Fréttablaðið - 19.08.2022, Síða 9
Í vikunni bárust af því fréttir, að
börn fengju ekki inni í grunnskóla
af því að mæður þeirra hefðu ekki
rafræn skilríki.
Þetta voru úkraínskar mæður, og
aukalega var sagt að sumar þeirra
fengju ekki skráð lögheimili af því
að framtíðarhúsnæði væri ekki til.
Þar með fengu þau börn heldur
ekki skólavist.
Ekkert af því sem hér er lýst er
náttúrulögmál. Þetta eru manna-
setningar. Mannskemmandi
reglur.
Sem hafa smám saman gerzt æ
verri fyrir þá sem sízt skyldi.
Rafræn skilríki
Þar er nú alveg frábær uppfinning
– eða hvað?
Jújú og aldeilis, fyrir allan þorra
fólks, mjög til þæginda og hægðar-
auka. En ekki fyrir hina.
Á undanförnum misserum
hefur það orðið nánast að reglu,
að þjónustu hins opinbera og stór-
fyrirtækja er varla hægt að nálgast
án rafrænna skilríkja.
Um það eru fleiri dæmi en tóm
gefst til að rekja hér.
Hinir
Hverjir skyldu nú ekki nota rafræn
skilríki?
Þeir sem eiga ekki snjallsíma. Og
hverjir eru það?
Til dæmis þeir sem hafa ekki
efni á þessum rándýru græjum,
sem þarf að endurnýja reglulega, af
því að þær eru hannaðar þannig.
Það er fátækt eða efnalítið fólk,
sem lætur nauðsynjar hafa for-
gang.
Svo eru þeir sem hafa ekki til-
einkað sér tæknina eða hreinlega
skilja hana ekki.
Ástæður þess geta verið veikindi,
elli, fötlun, glöp eða hvað annað
sem þið tínið upp úr hattinum, og
er alls ekki nefnt hér þessu fólki til
hnjóðs.
Ég talaði á dögunum við konu
sem vinnur með geðfötluðum,
sumum mjög veikum.
Þar verður reglulega krísa af því
að það þarf rafræn skilríki til að fá
mikilvæga þjónustu, jafnvel bráð-
nauðsynleg lyf.
Fólk í geðrofi notar ekki rafræn
skilríki.
Ég sleppi alveg hinum, sem vilja
ekki eiga snjallsíma af persónu-
verndarástæðum. Það er reyndar
gilt sjónarmið enda eru þetta
öflugustu persónunjósnatæki sem
fundin hafa verið upp.
Hitt er verra, að okkar viðkvæm-
asta fólk geldur fyrir ákvarðanir
sem einhver tók afþvíbara.
Hvers vegna?
Sem leiðir okkur að spurningunni:
Hver tók ákvörðun um að líf okkar,
aðgangur að þjónustu eða jafnvel
lífsbjargarúrræðum, skyldi vera
rafrænt? Og helzt ekkert annað?
Svarið er sennilega „enginn“.
Það varð svo hipp og kúl að vera
rafrænn og við ætluðum að vera
langt á undan öllum hinum. Þann-
ig var stemningin fyrir fáeinum
árum á Íslandi.
Það eru enda bara fimmtán ár
síðan fyrsti snjallsíminn kom á
markað. Heimurinn breyttist þá.
Mannskepnan hefur samt ekkert
breytzt.
Nema jú, við höfum breytt
hegðun okkar umhugsunarlítið. Af
því að tæknin hefur togað okkur
þangað.
Enginn veit samt ennþá hvers
vegna fátækt fólk, gamalt eða veikt
þarf að kaupa smátölvur af stór-
fyrirtækjum til þess að geta fengið
eðlilega opinbera þjónustu.
Sem er alvarlega hliðin á þessum
peningi:
Með reglum sínum hefur
ríkisvaldið þvingað fólk til þess að
kaupa tæki, sem það ýmist hefur
ekki efni á, skilur ekki eða vill ekki
eiga.
Til að hafa aðgang að þjónustu,
sem var sjálfsögð og auðsótt fyrir
tuttugu árum.
Um þetta hefur aldrei verið rætt
í kosningum. Aldrei nokkru sinni.
Á einhverjum tímapunkti
virðist kerfið hins vegar hafa farið
á sjálfstýringu og þá sjaldan ein-
hver gerir athugasemd er svarið
kunnuglegt: „Tölvan segir nei.“
Hælið
Með þessum orðum andmæli ég
ekki tækniframförum, bara alls
ekki. Þær eru margar hverjar stór-
kostlegar. Ég geri hins vegar alvar-
lega athugasemd við að ákvarðanir
ríkisvaldsins um þjónustu við
fátæka og veika byggist á tækni
sem engin þörf knýr á um.
Börn á flótta komast ekki í skóla
út af tölvunni. Veikt fólk þjáist
vegna tölvunnar.
Fátækt fólk getur ekki orðið
almennilegir þátttakendur í sam-
félaginu af því að það getur ekki
keypt sig inn í nýtilkomið rafrænt
kerfi hins opinbera.
Það eru ekki náttúrulögmál,
heldur mannanna verk.
Þegar ég velti þessum þönkum í
hausnum á mér verður mér æ oftar
hugsað til lags með hljómsveitinni
Fun Boy Three, The lunatics have
taken over the asylum.
Kveðskapurinn í upphafi er ekki
aðeins merkilegur vegna inni-
haldsins, heldur líka þess hversu
höfundur virðist vera svag fyrir
innrími.
I see a clinic full of cynics
who want to twist the people’s
wrists.
Ég sé hér víða vitleysinga
sem vilja snúa upp á úlnliði.
Vitleysingar er ljótt orð sem ætti
helzt ekki að nota. Þeir hafa samt
tekið yfir á hælinu að þessu leyti.
Og það er mikilvægt verkefni
annarra að leiðrétta vitleysuna. n
Vitleysingarnir hafa tekið völdin
Karl Th.
Birgisson
n Í dag
Hver tók ákvörðun um
að líf okkar, aðgangur að
þjónustu eða jafnvel lífs-
bjargarúrræðum, skyldi
vera rafrænt?
DAGSKRÁ
13:15 - 14:30
14:30 & 16:00
13:00 - 17:00
Laganemar endurflytja mál í dómsal 101
sem leiddu til aðskilnaðar dóms- og
framkvæmdavalds og stofnunar
héraðsdómstólanna.
Leiðsögn um hús Héraðsdóms Reykjavíkur
í boði Péturs Ármannssonar arkitekts.
Krakkahorn í dómsal 102
þar sem hægt verður að máta dómaraskikkjur
og ýmis fróðleikur í boði.
Kaffi í boði
Héraðsdómur Reykjavíkur | Dómhúsið við Lækjartorg | heradsdomstolar.is
Opið hús í Héraðsdómi Reykjavíkur
Menningarnótt laugardaginn
20. ágúst. kl. 13-17
í tilefni 30 ára afmælis héraðsdómstóla á Íslandi 1. júlí sl.
1992-2022
FÖSTUDAGUR 19. ágúst 2022 Skoðun 9Fréttablaðið