Morgunblaðið - 16.07.2022, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.07.2022, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2022 Fjöldi flóttamanna frá Úkraínu í vinnu Frá áramótum hefur 1.351 flóttamaður frá Úkraínu komið til landsins. Fjöldi fullorðinna er 1.016, en 335 eru yngri en 18 ára. Af 1.016 full- orðnum hafa 359 fengið atvinnu. „Þetta eru mjög fjölbreytt störf og fjölbreyttur hópur líka,“ segir Guðlaug Hrönn Pétursdóttir, deildar- stjóri flóttamannadeildar hjá Vinnumálastofnun. Rætt er hér við sex úkraínska flóttamenn sem hafa fengið vinnu. karlottalif@mbl.is Kiríló Beidik er 28 ára gamall og kom til Ís- lands í mars ásamt eiginkonu sinni og þrem- ur börnum þeirra. Hann starfar nú sem bíl- stjóri hjá tækjaleigunni Tæki.is. „Við komum hingað fyrir um það bil þremur mánuðum og ég fékk vinnuna tveimur vikum síðar. Það var verið að leita að bílstjóra og ég sá auglýs- inguna á Facebook. Það er pólskur maður að vinna hérna og ég hafði samband við hann,“ segir Kiríló um hvernig hann hefði fengið vinnuna. „Mér líkar starfið og þetta er góður vinnustaður, mér finnst líka gaman að ferðast um á bílnum. Ég vinn frá mánudegi til föstudags.“ Kíríló og eiginkona hans eiga átta ára son og tvær 6 ára dætur, en þær eru tvíburar. „Þeim líður vel. Sonur okkar mun líklega byrja í skóla í september, en dætur okkar fara annaðhvort í skóla eða leikskóla, og þá í skóla á næsta ári,“ segir Kíríló. „Þær eru náttúrulega sex ára en við sjáum til hvað skólayfirvöld segja, hvort þær fari beint í skóla eða hvort þau meti það svo að þær þurfi að bíða fram á næsta ár, við vitum það ekki.“ Þau hafa ekki fundið skóla fyrir börnin en eru að leita sér að íbúð fyrir fjölskylduna. Kí- ríló segist vonast til þess að finna íbúð í Hafn- arfirði, þar sem hann vinnur. „Þegar við erum búin að finna okkur íbúð reynum við að finna skóla fyrir börnin okkar nálægt heimilinu.“ Kíríló segist kunna vel við Ísland og segir að hér líði þeim vel. Það hafi verið tekið vel á móti honum og fjölskyldu hans. Segir Kíríló að lokum að hann finni fyrir miklum stuðn- ingi á meðal Íslendinga. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Finna skóla fyrir börnin Róman Drahúlov er 22 ára gamall og starfar hjá Faxaflóahöfnum. Hann kom til Íslands 10. mars, en hafði frá árinu 2017 ætlað sér að flytja til landsins. „Ég var þá að horfa til Norðurlandanna, vegna lífsgæðanna og af því að mér líður vel í kuldanum. Ísland hvarflaði ekki að mér fyrr en ég fór að kynna mér söguna og menninguna. Hér býr gott fólk, það besta sem ég hef kynnst,“ segir Róman við Morgunblaðið. Öll fjölskylda hans er í Úkraínu. „Faðir minn, allir bræður mínir og tveir frændur mínir eru atvinnuhermenn og eru að berjast fyrir Úkraínu núna.“ Róman talar við fjöl- skyldu sína á hverjum degi. Foreldrar hans flúðu til Ódessa frá heimaborg þeirra, Ber- dyansk, en hún var hernumin á fyrstu vikum stríðsins. „Heimili okkar og allt sem við átt- um hefur verið hernumið og við vitum ekki hvort það verði lengur okkar, þegar þangað er aftur snúið.“ Systir hans, sem er herlækn- ir, flúði frá heimaborginni til Kænugarðs ásamt tveimur ungum börnum sínum. „Það er erfitt að missa allt sem maður átti og þurfa að byrja algjörlega upp á nýtt. Ef eitthvað lendir á húsinu þínu, eins og eld- flaugar, eru mjög litlar líkur á að það sé eitt- hvað eftir. Eftir að stríðið hófst áttar þú þig á því að líf þitt, allt sem þú átt, getur horfið á einni sekúndu.“ Róman er lærður vélstjóri og var ráðinn í starf hjá hafnarþjónustu Faxaflóahafna 13. mars. Honum líður vel í vinnunni. „Allir í vinnunni tala íslensku og þegar ég hef lausan tíma tek ég fram skrifblokkina mína og penna og reyni að læra íslensku.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölskyldan í Úkraínu Irína Sínenkó er 26 ára tannlæknir og starfar hjá JHG tannlækningum. „Ég kom hingað fyrir næstum því fjórum mánuðum frá Dnípró, það var langt ferðalag. Það tók þrjá daga að fara frá Úkraínu til Póllands og það- an tók tvo daga að fara til Íslands. Bróðir minn hefur búið á Íslandi í tíu ár og þess vegna kom ég hingað, þannig að ég er í raun búin að endurheimta hluta af fjölskyldunni minni. Ég er líka búin að eignast nýja úkra- ínska vini,“ segir Irína. Irína er menntaður tannlæknir en starfar nú sem aðstoðarmaður tannlækna. „Skjölin mín og leyfið eru í löggildingarferli, þannig að ég er að bíða eftir svari og vonast til þess að geta fljótlega farið að starfa sem tann- læknir.“ Irína segir að það hafi tekið um einn mánuð að fá vinnu á Íslandi. „Ég sendi tölvu- pósta á nokkrar stofur og einn daginn fékk ég svar frá yfirmanninum mínum á þessari stofu sem sagðist geta hitt mig. Ég fékk starf- ið og byrjaði næsta dag.“ Irína hefur þegar lokið námskeiði í íslensku og stefnir á fram- haldsnámskeið í ágúst. „Ísland er frábært land, þetta er eiginlega eins og önnur plán- eta. Fyrir tveimur vikum heimsótti ég Vík í Mýrdal með bróður mínum, en Akureyri verður svo næsti áfangastaður.“ Foreldrar Irínu eru enn stödd í Úkraínu, í borginni Kerson sem hefur verið hernumin. „Það er erfitt fyrir þau að flýja og ég og bróð- ir minn erum að reyna að finna út hvernig við getum bjargað þeim. Ég vona að okkur muni takast það. Helsta áherslumálið núna eru for- eldrar mínir og að eiga möguleika á að starfa hér sem tannlæknir.“ Morgunblaðið/Hákon Ísland önn- ur pláneta Elena Kartsévskaja er 60 ára gömul og vinnur á Landspítalanum. Hún kom til landsins í lok mars og segist vera Íslendingum mjög þakk- lát. „Ég finn fyrir því að fólki er annt um mig, og ég veit að fleirum frá Úkraínu líður eins,“ segir hún. Elena hefur alltaf starfað í heil- brigðiskerfinu. „Það var áhugavert fyrir mig að fá starf í heilbrigðiskerfinu hér, mér líkar mjög vel að starfa á spítalanum og hef mikinn áhuga. Ég vil leggja mitt af mörkum fyrir þetta land.“ Hún hefur lokið læknanámi í Úkraínu en hefur þó ekki getað starfað sem læknir hér á landi. „Það er ekki hægt vegna þess að ég þarf að sýna önnur skjöl samhliða prófskírteininu mínu. Þetta er öðruvísi upp- sett hérna.“ Elena segist þurfa að taka aðra áfanga á Íslandi og bætir við að það sé mjög gott plan fyrir framtíðina. „Í okkar landi er ekki töluð mikil enska daglega, en núna er ég í góðri æfingu, það kemur sér mjög vel. Ég er einnig byrjuð að læra íslensku. Ég tala oftast ensku við starfs- fólkið en sjúklingarnir tala yfirleitt á íslensku og ég reyni að skilja þá, það er mjög gott tækifæri fyrir mig og mikil áskorun. Það er sagt að fólk á mínum aldri eigi oft erfiðara með að læra nýtt tungumál, auðvitað er það erfitt en ég get þetta. Nú hef ég mína litlu orðabók og tala við sjúklingana á íslensku.“ Elena á tvær dætur og hefur sú eldri búið á Íslandi í nokkurn tíma. Í kjölfar innrásar- innar kom Elena til Íslands ásamt yngri dótt- ur sinni og búa þær saman hér, en Elena hef- ur einu sinni áður komið í heimsókn til landsins. Hún segist að lokum finna fyrir miklum stuðningi frá Íslendingum. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Tækifæri og áskorun Irína Nepeina og Júlía Kútsnitsénkó starfa sem saumakonur hjá fyrirtækinu Varma í Reykjavík. Irína er 50 ára og kom til Íslands í apríl frá borginni Ódessa í Úkraínu og er saumakennari. „Ég var að leita að kennslu- starfi en fann ekkert og sá svo að Varma var að auglýsa eftir saumafólki,“ segir Irína. Júlía, sem er 42 ára, kom til landsins frá Karkív í maí. Hún var yfirmaður í sauma- verksmiðju í Úkraínu og á að baki tuttugu ára reynslu á þessu sviði. Þær hafa starfað hjá Varma í um tvo mánuði. „Okkur líður vel og launin eru góð, hér er einnig gott starfs- fólk.“ Þær segja ánægjulegt að geta starfað við það sama hér á landi og í Úkraínu og eiga stjórnendum Varma margt að þakka. Irína á 30 ára gamla dóttur sem hefur búið í Dúbaí í þrjú ár, en sonur Júlíu hefur verið búsettur á Íslandi í nokkurn tíma. Eiginmenn Irínu og Júlíu eru aftur á móti í Úkraínu. „Ég var í Ódessa í 40 daga eftir að stríðið hófst í febrúar. Eldflaugaárásir voru víða og hús voru gjöreyðilögð, þá tók ég ákvörðun um að fara. Þar sem Júlía bjó var einnig mjög hættulegt að vera og hús eyðilögðust,“ segir Irína um ástandið í landinu. „Í svona að- stæðum þurfum við á hjálp að halda, og við fengum hana með því að koma hingað.“ „Alveg frá upphafi höfum við fengið mikla hjálp frá öllum. Við erum í mörgum Face- book-hópum og ef við höfum einhverjar spurningar eða okkur vantar eitthvað, þá getum við skrifað það inn og fáum alltaf svör. Við höfum fengið hlýjar móttökur frá fólkinu hér,“ segir Irína. Þær segjast kunna vel við Ísland og að hér sé mikil kyrrð. „Við höfum séð marga fallega staði. Þetta land er mjög ólíkt okkar landi og alla daga sjáum við eitt- hvað áhugavert. Við höfum góða reynslu af Íslandi og ég held að annað úkraínskt fólk hér á landi sé á sama máli,“ segir Irína. Morgunblaðið/Karlotta Líf Saumakonur Irína Nepeina situr við saumavélina og fyrir aftan hana er Júlía Kútsnitsénkó. Hafa fengið hlýjar mót- tökur frá Íslendingum Lengri útgáfa af viðtölunum verður birt á mbl.is. mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.