Morgunblaðið - 16.07.2022, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.07.2022, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2022 Dalsbraut 16, 260 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Falleg 3ja herbergja íbúð í mjög nýlegu fjölbýli á annarri hæð með sér- inngangi Mjög vel staðsett eign við nýjan grunn- og leikskóla í Dalshverfi. Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali s. 899 0555 Bjarni Fannar Bjarnason Aðstoðamaður fasteignasala s. 773 0397 Verð 42.000.000 kr. Stærð 67,5 m2 T ungutak á félagsmiðlum er kapítuli út af fyrir sig. Sjálf nota ég reyndar bara einn, þann sem nefndur er fésbók (nema af þeim sem finnst asnalegt að íslenska vörumerki en kalla Coca-Cola samt kók) og þar tíðkast allfastur talsmáti. Mynd fyr- ir athygli er dæmi. Málshefjandi er þá að auglýsa eftir sultuuppskrift eða spyrja hvort einhver viti um lausa íbúð á Austurlandi og hengir við ótengda mynd (sætan kött, kon- ungshöll). Í raun réttri eru frasarnir oft myndatextar því þeir sækja merkingu í myndefni sem fylgir færslunni. Þegar pör segjast vera brúðkaupsfín eða árshátíðarfín veit ég t.d. að ég er á fésbók. Þá er notkun ábendingarfornafna einkar áberandi. Dekurdagur með þessum er mikið tekið (sonur á mynd) eða Tíu ár með þessari (mynd af kærustu) – lesendur eiga þá að vita nöfn viðkomandi og þeim því sleppt. Það er raunar sammerkt með flestum fastalínum á fésbók að mikilvægum upplýsingum er sleppt. Óþarfi að stafa allt ofan í vinina og líka mun meira töff að segja Skrif- stofa dagsins, hjá útsýnismynd, en þylja upp: Ég er hér í Kraká og stunda fjarvinnu á hóteli við ægifagurt torg eins og sjá má. Stundum keyrir þó upplýsingaskorturinn um þverbak. Toppurinn er þegar fólk birtir sjálfsmynd í sjúkrarúmi með textanum Ætlaði að eyða deginum í annað. Þetta er rosalega svalt, en kallar um leið á óteljandi ha? og gegndarlausar spurningar um hvað hafi eiginlega komið fyrir. Myndi drepa fólk að setja #ökklabrot í myllumerki? Nei, ég bara spyr. Þá eru ótaldar klisjurnar sem staflast upp þegar ástvinur á afmæli, gjarnan börn, og þuldir upp mannkostirnir hugrökk og skapandi eða móður/föðurbetrungur. Sjaldnast er orðið afmæli nefnt, heldur: NN á daginn í dag … og svo allra þreyttasta línan: … og því ber að fagna. Allt í lagi, tjáning er frjáls, og sumt getur alveg verið smellið. Er að spyrja fyrir vin þótti lengi sniðugt – þá er sett fram spurning sem af- hjúpar allt frá fákunnáttu til furðusmekks sem spyrjandi þykist sverja af sér. Að sama skapi segir línan Ég skil þetta bara eftir hérna meira en hún gerir. Þá fylgir krækja sem afhjúpar menn eða málefni og fólk sparar sér langa formála að skoðun sinni. Og úr því þetta er orðið að námskeiði fyrir óinnvígða, þá dugar að samsinna öllum fjáranum með línunni: Það sem hún sagði! Allt eru þetta tilbrigði sem hafa með endurtekningunni öðlast fasta merkingu í hversdagssamskiptum, rétt eins og fastir frasar í sportlýs- ingum, veðurfregnum og annars staðar þar sem skrifast er á með hjálp skýringarmynda. XX-borg er að fara vel með okkur, er nýjasta línan á Facebook. Henni fylgja án fráviks hamingjusöm andlit í sumarfríi erlendis og ég ætla ekkert að gefa upp hvað mér þykir um það, ég segi í raun ekkert hvað mér finnst hér um nokkurn hlut, lista þá bara upp og segi kæru- leysislega, en samt ekki: Ég skil þetta bara eftir hérna. Tíu ár með þessari! Tungutak Sigurbjörg Þrastardóttir sitronur@hotmail.com Ljósmynd/Zuzana, Unsplash Fésbók „Mynd fyrir athygli.“ F rá því var skýrt undir lok júní að færeyska fisk- eldisfyrirtækið Bakkafrost hefði keypt Boeing 757-þotu til að ná forskoti í keppninni um að koma ferskum laxi á borð veitingastaða á Manhattan á innan við 24 tímum frá slátrun. Í frétt breska blaðsins The Guardian um þotukaupin segir að stjórnendur Bakkafrosts, sem einnig eigi Scott- ish Salmon Company (nú Bakkafrost Scotland), svari gagnrýni á kolefnisspor þotuflugsins yfir Atlantshaf á þann veg að sporið minnki með því að fara ekki um Heathrow-flugvöll með laxinn, jafnframt minnki mat- arsóun þegar tíminn styttist milli slátrunar og matar- gerðar bandarísku viðskiptavinanna. Í Færeyjum tala þeir um eldislaxinn sinn sem „kampavínslaxinn“. Hann sé sem sagt allra laxa bestur. Seiðin í þennan hágæðalax koma héðan þar sem eld- isfyrirtæki verða sífellt öflugri. Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins (7. júlí) er frétt um öran vöxt landeldis einkum á laxi og bleikju en fimm fyrirtæki sem stundi „þauleldi fisks á landi“ hafi nýlega stofnað samtökin Eld- is, Landeldissamtök Íslands. Eldis og Bændasamtök Íslands (BÍ) hafa lýst yfir vilja til að greindur verði fýsileiki þess að „fullvinna lífrænan úrgang til áburðarframleiðslu“. Þetta verði ekki gert nema með styrkjum, rannsóknum og þróun á tækni- lausnum. Þessi lífræni úrgangur og hliðarafurðir verði sífellt mik- ilvægari auðlindir til áburð- arnotkunar vegna hækkana á inn- fluttum tilbúnum áburði. Allt snertir þetta grunnþætti þess sem skiptir matvælaframleiðslur mestu nú á tím- um, að þeir framleiði dýra hágæðavöru og við alla fram- leiðsluna sé tekið mið af loftslagsmarkmiðum og sjálf- bærni. Að tengja saman landbúnað og fiskeldi, endurheimta fiskimykju og nýta hana til lífrænnar framleiðslu er liður í að styrkja forsendur fæðuöryggis hér. Hvert skref sem stigið er til að minnka notkun á innfluttum áburði er skref í átt til aukins fæðuöryggis. Mesti kostnaður fiskeldisstöðva felst í fóðurkaupum. Vonir eru bundnar við að ræktun þörunga á koltvísýringi geri þá að heilnæmu og umhverfisvænu fóðurhráefni við fiskeldi. Þörungaræktun af þessu tagi er stunduð hér á landi. Líftæknifyrirtækið Algalíf í Reykjanesbæ fram- leiðir astaxanthín úr örþörungum. Framleiðslan er seld út um allan heim. Hátæknifyrirtækið VAXA Techno- logies ræktar smáþörunga til manneldis í jarðhitagarði ON á Hellisheiði. Áhugi á öllu sem tengist þörungum er mikill hér ef marka má nýlega úthlutun á Lóu-styrkjum til nýsköpunar og uppbyggingar fyrir landsbyggðina. Í fyrrnefndri frétt Bændablaðsins segir að hjá fimm landeldisfélögum sé ársframleiðsla sem nemur 131.500 tonnum af landöldum laxi nú í sjónmáli. Til samanburðar má geta að í fyrra var slátrað 44.500 tonnum af sjókvía- laxi hér og nam útflutningsverðmætið rúmum 20 millj- örðum króna. Á fyrstu 6 mánuðum núna, 2022, er út- flutningsverðmæti eldisafurða hins vegar komið í tæpa 23 milljarða króna. Það hefur aldrei verið meira á fyrri helmingi árs. Frá árinu 2015 hefur framleiðslan í sjókvíaeldi 13 fal- dast. Á árinu 2020 nam framleiðsla á laxi úr landeldi hins vegar rétt um 6% af heildarframleiðslu á eldislaxi, að- eins um 2,1 þúsund tonnum. Mikill stórhugur einkennir því háu tölurnar um landeldi í sjónmáli. Fram- leiðslukostnaður við landeldi er sagður margfaldur á við kostnað úr sjókvíaeldi. Kolefnisspor vegna lax sem alinn er á landi er sagt stærra en vegna eldis í sjókví. Líklegt er að landeldi á laxi verði að mestu stundað á svæði sem teygir sig frá Þorlákshöfn vestur á Reykjanes. Sumarið 2021 var skýrt frá því að Samherji fiskeldi ehf. hefði samið við HS Orku um uppbyggingu laxeldis á landi í Auðlindagarðinum við Reykjanesvirkjun. Einnig hefði verið samið við landeigendur vegna uppbyggingarinnar. Félag- ið hefði tryggt sér aðgang að sjó og raforku til að framleiða allt að 40 þúsund tonn af laxi á landi ár- lega auk þess sem nýttur verður ylsjór sem er affall frá kælingu Reykjanesvirkjunar. Um væri að ræða 45 milljarða fjárfestingu í landeldi. Nú er rætt um óæskilega sam- þjöppun í sjávarútvegi því vegna kaupa Síldarvinnsl- unnar í Neskaupstað á Vísi í Grindavík fyrir 31 milljarð króna. Á fiskveiðiárinu 2022-2023 eru væntar aflaheim- ildir Vísis um 15 þúsund þorskígildistonn. Fjórum vikum fyrir Vísis-kaupin birtust fréttir um að Síldarvinnslan hefði keypt 34,2% hlut í norska laxeld- isfélaginu Arctic Fish Holding AS fyrir um 14,8 millj- arða króna. Arctic Fish Holding á 100% hlutafjár í Arc- tic Fish ehf. einu af stærstu laxeldisfyrirtækjum hér, rekur það eldisstöðvar á Vestfjörðum með rúmlega 27 þúsund tonna leyfi fyrir eldi í sjó. Án þess á nokkurn hátt sé gert lítið úr eignarhaldi á þorskígildistonnum og gildi veiða og vinnslu þeirra blas- ir við að hér verði sama þróun og í Noregi: eldi í sjó og á landi og útflutningur á slátruðum eldisfiski vegi meira við sköpun verðmæta en gamalgrónu veiðarnar. Alls eru 98% íslensks sjávarfangs flutt á erlenda markaði. Þar er samkeppni hörð og kröfur miklar. Flug- vélarkaup Bakkafrosts sýna að keppinautar um bestu markaðina vilja skapa sér forskot með ofurgæðum. Sjáv- arútvegsfyrirtæki hér keppa við þá bestu. Í þessu ljósi ber að skoða strategískar ákvarðanir öfl- ugustu sjávarútvegsfyrirtækjanna. Þær eru teknar til að styrkja samkeppnisstöðu þjóðarinnar allrar sem fram- leiðanda matvæla í hæsta gæðaflokki. Er fagnaðarefni að fyrirtækin hafi fjárhagslegan styrk til stórsóknar án þess að vera háð opinberri fyrirgreiðslu. Strategískar ákvarðanir um fisk Flugvélarkaup Bakkafrosts sýna að keppinautar um bestu markaðina vilja skapa sér forskot með ofurgæðum. Sjávarútvegsfyrirtæki hér keppa við þá bestu. Björn Bjarnason bjorn@bjorn.is Eins og ég hef áður bent á, merkja orðin „Las Vegas“ engjar og orðið „Nevada“ Snæland, svo að borgina með þessu nafni mætti kalla Engjar á Snælandi. Ég kynnti þar í apríl bók mína um tutt- ugu og fjóra frjálslynda íhaldsmenn á ráðstefnu Samtaka um einka- framtaksfræði, Association of Pri- vate Enterprise Education, en fór þangað aftur núna í júlí til að kynna hana á hinni árlegu Frelsishátíð, Freedomfest, en hana sækja rösk- lega tvö þúsund áhugamenn um hægri stefnu, hvort sem hún er kennd við frjálslyndi eða íhaldssemi. En nú vandast málið, því að frjáls- hyggjumenn eins og Friedrich A. von Hayek eða Milton Friedman eru kallaðir íhaldsmenn (conservatives) í Bandaríkjunum, en frjálshyggju- menn eða nýfrjálshyggjumenn (libe- rals, neoliberals) í Evrópu og Róm- önsku Ameríku. Það veldur ómældum ruglingi, að þeir, sem kalla sig „liberals“ í Bandaríkjunum, eru oftast frjáls- lyndir jafnaðarmenn. Þeir eru sam- mála okkur frjálshyggjumönnum um, að vernda þurfi mannréttindi eins og trúfrelsi, félagafrelsi og mál- frelsi, en sætta sig hins vegar ekki við, að frjálst val einstaklinga í við- skiptum ráði kaupum og kjörum. Ríkið verði ekki aðeins að skatt- leggja fólk til að afla fjár fyrir þjón- ustu sína, heldur líka til að endur- dreifa fjármunum frá ríkum til fátækra. Hættan við slíka endur- dreifingu er hins vegar auðvitað sú, að fjármunirnir renni ekki til þeirra, sem helst þurfa þá, heldur til hinna, sem eru best skipulagðir og hávær- astir. Bandaríkjamönnum finnst því skrýtið að heyra talað um frjáls- lynda íhaldsmenn. Í augum þeirra eru þetta andstæður, ekki hlið- stæður. En eins og Jón Þorláksson skýrði út fyrir Íslendingum árið 1926, skiptir máli, í hvað íhaldsmenn vilja halda, og ef þeir vilja halda í fengið frelsi, þá eru þeir frjálslyndir íhaldsmenn. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Frjálslyndi á Engjum í Snælandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.