Morgunblaðið - 22.07.2022, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.07.2022, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. JÚLÍ 2022 Kópavogur – Smiðjuvegur 76 Akureyri – Baldursnes 6a Selfoss – Austurvegur 69 414 1000 414 1050 414 1040 BAÐAÐU ÞIG Í GÆÐUNUM Páll Vilhjálmsson skrifar at- hyglisverðan pistil um lofts- lagstrúna. Þar hefur hann eftir Trausta Jónssyni: „Fyrstu 15 dagar júlímánaðar hafa verið í kaldara lagi í Reykjavík. Meðal- hiti þeirra er 10,4 stig, -0,8 stigum neðan meðallags sömu daga 1991 til 2020 og 0,7 stigum neðan með- allags síðustu tíu ára. Hitinn rað- ast í 19. hlýjasta sæti (af 22 á öld- inni)“ Veðrið er breytilegt á milli landssvæða og tíma. - - - Páll bendir á orð Magnúsar Jónssonar veðurfræðings að „loftslagsváin er ýkjusaga, hlýn- un sem líklega er orðin um 1°C á síðustu 150 árum, þar sem lang- tímameðalhiti jarðarinnar hefur hækkað um 0,1°C á hverjum 15 árum að jafnaði.“ Þá er vitnað til Johns Christys, vísindamanns um loftslag, sem gaf „Láru á Ref- skinnu færi á spjalli um veður. Christy heldur gagnabanka í samvinnu við félaga sinn, Roy Spencer, um hitafar lofthjúpsins annars vegar og hins vegar spá- dóma hamfarasinna. Í áratugi hafa spádómar um hamfarahlýn- un reynst rangir. - - - En svo koma nokkrir heitir dagar og fullyrðingar um sameiginlegt sjálfsmorð mann- kyns streyma frá fólki sem á að heita með fullu viti, eins og Ant- ónio Guterres, aðalritara Samein- uðu þjóðanna. S.Þ. handvöldu vís- indamenn sem trúa á manngert veður fyrir meira en 30 árum. Ástæðan var pólitísk, ekki vís- indaleg. SÞ vantaði hlutverk á al- þjóðavísu. - - - Hamfaraspámennskan er stór- iðnaður sem freistar þess að valta yfir þau sannindi að náttúr- an en ekki maðurinn stjórnar veðrinu.“ Páll Vilhjálmsson Álfavísindi STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Alþjóðlega fótboltamótið Rey Cup hélt göngu sinni áfram í Laugar- dalnum í gær en keppnin hófst á mið- vikudaginn og lýkur á sunnudaginn. Um hundrað lið og 1.400 leikmenn í 4. og 3. flokki etja þar kappi. Gunnhildur Ásmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Rey Cup, segir mótið hafa gengið afar vel framan af. Þegar blaðamaður náði tali af henni í gær var hún viðstödd sundlaugarpartí sem haldið er árlega í Laugardalslaug fyrir mótsgesti. Hún segir augljóst að við Íslend- ingar eigum mikið af ungu og efnilegu knattspyrnufólki sem gaman hafi ver- ið að fylgjast með spila. Á sunnudaginn fara úrslitaleikir A- liða fram á Laugardalsvellinum, þar sem þeir verða sýndir í beinu streymi. Etja kappi í Laugardalnum Morgunblaðið/Hákon Rey Cup Ungar knattspyrnukonur í Þór og Selfossi berjast um knöttinn. Samkeppniseftirlitið sendi í gær bréf til helstu hagaðila, er tengjast sölu Símans á Mílu til Ardian France SA, þar sem reifað er frummat þess um áhrif af sölunni. Þá er jafnframt óskað eftir sjónarmiðum um fram- komin sjónarmið viðsemjenda og til- lögur Ardian í tilefni af sáttavið- ræðum, að því er fram kemur í til- kynningu SKE. Fyrr í mánuðinum gaf SKE út andmælaskjal þar sem sett er fram ítarlegt frummat um samkeppnisleg áhrif af sölu Símans á Mílu. Var þar m.a. kveðið á um að samruni Mílu og Ardian raski samkeppni og samrun- inn verði því, samkvæmt frumniður- stöðunni, ekki samþykktur af Sam- keppniseftirlitinu án skilyrða og/eða með frekari útskýringum af hálfu fyrirtækjanna. Þann 15. júlí sendu Ardian og Síminn SKE ítarleg sjónarmið þar sem frummatinu var mótmælt og rök færð fyrir því að breyta þyrfti frummati við endanlegt mat á áhrif- um samrunans. „Þegar samrunaaðilar leggja fram tillögur að breytingum eða skil- yrðum í tilefni af frummati sam- keppnisyfirvalda er að jafnaði fram- kvæmt svokallað markaðspróf (e. market test) á viðkomandi tillögum. Í markaðsprófi felst meðal annars að hagaðilum eru kynntar viðkomandi tillögur og óskað sjónarmiða þeirra. Með vísan til þessa hefur Sam- keppniseftirlitið í dag sent helstu hagaðilum bréf, þar sem reifað er frummat Samkeppniseftirlitsins og óskað sjónarmiða um framkomin sjónarmið samningsaðila og tillögur Ardian í tilefni af sáttaviðræðum,“ segir í tilkynningunni. Þá segist SKE jafnframt telja mikilvægt að gefa öllum kost á að koma sjónarmiðum sínum á fram- færi og er óskað eftir þeim fyrir lok dags 28. júlí. SKE gefur kost á öðrum sjónarmiðum - Síminn og Ardian hafa mótmælt frummati SKE Morgunblaðið/Eggert Míla SKE hefur til rannsóknar kaup fjárfestingarsjóðsins Ardian á Mílu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.