Fréttablaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.08.2022, Blaðsíða 8
n Halldór n Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@ frettabladid.is , Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is . Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Stundum er glasið svo hálf- tómt á Íslandi að meira að segja mávarnir skaprauna okkur. En verkinu er ekki lokið og við höld- um áfram að vinna í þágu barna og barnafjöl- skyldna. Guðmundur Gunnarsson ggunnars @frettabladid.is ser@frettabladid.is Góður túr Leigubílstjórar á suðvestan­ verðu horninu brosa hringinn þessa dagana, enda uppgripin ævintýraleg í iðandi ferða­ mannastraumnum. Ekki einasta hendast þeir með farþega skemmtiferðaskipanna hringinn í kringum sunnlenskar náttúru­ perlur, heldur aka þeir þeim gosþyrstu suður með sjó í slíkum mæli, að stundum mætti ætla að nýjasta stæði leigubíla á Íslandi sé að finna við Meradali. Svo eru bílstjórarnir beðnir um að bíða bara í sosum eins og fjóra tíma á meðan liðið skoðar sig um, en svo er keyrt á ný í bæinn. Munu þetta vera kallaðir „góðir túrar“ hjá íslenskum leigubílstjórum í dag. Enn betri túr Enn betri túrar eru þó í boði. Heyrst hefur af efnuðum ferða­ mönnum sem gefa allt fyrir að skoða gosið bæði úr lofti og af láði. Þá er farið með einhverri þyrlunni um morguninn og dýrðin skoðuð úr lofti, en svo er bara taxinn pantaður út á flug­ völl, ekið í næstu útivistarbúð og mannskapurinn fullgallaður frá hvirfli og undir il, og loks er stefnan tekin í Meradali þar sem farþegarnir spóka sig um á nýrunnu hrauni. Í ferðalok í borginni skilja þeir útivistar­ fötin eftir í taxanum, enda búnir að hafa full not fyrir þau. Munu þetta heita „mjög góðir túrar“. n Ég slekk að jafnaði fimm sinnum á vekjaraklukkunni áður en ég hef mig á fætur. Það angrar mig. Svo fer ég út í daginn án þess að borða morgunmat. Vegna þess að ég vakna svo seint. Það angrar mig líka. Á leiðinni til vinnu hugsa ég strætó gjarnan þegjandi þörfina. Þjónustan er léleg og það gerir mig pirraðan. Eins og annað sem betur mætti fara í okkar samfélagi. Svo veldur veðrið mér vonbrigðum. Því það kemur aldrei sumar! Magnað hvernig öll þessi lítilfjörlegu vanda­ mál hrannast upp hjá manni. Fullkomlega að óþörfu. Uns þau byrgja manni sýn á heildar­ myndina. Þið þekkið þetta. Stundum er glasið svo hálf­ tómt á Íslandi að meira að segja mávarnir skap­ rauna okkur. Með því einu að vera til. En svo gerist það af og til að eitthvað hristir aðeins upp í þessu hversdagslega volæði öllu saman og fær mann til að staldra við. Úkraínska þingkonan Kira Rudik var á Íslandi í vikunni. Til að minna á þær grimmilegu aðstæður sem almenningur í Úkraínu býr við nú þegar hálft ár er liðið frá því að innrás Rússa hófst. Lýsingar Kiru á nöturlegum veruleika í Úkra­ ínu voru svo átakanlegar að mann setti hljóðan. Ég efast um að þau séu mikið að velta sér upp úr því hvort strætó haldi áætlun í Úkraínu um þessar mundir. Undir gjammandi loftvarna­ flautunum. „Landið þeirra logar og þú ert að bölsótast út í veðrið og vekjaraklukkuna,“ muldraði ég við sjálfan mig á meðan ég hlustaði á þessa mögnuðu konu tala af ástríðu um lífróðurinn í Úkraínu. Þessi heimsókn var þörf áminning. Um sam­ hengi hlutanna og hvað það er sem vert er að ergja sig yfir. Staðreyndin er sú að flest vandamál á Íslandi eru svo lítilfjörleg að það tekur því varla að dvelja við þau. Það er ekki allt fullkomið hérna, en fjandakornið, hér erum við þó örugg. Og búum við velsæld. Á morgun, um leið og ég slekk á klukkunni í fimmta sinn, ætla ég að hugsa um hvað við höfum það gott. Svo ætla ég að brosa hlýlega til mávanna úr Garðabæ. Um leið og ég kem mér þægilega fyrir í niðurgreiddum og upphituðum strætisvagni. Aðeins seinna en venjulega. Af því ég get það. n Lítilfjörleg vandamál Í gær samþykktum við í borginni bráðaaðgerðir í leik­ skólamálum í Reykjavík sem allar miða að því að auka framboð á leikskólaplássum og flýta þannig inntöku barna í leikskóla. Á sama tíma stendur Reykjavíkurborg fyrir mestu uppbyggingu í áratugi með Brúum bilið­átakinu og mun átakið skila 553 nýjum plássum á þessu ári. Tafir á opnun nýrra skóla hafa leitt til óþolandi vandræða fyrir fjölskyldur sem gerðu ráð fyrir að leikskólavist gæti hafist snemma í haust. Það er miður og við höfum á undanförnum dögum smíðað bráðaaðgerðaáætlun. Aðgerðirnar eru þessar. Við flýtum opnun Ævin­ týraborgar á Nauthólsvegi þannig að börnin geti hafið aðlögun í fyrri hluta septembermánaðar. Við ætlum líka að nýta laust húsnæði í Korpuskóla og Bakka í Grafarvogi til að taka við nýjum börnum nú í haust. Þarna skapast 160–200 ný pláss og markmiðið er að opna eftir sex vikur. Við viljum líka skoða nýtingu á frístundaheimilum fyrir leikskólabörn. Við ætlum að fjölga dagforeldrum með því að hækka niðurgreiðslur og fjölga þannig plássum. Tvær nýjar Ævintýraborgir verða pantaðar í september en þær verða tilbúnar á næsta ári. Við verðum líka að einfalda líf foreldra. Það verður að breyta verklagi við innritun í leikskóla þannig að foreldrar þurfi ekki að hringja um alla borg í leikskóla­ stjóra til að finna pláss. Það felst meðal annars í því að samræma innritunarkerfi Reykjavíkur og sjálfstætt starfandi leikskóla. Frábært starf fer fram á leikskólum Reykjavíkur, þar eru þúsundir barna og hundruð starfsfólks sem verja deginum saman til náms og leiks á hverjum degi. Leikskólagjöldin eru með þeim lægstu og systkinaafslættir eru afar ríflegir. Við í meirihlutanum í Reykjavík heyrum skýrt ákall foreldra um aðgerðir. Við höfum brugðist við því með snöggu viðbragði. En verkinu er ekki lokið og við höldum áfram að vinna í þágu barna og barnafjöl­ skyldna. n Snöggt viðbragð í leikskólamálum Einar Þorsteinsson formaður borgarráðs SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 19. ágúst 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.