Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.08.2022, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 19.08.2022, Qupperneq 2
Þau Sólrún Arnarsdóttir og Snorri Beck bjóða til veislu á Garðatorgi í dag þegar Sólrún býður upp á þarabar. Þar verður spirulina-límonaði, eða spirulaði, hlaup úr þaraafurðum og ýmislegt annað með þaraívafi en undir mun Snorri spila á heima- smíðaða hörpu. arnartomas@frettabladid.is MENNING „Þari er afurð sem er hægt að vinna með á svo skemmtilegan hátt og gera svo margt með,“ segir textílhönnuðurinn Sólrún Arnars- dóttir sem mun bjóða gestum Garða- torgs í Garðabæ að kíkja á framandi þarabar á meðan tónlistarmaðurinn Snorri Beck leikur undir á heima- smíðaða kristalhörpu. „Það er hægt að þrívíddarprenta hluti úr honum, það er hægt að lita textíl með honum og svo framvegis. Hann gefur aðeins aðra tengingu inn í textíl en þessi venjulegu efni sem við skoðum,“ segir Sólrún um þarann. Þau eru að kynna verkefni sem þau hlutu styrk fyrir úr hvatningarsjóði Garðabæjar. „Ég ætla að kynna fyrir fólki þær myndir sem þari getur tekið á sig með þessum pop-up þarabar,“ segir Sólrún. „Þari getur komið inn svo skemmtilega, ekki bara við sjóinn heldur líka í mataræði og alls konar skemmtilegum drykkjum.“ Meðal þess sem býðst á þara- barnum verður spirulina-límonaði, eða spirulaði, hlaup úr þaraafurðum og ýmislegt með þaraívafi. Áhugi Sólrúnar á þaranum kvikn- aði í textílhönnuninni. „Ég hef mest verið að skoða lífræn efni og hef mikið verið að nota þara í textíl- verkefnin mín,“ útskýrir Sara og tekur undir að Íslendingar hafi orðið áhugasamari um þara. „Þari er búinn að missa þessa slepjulegu tengingu sem hann hefur haft og svo stendur hann okkur alltaf svo nærri. Mér finnst sjálfri gaman að endurhugsa möguleikana á þessum hlutum sem hafa alltaf verið þarna og maður tekur varla eftir lengur,“ segir Sara. Snorri mun verða við hlið Söru á Garðatorgi í dag og spila á sína heimasmíðuðu hörpu sem er frönsk uppfinning en hann kláraði smíðina í janúar. „Það voru tveir bræður sem fundu hana upp á sjöunda áratugnum, svo þetta er ekki mín uppfinning en ég smíðaði hana sjálfur og ég held að hún sé sú eina á landinu,“ segir Snorri. Hljómburði hörpunnar segir Snorri svipa til þess þegar spilað er á vínglös með blautum fingrum. „Ég er með glerteina sem standa út og ég strýk og fæ tóninn þannig. Svo er eins konar laufblað eins og ég kalla það framan á hljóðfærinu sem bæði magnar upp hljóðið og framkallar bergmál,“ segir Snorri Beck. n Þari er búinn að missa þessa slepjulegu teng- ingu sem hann hefur haft og svo stendur hann okkur alltaf svo nærri. Sólrún Arnarsdóttir Hraðar hendur Mikill gangur er nú í hellulögn í Tryggvagötu við Grófina í Reykjavík enda Menningarnótt eftir aðeins tvo daga og betra að hafa stræti borgarinnar í lagi þegar að henni kemur. Framkvæmdin er liður í endurnýjun Tryggvagötu. „Útkoman verður glæsilegri og aðgengilegri Tryggvagata með sólríku dvalarsvæði,“ segir meðal annars á vef Reykjavíkurborgar. Um er að ræða þriðja áfanga í verkefni sem hófst fyrir framan Tollhúsið og Naustin árið 2020. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Millimál í fernu VÍTAMÍN & STEINEFNI PRÓTEIN GLÚTENS LAKTÓSAORKA ÁN ÁN Næring+ er á lista Sjúkratrygginga Íslands yfir niðurgreidd næringarefni fyrir þá sem eiga gilda innkaupaheimild. Heimasmíðaðir hörputónar og þaraafurðir í Garðabæ Sólrún og Snorri verða á Garðatorgi milli 18 og 19 í dag. MYNDIR/AÐSENDAR kristinnhaukur@frettabladid.is FLUG Áætlað er að Mack Rutherford, sem reynir að verða sá yngsti til að f ljúga umhverfis jörðina á smá- flugvél, lendi á Reykjavíkurflugvelli klukkan hálf fjögur í dag. Ruther- ford, sem er breskur og belgískur að uppruna, er aðeins 17 ára. Systir hans Zara á núverandi met. Hringferðin hófst í Sofíu í Búlg- aríu 23. mars og er áætlað að henni ljúki á sama stað 24. ágúst. Aðal- styrktaraðili Rutherford, vef hýs- ingarfyrirtækið ICDSoft, er í Sofíu. Rutherford byrjaði á að f ljúga yfir Grikkland suður til Afríku og niður eftir austurströndinni allt til eyjunnar Madagaskar. Þaðan austur til Arabíuskaga þar sem hann þurfti að dvelja í heilan mánuð til að reyna að fá leyfi til að fljúga til Íran. Eftir að hafa loks fengið höfnun f laug Rutherford fram hjá Íran til Indlands og Indókína. Þaðan norður til Kóreu og Japan. Austur til Alaska og niður með vesturströnd Norður- Ameríku til Mexíkó og þá norð- vestur til Kanada og Íslands. Héðan er förinni heitið til Bretlands. Rutherford hefur lent í ýmsum ævintýrum. Meðal annars hafa monsúnrigningar í Asíu og sand- stormar í Afríku valdið vandræðum. Sem og bilanir á vélinni. n Ungur flugkappi lendir í Reykjavík Rutherford reynir við heimsmet systur sinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY bth@frettabladid.is NÁT TÚRA „Þessar sektir þyrftu að vera í einhverju hlutfalli við greiðslugetu brotlegra. Einkum þegar um ræðir mjög alvarleg spjöll á náttúru Íslands,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmda- stjóri Landverndar. Erlendir ferðamenn, sem gengust við brotum sínum eftir alvarlegan utanvegaakstur í Vatnajökulsþjóð- garði í byrjun vikunnar, greiddu aðeins 250.000 krónur í sekt. Rússnesk YouTube-stjarna tók í fyrra upp eigin utanvegaakstur, greiddi sekt en hagnaðist eigi að síður vegna athæfisins. Hefur verið rætt að sektir séu svo lágar að megi kalla markaðskostnað ef um ræðir myndefni. Landvernd skipar sér ekki ein- dregið í hóp þeirra sem vilja að allar sektir vegna utanvegaaksturs verði stórhækkaðar. „Fyrir venjulegan túrista sem ekki veit betur, gæti há sekt sett viðkomandi á hliðina,“ segir Auður. Aukin varsla skipti einnig máli. n Utanvegaakstur kosti ríka meira fé Auður Önnu Magnúsdóttur, framkvæmda- stjóri Land- verndar 2 Fréttir 19. ágúst 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.