Morgunblaðið - 22.07.2022, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.07.2022, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2022 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.10-14 Morgan frá í nýjum lit Haldari með lokuðu sniði og mjög góðum stuðning, breiður yfir bak og breiðir hlýrar. DD-K skálar 10.950 kr. 30 ÁRA Knútur er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði. Hann flutti tímabundið í miðbæinn í Reykja- vík en flutti svo aftur í Hafnarfjörðinn þar sem hann býr í dag. Hann hefur starfað við eldamennsku frá unga aldri og lærði meðal annars franska matargerð á Hótel Holti áður en hann stofnaði, ásamt Markúsi Inga Guðna- syni og Karli Óskari Smárasyni, veitinga- staðinn Le Kock sem er í Tryggvagötu 14. Le Kock býður upp á fjölbreytta rétti og mikið úrval drykkja en matseðillinn er síbreytilegur. „Í grunninn er þetta fremur líkt veitingastaðnum Chili’s í Bandaríkjunum að því leytinu að við erum svolítið í öllu. Við reynum að staldra ekki of lengi við einstaka rétti og endurnýjum matseðilinn mjög reglulega. Ég held að við séum með um 30-50 tegundir af bjór, bæði innlendum og erlendum, og erum einnig með mikið úrval af óáfengu. Þá erum við með þrjár tilraunadælur af bjórum sem við róterum mikið.“ Le Kock var að setja nýjan matseðil í gang á dögunum, sem inniheld- ur m.a. fimm veganrétti. Knútur er í fæðingarorlofi um þessar mundir og ætlar að verja afmælisdeginum með fjölskyldunni. FJÖLSKYLDA Eiginkona Knúts er Theódóra Ingibergsdóttir, f. 25.7. 1993, leikskólaliði. Þau eiga þrjú börn: Klöru, f. 29.3. 2016, Kiljan, f. 30.11. 2018, og Valberg Knútsson, f. 7.6. 2022. Systkini Knúts eru: 1) Hrólfur Hreiðarsson, f. 17.1. 1979, smiður, 2) María Krista Hreiðarsdóttir, f. 31.12. 1973, grafískur hönnuður, 3) Katla Hreiðarsdótir, f. 22.3. 1984, fatahönnuður, innanhúss- arkitekt og eigandi Volcano Design og Systur&Makar. Foreldrar Knúts eru: Hreiðar Sigurjónsson, f. 30.12. 1951, húsasmiður, og Fríða Ragnarsdóttir, f. 3.7. 1951, kennari. Knútur Hreiðarsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú sérð framtíðina frá nýrri hlið sem þú hefur aldrei séð áður. Mundu samt að ekkert fær staðist til eilífðar. 20. apríl - 20. maí + Naut Flestir bregðast við sínum eigin heimi, í stað þess að búa hann til. Hugaðu að öllum smáatriðum, þar sem það kann að vera afdrifaríkt ef þér yfirsést eitthvað. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Það er fyrir öllu að þú haldir jafn- aðargeði og látir hvorki menn né atburði slá þig út af laginu. Einn dagur úti í nátt- úrunni gæti verið nóg til að byggja þig upp. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þér finnst að þér sótt úr mörgum áttum því allir vilja ná athygli þinni. Það væri ekki úr vegi að hnýta lausa enda í tengslum við hið opinbera. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Ef það sem þú vilt er hræðilega ópraktískt, hvað þá á viðráðanlegu verði, felst lausnin ekki í því að gefast upp. Gefðu þér góðan tíma til að kanna kostina og velja þann sem þér er fyrir bestu. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Settu þig í samband við systkini þín eða aðra ættingja og segðu þeim hve miklu máli þau skipta þig. Kynntu þér reglur lag- anna og hvort allt er eins og það á að vera. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú elskar manneskju sem þú hefur dregið upp í huganum – en hin raunveru- lega manneskja stendur beint fyrir framan þig. Opnaðu augun. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Dagurinn hentar vel til að ræða við yfirmann þinn. Reyndu að eyða tíma úti í náttúrunni eða lestu bók. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú þarft að berjast fyrir sjálf- stæði þínu bæði heima fyrir og í vinnunni. Reyndu líka að taka til hendinni heima fyrir sem best þú getur. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Það er eitt og annað að gerast í kringum þig sem þér finnst þú ekki hafa puttana á. Veittu öðrum aðstoð, ef þú vilt, og þú munt bara hafa gaman af tiltækinu. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Ýmis tækifæri bíða þín handan við hornið. Taktu eitt fyrir í einu og mundu svo að lofa ekki upp í ermina á þér í fram- tíðinni. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Það er rangt að láta eigið skap bitna á öðrum. Mundu bara að það eru fleiri en þú sem leggja hönd á plóginn. J ón Axelsson fæddist í Reykjavík 22. júlí 1972. Hann bjó á Laugarvatni til sex ára aldurs en hefur búið í Keflavík síðan og er að stórum hluta ættaður þaðan. Jón gekk í Verzlunarskóla Íslands og síðar í Samvinnuháskólann á Bifröst þaðan sem hann útskrifaðist með BS-gráðu í rekstrarfræði 1997. Eft- ir útskrift starfaði hann eitt ár hjá Bláa Lóninu en síðar í rúman ára- tug í Sparisjóðnum í Keflavík. Jón hefur frá árinu 2009 starfað með fjölskyldu sinni í Skólamat ehf. og er þar framkvæmdastjóri. Axel Jónsson, veitingamaður og faðir Jóns, stofnaði fyrirtækið fyrir rúm- um tuttugu árum og hefur það vaxið jafnt og þétt síðan og hefur starf- semin m.a. tvöfaldast frá árinu 2017. Skólamatur er fyrst og fremst þjónustufyrirtæki sem þjónustar leik- og grunnskóla með veitingar. Í flestum leikskólum er boðið er upp á morgunmat, hádegismat og síð- degishressingu og með öllum mál- tíðum er boðið upp á ferskt græn- meti og úrval ávaxta í meðlætisbar. Í grunnskólum er sums staðar hafragrautur í boði en annars stað- ar eingöngu hádegismatur og enn annars staðar er síðdegisnesti fyrir frístundaskóla en það er mismun- andi hvernig samningum er háttað á milli skóla. Á hverjum degi er einn aðalréttur í boði ásamt vegan-hliðarrétti fyrir grænkera og aðra sem kjósa að gæða sér á honum og er það í sam- ræmi við aukna fjölbreytni í matar- æði nemenda undanfarin ár með til- komu ólíkra menningarhópa, lífsstílsskoðana og fleira. „Þess vegna erum við með þessa tvo rétti. Veganrétturinn leysir ým- islegt en við erum líka með sérfæði fyrir nemendur af ólíkum trúar- og lífsstílsskoðunum, nemendur með ofnæmi, óþol og þess háttar.“ Velta Skólamatar var tæplega 1,4 milljarðar árið 2020 en tekjuaukn- ingu síðustu misseri rekur Jón til afleysinga, tímabundinnar þjónustu til aðila sem þurfa að manna eldhús tímabundið, annaðhvort vegna veik- inda eða forfalla starfsfólks, eða vandamála með eldhús eða húsnæði. Eins og hjá flestum þjónustufyrir- tækjum setti Covid-faraldurinn ákveðið strik í reikninginn og er Skólamatur í því að búa sig undir breytingar. „Síðasta vetur voru talsverð veik- indi meðal starfsfólks en starfsemin í grunnskólum var að mestu leyti komin í eðlilegt form. Fram undan er óvissa með hvernig skólastarfi verður háttað og erum við að búa okkur undir það. Við verðum að vera undirbúin með aukabúnað til þess að geta breytt afgreiðslu, bætt við afgreiðsluborðum og þess háttar til að geta haft fleiri starfsstöðvar innan hvers skóla ef ske kynni að þurfi að hólfa niður.“ Starfsemi fyrirtækisins er á suð- vesturhorninu, Suðurnesjum, Hafn- arfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ og í Reykjavík og hófust nýverið fram- kvæmdir á nýju húsnæði Skólamat- ar í Reykjanesbæ. Jón er kominn af miklu mat- reiðslu- og veitingafólki en hefur ekki verið mikið í eldamennskunni sjálfur. „Ég er nefnilega ekki með kokkagenin í mér þó svo að það séu margir matreiðslumenn, bakarar og veitingamenn í minni ætt. Afi minn var með matvöruverslun og langafi minn föðurmegin var bakari í Hafn- arfirði. Svo er Jón Örn Stefánsson, frændi minn, með Kjötkompaní en ég og systir mín sem rekum fyrir- Jón Axelsson, framkvæmdastjóri Skólamatar – 50 ára Fjölskyldufyrirtæki í grunninn Fjölskyldufyrirtæki Skólamatur er frumkvöðla- og fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið starfrækt í meira en tvo áratugi. Jón Axelsson er hér ásamt systur sinni Fanný og föður þeirra Axel Jónssyni, stofnanda fyrirtækisins. Með börnum og barnabarni Hjónin Jón Axelsson og Júlía Jónsdóttir eiga saman þrjú börn, Ívar, Jón og Hildi. Fyrir á Júlía Davíð Þór Elvarsson sem á dótturina Kolbrúnu Júlíu. Sonur Jóns úr fyrra sambandi er Axel Jónsson. Við stjórnvölinn Jón Axelsson hef- ur verið framkvæmdastjóri Skóla- matar ehf. frá árinu 2009. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.