Morgunblaðið - 22.07.2022, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2022
Hjelle
www.vest.is • Ármúli 17 • Sími: 620 7200
Handgerð norsk
hönnunartákn sem
standast tímans tönn.
„Heilsan er góð, en fylgir aldri. Fyrir
nokkrum dögum fékk ég ökuskír-
teinið endurnýjað og er ánægður
með að geta áfram komist leiðar
minnar. Fer þó sjaldnast langt og
aldrei nema við góðar aðstæður,“
segir Jens Albert Pétursson, sem
verður 100 ára í dag.
Jens Albert er frá Suðurey í Fær-
eyjum en hefur búið á Íslandi frá
árinu 1945. Var lengi sjómaður, varð
seinna starfsmaður í prentsmiðju og
síðustu starfsárin var hann nætur-
vörður á heimili Áss – styrktar-
félags. „Ég hef átt gott líf og er sátt-
ur. Mér fannst mikilvægt að hafa í
nægu að snúast. Þá gaf mér mikið að
sinna ýmsum samfélagsverkefnum,
svo sem kristilegu starfi og félags-
málum Færeyinga á Íslandi,“ segir
Jens Albert sem var kvæntur Maríu
Pétursdóttur sem einnig var frá
Færeyjum. Hún lést árið 2007 en
þau Jens höfðu þá verið gift í 56 ár.
Þau hjónin eignuðust fjögur börn;
dótturina Agnesi og þrjá syni, Odd-
geir, Hjalta Sævar og Pétur, sem all-
ir búa í Færeyjum.
„Ég á góðan pabba,“ segir Agnes
sem undirbýr afmæli föður síns.
Ættmennum og góðum vinum Jens
Alberts hefur í dag verið hóað saman
í Færeyska sjómannaheimilinu við
Skipholt í Reykjavík – en bygging
þess var eitt þeirra félagslegu verk-
efna sem Jens Albert hefur sinnt á
langri ævi.
Langlífi er í ættboga Jens, og má
þar nefna að Andrea móðir hans varð
101 árs. Þá verður systir hans, Myrt-
hley Helen, 98 ára síðar í sumar, en
þau systkinin búa í samliggjandi
íbúðum í fjölbýlishúsi eldra fólks við
Vitatorg í Reykjavík. Alls voru þessi
systkini níu talsins. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Feðgin Agnes og Jens Albert Pétursson, faðir hennar. Hann er frá Færeyjum en hefur búið á Íslandi frá 1945.
Hundrað ára í dag með
endurnýjað ökuskírteini
- Ég hef átt gott líf og er sáttur, segir afmælisbarnið
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Maður skyldi aldrei þiggja far hjá
ökumanni sem er undir áhrifum
áfengis eða annarra vímugjafa. Þess
eru dæmi að farþegar, sem setið hafa
í bíl hjá vímuðum ökumanni og slas-
ast í umferðarslysi, fái ekki fullar
bætur úr ábyrgðartryggingu bílsins.
Dæmi um slíkt má sjá í samantekt
úrskurða úrskurðarnefndar í vá-
tryggingamálum árið 2021. Nefndin
úrskurðaði í alls 472 málum það ár.
Tveir illa vímaðir í bílveltu
Maður sem nefndur er M var far-
þegi í bíl sem var ekið á kyrrstæðan
bíl í Selvogsgrunni 2019. Ökutækið
valt síðan og endaði á hvolfi.
Þegar að var komið voru M og
ökumaðurinn í annarlegu ástandi og
svo illa vímaðir að hvorki var hægt
að tilkynna þeim að þeir væru hand-
teknir né heldur að þeir hefðu rétt-
arstöðu sakborninga. Þeir voru flutt-
ir á slysadeild. Á leiðinni þangað
kvaðst ökumaðurinn hafa tekið
nokkurt magn kókaíns og hafa vakað
í nokkra daga. Hann hafði ekki hug-
mynd um hvar þeir voru staddir þeg-
ar slysið varð.
Mörg lyf mældust í blóði beggja,
meðal annars lyf sem ekki eru leyfð
hér á landi. Ekkert áfengismagn
mældist í þeim. Ökumaðurinn taldist
hafa verið óhæfur til að aka bílnum
örugglega.
M krafðist bóta úr ábyrgðartrygg-
ingu bílsins. Tryggingafélagið féllst
á bótaskyldu en taldi að skerða bæri
bæturnar um 2⁄3 þar eð farþeginn
hefði sýnt af sér stórfellt gáleysi með
því að þiggja far með ökumanni sem
var undir áhrifum ávana- og fíkni-
efna. Úrskurðarnefndin komst að
þeirri niðurstöðu að maðurinn ætti
rétt á bótum að 1⁄3 hluta.
Slys á leið úr samkvæmi
Ökumaður var á leið úr samkvæmi
í Breiðholti og voru tveir farþegar í
bílnum. Bíllinn rann á kant við göt-
una og þaðan á ljósastaur.
Tryggingafélagið lét annan far-
þegann vita að bótaréttur hans úr
ábyrgðartryggingu bílsins yrði
skertur, því ökumaðurinn var ölvað-
ur. Farþeginn hefði sýnt stórkost-
legt gáleysi með því að þiggja farið.
Farþeginn mótmælti þessu, enda
þyrfti að sýna fram á að honum hefði
verið ljóst að ökumaðurinn hefði ver-
ið ölvaður. Farþeginn kvaðst alfarið
vera á móti ölvunarakstri og öku-
maðurinn ekki upplýst farþegana
um ölvunarástand sitt. Samkvæmt
lögregluskýrslu var ökumaðurinn
ölvaður og einnig undir áhrifum
fíkniefna og óhæfur til að aka.
Talið var að farþeganum hefði
ekki átt að dyljast ástand ökumanns-
ins. Farþeginn hefði því sýnt af sér
stórfellt gáleysi með því að þiggja
farið og þannig verið meðvaldur að
tjóni sínu. Bætur farþegans úr
ábyrgðartryggingu bílsins voru því
skertar um 2⁄3 .
Bætur skertar vegna gáleysis
- Farþegar sem þáðu far með ökumönnum í vímu og lentu í slysum, fengu ekki fullar bætur úr trygg-
ingum bílanna - Það þykir bera vott um stórkostlegt gáleysi að sitja í bíl með vímuðum ökumanni
Morgunblaðið/Júlíus
Eftirlit Lögreglan fylgist með ástandi ökumanna og hvort þeir eru allsgáðir. Vímaðir ökumenn skapa hættu.
Þremur af fimm starfsmönnum
upplýsingadeildar sveitarfélagsins
Árborgar hefur verið sagt upp.
Deildin verður lögð niður en þeir
tveir sem halda starfi sínu munu sjá
um stafrænar lausnir Árborgar.
„Á fundi bæjarráðs 14. júní var
ákveðið að ráðast í skipulagsbreyt-
ingu á upplýsingatæknideild sveit-
arfélagsins,“ segir í skriflegu svari
Berglindar Harðardóttur, mann-
auðsráðgjafa hjá Árborg, við fyrir-
spurn blaðamanns um uppsagn-
irnar.
Boðið út
„Ákveðið var að leggja upplýs-
ingatæknideild niður og bjóða út
þann hluta deildarinnar sem snýr
að rekstri tölvukerfa og þjónustu
við þau. Í þessu fólst að þremur
starfsmönnum af fimm var sagt
upp, eða þeim sem störfuðu við
rekstur og þjónustu við tölvukerfi
sveitarfélagsins.
Eftir stendur þá deild stafrænnar
þjónustu, en sú deild mun sjá um að
innleiða stafrænar lausnir fyrir
rekstur sveitarfélagsins, hafa um-
sjón með vef og auk þess hafa eft-
irlit með rekstrarsamningi á tölvu-
kerfum og hýsingu á þeim.“
Upplýsingatæknideild lögð niður
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Selfoss Skipulagsbreytingar eru fram-
undan í rekstri sveitarfélagsins Árborgar.
Akstur undir
áhrifum
áfengis, lyfja
eða annarra
vímugjafa, er
algengasta
ástæða þess
að trygg-
ingafélögin
gera endur-
kröfur á
hendur tjón-
völdum í umferðinni.
Helgi Jóhannesson, hrl. og
formaður endurkröfunefndar
bifreiðatrygginga, segir að mál-
um, sem tengjast akstri undir
áhrifum annarra vímugjafa en
áfengis, t.d. lyfja eða fíkniefna,
hafi fjölgað undanfarin ár. Á ár-
um áður var algengast að vím-
aðir ökumenn væru undir áhrif-
um áfengis undir stýri.
Vátryggingafélögin vísa mál-
um til endurkröfunefndarinnar
þegar tjónvaldur hefur ekið und-
ir áhrifum eða sýnt stórfellt gá-
leysi. Tryggingafélagið greiðir
þeim bætur sem verður fyrir
tjóninu en getur gert endurkröfu
á hendur þeim sem ók undir
áhrifum eða mjög ógætilega.
Krafðir um
greiðslu
VÍMAÐIR ÖKUMENN
Helgi
Jóhannesson