Morgunblaðið - 16.07.2022, Blaðsíða 19
19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 2022
Æfing Stelpurnar okkar búa sig nú undir næstu viðureign, gegn Frakklandi á mánudag. Á æfingu sinni í gær gátu liðsfélagarnir slegið á létta strengi eftir að hafa krækt í tvö stig á mótinu.
Eggert
LONDON | Morðið á
fyrrverandi forsætis-
ráðherra Japans, Abe
Shinzo, þar sem hann
var á kosningafundi í
Nara í Japan, er bæði
áfall og á sama tíma
mjög sérkennilegt. Það
er áfall vegna þess að í
meira en hálfa öld hafa
nánast engin ofbeldis-
verk verið framin í
tengslum við stjórn-
mál, og mikið aðhald og eftirlit er
með byssueign landsmanna. Voða-
verkið er sérkennilegt vegna þess að
Abe, sem lét af störfum sem for-
sætisráðherra árið 2020, gegndi
engri formlegri stöðu í ríkisstjórn
landsins, en þrátt fyrir það er morð-
ið greinilega pólitískt.
Ekki þótti líklegt að morðið á Abe
hefði haft áhrif á kosningarnar 10.
júlí í þingmannadeildinni (efri deild-
in og fyrsta löggjafarstigið) sem
hinn frjálslyndi Lýðræðisflokkur,
sem er við stjórn var fyrirfram tal-
inn vinna auðveldlega. Hið hörmu-
lega dauðsfall forystumanns flokks-
ins og forsætisráðherra gæti fengið
einhver samúðaratkvæði með betri
kjörsókn, en morðið hefur samt
fyrst og fremst verið áfall fyrir þjóð-
ina sem er algjörlega
óvön slíkum ofbeldis-
verkum.
Arfleifð Abe, frá
mettíma sínum sem
forsætisráðherra, sem
var skipt milli árang-
urslítils árs 2006-2007
til sigursællar end-
urkomu til sjö ára á ár-
unum 2012-2020, skilur
meira eftir sig í áhrif-
um á utanríkisstefnu
og varnarmálastefnu
Japans heldur en í
áhrifum á innanríkismálin. Vissu-
lega var Abe góður sölumaður hug-
mynda sinnum um efnahagsmál,
sem hann kynnti undir nafninu
„Efnahagsmál Abe“, en þegar öll
kurl koma til grafar voru það utan-
ríkismálin frekar en efnahagsmálin
sem settu mark sitt á valdatíma
hans.
Það sem Abe færði Japönum var
skýrleiki, sterkur tilgangur og með
tilliti til langrar setu hans í stól for-
sætisráðherra, trúverðugleiki, þegar
kom að utanríkismálum. Þá stað-
reynd að frasinn „Indó-Kyrrahaf“ er
núna almennt notaður til að lýsa
varnarmálum og diplómatískri
stefnu í Asíu má helst þakka Abe
fyrir. Hann nýtti sér fyrri tilraunir
Japana til þess að styrkja sam-
bandið við Indland og notaði það til
þess að styrkja stöðu Japana, bæði á
heimavelli í Asíu og á heimsvísu.
Þessi afstaða hans var knúin
áfram af uppgangi Kína og stöðugt
harðari orðræðu og gjörðum í kring-
um Suður- og Austur Kínahaf. Und-
ir stjórn Abe lagði Japan höfuð-
áherslu á utanríkisstefnu sem gerði
Kína erfiðara fyrir að ná öllum völd-
um á svæðinu. Þáttur í þeirri við-
leitni var að styrkja tengslin við Ind-
land og að styrkja japanska herinn.
Abe var lykilmaður í því að setja
fram tillögur sem miðuðu að því að
breyta þjóðskrá landsins, svo herinn
gæti leikið stærra hlutverk og stigið
þar í takt við sinn helsta bandamann
á alþjóðavettvangi, Bandaríkin.
Því er ekki að neita að Abe var
sannarlega þjóðernissinni. Hann
hafði upphaflega vakið deilur með
umdeildum skoðunum sínum um
sérstaka sýn á stríðssögu Japan,
ekki síst um hitamálið sem tengdist
svokölluðum „hjákonum“ eða am-
báttum sem herlið keisaraveldis
Japan þvingaði í kynferðislega
ánauð í herteknum löndum sínum.
Þegar hann var kjörinn til valda,
gerði hann fremur lítið úr sínum
fyrri skoðunum. Hins vegar lagði
hann áherslu á að styrkja stjórn-
málaleg tengsl og sambönd um alla
Suðaustur-Asíu, jafnvel við ná-
grannalandið Suður-Kóreu, sem er
fyrrverandi nýlenda Japan. Þrátt
fyrir að samskiptin við Kína væru
frekar stirð, sérstaklega þegar Abe
heimsótti hið umdeilda Yasukuni-
hof í Tókýó, þá héldust samt alltaf
samskipti milli ríkjanna.
Það er alltaf erfitt að geta í ástæð-
ur morðingja. Maðurinn sem var
handtekinn fyrir morðið á Abe, hinn
41 árs Tetsuya Yamagami, virðist
hafa notað stóra, heimagerða byssu
til ódæðisins. Þegar haft er í huga að
Japan er eitt öruggasta land heims-
ins, er ekki skrýtið að öryggisgæsla
sé fremur lítil á stjórnmála-
samkomum, sem útskýrir hvers
vegna byssumanninum tókst áætl-
unarverk sitt. Samkvæmt fréttum
hafði Yamagami verið í þrjú ár í
varnarsveit sjóhers Japan, allt til
ársins 2005. Þegar litið er til þessa
bakgrunns morðingjans og stefnu
Abe um að styrkja japanska herinn
og losna við friðarklásúlu (grein 9)
stjórnaskrár Japans, er auðvelt að
komast að þeirri niðurstöðu að
morðið hafi verið framið í mótmæla-
skyni gegn hervæðingu landsins.
Þrátt fyrir að Abe væri ekki leng-
ur við völd, var hann samt án efa
þekktasti stuðningsmaður aukinnar
hervæðingar Japan. Hann lýsti iðu-
lega yfir áætlun sinni um að ljúka við
það starf sem langafi hans, Nobo-
suke Kishi, hóf sem forsætisráð-
herra 1960, þar sem hann leiddi leið-
ina í átt til endurskoðunar á
öryggissamningi milli Japan og
Bandaríkjanna, með það í huga að
styrkja varnir Japan.
Því miður er það líklega ekki til-
viljun að á undan þessu ódæði var
síðasti japanski forsætisráðherrann
sem varð fyrir ofbeldisverki í emb-
ætti Kishi, sem var stunginn með
hníf sex sinnum stuttu eftir að ör-
yggissáttmálinn var samþykktur.
En ólíkt barnabarni sínu, Abe, lifði
Kishi árásina af.
Eftir Bill Emmott »Morðið á fyrrverandi
forsætisráðherra
Japan, Abe Shinzo, var
áfall, ekki síst í ljósi
þess að ofbeldi gegn
kjörnum stjórnmálaleið-
togum hefur ekki
þekkst í Japan undan-
farna hálfa öld.
Bill Emmett
Höfundur er fv. ritstjóri The Eco-
nomist og er aðstoðarstjórnandi Al-
heimsráðs um stefnumótun eftir
heimsfaraldur (GCPPP). ©Project
Syndicate
Hvernig Abe breytti Japan