Morgunblaðið - 22.07.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2022
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Fiskistofa hefur, með tilliti til fiskgengdar í
Þjórsá, fyrir sitt leyti samþykkt byggingu
Hvammsvirkjunar. Stofnunin, sem hefur
stjórnsýslu lax- og silungsveiði með höndum,
setur framkvæmdinni þó ýmis skilyrði. Í er-
indi þar sem jáyrði er rökstutt segir að bygg-
ing fiskgengs stiga í Þjórsá, upp fyrir stíflu-
mannvirki við bæinn Minni-Núp, sé nauð-
synleg mótvægisaðgerð. Mikilvæg búsvæði
laxfiska séu ofan við fyrirhugaða stíflu og
haga þurfi framkvæmdum samkvæmt því.
Seiðafleyta og vakta þarf botndýralíf
Leyfi Fiskistofu er raunar undirorpið því að
Landsvirkjun reisi stigann, jafnhliða virkjun-
inni sjálfri. Þá vill Fiskistofa að fyrstu tíu
starfsár Hvammsvirkjunar verði vaktað í
hvaða mæli fiskur gangi um stigann. Upplýs-
ingar sem þannig fást geti nýst ef lagfæra þarf
stigann í laxanna þágu. Jafnframt þarf Lands-
virkjun að vakta botndýralíf á áhrifasvæði
virkjunarinnar í Þjórsá og hvernig svonefnd
seiðafleyta, sem setja þarf upp, muni virka.
Hugsanlegt er svo að Orkustofnun setji líka
skilyrði í virkjunarleyfi, þar sem lágmarks-
áhrif á umhverfi verða leiðarljós. Fjölmargar
stofnanir, hver með sitt sérsvið, þurfa þannig
að fjalla um mál sem þessi áður en fram-
kvæmdir geta hafist.
Veiðifélag með fyrirvara
Þó að leyfi Fiskistofu sé fengið eru enn
fyrirvarar uppi um Hvammsvirkjun. Í gögn-
um Fiskistofu greinir m.a. frá efasemdum sem
stjórn Veiðifélags Þjórsár hefur. Fólk þar tel-
ur t.d. ekki vísindalega svarað hvort seiðaveit-
ur virki sem skyldi og vísa þar til reynslu frá
Bandaríkjunum. Raunar segir Veiðifélag
Þjórsár að í öllum undirbúningi vegna bygg-
ingar Hvammsvirkjunar hafi „um of verið lögð
áhersla á hagsmuni Landsvirkjunar. Ábend-
ingar um ófullnægjandi þekkingu og hættu
fyrir lífríki hafa verið hunsaðar,“ segir félagið.
Enn fremur að ýmsum spurningum, sem
virkjunaráform vekja, hafi ekki verið svarað
svo vel sé. Þar eru til dæmis nefnd áhrif
botnsfalls í lón á seiði, áhrif rennslisbreytinga
á fiskigöngur og hvernig tryggt verði að
rennsli í virkjaðri á fari ekki niður fyrir sett
lágmark.
Laxastiginn skilyrði fyrir virkjun
- Hvammsvirkjun þokast nær - Fiskistofa fjallaði um laxinn - Segir já - Umhverfisáhrifin eru víða í
skoðun - Of mikil áhersla hefur verið lögð á hagsmuni Landsvirkjunar, segir Veiðifélag Þjórsár
Tölvugerð mynd/Landsvirkjun
Hvammsvirkjun Fyrirhugað orkuver. Því fylgir að mikið lón sem er inni í miðri sveit verður
útbúið. Laxastiginn verður hægra megin við stöðvarhúsið, eins og sést á þessari mynd.
Uppsteypuverkefni meðferðar-
kjarna nýs þjóðarsjúkrahús geng-
ur vel en aðalverktaki uppsteypu
verksins er Eykt ehf.
„Þessu miðar vel. Það er góður
gangur í uppsteypunni. Segja má
að upphafleg áætlun standist eig-
inlega akkúrat,“ segir Ásbjörn
Jónsson, sviðsstjóri Nýs Landspít-
ala (NLSH), í samtali við Morgun-
blaðið.
Búið er að steypa upp allar
undirstöður, sem og báðar kjall-
arahæðirnar. Ofan á kjallarana
koma fimm turnar sem steypast
upp mishratt. Uppsteypa fyrsta
turnsins er komin upp á aðra
hæð en vinna við fyrstu hæð er í
gangi í öllum öðrum turnum.
Mannvirkið er farið að rísa upp
úr grunninum og er nú að verða
vel sýnilegt.
„Fyrstu tveir turnarnir verða
tilbúnir í ágúst og september á
næsta ári. Seinni þrír turnarnir
eiga svo að skilast á tímabilinu
nóvember 2023 til febrúar 2024
og á síðari hluta næsta árs hefst
vinna við lokun hússins með út-
veggjaeiningum.“
Verkinu
miðar vel
áfram
Morgunblaðið/Hákon
Landspítali Nýr Landspítali stingur upp höfði við Hringbraut í Reykjavík. Áætlað er að sjúkrahúsið verði tekið í notkun árið 2025-2026. Verkinu miðar vel.
Guðrún Huld Gunnarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Mærudaga á Húsa-
vík, segir undirbúning fyrir hátíð-
ina hafa gengið glimrandi vel.
Fyrsti viðburðurinn var í gær-
kvöldi í sundlaug bæjarins.
„Búið er að setja upp tvö tív-
olíum á hátíðarsvæðinu á bryggj-
unni. Annað er íslenskt og hitt
breskt, og er það fastur liður á
Mærudögum,“ segir Guðrún.
„Aðaldagurinn okkar er á
laugardaginn. Þá er froðurenni-
braut sem slökkviliðið á Húsavík
sér um. Hátíðardagskrá verður á
bryggjunni um daginn með alls
kyns viðburðum og um kvöldið
verður fjögurra tíma tónleika-
veisla. Villi naglbítur verður kynn-
ir kvöldsins. Til dæmis verður
Tinu Turner-sýning, Aron Can
treður upp og húsfirskir trúbador-
ar, Jónas og Arnþór, sem eru
gríðarlega fyndnir gaurar, koma
fram.
Við endum Mærudagana með
því að sleppa umhverfisvænum
skýjaluktum sem eru fríar gestum
og gangandi. Við erum hætt flug-
eldasýningum, en þetta hefur ver-
ið fastur liður síðan árið 2018.“
anton@mbl.is
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Velkomin Patrekur Jón Stefánsson og Haukur Jóhannesson komu upp þess-
ari skreytingu fyrir gesti Mærudaga sem koma að sunnanverðu inn í bæinn.
Mærudagar byrj-
aðir á Húsavík
- Tvö tívolí á hátíðarsvæðinu - Há-
punktur hátíðarinnar á laugardaginn
Íslenskir ríkisborgarar geta ferðast
til 180 landa án þess að þurfa til
þess fyrirframfengna vegabréfs-
áritun. Vegabréfið íslenska situr í
12. sæti á svokallaðri vegabréfs-
vísitölu Henleys fyrir árið 2022.
Vísitalan, eða listinn, heldur utan
um lönd sem borgarar komast til
með vegabréfum landa sinna án
sérstakrar vegabréfsáritunar.
Japan er í efsta sæti listans en
þau sem eiga japanskt vegabréf
geta komist til 193 landa án þess að
fá vegabréfsáritun. Singapúr og
Suður-Kórea sitja saman í 2. sæti
og geta þarlend farið til 192 landa
án vegabréfsáritunar. Bandaríkin
og Bretland færðust niður á listan-
um og eru nú í sjötta og sjöunda
sæti listans. Úkraína hefur færst
upp á listanum og geta eigendur
úkraínskra vegabréfa komist til
144 ríkja án vegabréfsáritunar.
Íslenska vegabréfið
skipar 12. sæti á
lista Henleys