Morgunblaðið - 16.07.2022, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2022
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Rússagullið
sem svo var
kallað rat-
aði hér á árum áð-
ur í fjárhirslur ís-
lenskra sósíalista
sem stóðu keikir
vaktina fyrir Sov-
étríkin sálugu hvað
sem á gekk. Þetta Rússagull
var ekki uppi á yfirborðinu en
nýttist engu að síður í vafa-
sama starfsemi hér á landi.
Nú er annað Rússagull til
umræðu, en Evrópusambandið
hefur í hyggju að hindra út-
flutning Rússlands á gulli sem
hluta af refsiaðgerðum vegna
innrásarinnar í Úkraínu. Evr-
ópusambandið hefur þegar
samþykkt sex pakka af refsiað-
gerðum, þann síðasta nú í júní
vegna olíu, en framkvæmda-
stjórn þess segir að gullið sé
næst og verði þau áform kynnt
um leið og samkomulag náist á
milli aðildarríkjanna.
Fundur helstu iðnríkja
heims, G-7 ríkjanna, sem hald-
inn var í lok júní samþykkti að
banna útflutning Rússa á gulli,
en það hefur ekki dugað til að
stöðva þennan útflutning þó að
Evrópusambandið hafi þar átt
fulltrúa. Sagt er að gull sé þýð-
ingarmikil útflutningsafurð
Rússlands og að bannið sé af
þeim sökum mikilvægur liður í
að þrengja að Rússlandi efna-
hagslega.
Ekki skal efast um að Rússa
munar um gullsöluna takist að
draga úr henni, en það má efast
um að þá muni um hana þannig
að það hafi áhrif á hernaðar-
aðgerðir þeirra í Úkraínu. Sex
kynntar refsiaðgerðir hafa
ekki dugað og hefur þeim þó
verið fylgt úr hlaði með miklum
yfirlýsingum um umfang og
áhrif. Ekki er líklegt að gullið
skipti sköpum.
Það er raunar ótrúlegt þegar
horft er til þess sem sagt hefur
verið að enn séu slíkar glufur í
aðgerðunum. Og meginatriðið
er enn undan skilið aðgerð-
unum en það er gasið, sem enn
rennur greiðlega frá Rússlandi
til ríkja Evrópusambandsins.
Eða öllu heldur, sem þau vilja
enn að renni greiðlega. Rúss-
land hefur dregið mjög úr
rennslinu og segist í byrjun
vikunnar hafa sett af stað við-
haldsaðgerðir sem stöðvuðu
rennslið. Hvenær það fer af
stað á ný er óvíst, en það sem
upp úr stendur er að óróleikinn
vegna þessa virðist meiri í ríkj-
um Evrópusambandsins en í
Rússlandi.
Ástæðan fyrir því að Evr-
ópusambandið er svo háð Rúss-
landi um orku er að innan þess
hefur sú stefna verið ríkjandi
að draga hratt úr notkun eigin
jarðefnaeldsneytis og að loka
kjarnorkuverum. Orkustefnan
byggist á draumsýn um að
hægt sé á fáeinum
árum að skipta yfir
í aðra orkugjafa
sem sagðir eru um-
hverfisvænni en
duga hvorki til að
halda framleiðslu
Evrópu gangandi
né að halda hita á
íbúunum þar að vetrarlagi. Á
meðan ríki Evrópusambands-
ins reka slíka orkustefnu verða
þau áfram allt of háð Rússlandi
eða öðrum ríkjum sem ekki er
endilega æskilegt að þurfa að
reiða sig á, svo sem Aserbaíd-
sjan. ESB er nú langt komið
með að semja við það ríki, sem
lætur hvorki lýðræði né mann-
réttindi trufla sig, um kaup á
gasi. Til að það megi verða þarf
að efla leiðslur til sunnan-
verðrar Evrópu og það tekur
tíma, enda ætlunin að fyrirhug-
aður samningur við Aserbaíd-
sjan fari að skila gasi eftir
fimm ár.
En það eru ekki aðeins ríki
Evrópusambandsins sem reka
orkustefnu sem veikir þau í
samskiptum við umheiminn.
Forseti Bandaríkjanna er nú í
sinni fyrstu heimsókn til Mið-
Austurlanda, meðal annars til
að hitta leiðtoga Sádi-Arabíu,
krónprinsinn Mohammed bin
Salman, manninn sem Biden
taldi óalandi og óferjandi fyrir
skömmu. Nú hafa aðstæður í
heiminum breyst, Íran nálgast
kjarnorkusprengjur á ný eftir
að slakað var á klónni gagnvart
því hættulega ríki og ekki síður
þarf að biðja krónprinsinn um
að auka olíuframleiðslu. Biden
þyrfti ekki að fara með slíka
bón til Mið-Austurlanda ef
hann ræki aðra orkustefnu
heima fyrir, en þar hefur hann
þvælst fyrir vinnsluleyfum, ol-
íuleiðslum og fleiru sem nauð-
synlegt er til að starfsemi
fyrirtækja í orkugeiranum geti
skilað þeirri orku sem þarf.
Með kosningar fram undan
og bandaríska kjósendur
ósátta við allt of hátt orkuverð
er ekki annað að gera fyrir
Biden en að setjast niður með
þeim sem hafa aðgang að olíu
og eru ekki feimnir við að nýta
hana og biðja þá um aðstoð.
Veikleiki Vesturlanda, sem
vitlaus orkustefna hefur valdið,
fer sífellt vaxandi og verður æ
hættulegri. Vesturlönd verða
að hafa aðgang að öruggri
orku, að öðrum kosti eru þau
háð ríkjum sem þau vilja ekki
vera háð og sem hika ekki við
að nýta sér þennan veikleika.
Tilraun til að loka á útflutning
á gulli frá Rússlandi kann að
vera eðlilegt, en mjög síðbúið,
skref í aðgerðunum gegn Rúss-
landi. Sú tilraun er þó um leið
enn ein áminningin um að Vest-
urlönd hefur rekið illilega af
leið og verða að breyta um
kúrs.
Endurteknar
aðgerðir gegn
Rússlandi sem taka
ekki á því sem máli
skiptir minna á veik-
leika Vesturlanda}
Rússagullið
N
ennir þú í alvörunni að fara út í
pólitíkina?“ Þetta var algeng
spurning þegar ég tilkynnti
framboð mitt í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Árborg fyrir
sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Svarið var
auðvelt já þar sem áhugi minn lá í þessa átt en
spurningin sýnir því miður þessa neikvæðu
ímynd sem liggur yfir pólitíkinni.
Held að það sé eins með pólitískt starf á Al-
þingi eða sveitarstjórn líkt og aðra vinnu. Það
eru misjafnir dagar og verkefnin sem liggja
fyrir eru til þess að finna bestu mögulegu
lausnina. Markmiðið er að reyna að bæta sam-
félagið sem við búum í og ef þú hefur áhuga er
starfið heilt yfir skemmtilegra og ákvarð-
anirnar verða líklega betri.
Sem kjörinn fulltrúi er ég í þjónustu fyrir
íbúa í mínu sveitarfélagi og í rauninni víðar, þar sem
ákvarðanir eins sveitarfélags geta haft áhrif á önnur.
Starfsemi sveitarfélaga byggist að mestu leyti á sömu
grunn verkefnunum og mikilvægt að nýta samstarf á já-
kvæðan hátt. Við getum alltaf lært af hvert öðru og erum
sterkari sem stærri heild. Það má því færa mjög góð rök
fyrir því að fækka sveitarfélögum, efla þau og um leið
bæta þjónustuna við íbúa. Það er efni í annan pistil síð-
ar …
Inntak fyrirsagnar í þessum pistli er í stuttu máli ein-
mitt gagnvart samstarfi og skilvirkni fyrir okkur íbúana
í landinu. Ríki og sveitarfélög eru í góðu samstarfi um
mörg málefni en oft og tíðum hefur mér fund-
ist of mikill tíma fara í rifrildi um fjármagn í
þá mikilvægu grunnþjónustu sem báðir aðilar
veita. Þjónusta í leik- og grunnskólum, fé-
lagsþjónustu, frístundum, framhalds- og há-
skólum eða heilbrigðisstofnunum eru dæmi
um þjónustu sem við nýtum okkur öll ein-
hvern tímann á lífsleiðinni og er oftast veitt af
annaðhvort sveitarfélagi eða ríkinu. Það get-
ur verið kostur að ábyrgðaraðili þjónust-
unnar sé nær íbúunum sem í flestum tilfellum
væri sveitarfélagið eða jafnvel einkaaðili.
Hver sem veitir þjónustuna þá þarf að hugsa
fjármögnunina sem eina heild þannig að hún
skili sér sem best fyrir samfélagið. Umræðan
um fjármagnið þarf að mínu mati að vera á
þeim grundvelli að við viljum sjá þjónustuna
nýtast sem best þar sem hún er veitt og hún
geti þá mögulega skilað hagræðingu á öðrum stöðum.
Slíkt kallar á breytt hugarfar og mér finnst umræðan hjá
kjörnum fulltrúum á Íslandi vera að færast nær þeirri
jákvæðu átt.
Við erum nefnilega öll í sama liðinu þegar upp er stað-
ið. Ég hef þá staðföstu trú að allir þeir sem leggja mann-
orð sitt að veði sem kjörnir fulltrúar á Alþingi eða sveita-
stjórnum landsins séu að stefna að sama markmiðinu,
bæta samfélagið sem við erum öll hluti af.
Bragi
Bjarnason
Pistill
Stefnum að sama markmiðinu
Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg.
bragi@arborg.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
O
rkukreppa í Evrópu í
tengslum við stríðið í
Úkraínu og vaxandi þrýst-
ingur á að minnka losun
gróðurhúsalofttegunda hafa aukið
mjög áhuga á nýtingu endurnýj-
anlegrar orku í Austur-Evrópu, að
sögn Baldurs Péturssonar, verkefn-
isstjóra fjölþjóðlegra verkefna hjá
Orkustofnun.
„Það eru tvær kreppur, lofts-
lagskreppan og orkukreppan. End-
urnýjanleg orka skiptir gríðarlega
miklu máli í því samhengi,“ segir
Baldur. „Báðar þessar kreppur knýja
á að nýta meira endurnýjanlega orku
til húshitunar og annarra þarfa.
Mörg af þessum löndum nota kol til
að kynda með hús og fyrirtæki. Hægt
er að nýta jarðhita til þess á nokkuð
mörgum stöðum og hann er því mik-
ilvægur.“
Breytingarnar sem unnið er að í
Austur-Evrópu, varðandi nýtingu
endurnýjanlegrar orku, eru ekki ein-
ungis tæknilegar heldur einnig
tengdar þekkingarmiðlun og því að
vekja aukinn áhuga og umræðu. Fólk
í þessum löndum er vant að líta á kol
sem náttúruauðlindir sem þjóðirnar
hafi rétt á að nýta. Nú eru aðstæður
breyttar og það kallar á aðra orku-
gjafa.
Mörg verkefni í A-Evrópu
Baldur hefur undanfarið stýrt
uppbyggingu og rekstri í tengslum
við tvö samstarfsverkefni við Pólland
og fleiri lönd. Verkefnin hafa bæði
verið í rekstri frá 2021 og verður
þeim lokið í byrjun árs 2024. Þau eru
hluti af verkefnum Uppbygging-
arsjóðs EES. Unnið er að mun stærri
verkefnum á þessu sviði í löndunum
sjálfum með þátttöku íslenskra og
norskra fyrirtækja.
Samstarfsaðilar Orkustofnunar
frá Póllandi, Ungverjalandi, Slóvakíu
og Noregi í User4GeoEnergy-
verkefninu komu hingað til lands í
apríl sl. Verkefnið miðar að því að
bæta orkunýtingu hitaveitukerfa í
Póllandi, Ungverjalandi og Slóvakíu
með bættri orkunotkun neytenda.
Lögð var áhersla á að kynna
starfsemi fyrirtækja á Íslandi sem
tengjast jarðhita og hitaveitum. Með-
al annars voru auðlindagarðarnir á
Hellisheiði og Reykjanesi heimsóttir
og farið til fyrirtækja sem nýta jarð-
hita í ýmsar vörur og þjónustu, sam-
kvæmt frétt á vef Orkustofnunar
(os.is).
Þjálfunarnámskeið var haldið í
Póllandi í maí sl. til að efla uppbygg-
ingu og notkun jarðhita til húshit-
unar. Færri komust að en vildu.
Námskeiðið var liður í uppbyggingar-
og þjálfunarverkefni á jarðhita í Pól-
landi, sem unnið er í samstarfi Orku-
stofnunarog IGSMiE PAN í Póllandi,
á vegum Uppbyggingarsjóðs EES.
Markmiðið er að byggja upp þekk-
ingu helstu hagsmunaaðila í Póllandi
á sviði nýtingar jarðhita, með áherslu
á húshitun með endurnýjanlegum
orkugjöfum sem eykur orkuöryggi,
hagkvæmni og dregur úr mengun og
losun koltvísýrings.
Mikill áhugi er hjá Pólverjum á
auknu samstarfi við Ísland. Von er á
stórum hópi frá Póllandi í lok sept-
ember hingað til lands.
Ísland hefur unnið með
Uppbyggingarsjóði EES
ásamt fyrirtækjum og
stofnunum að uppbygg-
ingu meðal annars í Rúm-
eníu. Þar var kolaorkuveri
á stærð við Kárahnjúka-
virkjun (tæplega 700 MW)
breytt í gasorkuver. Hluti af
verkefninu var einnig að auka
nýtingu jarðhita til húshitunar
í borginni Oradea í Rúmen-
íu.
Íslensk þekking
á jarðhita flutt út
Önnur lönd geta lært ýmislegt
af því hvernig Íslendingar
brugðust við olíukreppunni á
8. áratug síðustu aldar.
„Olíuverð hækkaði mjög
mikið frá 1970-1980 þegar ol-
íukreppan skall á. Það var
brugðist við því með mikilli
hitaveituvæðingu á Íslandi. Hér
tókst að minnka olíunotkun til
húshitunar úr um 50% niður í
um 5% á tíu árum,“ segir
Baldur Pétursson, verkefn-
isstjóri hjá Orkustofnun.
„Það var gríðarlega mikill
árangur og má rekja hann
til mikillar samstöðu
stjórnvalda, það er ríkis,
sveitarfélaga og fyr-
irtækja. Tíu ár eru
mjög stuttur tími til
að ná svo gríðarlega
miklum árangri. Er-
lendar þjóðir líta mikið
til þess og vilja læra af
því.“
Viðbrögðin
vöktu athygli
OLÍUKREPPAN
Baldur
Pétursson
Ljósmynd/os.is
Jarðhiti Fulltrúar frá Póllandi, Ungverjalandi og Slóvakíu komu til að
kynna sér nýtingu jarðhita. Hópurinn heimsótti m.a. HS Orku í Svartsengi.