Morgunblaðið - 16.07.2022, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2022
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Komdu í BÍLÓ!
M.BENZ EQC 400 POWER 4MATIC 2021
Nýskráður 04/2021 ekinn 17 Þ.KM, 100% rafmagn (437 km drægni),
sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn. Hlaðinn aukabúnaði s.s. AMG-line bæði innan
og utan. 21“ AMG álfelgur og dekk, sjónlínuskjár, skynvæddur hraðastillir,
360° myndavél. BURMESTER hljómkerfi, dráttarkrókur, stigbretti ofl.
Raðnúmer 254430
0.000
M.BENZ EQB 300 POWER 4MATIC - 2022
Nýskráður 12/2021 ekinn 3þkm, 100% rafmagn með 423 km drægni,
360° Bakkmyndavél, glerþak - 19“ álfelgur og dekk. Alveg hlaðinn búnaði og
til afhendingar strax! Raðnúmer 254157
0.000
Þessir síungu strákar eru klárir
í að selja bílinn þinn
Eigum laus
sölustæði fyrir
bílinn þinn!
Hlökkum til!
Indriði Jónsson
og Árni Sveinsson
M.BENZ EQA 250 POWER AMG
Nýskráður 08/2021, ekinn aðeins 8 Þ.km, 19“ álfelgur og dekk, dráttar-
krókur, Night pack (Næturpakki), AMG line innan og utan o.fl.
Raðnúmer 254155
0.000
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
G
ott og greiðfært. Nú um
miðjan júlí er hlemmifæri
á flestum hálendisvegum
landsins og fólk því mikið
á ferðinni. Mikil umferð var á suður-
öræfum landsins í fyrradag og á veg-
um þar sáust rútur sem jeppar og svo
ýmsir á mótor- og reiðhjólum. Á fal-
legum degi voru Landmannalaugar
heitur reitur og mörg hundruð
manna þar á svæðinu. Sumir voru á
leiðinni í eða úr fjallgöngu en aðrir
svömluðu í heitri lauginni undir
hraunbrún. Á planinu við ferðaskál-
ana var svo fólk að binda á sig göngu-
skóna og stefndi á Laugaveginn sem
liggur suður í Þórsmörk.
Um tvær leiðir að velja
Á leið í Landmannalaugar er um
tvennt að velja. Fyrri kosturinn er að
fara Dómadalsleiðina, sem ekið er
inn á efst í Landsveit. Sá vegur er
dúnmjúkur og þægilegur – og lækir
sem aka þarf yfir eru engin fyrir-
staða. Hinn möguleikinni í stöðunni
er að aka frá Sigölduvirkjun og fara
svo suður á bóginn 30 kílómetra leið
um hraun og grýttan veg.
Ef sprengja á dekk er alveg til-
valið að fara úr Sigöldu, var sagt við
blaðamann af alvönum ferðagarpi
sem glotti við. Sá veit sem er – eins
og flestir – að á fjöllum má búast við
flestu og allur er varinn góður. Þá
kemur sér vel að björgunarsveitirnar
og þeirra þrautreyndi mannskapur
er til taks á Hálendisvaktinni víða um
landið.
Fimmtán manna hópur
Síðustu vikuna hefur fólk úr
Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík,
undir forystu Birgis Péturssonar,
verið í Landmannalaugum. Alls eru
15-18 manns í vöskum hópi hans,
gjarnan ungt fólk sem komið hefur
inn í björgunarsveitastarfið á síðustu
árum og er að safna sér reynslu.
Verkefnin síðustu daga hafa verið
mörg og fjölbreytt. Liðsinnt hefur
verið fólk sem meitt hefur sig minni
háttar í fjallasprangi; fengið skrámur
eða snúið hæl. Ef verra verður er
kallað eftir öflugra sjúkraliði úr
byggð. Þegar blaðamaður var í
Laugum á fimmtudaginn gripu
björgunarsveitamenn einnig í um-
ferðarstjórn, þar sem biluð rúta var á
vegkanti og þess beðið að draga
mætti burt. Á meðan þurfti að þræða
fram hjá bílnum eftir þröngum kanti.
Einnig hefur þurft að draga bíla upp
úr ám og lækjum. Alltaf er nokkuð
um að ökumenn, þá gjarnan útlend-
ingar, misreikni aðstæður og aki á of
mikilli ferð út í ár og læki svo vatn
flæðir inn í vélar bílanna, sem þá
drepa á sér og jafnvel skemmast.
Björgunarfólk kemur ökutækjunum
þá á þurrt, en eigendurnir sjá svo um
framhaldið. Þá þurfti ýmsu að sinni í
síðustu viku þegar lægð með roki og
rigningu gekk yfir landið, svo fólk á
ferð að Fjallabaki kallaði eftir björg-
un.
Vinsælt verkefni
Karen Ósk Lárusdóttir sinnir
aðgerðamálum hjá Slysavarnafélag-
inu Landsbjörg og er þessa dagana í
fjölmiðlaþjónustu félagsins. Hún seg-
ir Hálendisvaktina vera vinsælt verk-
efni meðal björgunarsveitafólks.
Fyrir sveitirnar sé þessu líka kær-
komið að sinna. Á fjöllum fái fólk fína
reynslu, gjarnan við fremur auðleyst
verkefni, sem komi sér svo vel þegar
áskoranirnar eru stærri og meiri.
Einnig sé samvera fólks í heila viku
góð félagsleg þjálfun.
Í dag er Laugavegshlaupið svo-
nefnda, en nú í morgunsárið tekur
fólk á rás og skokkar suður í Þórs-
mörk þangað sem eru 55 kílómetrar.
Vegna þess þurfa björgunarsveitir að
vera til halds og trausts. Eru raunar
mikilvægur hlekkur í öllu sem þarf í
sambandi við þennan íþróttaviðburð
– sem nýtur mikilla vinsælda.
Vaktin staðin í Landmannalaugum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hálend Fólk úr Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík sem verið hefur í Landmannalaugum síðustu daga. Frá vinstri Björn Lúkas Haraldsson, Hulda Margrét
Hauksdóttir, Davíð Sigursveinn Harðarson, Jökull Alfreð Árnason, Birgir Pétursson og Þórarinn Kristján Ragnarsson. Úthaldi þeirra lýkur á morgun.
Gleði Hundruð ferðamanna eru í Landmannalaugum á
fallegum sumardögum, enda er staðurinn einstakur.
Slark Ekið yfir Námukvísl við Laugar. Að kynnast að-
stæðum og fara yfir á brotinu eru mikilvæg atriði.
Fallegir sumardagar og
fjöllin freista. Líflegt í
Laugum þar sem björg-
unarsveitir eru til taks,
komist túristar í vanda.
Lífi og starfi tónlistarmannsins David
Bowie verða með ýmsu móti gerð skil
á Akranesi nú um helgina. Þess er
skemmst að minnast að fyrir fimm
árum máluðu Björn Lúðvíksson
myndlistarmaður og Halldór R. Lár-
usson grafískur hönnuður myndir á
vegg við Kirkjubraut á Akranesi til
heiðurs listamanninum, sem þeir
héldu mikið upp á. Nú er haldið áfram
og afmæli veggmyndarinnar minnst
með hátíð í tilefni af því að Bowie
hefði orðið 75 ára á þessu ári. Í dag er
efnt til sýningar í gamla Landsbanka-
húsinu við Akratorg þar sem unn-
endur Bowie sýna ýmsa muni er hon-
um tengjast. Einnig verður hægt að
kaupa muni sem tengjast Bowie; svo
sem boli, blýanta, póstkort, plaköt og
blýanta. Þá kemur út í fyrsta sinn á
Íslandi tímaritið Bowie Fanzine. Sýn-
ingin í dag er opin frá hádegi fram til
kl. 17 og á morgun á sama tíma frá
hádegi en lokað klukkustund fyrr.
Í kvöld heldur svo hljómsveitin Lizt
tónleika í Hafbjargarhúsinu á Breið
með lögum David Bowie. Sveitina
skipa Róbert Marshall, Þór Freysson,
Hersir Sigurgeirsson, Gunz A La
Tomma og Kristinn Gallagher. Hljóm-
sveitin flytur á þriðja tug laga sem
spanna feril David Bowie. Miðaverð á
tónleikana: 3.500 kr. Lizt hefur hald-
ið Bowie-tónleika víðs vegar um land
undanfarin misseri við góðar undir-
tektir.
List Litríkur veggur Bowie við Kirkjubraut og Björn Thoroddsen með gítarinn.
Bowie er bestur á Skaganum
Tónlist, sýning og málaður veggur á Akranesi