Morgunblaðið - 16.07.2022, Blaðsíða 31
DÆGRADVÖL 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2022
Glerártorgi | Kringlunni | Skeifunni | Sími 588 0640 | casa.is
Bialetti
góður ferðafélagi
við veginn
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„EF ÉG TAPA… ÞÁ SLAUFUM VIÐ
VEÐMÁLINU. ER ÞAÐ SKILIÐ?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vita að þú ert á
leið heim til hans.
ÉG ELSKA AÐ
SKREYTA FYRIR
JÓLIN
JÁ, ER
ÞAÐ? GRETTIR! HVÍ ERU
OST-
SNEIÐAR
Á JÓLA-
TRÉNU?!
TÓNLISTARFERILL
MINN ER MÉR ALLT!
VERÐ ÉG ÞÁ ALDREI
NÚMER EITT HJÁ ÞÉR?
ALRANGT!
ÉG OPNA ALLTAF MEÐ LAGINU
SEM ÉG SAMDI UM ÞIG!
„EF ÞAÐ VÆRI EITTHVAÐ VARIÐ Í
HANA HEFÐI HÚN SÉÐ ÞAÐ FYRIR AÐ ÞÚ
MYNDIR MÆTA SNEMMA.“
frá þeim félögum. Tónlistarmaðurinn
Páll Þorsteinsson, betur þekktur
undir listamannsnafninu „Guli Drek-
inn“ var stofnandi og liðsmaður í Af-
kvæmum guðanna en hann féll frá í
lok árs 2019. Guli Drekinn var mjög
áhrifamikill í íslensku tónlistarsen-
unni sem tók annað stórt stökk með
tilkomu Gísla Pálma á sjónarsviðið í
byrjun síðasta áratugar. Áttu þeir,
ásamt tónlistarmanninum Trausta,
betur þekktur undir listamannsnafn-
inu Frosty, stóran þátt í að fleyta
áfram nýju hljóði í íslenskri tónlist.
„Það er allt annað að gera tónlist í
dag. Allir orðnir miklu tæknilega
færari og geta gert lag heima hjá sér
en það var mikil þraut á sínum tíma.
Þetta er mikið aðgengilegra og þægi-
legra og þá sérstaklega forritin sem
er notast við.“ Ásamt því að vinna að
nýrri plötu með Afkvæmum guðanna
er Elvar að undirbúa næstu kvik-
mynd. Hann getur ekki tjáð sig mik-
ið um nýju myndina að svo stöddu en
það er ekki hryllingsmynd.
„Þessa dagana er ég, ásamt því að
undirbúa útgáfu myndarinnar It
Hatched, að vinna í handritsgerð og
forframleiðslu næstu kvikmyndar.
Vonast ég til þess að hefja fram-
leiðslu á þeirri kvikmynd á næsta ári
og hlakka mikið til.“
Fjölskylda
Sambýliskona Elvars er Unnur
Edda Garðarsdóttir, f. 21.9.1982, að-
júnkt við HÍ. Hún átti fyrir soninn
Bjart Ými, f. 20.12. 2007.
Elvar á fjögur börn: Aníta Von, f.
28.11. 2000, og Diljá Malín, f. 19.9.
2005. Móðir þeirra er Íris Dögg
Jónsdóttir, f. 18.3. 1983, bókari og
Dagný Esja, f. 1.6. 2012, og Gunnar
Óli, f. 7.12. 2017. Móðir þeirra er
Vivian Ólafsdóttir, f. 12.5. 1984, leik-
kona. Hann er þá stjúpfaðir Kol-
brúnar Unu, f. 13.3. 2009, dóttur
Vivian úr fyrra sambandi.
Systir Elvars er Sólrún Gunn-
arsdóttir, f. 6.10. 1986, fiðluleikari og
tónlistarkennari í Reykjavík. For-
eldrar Elvars eru hjónin Dagný
Brynjólfsdóttir, f. 13.6. 1954, skrif-
stofustjóri hjá heilbrigðisráðuneyt-
inu, og Gunnar Óskarsson, f. 14.8.
1954, prófessor við Háskóla Íslands.
Þau eru búsett í Garðabæ.
Elvar
Gunnarsson
Jónína Dagný Hansdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Ólafur Sæmundsson
sjómaður og vélstjóri í Reykjavík
Svanhvít Stella Ólafsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Brynjólfur Eyjólfsson
bifreiðastjóri Reykjavíkurborgar
Dagný Brynjólfsdóttir
skrifstofustjóri í Reykjavík
Kristín Árnadóttir
húsfreyja í Reykjavík
Eyjólfur Júlíus Brynjólfsson
sjómaður og verkamaður í Reykjavík
Guðrún Gísladóttir
húsfreyja í Reykjavík
Jón Lýðsson
verkstjóri í Rangárvallasýslu
Sigríður Jónsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Óskar Jónsson
húsasmíðameistari í Reykjavík
Sigurlaug Þorkelsdóttir
húsfreyja í Grímsneshreppi
Einar Jónsson
bóndi í Þingvallahreppi
Ætt Elvars Gunnarssonar
Gunnar Óskarsson
prófessor við
Háskóla Íslands í
Reykjavík
Gátan er sem endranær eftir
Guðmund Arnfinnsson:
Prestur þarna predikar.
Peningaseðli nú flíka.
Æfagamall hann afi var.
Andlát kunngerir líka.
Karlinn á Laugaveginum leysti
gátuna þannig:
Sókn við presta köllum kall.
Kom fyrir lítið hundrað kall.
Afa Grím, þann gamla kall,
Í gröfina lagði hinsta kall.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Prestur í kalli predikar.
Peningaseðill kallinn er.
Eldgamall kall hann afi var.
Andlátsfregn mér kallið ber.
Þá er limra:
Hann séra Sigfús á Hóli
var sérdeilis mikill fóli,
sem drýgði hór
og dýrkaði Þór
og sviptur var kalli og kjóli.
Síðan er ný gáta eftir Guðmund:
Lóan syngur dirrindí,
dillar þröstur sér á grein,
gleður líka gáta ný,
getur læknað sálarmein:
Flestir kvíða komu hans.
Karlmannsnafn er hér til sanns.
Stundum vafinn geislaglans.
Getur verið ævi manns.
Jóhann S. Hannesson kvað:
Þessi limra er laglega ort,
enda löngum mitt uppáhaldssport
að iðka þann hátt
með ágætum, þrátt
fyrir íslenskan bragfótaskorti.
Úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar:
Þessar klappir þekkti ég fyr,
þegar ég var ungur,
átti ég víða á þeim dyr,
eru þar skápar fallegir.
Káinn kvað og sagði „ja, því ekki
það?“
Flesta kitlar orð í eyra,
ef eitthvað mergjað finnst,
því vill ekki þjóðin heyra
þá, sem ljúga minnst.
Bjarni frá Gröf orti og kallar „Á
verði“:
Þó að ellin andann slævi,
ennþá hef ég dágóð spil.
Lífið vakir alla ævi
yfir því að vera til.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Prestakall er líka kall