Morgunblaðið - 22.07.2022, Blaðsíða 14
FRÉTTASKÝRING
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
S
tjarnvísindamenn halda
áfram að gera merkar upp-
götvanir með James Webb-
geimsjónaukanum og svo
virðist sem hver ný mynd sem berst
frá skynjurum sjónaukans svipti hul-
unni af einstökum fyrirbrigðum.
Fyrr í vikunni birti bandaríska
geimferðastofnunin röð fallegra
mynda sem sjónaukinn náði af fjar-
lægustu kimum alheimsins en í þess-
ari viku bættust við myndir sem eiga
að sýna elstu stjörnuþoku sem fund-
ist hefur til þessa.
Hefur stjörnuþokunni verið gef-
ið nafnið GLASS-z13 og er áætlað að
hún hafi tekið að myndast í mesta
lagi 300 milljón árum eftir mikla-
hvell. Er GLASS-z13 100 milljón ár-
um eldri en nokkur önnur stjörnu-
þoka sem fundist hefur hingað til.
Til að setja aldur GLASS-z13 í
samhengi þá er áætlað að heimurinn
hafi orðið til fyrir 13,8 milljörðum
ára en sólkerfi okkar jarðarbúa er
aðeins rétt rúmlega 4,5 milljarða ára
gamalt.
Margra milljarða ára glæta
Í viðtali við AFP sagði Rohan
Naidu, sem starfar við stjarneðlis-
fræðideild Harvardháskóla, að það
ljós sem geimsjónaukinn nemur frá
GLASS-z13 kunni að vera elsti
stjörnubjarmi sem nokkurn tíma
hefur tekist að greina á himnum, en
ljósið frá stjörnuþokunni var 13,4
milljarða ára á leiðinni til jarðar. Þar
eð heimurinn hefur þanist út í allar
áttir er fjarlægðin á milli jarðar og
GLASS-z13 áætluð 33,3 milljarðar
ljósára í dag.
Naidu leiddi teymi 25 vísinda-
manna sem skrifuðu fyrstu vísinda-
greinina um fundinn en greinin hef-
ur verið birt með fyrirvara um að
enn á eftir að ritrýna hana.
Webb-sjónaukinn er í 1,5 millj-
óna kílómetra fjarlægð frá jörðu,
næstum fjórfalt lengra í burtu en
tunglið, og er búinn skynjurum sem
nema geisla á innrauða litrófinu í
mikilli upplausn. GLASS-z13 er svo
langt í burtu og ljósið svo lengi að
berast að það er orðið innrautt þegar
það nær til jarðar. Þegar merki frá
sjónaukanum eru greind og færð yf-
ir á hið sýnilega sjónsvið lítur
stjörnuþokan út eins og lítill rauður
depill með ljósan kjarna.
Mun minni en Vetrarbrautin
Naidu og kollegar hans skim-
uðu gögn úr sjónaukanum eftir
merkjum um fjarlægar og gamlar
stjörnuþokur og fundu bæði
GLASS-z13 og stjörnuþokuna
GLAss-z11 sem er talin 100 milljón
árum yngri.
Hyggst rannsóknarteymið biðja
um að nota sjónaukann til að gera
ítarlegri greiningu á ljósinu frá
GLASS-z13 með það fyrir augum að
reikna fjarlægð stjörnuþokunnar út
af meiri nákvæmni.
Benda fyrstu niðurstöður m.a.
til að massi GLASS-z13 sé um það
bil einn milljarður sólarmassa en
massi Vetrarbrautarinnar er um
1.500 sinnum meiri. Vetrarbrautin
er í kringum 100.000 ljósár í þvermál
en GLASS-z13 aðeins 1.600 ljósár á
breidd og GLASS-z11 um það bil
2.300 ljósár.
Agnarsmár depill frá
árdögum alheimsins
AFP
Bjarmi Það tók ljósið frá GLASS-z13 13,4 milljarða ára að berast til jarðar.
AFP
Órafjarri Rauðir geislar GLASS-z13 innan um önnur ljós á himni. Þessi fjar-
læga stjörnuþoka er mun minni, bæði að stærð og massa, en Vetrarbrautin.
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það á ekki af
Biden, for-
seta
Bandaríkjanna,
að ganga. Seinast
hjólaði hann í átt
til aðdáenda
sinna, sem höfðu
stillt sér upp til
að sýna honum virðingu og
stuðning. Þá fór ekki betur
en svo, að forsetinn og far-
kosturinn féllu flatir á stétt-
ina, án þess að lífverðir í
tugatali næðu að grípa hann.
Það minnti á dapurlegu
myndina, þar sem forsetinn
fór upp myndarlegan land-
gang í forsetavélina og datt
þrívegis á leiðinni upp,
einkar álappalega. Lífverð-
irnir horfðu magnlausir á,
neðan stigans, enda eiga þeir
að verjast vopnuðum morð-
ingjum en ekki reiðhjólum
eða landgöngustigum. Aug-
ljóst var að þetta atvik, þar
sem forsetinn hljóp einn upp
landganginn, átti að ýta und-
ir það mat að Biden væri
brattari en óþægilegt umtal
gæfi til kynna.
Nú er reyndar svo komið
að þeim fjölmiðlum vestra,
sem staðið hafa með for-
setum demókrata, svo helst
minnir á TASS að brölta með
Bresnév hruman í Kreml,
þykir augljóst að þeirra eigin
staða hafi veikst mjög. Þeir
hafa því opnað á varfærnis-
lega umræðu um að þeir geri
ekki lengur „góðum málstað“
gagn, þar sem hver ný könn-
un sýni að mjög fjari undan
trausti til þeirra sjálfra og
áhorf á fréttastöðvarnar hafi
hrunið.
Allir „meginstraumsfjöl-
miðlarnir“ afgreiddu lengi sí-
vaxandi vandræði Hunters
Bidens sem „fjarstæðu-
kenndar samsæriskenn-
ingar,“ og gerðu það gegn
betri vitund. Í fjármála-
braski hans í Kína og Úkra-
ínu var nafn föðurins, vara-
forsetans og síðan forsetans,
það eina sem Hunter og Jim
föðurbróðir hans höfðu fram
að færa til að sanka að sér
ómældum fúlgum fjár. Nú er
vitað að alríkislögreglan FBI
hefur bæði tölvudiska og
myndskeið í sínum fórum og
það hafa fleiri en hún. Þótt
sífellt hafi birst fleiri og al-
varlegri myndskeið af þess-
um upplýsingum, héldu hinir
„virtu fjölmiðlar“ lengur í
kenningu sína um samsærið
en boðlegt var. Fyrir fáein-
um mánuðum var orðið ljóst
að þetta var orðið þeim um
megn. Það auðveldar upp-
gjöfina nú að ekki
er lengur verið að
verja pólitískt líf
forseta demó-
krata til næstu
4-5 ára. Þvert á
móti er líklegast
að aumingjadóm-
ur forsetans sé að
laska flokkinn hans, svo að
stórlega sér á. Fjölmiðlarnir
eru því teknir að viðurkenna
að Hunter Biden-málið sé að
vaxa þeim yfir höfuð og það
sem verst sé, er að ekki er
lengur hald í að einangra
málið við hann. (RÚV er eini
miðillinn á Vesturlöndum,
sem enn hefur ekkert frétt.
Vel fer á því.)
Það gerir þetta mál enn
kyndugra að kappinn Hunter
hefur tekið hin og þessi
myndskeið af sjálfum sér, illa
til reika vegna eiturlyfja og í
samskiptum við gleðikonur,
m.a. rússneskar, þar sem
hann ræðir við þær um ótrú-
legar fjárhæðir fyrir viðvik
þeirra. Allt er þetta með
miklum ólíkindum og dap-
urlegt að horfa upp á. Ekki
tekur svo betra við þegar að
Hunter ræðir tuga milljóna
viðskipti við erlend fyrir-
tæki, gjarnan ríkisfyrirtæki
(!) og útlistar eðlilega skipt-
ingu á hinu mikla góssi. Er
þá tekið fram að 10% af þeim
ósköpum skuli ganga til „The
big man.“ „The big man“ er
sá eini sem ekki er nafn-
greindur, en það vefst þó
ekki fyrir mörgum hver sé í
þeirri rullu í Biden-fjölskyld-
unni.
Kannanir á fylgi forsetans,
og mat á frammistöðu hans á
hinum ýmsu málefnasviðum,
sýna hrikalegri niðurstöður
en nokkur forseti annar hef-
ur þurft að horfast í augu við,
eftir að slíkar mælingar tóku
að tíðkast.
Forsetinn talar enn um að
hann ætli sér í endurkjör
haustið 2024. Fyrrnefndir
fjölmiðlar eru hættir að taka
slíkt tal alvarlega. Þeir hafa
þó enn nokkrar áhyggjur af
því, að einhver hluti almenn-
ings kunni að gera það, því
slíkt geti einungis skaðað
flokk demókrata í kosning-
unum í byrjun nóvember
næstkomandi.
Athyglisvert smotterí er
að bandarískir kjósendur
hafa ekki minni áhuga á
neinu efni í tengslum við
næstu kosningar en „lofts-
lagsmálunum.“ Mælingarnar
sýna að 1% kjósenda eða
færri hafi áhyggjur af þeim
málaflokki!
Ford forseti datt tví-
vegis niður tröppur
landgangs en Biden
þrívegis í senn.
Ford tapaði næstu
kosningum á eftir.}
Þöggunin gefur eftir
E
ftir tvö undanfarin sumur sem lit-
uðust af heimsfaraldri hefur fólk
nú tök á að njóta sumarfrísins án
takmarkana hér innanlands sem
og erlendis. Við finnum fyrir
ánægjunni sem fylgir því að hitta aftur vini og
vandamenn án vandkvæða við fjölbreytt tilefni
og upplifa stundir sem ekki var hægt í heims-
faraldrinum. Samhliða afléttingum sóttvarna-
ráðstafana hefur ferðavilji aukist til muna og
sækja erlendir ferðamenn hingað að nýju í
stríðum straumum til þess að upplifa allt það
frábæra sem áfangastaðurinn Ísland hefur að
bjóða.
Ferðaþjónustan hefur á tiltölulega skömm-
um tíma orðið einn af grunnatvinnuvegum
þjóðarinnar, með getu til þess að skapa miklar
gjaldeyristekjur á tiltölulega skömmum tíma.
Þannig skapaði greinin 553 milljarða króna verðmæti fyrir
samfélagið árið 2019 – og munar um minna! Þessa dagana
berast okkur ánægjuleg tíðindi úr ferðaþjónustunni sem
gefa okkur vísbendingar um að viðspyrnan eftir heimsfar-
aldur sé komin á fullt. Þannig var kortavelta erlendra
ferðamanna hér á landi 28,3 milljarðar króna í júní. Það er
aukning um 27,4 prósent á milli ára og hefur veltan aldrei
mælst hærri í júnímánuði frá því mælingar hófust árið
2012.
Þetta er vitnisburður um að tíminn í heimsfaraldrinum
hafi verið vel nýttur, bæði hjá stjórnvöldum sem og hjá
fyrirtækjunum sjálfum. Hvað varðar aðgerðir stjórnvalda
ber til dæmis að nefna stofnun áfangastaðastofa í hverjum
landshluta, stórauknar fjárfestingar í inn-
viðum, bæði samgönguinnviðum og innviðum á
ferðamannastöðum svo þeir verði betur í stakk
búnir til að taka á móti auknum fjölda gesta á
ný.
Í tíð minni sem ferðamálaráðherra hef ég
lagt áherslu á að tryggja viðspyrnu ferðaþjón-
ustunnar, meðal annars með því að veita 550
m.kr framlag í alþjóðlega markaðsverkefnið
„Saman í sókn“ sem hefur það að markmiði að
styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar. Sett-
ur var aukinn kraftur í markaðssetningu á
Norður- og Austurlandi sem vænlegum
áfangastöðum fyrir beint millilandaflug með
góðum árangri. Tæpum 600 m.kr var úthlutað
úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að
bæta innviði, tvær reglugerðir undirritaðar til
að koma móts við erfiða lausafjárstöðu fyrir-
tækja í ferðaþjónustu vegna afleiðinga heimsfaraldurs
ásamt því að frumvarp mitt um breytingar á lögum um
Ferðaábyrgðasjóð var samþykkt á Alþingi. Með breyting-
unum lengist lánstími lána úr 6 árum í 10 ár sem auðveldar
ferðaskrifstofum að standa við afborganir.
Margir landsmenn kynntust því undanfarin tvö sumur
hversu frábær áfangastaður Ísland er. Við höfum öll tæki-
færi til að halda áfram að byggja upp öfluga, arðsama og
samkeppnishæfa ferðaþjónustu á heimsmælikvarða, í sátt
við náttúru og íslenska menningu, sem við getum verið
stolt af.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Ferðaþjónusta í sókn
Höfundur er ferðamálaráðherra og varaformaður Framsóknar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen