Morgunblaðið - 16.07.2022, Blaðsíða 1
Steiney Sigurðar-dóttir sellóleikarileikur á tónleik-um í Hörpu semsérsniðnir erufyrir fólk semvar að komaheim úr
námi. 2
Svona
er ég!
Velkominheim!
„Kvikmyndir hafa alla tíð mótað
mig og opnað heiminn fyrir mér,“
segir Heimir Bjarnason sem frum-
sýnir sína fyrstu kvikmynd í fullri
lengd, Þrot, á miðvikudaginn.
Heimir átti undir högg að sækja
félagslega sem barn og unglingur
og gleymdi sér þá gjarnan í faðmi
síns besta vinar, kvikmyndanna.
Og meðan hann skrifaði Þrot lærði
hann ótalmargt um sjálfan sig. 12
17. JÚLÍ 2022SUNNUDAGUR
Klassískir ogtímalausir
Skemmtilegastað hlaupa hægt
Stólar með ofnum reyrog pappa eru gríðar-lega vinsælir í dag. 28
Úlfur Eldjárn hleypur hálfmara-
þon og safnar áheitum fyrir
Minningarsjóð bróður síns,
Kristjáns Eldjárns gítarleikara, sem
orðið hefði fimmtugur í sumar. 8
L A U G A R D A G U R 1 6. J Ú L Í 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 165. tölublað . 110. árgangur .
Laugavegi 174, 105 Rvk. www.hekla.is/skodasalur
Škoda Kodiaq
Vinsæli ferðafélaginn!
Verð frá 7.590.000 kr. Eigum nokkra lausa bíla á lager!
Fjórhjóladrifinn, mjög vel útbúinn með 2.5 tonna dráttargetu
EINFALT MÁL
GAGNAST
STÓRUM HÓPI
ALLT LIÐIÐ
AÐ RÓA
Í SÖMU ÁTT
FREYR UM MÓTIÐ 33NÝ BÓK FRÁ KARÍTAS 34
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vignir Hafþórsson, sérfræðingur hjá
Vinnumálastofnun, segir batann á
vinnumarkaði eftir kórónukreppuna
vera hraðari en spáð var. Fyrir vikið
sé skortur á vinnuafli víða um land.
Vignir rifjar upp að liðið hafi þó
nokkur tími frá bankahruninu þar til
atvinnuleysi náði hámarki. Að sama
skapi hafi tekið langan tíma að ná at-
vinnuleysi niður í fyrri gildi.
„Við vorum út árið 2013 að ná jafn-
vægi á vinnumarkaði. Atvinnuleysi
jókst líka mikið í kórónuveirufar-
aldrinum en um leið og hömlum var
aflétt varð viðspyrnan hröð og miklu
sterkari en almennt var búist við því
fyrirtækin voru sterkari og mót-
vægisaðgerðir báru árangur.
Niðursveiflan var V-laga
Það má segja að kórónukreppan
hafi verið V-laga, að minnsta kosti
hvað vinnumarkaðinn snertir,“ segir
Vignir um þróun atvinnuleysis.
Fjallað er um þróun atvinnuleysis
í Morgunblaðinu í dag. Þar kemur
meðal annars fram að í nokkrum
landshlutum er atvinnuleysi um 2%
en það er undir því náttúrulega at-
vinnuleysi sem alltaf er vegna til-
færslu fólks á milli starfa o.s.frv.
Vignir segir batann á Suðurnesj-
um eftirtektarverðan en þar hafi
mælst um 14% atvinnuleysi í júní í
fyrra en nú sé það tæplega 6%. Þeg-
ar mest var í faraldrinum var 24,5%
atvinnuleysi á Suðurnesjum.
Skortur á vinnuafli
- Atvinnuleysi hefur gengið hraðar niður en útlit var fyrir
MVíða skortur … »12
Hvítu hnoðrarnir, asparfræin, svífa um loft og
sjást víða þessa dagana. Grasfræ eru í hámarki
og eru þau helsti sökudólgurinn þegar kemur að
ofnæmiseinkennum ýmiss konar. Það sem
mannsaugað greinir er fræullin sem kemur úr
blómi aspanna og umvefur kornin, sem gerir
þeim kleift að dreifa sér. Frjókornin sjálf sjást
ekki með berum augum ein og sér, þar sem þau
eru aðeins 0,03 millimetrar að stærð.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Asparfræin á hverju strái í Laugardalnum
Frá áramótum hafa 359 úkraínskir
flóttamenn fengið atvinnu á Íslandi.
„Ég hef heimsótt mörg lönd í öllum
heimsálfunum og þess vegna er ég
svo viss um að mér líki að búa á Ís-
landi,“ segir Roman, 22 ára gamall
vélstjóri sem hefur verið ráðinn í
starf hjá Faxaflóahöfnum. „Faðir
minn, allir bræður mínir og tveir
frændur mínir eru atvinnuhermenn
og eru að berjast fyrir Úkraínu
núna.“ Irina Nepeina og Julia Kuz-
nichenko starfa sem saumakonur
hjá fyrirtækinu Varma. „Okkur líður
vel og hér er gott starfsfólk.“ Irina
var í Úkraínu í 40 daga eftir að
Rússar réðust inn í landið í febrúar.
„Eldflaugaárásir voru víða og hús
voru gjöreyðilögð, þá tók ég ákvörð-
un um að fara.“ Þær segjast kunna
vel við Ísland og segja að hér sé mik-
il kyrrð. karlottalíf@mbl.is »14
Morgunblaðið/Karlotta Líf
Saumað Irina Nepeina og Julia
Kuznichenko að störfum hjá Varma.
Meira en
300 fengið
atvinnu
- Rætt við flóttafólk
Stór hluti grein-
ar Sigmundar
Ernis Rúnars-
sonar um Krist-
ján Jónsson
fjallaskáld, undir
nafninu Á mér
alltaf að líða illa?
í 2. tölublaði
Heima er bezt á
þessu ári, er al-
veg eins og grein
Reykjavíkurskáldsins Tómasar
Guðmundssonar um sama mann. Sú
grein birtist í bókinni Minnisverðir
menn frá 1968. Hvergi er vísað í
Tómas í grein Sigmundar Ernis og
engra heimilda getið. Hann segist í
samtali við Morgunblaðið vera
hissa á að sjá greinina í Heima er
bezt þar sem hann skrifaði hana
upprunalega fyrir Helgarblað DV
árið 1983. Hann segist ekki hafa
vitað að Sigurjón Magnús Egilsson,
ritstjóri tímaritsins, hafi ætlað að
birta gömlu greinina sína. Afkom-
endur Tómasar telja að um mögu-
legan ritstuld sé að ræða og finnst
ólíklegt að Sigmundur hafi fengið
leyfi frá Tómasi á sínum tíma. »10
Tók orðréttan texta
beint frá borgarskáldi
Sigmundur Ernir
Rúnarsson