fótbolta og við strákarnir hér höldum hver með sínu liðnu. Þessi formúla virðist líka virka, því nú þeg- ar er stúdíóið okkar hér orðin ein stærsta klippistofa landsins og þó er- um við bara rétt að byrja,“ segir Sveinn Fannar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Klipparar Strákarnir í Stúdíó 110 frá vinstri talið: Atli Kristjánsson, Dagur Guðjónson, Helgi Snær Ásgrímsson, Gunnar Malmquist Þórsson, Macklenin Ramirez, Sveinn Fannar Brynjarsson, sem er fyrir miðju, og sitjandi í stóln- um, Magnús Andri Ólafsson, Gunnar Jónas Hauksson og Ægir Líndal Unnsteinsson. Vanir menn og vandvirkir. Með alls konar strípur - Klipping nú í gömlu kartöflu- geymslunum Ártúnsbrekka Gallerí, veislusalur, jógasetur, tattústofa og hársnyrting.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.